Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innanríkisráðuneytið hefur hafnað kröfu landeiganda um að Vegagerð- in endurnýi 40 ára gamla girðingu sem sett var upp þegar Hringvegur- inn var lagður í gegnum land hans. Bóndinn hefur samkvæmt úrskurð- inum þær skyldur að halda girðing- unni við endalaust en getur sótt um stuðning Vegagerðarinnar við það. Suðurlandsvegur liggur í gegnum land jarðarinnar Túns í Flóahreppi. Bjarni Stefánsson bóndi er með land beggja vegna vegarins og hlýst af því óþægindi og kostnaður. „Ég hef skilið þetta þannig að girðingin væri hluti af vegamann- virkinu og hún sé til þess að tryggja öryggi vegfarenda. Mér finnst það því ekki réttlátt að setja það í hendur einkaaðila að halda við þessum hluta mannvirkisins og um leið þá byrði að sjá um öryggi vegarins. Einkaaðilar eru látnir greiða fyrir þetta sam- félagslega verkefni,“ segir Bjarni. Girðingin er orðin 40 ára gömul og er komið að endurnýjum, að sögn Bjarna. Hann segist hafa haldið girðingunni við en nú sé svo komið að ekki sé hægt að snúa saman vír án þess að hann detti í sundur vegna ryðs. Ágreiningur um viðhaldið Bjarni fór fram á það við Vega- gerðina haustið 2009 að hún end- urnýjaði girðinguna. Hafnaði Vega- gerðin því og kærði Bjarni þá niðurstöðu til innanríkisráðuneyt- isins með stjórnsýslukæru. Nið- urstaða ráðuneytisins liggur nú fyr- ir, nærri fjórum árum eftir að Bjarni kærði. Málið snýst að hluta til um það hvort viðhald girðingarinnar sem hvílir á herðum landeigandans eigi að leiða til þess að girðingin sé end- urnýjuð smám saman og sé því eilíf og óþarfi að taka hana niður í heilu lagi og reisa nýja. Telur Vegagerðin að landeigandi hafi ekki sinnt við- haldi girðingarinnar með fullnægj- andi hætti og vísar til athugunar starfsmanna sinna. Bjarni vitnar hins vegar til úttektar Flóahrepps sem hafi að lögum eftirlit með við- haldi girðinga þar sem fram komi að viðhaldi hafi verið sinnt með full- nægjandi hætti. Í úrskurði innanríkisráðuneyt- isins er fallist á það með Vegagerð- inni að henni sé ekki skylt að girða nema þar sem nýr vegur er lagður. Því sé henni ekki skylt að endurnýja eldri girðingar. Kröfu Bjarna er því hafnað. Haldi við girðingu endalaust  Vegagerðin neitar að endurnýja 40 ára gamla girðingu við Suðurlandsveg  Innanríkisráðuneytið úrskurðar að stofnuninni sé ekki skylt að girða að nýju  Óþægindi og kostnaður fyrir landeigandann Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Úti á Túni Girðing í landi Bjarna Stefánssonar, bónda á Túni í Flóa, sem hefur staðið í stappi við Vegagerðina. Suðurlandsvegur liggur í gegnum land Bjarna en hann fær ekki kostnað greiddan við viðhald á girðingunni. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Inntöku- eða aðgangspróf verða hugsanlega tekin upp í fleiri deildum Háskóla Íslands en þegar er. Þau yrðu lögð fyrir umsækjendur í því grunnnámi þar sem fall og brottfall er einna mest og það gæti jafnvel orð- ið á næsta ári. Tilgangurinn er að bæta skipulag námsins. Formaður Stúdentaráðs segir slík próf hafa bæði kosti og galla. Góð reynsla er af inntökuprófum í læknadeild HÍ þar sem þau hafa ver- ið tekin í nokkur ár. Ákvörðun um að þróa próf af þessu tagi sem nýst gætu í hinum ýmsu deildum háskólans var tekin í upphafi ársins 2012 að sögn Jóns Atla Benediktssonar, aðstoðar- rektors vísinda og kennslu við Há- skóla Íslands. Góð reynsla úr hagfræðideild Prófið hefur þegar verið lagt tvisv- ar fyrir í hagfræðideild, en þar er það ekki notað sem samkeppnispróf held- ur komast allir nemendur þar inn sem ná prófinu, stærðfræðiprófi, og eru með stúdentspróf. Jón Atli segir góða reynslu af próf- inu í hagfræðideild. „Nemendur sem tóku prófið stóðu sig betur að með- altali en þeir sem komu inn árin á undan og stunduðu námið af meiri al- vöru.“ Lagt hefur verið til að sama próf verði lagt fyrir umsækjendur um nám í lagadeild skólans frá og með haustinu 2014 og verður það tekið fyrir á fundi háskólaráðs í haust. Bæði nemendur og kennarar deild- arinnar hafa sagst jákvæðir gagnvart því. Jón Atli segir prófið ekki byggt á námsefni framhaldsskólanna. „Þetta er svokallað getu- og þekkingarpróf í fimm mismunandi þáttum þar sem geta nemenda til að takast á við há- skólanám er metin og er að fyrir- mynd erlendra prófa eins og t.d. SAT-prófsins í Bandaríkjunum og SweSAT í Svíþjóð. Þeir þættir sem kannaðir eru í prófinu eru upplýs- inganotkun, málfærni, lesskilningur á íslensku og ensku, stærðir og tölur.