Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Hugbúnaðarfyrirtækið Betware hef-
ur í samvinnu við Prima Networks Limi-
ted skrifað undir samning um að selja
danska lottóinu (Danske Spil) hugbún-
aðarlausnir sem gera Dönum mögulegt
að spila bingó og aðra afþreyingarleiki
á netinu, segir í tilkynningu.
Selja danska lottóinu
● Stærsta yfirtaka á kínversku netfyr-
irtæki er um garð gengin. Kínverska
netfyrirtækið Baidu, sem segja má að
sé eins konar Google í Kína, hefur keypt
kínverska fyrirtækið 91 Wireless, sem
þróar forrit fyrir Android-síma og rekur
einnig eigin vefverslun, fyrir 1,9 millj-
arða dollara, segir í frétt Business Insi-
der.
Kaupir netfyrirtæki fyr-
ir 1,9 milljarða dollara
Krepputal í fjölmiðlum virðist enn á
hægu en stöðugu undanhaldi, segir í
Markaðspunktum greiningardeildar
Arion banka. Þar er fjallað um svo-
kallaða K-orðs vísitölu, sem byggist
á því að telja hversu margar fréttir
eða greinar í íslenskum prent- og
ljósvikamiðlum innihalda orðið
„kreppa“.
Athygli vakti áberandi toppur á
notkun orðsins kreppa í aprílmánuði
síðastliðnum, en þá var orðið notað í
um 75% fleiri fréttum og greinum en
í mánuðunum rétt á undan og eftir.
Skýringarinnar er þó ekki að leita í
því að sérstök kreppa hafi ríkt á
landinu einmitt þennan mánuð, held-
ur telur greiningardeildin líklegra að
stjórnmálaflokkar og stuðningsfólk
þeirra hafi reynt að afla eigin mál-
stað fylgis (eða koma höggi á and-
stæðar fylkingar) með skrifum um
kjörtímabilið sem leið – og þá hafi
kreppuhugtakið oft skotið upp koll-
inum.
Leitnin í tíðni kreppufrétta hefur
legið niður á við síðan hún náði há-
marki í hrunmánuðinum október
2008. Í júní síðastliðnum birtust „að-
eins“ 59 fréttir þar sem minnst var á
kreppu, eða innan við tvær á dag.
Kreppufréttir hafa raunar ekki verið
jafnfáar síðan áhyggjulausa árinu
2007 lauk, en í desember það ár birt-
ust 55 kreppufréttir – og fór fjölg-
andi eftir það, segir greiningardeild-
in.
Kostur vísitölunnar er að fjöl-
miðlar sjá efnahagsástandið með
berum augum og greina frá erfiðum
aðstæðum fólks í skuldavanda, mat-
arúthlutunum, fjöldauppsögnum
o.fl., í öðru lagi greina þeir frá hag-
mælingum víða að og í þriðja lagi
leita þeir iðulega viðhorfa fjölda sér-
fræðinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningar Orðið kreppa var notað
75% meira í apríl en mars og maí.
Krepputal fer
minnkandi
„Kreppa“ áberandi í kosningunum
BAKSVIÐ
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
Tæplega 5% gesta í hvalaskoðun eru
Íslendingar, samkvæmt nýlegum töl-
um frá íslenskum hvalaskoðunarfyr-
irtækjum. Fjöldi hvalaskoðunarfyrir-
tækja víðs vegar um landið staðfesti
þessar tölur í gær, samkvæmt óform-
legri könnun Morgunblaðsins.
„Það eru mjög fáir Íslendingar
sem nýta sér þennan möguleika þrátt
fyrir að við höfum reynt að markaðs-
setja þetta fyrir þá,“ segir Þurý
Hannesdóttir, gæða- og vefstjóri hjá
Special Tours. „Við höfum reynt alls-
konar tilraunir til að fá Íslendinga til
að mæta á svæðið en það hefur ekki
gengið eftir,“ segir hún.
Hlutfall Íslendinga í hvalaskoðun-
arferðum virðist vera það sama í
Reykjavík og á landsbyggðinni.
„Hlutfall Íslendinga er bara vel innan
við 5%, og allavega vel innan við hálfa
prósentið,“ segir Stefán Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Gentle giants
á Húsavík. „Íslendingar komast nán-
ast ekki á blað hjá okkur og hlutfall
þeirra er mjög lágt.“
Enginn Íslendingur í dag
„Bara núna í dag eru um 290
manns búnir að fara í hvalaskoðun og
af þeim hópi eru engir Íslendingar,“
segir Ragnheiður Erlingsdóttir,
starfsmaður Eldingar, þegar blaðið
náði tali af henni um miðjan dag í
gær.
