Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
blíðu en á leiðinni í Hrafntinnu-
sker lentum við í skítaveðri,
slyddu, hagléli og óðum snjó upp
að hnjám. Ekki heyrðist eitt ein-
asta væl frá okkar konu en þegar
við vorum að ná í skálann þá dett-
ur upp úr henni; og hefur fólk
virkilega gaman af þessu? Ferðin
varð stórkostleg og er einn dem-
antur í minningasafni okkar um
Elísabetu. Við fórum oft í menn-
ingarferðir til Reykjavíkur og lit-
um í verslanir og veitingastaði,
skelltum okkur í frábæra sum-
arbústaðaferð, pallapartý, og
óteljandi kaffihúsaferðir. Við hitt-
umst fyrir rúmri viku og plönuð-
um hitting á pallinum hennar,
þurftum bara að ákveða hvort við
drykkjum hvítvín eða kampavín.
Elsku fallega Elísabet, þín verður
sárt saknað úr hópnum enda eng-
inn sem fyllir þín spor.
Það sem situr eftir er ótrúlega
góð vinátta við fallegustu, hjarta-
hlýjustu og skemmtilegustu konu
sem við höfum kynnst á lífsleið-
inni. Og í hennar anda setjum við
upp gloss og förum í okkar bestu
föt til að kveðja okkar einustu
elsku Elísabetu í síðasta sinn.
Kæra fjölskylda, sendum ykk-
ur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Unnur og Þórunn.
Fyrir rúmum 25 árum bankaði
hún uppá, þessi yndislega fallega,
lipra og léttstíga kona. Ég sat
heima að prjóna peysu á eitt barna
okkar hjóna, Huldu Kristínu, sem
var í vændum. Hún kynnti sig
kurteislega sem hennar var von
og vísa, sagðist langa til að hitta
þessa konu sem Jónas færi svo oft
í kaffi til á laugardags- og sunnu-
dagsmorgnum. Reyndar kom
hann til að hitta manninn minn,
Mumma, vin sinn og skólafélaga.
Þeir hafa báðir ætíð verið árrisulir
en ég lúrði á meðan á þessum
heimsóknum stóð .
Mikið þótti mér vænt um þessa
heimsókn, því upp frá því urðum
við Elísabet perluvinkonur, eins
ólíkar og við vorum. Ég gantaðist
oft með það að ég hefði verið úti-
legukona í fyrra lífi og hún hefð-
ardama. Allt til síðasta dags hafði
hún þessa reisn og fágaða fallega
fas sem einkennir hefðarkonur.
Alltaf svo smekkleg í klæðaburði
og ætíð vel til höfð. Hún var af
náttúrunnar hendi falleg og vel af
Guði gerð.
Upp frá því fórum við að hittast
oftar og þá helst á miðvikudögum
til að elda saman. Góður siður sem
tengdi okkur og börnin saman.
Arndís, Árný og Thelma eru á lík-
um aldri og léku sér saman. Sér-
staklega var gaman hjá okkur í
útilegum og sumarbústöðum, þar
sem settir voru upp ógleymanleg-
ir leikþættir og atriði. Og síðar
Hulda Kristín, Óli Hrafn og Eyfi
sem eru á svipuðu reki.
Fjölskyldan minnist þess þegar
Elísabet og Jónas komu með Óla
Hrafn til okkar í gistingu er hún
var að fara á fæðingardeildina að
eiga Andra og Brynjar. Litla netta
konan með stóru kúluna og börnin
veltu því fyrir sér hvernig hún
héldi jafnvægi.
Eitt sinn brá hún sér af bæ að
hitta vinkonur sínar. Jónas var að
koma tvíburunum, sem þá voru
litlir gaurar, í háttinn. Hann tann-
burstaði annan þeirra, síðan var
röðin komin að hinum en sá mót-
mælti eindregið. Heyrðist þá hlát-
ur á bak við hurð, hann var að
tannbursta annan þeirra tvisvar
en hinn að sleppa .
Ég átti það stundum til, með
stuttum fyrirvara, að fá þau El-
ísabetu og Jónas með okkur hjón-
um í göngu til að horfa á sólarlagið
í Hafnarfirði. T.d. upp á Ásfjall áð-
ur en byggðin þar byggðist eða út
með sjó. Þá var tekin með karfa
með tilheyrandi nesti og rauðköfl-
óttum dúk og sest niður og notið.
Sjaldnast tók þetta langan tíma en
braut upp tímann á þeirra anna-
sama heimili. Við eigum fallegar
minningar frá þessum stundum.