“ Í fyrra voru nýnemar í grunnnámi í sálfræði, lífeindafræði og viðskipta- fræði forprófaðir þannig að þeir tóku hluta inntökuprófsins. Niðurstöðurn- ar voru bornar saman við árangur þeirra í náminu og mældist fylgni þar á milli. Sálfræði og viðskiptafræði eru fjölmennar greinar, þar sem mikið er um fall og brottfall að sögn Jóns Atla og til greina kemur að taka inntöku- prófin upp þar. Spurður um hvort almenn sátt ríki um þessi próf í skólakerfinu segir hann suma framhaldsskóla setja spurningarmerki við að valið sé inn í sumar námsgreinar en aðrar ekki. „Við erum ekki með samræmt stúd- entspróf á Íslandi og þess vegna þarf einhvern mælikvarða. Við fundum reglulega með skólameisturum fram- haldsskólanna, hugsanlega liggur framhaldið fyrir á næsta ári.“ Skiptar skoðanir Stúdentaráðs María Rut Kristinsdóttir, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að skiptar skoðanir séu um inn- töku- og aðgangspróf innan Stúd- entaráðs. „Auðvitað viljum við tryggja aðgengi allra að HÍ, en það er heldur ekki gott að fólk verji tíma og fjármunum í nám til þess eins að komast að því stuttu síðar að þetta nám hentar því ekki. Svo skiptir líka máli í þessu sambandi í hvaða námi þessi próf yrðu tekin. Við verðum á verðinum og fylgjumst vel með hvernig þessi mál þróast.“ Í athugun að fjölga inntöku- prófum í Háskóla Íslands  Yrðu helst lögð fyrir þar sem fall og brottfall er mest  Að erlendri fyrirmynd Morgunblaðið/Ómar Inntökupróf Verði slík próf tekin upp við HÍ er ljóst að færri komast inn í vinsælt grunnnám á borð við lögfræði, sálfræði og viðskiptafræði. Jón Atli Benediktsson. María Rut Kristinsdóttir. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Innanríkisráðuneytið bendir m.a. á í úrskurði sínum að í gildi séu sérstakar reglur um viðhald girð- inga með stofnvegum og tengi- vegum þar sem landeigandi eigi kost á að veghaldari greiði helm- ing kostnaðar. Bjarni Stefánsson segir að þessar reglur hafi ekki verið í gildi nema lítinn hluta þess tíma sem girðingin fyrir landi hans hefur staðið. Því sé ekki hægt að vísa í sömu krónurnar tvisvar þegar krafist sé endurnýjunar gamallar girðingar. Hringvegurinn fyrir landi Túns í Flóahreppi er á annan kílómetra og girða þarf upp um tvo og hálf- an kílómetra. Miðað við kostnað sem ráðunautar Bændasamtak- anna hafa tekið saman má áætla að kostnaður við nýja hefð- bundna gaddavírs- og netgirð- ingu með tréstaurum fyrir landi Túns sé um 1,7 milljónir króna. GIRÐINGARVINNAN 1,7 milljóna kostnaður Flestir þeirra tuttugu ökumanna sem lögreglan á Húsavík hefur stöðvað undanfarna tvo daga fyrir hraðakstur í umdæmi sínu eru er- lendir ferðamenn. Að sögn lögreglunnar hefur um- ferð aukist mjög síðustu daga og einnig umferðarhraði. Ferðamennirnir óku flestir á 110- 120 kílómetra hraða á klukkustund en líkt og flestir eiga að vita þá er hámarkshraði á þjóðvegum lands- ins 90 km/klst. Lögreglan brýnir fyrir fólki að aka varlega og virða hraðatak- markanir. aslaug@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Hraðakstur Lögregla hefur stoppað 20 ökumenn fyrir norðan. Myndin er úr safni. Ferðamenn aka margir of greitt í kringum Húsavík Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru á hendur karlmanni á fertugsaldri sem er sakaður um að hafa 14. maí sl. rænt 10 ára stúlku í vesturbæ Reykjavíkur, ekið með hana í Heið- mörk og brotið gegn henni kyn- ferðislega. Maðurinn ók henni síðan til baka þangað sem hann tók hana og hafði í hótunum við hana áður en hann lét hana lausa. Ríkissaksóknari vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið en þær að ákæra hefði verið gefin út á hendur manninum. Hann var úr- skurðaður í gæsluvarðhald 15. maí, en varðhaldið hefur verið tvífram- lengt og situr hann enn í varðhaldi. Meintur barnaníð- ingur ákærður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.