Hún telur nálægðarvandann or-
saka fámenni Íslendinga í hvalaskoð-
un og bendir á að Íslendingar leyfi
sér ekki að vera ferðamenn í sínu eig-
in landi. „Margir væru örugglega til-
búnir til að borga sömu upphæð fyrir
samskonar þjónustu erlendis í fríi.
Allir vinir mínir og fjölskyldumeðlim-
ir urðu mjög spenntir þegar ég fékk
vinnu við hvalaskoðun. Þeim hafði
hinsvegar aldrei áður dottið í hug að
skella sér í hvalaskoðunarferð, ein-
hverra hluta vegna.“
Snýst ekki bara um kostnað
Ástæðan fyrir þessari þróun er að
mati margra hátt verð á hvalaskoð-
unarferðum. Það virðist hins vegar
ekki skýra stöðuna að fullu því Ís-
lendingar eru duglegir við að mæta í
aðra afþreyingu á sjó þrátt fyrir að
verðið sé sambærilegt.
„Íslendingar eru nánast jafn marg-
ir og útlendingar í sjóstangaveiði
þrátt fyrir að verðið þar sé hærra en í
hvalaskoðuninni,“ segir Rannveig
Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Eldingar, og Birna Lind Björnsdótt-
ir, markaðsstjóri hjá Norðursiglingu,
segir það sama gilda um skútusigl-
ingar.
Pissa í sig af hrifningu
„Þeir Íslendingar sem koma pissa
nánast í sig af hrifningu,“ segir Birna
en hún telur stærsta vandamálið vera
að fá Íslendinga til að mæta á svæðið
í fyrsta skiptið. Hún segir Íslendinga
í hvalaskoðunarferðum oftast vera
hluta af skólahópum eða í sérstökum
vinnuferðum. „Það er mjög sjaldgæft
að Íslendingar ákveði að gera sér
glaðan dag með því að hoppa upp í
næsta hvalaskoðunarbát.“
Stefán reiknar með fleiri Íslend-
ingum í hvalskoðunarferðir á næstu
árum. „Ég hef þá trú að þetta muni
aukast hægt og bítandi með nýjum
kynslóðum sem hafa ekki jafn mikla
náttúrutengingu og fyrri kynslóðir.“
Tæplega 5% hvalaskoðun-
argesta eru Íslendingar
Sama staða um allt land Leyfa sér ekki að vera ferðamenn í eigin landi
Hef ekki áhuga Íslendingar hafa ekki jafn mikinn áhuga á hvalaskoðun á Íslandsmiðum og erlendir ferðamenn.
Íslendingarnir
mjög ánægðir
» Auglýsingar fyrir Íslands-
markað skiluðu litlum ár-
angri.
» Íslendingar láta ekki verð-
ið stöðva sig þegar kemur að
annarri afþreyingu á sjó og
mæta vel í t.d. sjóstanga-
veiði og skútusiglingar.
» Þeir Íslendingar sem fara
þó í hvalaskoðun eru mjög
ánægðir.
» Spá lítilsháttar aukningu á
næstu árum með nýrri kyn-
slóð.
● Bílasala í Evrópu hefur ekki verið lak-
ari í tvo áratugi. Samkvæmt félagi bíla-
framleiðenda í Evrópu, European Au-
tomobile Manufacturers Association,
drógust nýskráningar saman um 6,3% í
júní og hafa nýskráningar ekki verið
færri síðan 1996. Nýskráningar á fyrri
helmingi ársins hafa dregist saman um
6,7%, segir í fréttabréfi IFS Greiningar.
Bílasala í Evrópu ekki
minni í tvo áratugi
!"# $% " &'( )* '$*
+,+-.
+/0-.1
++2-3,
,+-0..
,4-+23
+/-04+
+,/-50
+-,,,,
+/,-33
+31-+/
+,+-21
+/0-1.
++2-/2
,+-.42
,4-,,.
+/-033
+,1-41
+-,,3/
+/0-41
+31-20
,+.-54,3
+,+-1/
+/.-01
++5-,
,+-.2/
,4-,/0
+/-.41
+,1-.3
+-,,1.
+/0-20
+24-4/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is
olivetti
Olivetti fjölnotatæki
Olivetti fjölnotatækjum
seldum í júlí fylgir
Olivetti 10” spjaldtölva
Þjónusta til
frambúðar.....
Olivetti fjölnotatæki:
d-color MF2001
c-copia 1800MF
MF2603plus
MF2604en
Gildir um
upptalin tæki
og meðan
birgðir endast
d-colo
d-colo
r
r
TILBO
Ð