Hún hafði einstaklega gaman af
því að fá vinina heim í mat. Góð
ljúf músík á fóninum sem Jónas
valdi ætíð snilldarlega, þegar leið
á var síðan stillt á flotta salsam-
úsík sem var hennar uppáhald.
Hún hafði drifið sig á salsa-nám-
skeið og naut þess að dansa og
gerði það vel. Á góðum stundum
sem þessum áttu vel við orðin
hennar Bylgju: „Þetta er gott
svona, við skulum halda þessu
svona.“ Höfum við fjölskyldurnar
notað þessa setningu óspart í
gegnum tíðina.
Ykkur elsku fjölskylda vottum
við okkar dýpstu samúð. Við mun-
um ætíð vera til taks fyrir ykkur,
miðvikudaga sem alla aðra daga.
Elísabet sagði oft „essskan“
þegar hún meinti elskan.
Ljúf minning þín lifir „essskan“
Fríða, Guðmundur, Thelma,
Hulda Kristín og Eyjólfur.
Frábær vinkona; gleðigjafi
vildi öllum vel.
Sólareisli er lýsti upp hjörtu
heim nú farinn er.
(BG)
Það reynir á hjartað að þurfa að
kveðja elskulega vinkonu okkar,
alltof, alltof fljótt, frábæra og
glæsilega konu. Kynni okkar af
Elísabetu hófust er hún kom sem
viðskiptavinur í verslunina Anas
með fallegu tvíburana sína með
sér. Eitthvað óhapp átti sér stað
og var nú ekkert mál gert úr því
en nokkru síðar birtist Elísabet
ásamt Jónasi manni sínum og
færðu þau Önnu rausnarlega gjöf.
Já, þannig var Elísabet og þarna
hófust okkar kynni fyrir mörgum
árum. Þeir sem þekkja Elísabetu
vita að hún var einfaldlega frábær
manneskja, mikill gleðigjafi og
umhyggjusöm. Fagurkeri, hvað
varðaði fatnað og matargerð og
hafði kampavínið sinn sess þegar
við vinkonurnar hittumst á góðum
stundum í yndislegum matarboð-
um hjá henni, þar sem hún tiplaði
um á tánum dansandi salsa og
söng hástöfum, jafnvel með kerti í
hendi eins og drottning. Alltaf
þegar maður hitti hana þá tók á
móti manni yndislegur ilmurinn
hennar og að sjálfsögðu fylgdi
gott knús með. Hún kom oft fær-
andi hendi til okkar í Anas með
kaffi og samlokur og sagði „þið
verðið að nærast, esskurnar“. Já,
þetta lýsir henni best vinkonu
okkar Elísabetu Óladóttur. Við
söknum hennar sárt.
Hvíl í friði elsku vinkona uns við
hittumst á ný. Blessuð sé minning
þín. Við biðjum okkar himneska
Föður að umvefja Jónas, börnin
og ástvini alla með kærleika og
vera þeim huggun og styrkur. Í
Jesú nafni, amen.
Kærleikskveðja,
Laufey, Anna, Brynja
og Jóna Björt.
Elsku kæra vinkona. Nú er
stríðið þitt búið og þú færð að
hvíla þig. Þú ert tekin allt of fljótt
frá okkur og ættir að vera í blóma
lífsins að leika þér og hafa gaman.
Þú vissir í hvað stefndi en lést það
ekki hafa áhrif á þig og nýttir tíma
þinn til fulls.
Það eru margar góðar og ynd-
islega skemmtilegar stundir sem
rifjast upp þegar hugsað er til
baka.
Leiðir okkar lágu saman í lík-
amsræktinni í Hress. Þú komst í
alla tíma hjá mér og þér var annt
um heilsuna þína, formið og útlit-
ið. Oft var setið í „sófanum“ fyrir
tíma og spjallað um allt og ekkert
og smám saman þróaðist með
okkur góður vinskapur þar sem
við fórum að bralla meira saman
en að vera bara í ræktinni.
Einu sinni vorum við saman í
myndatöku með börnin okkar fyr-
ir auglýsingu. Auglýsingin átti að
sýna hvað það er hægt að líta vel
út og vera í góðu formi þrátt fyrir
að vera búin að eiga börnin. Þetta
var löngu fyrir þann tíma þegar
Hollywoodstjörnur settu tóninn
með að koma sér flotti í form strax
eftir barnsburð. Þú varst með fal-
legu tvíburana þína alveg óaðfinn-
anlega falleg og leist svo vel út.
