Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA WORLDWARZ3D KL.5:30-8-10:30 WORLDWARZVIP KL.5:30-8-10:30 THELONERANGER KL.5-6-8-10:10-11 MANOFSTEEL3D KL.5-8-11 MANOFSTEEL2D KL.11 THEBIGWEDDING KL.9 HANGOVER-PART3 KL.8 SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.6 TILBOÐ400KR. KRINGLUNNI WORLD WAR Z 2D KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 5 - 10 THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 - 10:30 NOW YOU SEE ME KL. 8 WORLD WAR Z 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 5 - 7 - 10 MAN OF STEEL 2D KL. 10 THE BIG WEDDING KL. 8 PAIN AND GAIN KL. 10 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK WORLDWARZ3D KL.5:30-8-10:30 THELONERANGER KL.5 THEHEAT KL.8-10:30 AKUREYRI WORLD WAR Z 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 5 ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR “SPECTACULAR”  EMPIRE “GLÆSILEG OFURHETJUMYND” H.S.S. - MBL  ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ 16 16 EKKERT EYÐILEGGUR GOTT PARTÝ EINS OG HEIMSENDIR! FRÁ HÖFUNDUM SUPERBAD 91/100 „It‘s scary good fun“ Entertainment Weekly 88/100 „It‘s entertaining as hell.“ Chicago Sun-Times 12 Roger Ebert EmpireEntertainment Weekly Stórkostleg teiknimynd frá snillingunum hjá Disney/Pixar Sýnd með íslensku og ensku í 2D og 3D -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D Sýnd kl. 3:50 - 6 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D Sýnd kl. 3:50 - 6 WORLD WAR Z 3D Sýnd kl. 8 - 10:30 THE HEAT Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 THIS IS THE END Sýnd kl. 8 - 10:20 Villta vestrið verður alltafklassískt sögusvið has-armynda þó gullaldarárkúrekamynda séu liðin og hetjur þeirra hafi fyrir löngu riðið inn í sólarlagið. Einstaka sinnum eru þó gerðar tilraunir til að end- urvekja goðsagnir villta vestursins með misjöfnum árangri. Hver man ekki eftir myndum eins og Wild Wild West og Bandidas en hvorugri myndinni tókst að kalla fram ljóm- ann af gömlu vestramyndunum. Leikstjórinn Gore Verbinski ger- ir hér heiðarlega tilraun til að endurvekja hetjuna Lone Ranger í samnefndri mynd og traustan að- stoðarmann hans, indíánann og stríðsmanninn Tonto, sem leikinn er af Johnny Depp. Í myndinni seg- ir Tonto söguna af því hvernig lög- fræðingurinn John Reid fer að berj- ast fyrir réttlætinu sem hin grímuklædda goðsögn, The Lone Ranger. Kynning á sögupersónum í upp- hafi er góð og kemst leikstjórinn vel frá henni án þess að nota hallær- isleg samtöl eða lýsingar. Umbreyt- ing Johns Reids frá rödd réttvís- innar yfir í útlagann sem tekur sér réttvísina í eigin hendur er trúverð- ug þó samskipti hans og kynni við indíánann Tonto séu nokkuð stirð í upphafi og sérkennileg. Flestar persónur eru vel skrifaðar og nokk- uð klassískar fyrir það tímabil sem myndin gerist á. Johnny stelur senunni Túlkun leikarans Armie Hammer á Lone Ranger er ágæt en hann á erfitt uppdráttar alla myndina og gengur illa að stíga fram sem ótví- ræð aðalhetja við hliðina á stórleik- aranum Johnny Deep sem stelur senunni algjörlega í myndinni. Túlkun Depp á Tonto er skemmtileg en hún er víðs fjarri þeirri göfugu hetju sem aðdáendur Lone Ranger fengu að kynnast í upphaflegu þáttunum. Það kemur þó kannski ekki að sök þar sem fæstir bíóhúsagestir hafa séð gömlu þættina. Hins vegar minnir túlkun Depps á Tonto óneitanlega mikið á hlutverk hans sem sjóræninginn sérvitri, Jack Sparrow, í myndunum Pirates of the Caribbean. Ef stríðs- málingin hyrfi og búningurinn væri annar væri vel hægt að sjá fyrir sér sjálfan Jack Sparrow í villta vestr- inu í stað Tonto. Tilfinningalausar hasarsenur Náttúrulögmál gilda oft öðruvísi í kvikmyndum en raunveruleikanum. Aðalpersónur lifa oft af ótrúlegt fall eða ná með undraverðum hætti að koma sér undan kúlnahríð frá and- stæðingum sínum sem þó virðast aldrei vera svo heppnir. Snemma í myndinni fékk ég á til- finninguna að aðalpersónurnar væru ódrepandi þegar þær ganga ómeiddar frá miklu falli. Þá er langt og ótrúverðugt hasaratriði í lok myndarinnar sem hæglega hefði mátt gera meira spennandi með því að draga aðeins úr óraunverulegum aðstæðum. The Lone Ranger er þrátt fyrir allt skemmtileg mynd og þeim sem hafa gaman af smá hasar ætti ekki að leiðast á henni. Hún gæti þó far- ið fyrir brjóstið á aðdáendum sjón- varpsþáttanna um Lone Ranger. Johnny Depp og Lone Ranger Villta vestrið Kvikmyndin Lone Ranger gerist á hinu klassíska sögusviði villta vestursins þar sem útlagar og lögreglufógetar takast á um völdin. Sambíóin The Lone Ranger bbbnn Leikstjórn: Gore Verbinski. Aðalleikarar: Johnny Depp, Armie Ham- mer, Helena Bonham Carter, Barry Pep- per, William Fichtner, Ruth Wilson. Bandaríkin, 2013. 149 mín. VILHJÁLMUR A. KJARTANSSON KVIKMYNDIR Það er draumur allra leikara að fá að setja upp sýningu á sem flestum stöðum. Leikarar í Shakespeare’s Globe ætla að taka leikritið Hamlet og ferðast með það um allan heim í orðsins fyllstu merkingu. Leikritið verður sett upp í öllum löndum heims á næstu tveimur árum og þar á meðal á Íslandi. Tilefnið er 450 ára afmæli Willi- ams Shakespeares en hann skrifaði verkið í kringum árið 1600. Ekki er ljóst hvað það mun kosta að setja sýninguna upp í öllum lönd- um heims en þau eru vel á annað hundrað. Þar að auki gæti orðið erfitt að setja verkið upp í mörgum löndum, en þau sem koma helst í huga eru Norður-Kórea, Sýrland og önnur lönd þar sem annaðhvort ófriður ríkir eða einræðisherra heldur fast um stjórnartaumana. Enn er ekki komin nákvæm dag- skrá hvenær sýningin kemur til ákveðinna landa en það ætti að verða ljóst fljótlega. Leikhús Hamlet er eflaust eitt frægasta leikrit allra tíma og verður um ókomna tíð. Hamlet ferðast um allan heiminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.