Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Ungmennaráð Seltjarnarness, sem er setið af ungmennum á aldrinum 16-20 ára, heldur ár- legt harm- onikkuball fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30 til 16 á plani Björg- unarsveitarinnar Ársæls við smábátahöfnina á Sel- tjarnarnesi. Þetta er í fjórða sinn sem ballið fer fram. Veitingar verða í boði og mun Örvar Krist- jánsson harmonikkuleikari leika undir dansi. Nikkuball fyrir eldri borgara á Nesinu Örvar Kristjánsson mun þenja nikkuna. Svonefnd Porthátíð verður haldin við Flóru í Hafnarstræti 90 á Ak- ureyri á morgun. Hljómsveitirnar Buxnaskjónar og Þorsteinn Kári troða upp og ef til vill bætast fleiri bönd í hópinn með stuttum fyrir- vara. Vínilplötusnúðurinn Arnar Ari þeytir plötum og býr til villtar blöndur, allt frá Schubert til Sigur Rósar og frá Kardimommubænum til Kamarorghesta, segir í tilkynn- ingu. Portmarkaður verður einnig í gangi, en hátíðin stendur yfir milli kl. 12 og 18. Flóra er verslun, vinnustofur og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur, fé- lagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur er Hlynur Hallsson myndlistarmaður. Hátíð Mikið verður um að vera við Flóru á Akureyri á morgun, milli kl. 12 og 18. Porthátíð í Hafnar- stræti á Akureyri Úthlutað hefur verið 2.750.000 kr. úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan til fimm verkefna. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs fékk 1 milljón til landgræðslu í austanverðum Sveifluhálsi, Björgunarsveit Hafn- arfjarðar fékk 500 þúsund til kaupa á fjarskiptabúnaði, Hjálparsveit skáta í Kópavogi fékk 500 þúsund til endurnýjunar á beltum á snjóbíl, Landsbjörg fékk 500 þúsunda kr. framlag í landssöfnun félagsins og Bókasafn Hafnarfjarðar fékk 250 þúsund í lestrarátak barna. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins í ár. Straumsvík Álverið styrkir ýmis verkefni. 2,7 milljónir úr sam- félagssjóði Alcan STUTT Stjórnir Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins og kínversku Esper- antósamtakanna bjóða til athafnar laugardaginn 20. júlí nk. kl. 15 á jarðhæð ráðstefnu- og tónlistar- hússins Hörpu. Þar afhenda fulltrú- ar kínversku Esperantósamtak- anna og Shandongfylkis Kínversk-íslenska menningarfélag- inu veglega styttu af Konfúsíusi frá fylkisstjórninni. Um leið verður opnuð sýning á myndum frá Kína, sem verður í Hörpu til 22. júlí. Afhenda styttu af Konfúsíusi í Hörpu Made by Germans Er�itt að velja í búðinni? Reyndu hana heima í 100 daga. Bosch hefur nú sett á markað nýja uppþvottavél, sem er búin frábærri tækni og á hagkvæmu verði. Hún kallast Meister- Stück. Þessi uppþvottavél hefur engan óþarfa heldur aðeins nákvæmlega það sem til þarf. Allt til að gera þig ánægða(n). (Ef svo ólíklega vill til að þú verðir ekki ánægð(ur) með vélina geturðu einfaldlega skilað henni.) Lestu meira um MeisterStück uppþvottavélina á www.bosch.is. Sala á laxveiðileyfum hefur glæðst í kjölfar þess að laxveiði hefur farið vel af stað. Þó er fyrirséð að salan verði mun dræmari í ár en hún hefur verið undanfarin ár. „Ég man ekki eftir jafn dræmri sölu í þessum geira og hún hefur verið á þessu ári,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Þegar lax- veiðitímabilið hófst hafi menn áætlað að ekki hafi tekist að selja veiðileyfi á íslenska laxveiðimarkaðnum fyrir sem nemur um einum milljarði króna. Hver stöng í dýrari ám er seld á um 100-200 þúsund kr. en hún fer á 20-50 þúsund kr. í minni ám. „Þegar menn sáu að laxveiðin yrði góð, tók salan ágætlega við sér. Lausasalan er fín en það er fjarri því að heildarsalan sé góð,“ segir Bjarni. Hann telur að ástæðan kunni að liggja í því að menn skipuleggi gjarnan sumarið fyrirfram og því ekki margir sem ákveði að fara í laxveiði með stuttum fyrirvara. Hann segir að verð hafi lækkað lítil- lega í kjölfar dræmrar sölu. Lækk- anir séu þó ekki stórkostlegar. „Það eru engar útsölur í gangi. Í þessu samhengi er rétt að benda á að verðið var í sögulegu hámarki árið 2012.“ Jón Þór Júlíusson hjá veiðifélaginu Hreggnasa, telur að almennt hafi verð á markaði ekki lækkað mikið en það helgist meðal annars af því hve veiðin hefur verið góð. „Öll stemning hefur verið mjög jákvæð að und- anförnu enda veiðin frábær. Fyrir vikið hefur sala veiðileyfa tekið við sér á ódýrari svæðum en hún er ennþá mjög þung á dýrari svæðum,“ segir hann. Hann á ekki von á því að fjárfestingar veiðifélaga í veiðileyfum í ár muni koma til með að skila sér til baka. „Skaðinn er „skeður“ ef horft er til sölu á dýrum veiðileyfum. Það er alveg sama hve mikið þú selur upp frá þessu, það verða alltaf töluverð af- föll.“ vidar@mbl.is Sala laxveiðileyfa glæðist  Aukning í sölu laxveiðileyfa eftir góðar aflatölur  Lausasala þykir góð en heildarsalan dræm  Litlar verðlækkanir  Tap veiðifélaga fyrirsjáanlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.