Síðar komstu svo til mín og
varst í hópþjálfun hjá mér og þá
kynntumst við fleiri góðum vin-
konum sem urðu þéttur hópur
sem enduðu alla púldaga með
góðu kaffispjalli. Þarna voru
mynduð órjúfanleg bönd. Það
skorti ekki húmor í þennan hóp og
engin tók sig of hátíðlega. Eftir
einn veturinn í þjálfuninni færði
hópurinn mér bol sem á stóð „ég
þjálfa silikongellurnar“.
Þú gladdir mig oft á afmælis-
daginn minn 5. maí, sama dag og
Óli Hrafn þinn á afmæli. Þá var
komið með eitthvert lostæti í
ræktina og sprengdur tappi úr
einni kampavíns eða úr einni
sjampó eins og við kölluðum það.
Eftir vetrarlangt púl í ræktinni
eitt árið skelltum við okkur í
Laugavegsgöngu. Þú varst ekki
viss um að þú gætir þetta en það
tókst að sannfæra þig og þú skellt-
ir þér með. Hvað við sungum mik-
ið og tjúttuðum á kvöldin eftir
göngu dagsins… Bahama… eyja
Bahama eyja… og svo var það
viskustykkjadansinn… og við all-
ar í bleikum fötum á fjöllum…
Eftir ferðina duttu tásuneglurnar
af þér og þú á leið til sólarlanda að
spóka þig! Auðvitað skelltirðu þér
bara í tásugel og skvísan mætti í
sandölunum í sólina.
Þú varst náttúrlega mesta
skvísan, alltaf með nýju tísku-
trendin á hreinu og fallega tilhöfð
með nýju makeup-línuna á kant-
inum. Alltaf óaðfinnanlega til fara,
hvort sem var í ræktinni, í búðinni
eða partíinu. Það var alltaf stutt í
létta dillandi hláturinn þinn og þú
gast gert góðlátlegt grín að því
sem gerðist í kringum þig.
Þú hugsaðir einstaklega vel um
fjölskylduna þína og alltaf voru
þau í fyrsta sæti hjá þér. Það var
yndislegt að sjá hvað börnin þín
voru miklir vinir þínir og þú áttir
góð og hnökralaus samskipti við
þau. Jónas var ástin þín og hetjan
og það leyndi sér aldrei hvað þú
varst skotin í honum og elskaðir
hann mikið.
Ég óska fjölskyldunni styrks og
samheldni á þessum erfiðu tímum.
Ég veit að þú vakir yfir þeim og
ert allt um kring.
Sigríður Einarsdóttir.
Sárt er að horfa á eftir þér,
elsku besta fallega vinkona, eftir
langa og stranga baráttu um
heilsu. Snöggt var það, þótt óneit-
anlega vissum við í hvað stefndi,
en erfitt samt að trúa. Þegar við
fengum okkar verstu fréttir í mars
s.l., brunuðum við til ykkar Jón-
asar á Suðurgötuna. Ég gleymi
aldrei því sem ég sá þá. Þú tókst á
móti okkur með útbreiddan faðm-
inn svo geislandi falleg og kát að
erfitt var að skilja. En þá varst þú
búin að taka þá hetjulegu ákvörð-
un að halda þinni reisn og njóta
hvers dags sem þú hefðir með þín-
um ástvinum og við enduðum á að
dansa saman eins og í óteljandi
skipti áður.
Dóttir, eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, systir og vin-
kona, öll þessi hlutverk leystir þú
með svo miklum sóma að eftir var
tekið. Það var gaman að sjá upplit-
ið á fólki þegar þú sagðist eiga 5
börn. Fólk á alltaf erfitt með að
trúa því. Hvernig gat þessi netta
kona gengið með öll þessi börn og
tvíbura í þokkabót (þeir hafa ekki
heyrt söguna góðu um eggjarauð-
urnar). Ég sé þig fyrir mér í fal-
lega eldhúsinu þínu með svuntuna
framan á þér. Ég lærði einmitt af
þér að nota svuntu í eldhúsinu. Þú
varst að smyrja brauð fyrir strák-
ana þína í hádeginu fyrir stuttu og
ég var að gera athugasemd við það
að þeir ættu nú að vera að gera
þetta sjálfir svona stórir strákar.
Þú sagðir: „Ég vil gera þetta fyrir
þá, ég er hérna og mér finnst það
bara sjálfsagt.“ Svona dekraðir þú
við þá.
