Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Matís hefur endurprentað bæklinga um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski, nýdregnum úr sjó. Þar er einkum minnt á þá fimm þætti sem skipta mestu; blóðgun, slægingu, þvott, hreinlæti og kælingu. Nýliðun hefur verið töluverð í út- gerð smábáta en talsmaður Matís bendir þó á að leiðbeiningunum sé beint til allra sjómanna, hvort sem þeir starfa á smábátum eða stærri fiskiskipum. Vísbendingar séu þó um að sjómenn meðhöndli aflann með mismunandi hætti. Starfsmenn Matvælastofnunar, MAST, og Fiskistofu framkvæmdu hitastigsmælingar í júnímánuði á lönduðum afla 240 báta. Mælingarn- ar voru alls 548 og fóru fram víðs vegar um landið. Þar reyndist hita- stig aflans að jafnaði vera 3,2 gráður en samkvæmt gildandi reglugerð skal hitastigið vera undir 4 gráðum, fjórum klukkustundum eftir að afl- inn er tekinn um borð. Um 70% aflans voru undir tilskildum mörk- um. Um þriðjungur var því ekki með rétt hitastig. Um 7% bátanna komu með ókældan fisk að landi. Lengi býr að fyrstu gerð Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðs- stjóri vinnslu, virðisaukningar og eldis hjá Matís, segir aldrei of oft minnt á mikilvægi þess að með- höndla fiskinn rétt, þannig að gæði hans séu tryggð til áframhaldandi vinnslu. Mælingar MAST og Fiski- stofu bendi til að menn þurfi að taka sig á. „Lengi býr að fyrstu gerð. Það skiptir máli að fiskur sé fagmann- lega höndlaður frá því að hann er fangaður svo gera megi sem mest verðmæti úr aflanum. Gæðin eru grunnur allra verðmæta,“ segir Arn- ljótur. „Blóðgun, blæðing og kæling eru lykilatriði um borð í þeim bátum sem rúma ekki slægingu, en þar sem því verður við komið eru blóðgun, blæð- ing, slæging og kæling lykilatriðin,“ segir hann ennfremur. Arnljótur bendir á að sumarþingið hafi breytt stærðarmörkum króka- aflamarksbáta og heimili nú stærri báta. Í stærri bátum sé mikilvægt að hafa góða aðstöðu um borð fyrir slægingu. Kæling sé mjög mikilvægt atriði og nauðsynlegt að halda lágu hitastigi á aflanum alla leiðina í land. „Aflinn þarf að standast þær kröfur sem fiskvinnslan gerir til hans. Vinnsla og sala á fiski snýst um traust. Menn þurfa að tryggja að geta selt fisk aftur. Fæstir leggja upp með að þetta séu einskiptis-við- skipti, menn vilja væntanlega geta endurtekið leikinn. Þetta snýst alltaf um virðingu fyrir umhverfi, hráefni og neytendum,“ segir Arnljótur Bjarki. Matís vill að sjómenn taki sig á  Sjómenn minntir á mikilvægi réttrar meðhöndlunar á ferskum fiski  Matís endurgerir bæklinga  Nýleg mæling sýndi 30% afla smábáta með hitastig yfir leyfilegum mörkum  Á samt við um öll skip Morgunblaðið/RAX Meðhöndlun Eitt þeirra atriða sem skipta mestu við meðhöndlun á ferskum fiski er kæling aflans alla leiðina í land. Bæði bæklingi og einblöðungi Matís um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski má hlaða niður á vefsíðunni matis.is. Einnig er hann í prentraðri út- gáfu á öllum starfsstöðvum fyr- irtækisins, sem eru tíu talsins. Bæklingurinn var gerður fyrst árið 2010 en hefur nú verið end- urgerður, að sögn Arnljóts Bjarka. Þar er að finna ýmsan fróðleik í máli og myndum. Um- sjón með útgáfunni höfðu Steinar B. Aðalbjörnsson og Jónas R. Viðarsson. Í útibúum og á netinu BÆKLINGUR MATÍS Matís Forsíða bæklingsins. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 4 6 5 Komdu og skoðaðu glæsilegan Mercedes-Benz M-Class Meistaraverk Mercedes-Benz M-Class setur ný viðmið fyrir lúxusjeppa. Afburða hönnun, fjölmargar tækninýjungar, kraftur og framúrskarandi aksturseiginleikar hafa tryggt honum frábærar viðtökur. Dráttargetan er heil 3.500 kg, eyðslan frá aðeins 6,5 l/100 km í blönduðum akstri og CO2 útblástur einungis 158 g/km. Komdu og reynsluaktu glæsilegum M-Class. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.