Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íjúlíbyrjunbárust meðskömmu milli- bili tvær fregnir um það að íbúar Bretlands og Finn- lands væru jákvæðastir gagn- vart því að fá Íslendinga inn í Evrópusambandið af ýmsum þjóðum sem nefndar voru til. Aftur á móti vildi hvorug þjóð- in sjá Tyrki þar innan dyra. Skýtur þar skökku við þar sem Tyrkir hafa sóst lengi eftir því að komast inn í Evrópusam- bandið, en Íslendingar hafa hins vegar sýnt ítrekað, nú síð- ast í alþingiskosningum, að hugur þeirra stendur ekki til inngöngu. Flestum Íslendingum hugn- ast ekki aðild að Evrópusam- bandinu, enda hefur því marg- oft verið líkt við að panta sér herbergi í brennandi hóteli. Það að tveir af hótelgestunum líti á það með velþóknun að Ís- land myndi bætast í hóp þeirra ber því að afþakka kurteislega með því að kynna þeim ástæður þess að Ísland telur hags- munum sínum betur borgið fyrir utan sambandið. Kannanirnar sýna jafnframt að deilur undanfarin ár hafa ekki sett mark sitt um of á samskipti Íslendinga og Breta. Þjóðirnar tvær eiga ýmislegt sameiginlegt, eru báðar ákveðnar eyþjóðir sem standa fast á rétti sínum. Sú þrákelkni beggja hefur leitt til ýmissa árekstra á lýðveldistím- anum. En jákvæðu hliðarnar eru fleiri en þær nei- kvæðu. Fjölmargir Íslendingar hafa sótt nám sitt til Bretlands, enn aðrir hafa þar búsetu vegna atvinnu sinnar. Breskir ferðamenn hérlendis eru fjöl- margir og bera þeir flestir landi og þjóð vel söguna. Eina ályktun til mætti draga af niðurstöðum könnunarinnar. Þegar Icesave-málið var hér í hámæli var enginn skortur á meintum sérfræðingum og fræðimönnum á bandi vinstri stjórnarinnar sem töldu að ef þjóðin samþykkti ekki að drápsklyfjar yrðu lagðar á herðar hennar myndi ímynd landsins bíða langvarandi hnekki. Kúba, alþýðulýðveldið á Kóreuskaganum og fleiri sæluríki verkamanna voru þar nefnd til og sagt að Ísland yrði útgáfa norðursins af þess hátt- ar ríkjum. Þetta hefur ekki gengið eftir og virðing þjóðarinnar virðist þvert á móti hafa aukist við það að hafa staðið á eðlilegum rétti sínum. Áhyggjurnar reyndust með öðrum orðum ástæðu- lausar. Eða kannski væri nær að segja að áróðurinn reyndist innistæðulaus. Formælingar um ímynd Íslands hafa ekki borið árangur.} Eftirsótt útlagaríki Páll Vilhjálms-son blaðamað- ur segir á vefsíðu sinni í gær: „Fréttamaður RÚV í Brussel fals- ar ummæli forseta leiðtogaráðs Evr- ópusambandsins, van Rompuy, til að þau falli betur að mál- stað ESB-sinna. Í hádegisfréttum RÚV segir van Rompuy að hann vonist til að ESB og Íslandi haldi góðu sambandi ,,either within or outside the accession process“. Orð van Rompuy er ekki hægt að þýða á annan veg en þann að val Íslands standi um að vera í aðlögunarferli eða ekki. En ESB-sinnaður frétta- maður RÚV þýðir orð forseta leiðtogaráðsins á þennan veg: ,,hvort sem aðildarviðræður halda áfram eða ekki.“ Fréttamaður RÚV er vilj- andi og að yfirlögðu ráði að fela þá staðreynd að eina leið- in inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem um- sóknarríki jafnt og þétt tekur upp lög og regluverk sam- bandsins. Fréttafölsunin er í þágu þeirrar blekkingar ESB-sinna að hægt sé að ljúka óskuld- bindandi aðild- arviðræðum við Evrópusambandið og fá samning til að kjósa um. Það er einfaldlega ekki hægt, aðlögun er eina leiðin inn í Evrópusambandið.