Ég mun virkilega sakna þess að
fá ekki lengur símtölin frá þér:
„Hæ darling, er ekki eitthvað í
gangi, e‘ska?“
Þið Jónas eigið ótrúlega marga
vini sem þið hafið verið dugleg við
að rækta. Útilegur, utanlands-
ferðir og matarboð, og margt haf-
ið þið brallað í gegnum tíðina með
öllum vinum ykkar, og svo ótrú-
lega dugleg að hrista vinina ykkar
saman. Ég man þegar stóri kal-
kúnninn var eldaður og þið köll-
uðuð alla saman í óvissuferð í rútu
og enginn skildi hver sendi boðið.
Mér er einnig minnisstætt þegar
við fórum í golfferðina með Átta-
villtum, og þið Bylgja í sólbaði við
sundlaugarbakkann meðan við
vorum í golfi. Brynja var spurð að
því af erlendri konu hvort þið
Bylgja væruð kvikmyndastjörnur.
Þú hefur alltaf verið eins og kvik-
myndastjarna, elsku Elísabet mín
og eftir þér tekið hvar sem þú
varst. Fallegri og traustari vin-
konu er ekki hægt að óska sér, og
ég er alltaf afar stolt af því þegar
ég er spurð að því hvort við séum
systur. „Eins og drottning þú
dansaðir fram hjá mér“ kemur
einmitt fyrir í textanum sem
Björgvin Halldórsson syngur í
laginu „Þú ert sem blóm“ þessi
texti á vel við þegar ég kveð þig,
elsku besta fallega vinkona. Við
dönsuðum ósjaldan við þetta lag
sem var í miklu uppáhaldi hjá þér.
Elsku Jónas, Arndís, Árný, Óli
Hrafn, Andri, Brynjar og aðrir að-
standendur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur, minning um
yndislega vinkonu verður ljós í lífi
okkar.
Rut og Sigurþór (Bóbó).
Elsku hjartans vinkona, mig
langar til að kveðja þig með
nokkrum fátæklegum orðum. Við
kynntumst fyrir tilviljun á Rhodos
árið 1985. Það gerðist eitthvað
strax við fyrstu kynni, það small
eitthvað saman á milli okkar. Við
höfum verið trúnaðarvinkonur í
öll þessi ár, fengið ráð hvor hjá
annarri, hjálpast að ef eitthvað
hefur bjátað á. Samverustundir
okkar einkenndust af gleði, hlátri,
hlýju og væntumþykju.
Ýmislegt höfum við hjónin
brallað með ykkur Jónasi svo sem
sumarbústaðaferðir, óvissupartí,
náttfatapartí, grill í góðu veðri að
ógleymdum nýársfögnuðum í ára-
raðir með tilhlökkun og vangavelt-
um um kjóla, förðun og greiðslur.
Þú varst mesta prinsessa sem ég
hef kynnst. Falleg, fínleg og
glæsileg.
Eftir að þú veiktist þá fékk ég
að fylgjast með öllu og ég fann að
þér þótti gott að hafa mig nálægt
þér. Þú varst ótrúlega dugleg og
hugrökk, tókst hlutunum af æðru-
leysi. Þegar ljóst var hvert stefndi
þá tókst þú þá ákvörðun að njóta
samvista við fjölskyldu og vini.
Vildir ekki að það væri verið að
spyrja þig um líðan heldur sagðir
að þú myndir láta vita ef það væru
einhverjar breytingar eða fréttir.
Á afmælisdaginn þinn 2011
þegar þú lást á Landspítalanum
læddi ég þessu ljóði til þín þegar
þú svafst. Ég veit að þér þótti
ótrúlega vænt um þessar línur, ég
samdi þær ekki sjálf en þær pöss-
uðu fullkomlega við samband okk-
ar.
Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð
til þín vildi ég semja þennan óð.
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður.
Að heyra í þér, aldrei mig tefur.
Sérstök, dugleg, traust og trú.
Vitur, hjálpsöm…, það ert þú.
Hlý og bjartsýn, til í spjall.
Þú getur stoppað hið mesta fall.
Einstök, stríðin, líka feimin.
Hugrökk, djörf, stundum dreymin.
Allt jákvætt get ég sagt um þig.
Alltaf áttu tíma fyrir mig.
Vináttan okkar er mér mikils virði.
Vinkonur verið síðan á Rhodos.
Eitthvað sérstakt höfum við átt
Huggað hvor aðra, þegar eigum við bágt.
Alltaf er gott að leita til þín.
