Morgunblaðið - 17.07.2013, Side 39

Morgunblaðið - 17.07.2013, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Tvær kvikmyndir verða frum- sýndar í íslenskum kvikmynda- húsum í dag og eiga þær það sam- eiginlegt að skrímsli koma við sögu í þeim, annars vegar krúttleg og hins vegar skelfileg. Monsters University/ Skrímslaháskólinn Teiknimynd og framhald hinnar vinsælu Monsters, Inc., eða Skrímsli hf., frá árinu 2001. Í Skrímslahá- skólanum segir á ný af skrímsl- unum Magnúsi og Sölmundi og for- saga vináttu þeirra sögð, hvernig þeir kynntust og urðu samherjar í því að hræða börn með skrímslalát- um. Sem ung skrímsli þurftu þeir Magnús og Sölmundur að deila her- bergi í Skrímslaháskólanum og var þá lítt til vina, höfðu óbeit hvor á öðrum. Í Skrímslaháskólanum læra þeir margvíslega hræðslutækni, þ.e. leiðir til að hræða fólk, með það að markmiði að verða góðir borg- arar í Skrímslaborg. Þeir hafa hins vegar afar ólíka sýn á það hvernig ná skal því markmiði. Óvæntir at- burðir verða til þess að þeir læra að meta hvor annan. Leikstjóri er Dan Scanlon og aðalleikarar í íslenskri talsetningu eru Felix Bergsson, Ólafur Darri Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sturla Sighvatsson og Björn Thorarensen. Í upphaflegri talsetn- ingu, þ.e. enskri, eru það Billy Crys- tal, John Goodman, Helen Mirren, Steve Buscemi og Alfred Molina. Metacritic: 65/100 Rotten Tomatoes: 78% Pacific Rim Mannkynið tekst á við risastór skrímsli sem stíga upp úr iðrum jarðar í nýjustu kvikmynd leikstjór- ans Guillermo Del Toro. Skrímsla- innrásin hefst með því að skrímsli eitt rís úr sæ og leggur San Franc- isco í rúst. Fleiri skrímsli fylgja í kjölfarið og leggja hinar ýmsu borgir í rúst og þarf mannkynið að finna leið til að sigrast á þeim. Í ljós kemur að skrímslin ásælast orku- birgðir jarðarinnar og ætla sér að útrýma mannkyninu. Lausnin felst í því að smíða risavaxin vélmenni til höfuðs skrímslunum sem virðist þó ekki duga til. Öll von virðist úti en þá grípa menn til örþrifaráðs. Með helstu hlutverk fara Charlie Hunnam, Idris Elba, Charlie Day, Ron Perlman, Rinko Kikuchi og Clifton Collins Jr. Metacritic: 64/100 Rotten Tomatoes: 71% Bíófrumsýningar Skrímsli í ólík- um myndum Skrímslaháskóli Skrímslin Magnús og Sölmundur nema hræðslufræði í teiknimyndinni Skrímslaháskólinn. Skrímslastríð Úr kvikmyndinni Pacific Rim sem segir af baráttu manna við ógnarstór skrímsli úr undirdjúpunum. Ítalski organistinn, hljómsveitar- stjórinn og tónskáldið Sergio Milit- ello leikur á orgel í Landakotskirkju í hádeginu í dag. Á efnisskránni eru Adagio eftir Albinoni, kanon í D-dúr eftir Pachel- bel og Improvisation eftir Militello sjálfan. Sergio Militello fæddist 1968 og er einn af þekktari kirkjutónlist- armönnum Ítalíu. Hann var um ára- bil aðalorganisti og kórstjóri dóm- kirkjunnar Santa Maria del Fiore í Flórens á Ítalíu og stjórnandi stofn- unar kirkjutónlistar erkibiskups- dæmisins í sömu borg. Militello hefur haldið orgel- tónleika víða um heim, í fjölmörgum Evrópulöndum og einnig í Banda- ríkjunum og Suður-Ameríku. Hann er þekktur fyrir hæfileika sína til að leika af fingrum fram og á efnis- skránni að þessu sinni er einmitt slíkt verk. Orgeltónleikar í Krists- kirkju í hádeginu í dag Tónlist Sergio Militello organisti. Aðeins þrjú verð: 690 kr.390 kr.290 kr. Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H u g sa sé r! H u g sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.