“ Þetta dæmi sem Páll Vil- hjálmsson vekur athygli á er mjög sláandi. En það er þó ekki vandinn. Hann er sá að dæmin um framgöngu af slíku tagi eru svo mörg. Enn eru allmargir til sem telja að sérstök ríkisstofnun þurfi að vera til utan um fréttaflutning og menning- arlega framleiðslu í ljósvaka- miðlum. Síðari þátturinn á meiri rétt á sér en hinn fyrri og jafnast á við allvíðtæka sátt um að almannavaldið komi að rekstri eða niðurgreiðslu leik- húsa, óperustarfsemi og sinfóníuhljómsveita. Fjölbreytni í fréttamiðlun er svo almenn orðin og víðtæk, m.a. vegna tækniþróunar, að rökin fyrir að skattleggja al- menning til að halda uppi op- inberri fréttastofu halda ekki. Við þau rök bætist sú pólitíska misnotkun „RÚV“ sem ofbýð- ur sífellt fleirum. Fréttastofa „RÚV“ nagar smám saman sundur gömlu rökin fyrir ríkisvæddri tilveru sinni} Enn eitt vont dæmi Í vor var Listasafn Reykjavíkur með skemmtilega sýningu á Kjarvals- stöðum sem kallaðist Flæði. Lista- verk voru upp um alla veggi, frá gólfi til lofts, og skipt ört út, jafnvel á meðan gestir voru á staðnum. Fyrir vikið mátti sjá þar ýmis verk sem sjaldan eða aldrei eru sýnd, 527 verk eftir 180 lista- menn. Það er vissulega nokkur fjöldi, en þó aðeins brot af þeim verkum sem safnið á í geymslum því þar eru líklega um 14.000 verk í dag og obbinn mun aldrei koma fyrir augu almennings. Fleiri lúra á listaverkum; í geymslum Listasafns Íslands eru um það bil 10.000 verk, ef marka má upplýsingar á vefsetri safnsins og fyrst við erum að kíkja í geymslur á annað borð má nefna að í Lista- safni ASÍ eru um 2.600 verk, í Listasafni Háskóla Ís- lands um 1.200, verk í eigu Nýlistasafnsins eru um 2.000 og við bankahrunið voru um 4.000 verk í eigu bankanna. Af þessum ríflega 34.000 listaverkum sem geymd eru víða um bæ mun ekki nema hluti líta dagsins ljós að nýju, ef að líkum lætur, það eru einfaldlega ekki til salir og ekki til tími til að sýna þau öll (ekki gleyma því að það bætist í geymslurnar). Stór hluti verkanna, jafnvel meirihlutinn, mun því vera hjúpaður myrkri héðan í frá. Að þessu sögðu þá eiga listasöfn reyndar að vera geymslur að vissu leyti, það er hlut- verk þeirra að varðveita menningararf, eiga í fórum sínum listaverk sem spegla menn- ingarsögu okkar og -þroska og síðan sýna okkur þau, stundum í sögulegu samhengi, stundum í óvenjulegu samhengi og stundum í engu samhengi eins og á Flæði á Kjarvals- stöðum. Til þess að geta það verða söfnin að eiga myndir frá helstu listamönnum og líka listamönnum sem eiga kannski eftir að komast í röð þeirrar helstu, eða jafnvel ekki; við lærum ekki að meta tign fjallanna ef við sjáum aldrei láglendið. Hvers virði er list sem enginn sér, sem enginn veit jafnvel um? Af þeim tugþús- undum listaverka sem lokuð eru í listasöfn- um Íslands eru mörg merkileg og skyldu- eign viðkomandi safna, kannski þúsundir verka, jafnvel mörg þúsund verk, en hvað með öll hin? Er ekki heillaráð að hleypa þeim út úr geymslunum og leyfa þeim að komast inn á heimili fólks? Hvað segja safna- menn um það – eru þeir til í að selja verk úr safneign- inni, jafnvel þúsundir verka, og auka þannig listþroska almennings, gera fólki kleift að hafa sýningar á heim- ilum sínum og læra um leið að skilja íslenska lista- sögu? Peningana má svo nota til að kaupa ný verk, mikið af nýjum verkum, og svo er kannski hægt að selja eitthvað af þeim seinna. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Listina til fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon staklingar en hann sem gerðir eru að heiðursfélögum.