Þú ert besta vinkona mín.
Þakka vil þér af öllu hjarta.
Engu hef ég yfir að kvarta.
Alltaf munt þú eiga mig að
því í hjarta mínu áttu stað.
Því ég lofa um eilífð alla
ef einhvern tíma þarft þú að kalla.
(Höf. ók.)
Elsku vinkona, ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið.
Takk fyrir hverja stund. Kveð
þig að sinni.
Þín vinkona,
Aldís.
Í dag er ég að kveðja yndislegu
góðu og fallegu Elísabetu frænku
mína og vinkonu, langt fyrir aldur
fram. Elísabet hefur verið stór
partur af lífi mínu alveg frá því að
við vorum unglingar og dvöldum
mikið hjá ömmu Mettu í Hjálm-
holtinu. Vinátta okkar hefur verið
samofin skemmtilegum, fallegum
og góðum minningum. Alltaf var
bjart yfir þessari fallegu frænku
minni og lýsti hún upp hvert það
herbergi sem hún kom inn í með
geislandi brosi og fallegri fram-
komu. Hún var glæsileg, hlýleg og
hjálpleg og í alla staði yndisleg
manneskja. Að fá að vera vinkona
hennar og frænka þótti mér vera
forréttindi. Hún gat líka verið töff-
ari og þrátt fyrir að yfir okkar fjöl-
skyldu hafi vofað ógn sú er dró feð-
ur okkar til dauða og engin
lækning virðist vera til við þeim
vágesti þá hélt hún sinni reisn og
stóð sig eins og hetja og tók á sín-
um sjúkdómi eins og hverju öðru
verkefni sem þurfti úrlausnar við.
Við Elísabet vorum um margt
líkar, vorum skósjúkar og áttum
eftir að kaupa okkur nokkur pör
sem við vorum búnar að finna í
hinum og þessum búðum. Við átt-
um eftir að gera svo margt saman,
búnar að plana nokkrar utanlands-
ferðir og þá á staði með góðum
búðum og smá sól líka. Nú er gott
að geta yljað sér við minningarnar
sem ég á í dag um svo margt sem
við gerðum saman, en við þóttum
með afbrigðum hávaðasamar þeg-
ar við hittumst, þurftum að segja
hvor annarri allt strax og það þoldi
enga bið. Ég er þakklát fyrir ferð-
ina sem við fórum til Tenerife með
börnin okkar Andra, Brynjar og
Mettu, sú ferð var ógleymanleg,
enda aldrei leiðinlegt í návist þess-
arar yndislegu frænku.
Elsku Jónas, Arndís, Árný, Óli
Hrafn, Brynjar, Andri, Inga,
tengdasynir og barnabarn, minn-
ingin um dásamlega manneskju
mun lifa að eilífu og sendi ég ykkur
öllum mína innilegustu samúðar-
kveðju. Elsku Elísabet mín, ég
veit að pabbi þinn, pabbi minn,
amma Metta, Kolbrún, Björgvin
og Hörður munu taka fallega á
móti þér og leiða þig um þína nýju
veröld.
Hvíldu í friði elskuleg og ég
kveð þig að sinni eins og við kvödd-
umst alltaf með okkar orðum, bæ
darling, love you.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín frænka,
Kolbrún Kolbeinsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Miðvangi 41,
lést laugardaginn 6. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði fimmtudaginn 18. júlí kl. 13.00.
Þuríður Guðmundsdóttir, Kristján B. Kristjánsson,
Guðríður Guðmundsdóttir, Alf H. Pedersen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTÓFER GUÐMUNDSSON,
húsgagna- og húsasmiður,
frá Stóru-Drageyri, Skorradal,
Ranavaði 5,
Egilsstöðum,
lést á gjörgæsludeild sjúkrahúss Akureyrar
miðvikudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja
minnast hans láti líknarfélög njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágústína Hlíf Traustadóttir,
Ester K. Virgil, Eric Virgil
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
systur,
SIGRÍÐAR MATTHILDAR
ARNÓRSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnrún Sigfúsdóttir og Eiður Guðjohnsen.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts okkar ástkæra
RAGNARS LÚÐVÍKS JÓNSSONAR
bifvélavirkja,
Böðvarsgötu 7,
Borgarnesi.
Anna Guðrún Georgsdóttir,
Rúnar og Dóra Axelsdóttir,
Steinar og Jónína Númadóttir,
Þóra og Gísli Kristófersson,
Jón Georg og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Elín og Björn Yngvi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.