“ Jóhannes segir að þó að ætl- unin hafi ekki verið sú að gera há- vísindalega rannsókn þá hafi þarna verið komin góð ástæða til þess að heiðra Alfreð fyrir hans afrek. Vakti áhuga á Akureyri „Þegar ég kynnti mér könnun Jóhannesar komst ég að því að við eigum þvílíkan afreksmann úti í heimi. Könnunin sýnir auðvitað bara blákaldar staðreyndir. Ef ferill Al- freðs er skoðaður þá kemst maður að því að það eru ekki margir í heiminum sem hafa afrekað það sem hann hefur gert, bæði sem leik- maður og þjálfari,“ segir Tryggvi Gunnarsson, formaður íþróttaráðs Akureyrar og afrekssjóðs bæjarins. Hann segir Alfreð hafa gert mikið fyrir handboltann á Akureyri og vakið mikinn áhuga meðal barna og unglinga. „Hann kom með nýjan vinkil inn í handboltann í bænum sem gerði það að verkum að íþróttin er gríðarlega vinsæl bæði hjá Þór og KA í yngri flokkunum og sameinast svo í Akureyri í meistaraflokki. Ég þakka engum fremur en Alfreð fyrir það að hafa rifið handboltann upp á Akureyri. Burtséð frá öðru þá hlýtur þetta að vera eitt af hans mestu afrekum.“ Alfreð Gíslason mesti afreksmaður Íslands Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Afreksmaður Alfreð var heiðraður í bak og fyrir. Hér er hann ásamt for- eldrum sínum, þeim Gísla Braga Hjartarsyni og Aðalheiði Alfreðsdóttur. „Miðað við þessa formúlu er Al- freð sá einstaklingur sem kom- ist hefur lengst, það er alveg klárt,“ segir Jóhannes. Hann segir að næstir á eftir honum hafi verið Bjarni Friðriksson, Eiður Smári Guðjohnsen og Guðmundur Guðmundsson. „Það er ekki hægt að miða við umfang greina. Því taldi ég sigra viðkomandi einstaklings, og svo geta aðrir verið ósam- mála mér og sagt að það sé miklu meira afrek að spila með Chelsea og Barcelona en að vinna Meistaradeildina í hand- bolta. Eins get ég nefnt feril Margrétar Láru Viðars- dóttur, sem er hvergi nærri búinn. Marka- skorun hennar með landsliðinu er auðvitað alveg ævintýraleg og ekkert því líkt til karla- megin,“ segir Jóhann- es að lokum um könnunina. Sitt sýnist hverjum MARGIR KOMU TIL GREINA Jóhannes Bjarnason BAKSVIÐ Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Hann er mesti afreks-maður Íslandssögunnar.Ef teknir eru samanunnir titlar, bæði sem spilandi einstaklingur og sem þjálf- ari, þá er hann klárlega sá ein- staklingur sem afrekað hefur mest,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri, en Jó- hannes gerði rannsókn á þeim ein- staklingum sem kjörnir hafa verið íþróttamenn ársins. Rannsókn gerð til gamans Jóhannes hafði verið í náms- leyfi frá störfum sínum, þar sem hann lærði meðal annars að- ferðafræði, þegar hugmyndin að rannsókninni kviknaði. Niðurstöð- urnar byggði hann á þeim sigrum og titlum sem íþróttamenn ársins hafa unnið til, bæði sem leikmenn og þjálfarar, en einnig var litið til fé- lagsstarfa við matið. „Formúlan var nú ekki flóknari en svo að þegar ég var búinn að afla mér upplýsinga um ferilskrár allra íþróttamanna Ís- lands auk um 15 einstaklinga sem þóttu afreksmenn fyrir þann tíma þegar verðlaunin voru fyrst veitt, þá taldi ég unna sigra á mótum og bar saman ferilskrár og fékk þessa nið- urstöðu,“ segir Jóhannes og bætir við: „En hins vegar má segja að mið- að við aðferðafræðina sem ég hef lært í skóla hefði ég líklegast fengið falleinkunn fyrir vinnubrögð. En það var heldur aldrei meiningin að gera þetta að fræðilegri rannsókn heldur fyrst og fremst að hafa þessi rosalega traustu bönd til þess að sannfæra bæjarstjórn um að nú sé rétti tíminn til þess að heiðra mann- inn.“ Fór á fund bæjarstjóra Eftir að Jóhannes hafði lokið rannsókninni gekk hann á fund Ei- ríks Björns Björgvinssonar bæj- arstjóra og spurðist fyrir um hvort ekki ætti að heiðra Alfreð Gíslason fyrir afrek hans. „Niðurstaðan var sú að bæjarstjóri tók þessu mjög vel. Í framhaldinu notuðu bæði KA og HSÍ tækifærið og heiðruðu Al- freð. KA gerði hann að heið- ursfélaga sem er í rauninni einstakt miðað við aldur mannsins, en yf- irleitt eru það mun eldri ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.