Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Höfundurinn Hildur Þórðardóttir ætlaði upphaflega að skrifa bók fyrir fólk sem glímir við þunglyndi, kvíða og væg geðhvörf en sá fljótt að bókin átti erindi við fleiri, þar sem við verðum öll fyrir ólíkum áföllum á lífsleiðinni. hugsa upp á nýtt, hugsa jákvætt og byggja sig upp.“ Andleg líðan ekki síður mikilvæg en líkamleg Hildur er spurð hvort að hún telji að mikil þörf sé fyrir bók eins og þessa. „Ég tel að þörfin sé mjög mikil. Það hafa ekki komið út margar bækur sem fjalla um til- finningar, hins vegar er fjöldi bóka á markaði þar sem fjallað er um mataræði og hreyfingu. Það er sannarlega þörf á að fjalla um til- finningarnar og andlega líðan sem er ekki síður mikilvæg en líkamleg vellíðan. Allir verða fyrir einhvers kon- ar áföllum í lífinu og þá byrgja sumir tilfinningar sínar inni. Kon- ur um fertugt fá svo kannski allt í einu kvíðaköst sem virðast koma upp úr þurru. Kvíðaköstin stafa af því að þær hafa alla tíð byrgt til- finningar sínar inni. Þær hafa vilj- að standa sig og ekki leyft sér að vera reiðar og daprar. Þær hafa ætlað að fara áfram á hnefanum en fara svo allt í einu að upplifa kvíðaköst vegna þess að tilfinning- arnar vilja koma upp á yfirborðið.“ Lífsgæðakapphlaupið víkur fyrir andlegri leit Hildur segir að sér hafi geng- ið vel að skrifa bókina. Þetta er fyrsta bók hennar og hún gefur hana út sjálf. „Ég fékk ekki útgef- anda en kynntist fólki sem hefur verið í sjálfsútgáfu sem gaf mér góð ráð. Námskeiðahald sem ég stóð fyrir kostaði útgáfuna. Mér fannst mikilvægt að hafa bókina á mannamáli. Mér finnst sjálfri leið- inlegt að lesa bækur, til dæmis ís- lenskar þýðingar, þar sem mál- farið er svo upphafið að innihaldið kemst ekki til skila. Bókin mín er andleg sjálfshjálparbók og það andlega er einfalt.“ Spurð hvort hún telji mikinn andlegan áhuga ríkjandi hjá Ís- lendingum segir hún: „Það er mik- ill andlegur áhugi hjá Íslend- ingum. Við erum framan af ævi nokkuð upptekin af lífsgæðakapp- hlaupinu en seinna á ævinni kemur þörfin fyrir að andlega leit. Á lífs- leiðinni verðum við öll fyrir áföll- um sem knýja okkur til andlegs þroska.“ Þess má að lokum geta að bók Hildar mun einnig koma út sem hljóðbók og auk þess stendur til að þýða hana á ensku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Bókin Eldað undir bláhimni sem til- einkuð er skagfirskri matarmenningu og gefin var út fyrir síðustu jól hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan. Hún inniheldur rúmlega fjörutíu uppskriftir og fjölda ljós- mynda af skagfirskri matargerð, náttúrufegurð og mannlífi. Útgefandi bókarinnar hefur þekkst boð um að taka þátt í alþjóðlegri keppni mat- reiðslu- og vínbóka, Gourmand World Cookbook Awards. Á hverju ári veitir Gourmand þeim bókum sem þykja skara fram úr í heimi matreiðslunnar verðlaun, en alls eru 200 matreiðslu- bækur og 50 vínbækur sem hafið hafa keppni nú. Um tuttugu og sex þúsund matreiðslubækur eru gefnar út árlega í heiminum og er markmið keppninnar m.a. að hjálpa lesendum og ekki síður bóksölum að finna bestu bækurnar úr öllum þeim fjölda. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ritstýrði bókinni og myndir eru eftir Pétur Inga Björnsson og Óla Arnar Brynj- arsson, útgefandi er Nýprent. Skagfirsk matreiðslubók í alþjóðlega keppni Fólkið á bak við bókina Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ritstjóri, Óli Arnar Brynj- arsson, hönnuður og myndasmiður, og Pétur Ingi Björnsson ljósmyndari. Skagfirsk matarmenning vekur athygli erlendis Þrátt fyrir vætusamt sumar hafa Listhópar og Götuleikhús Hins húss- ins haldið sínu striki á götum borg- arinnar og skemmt gestum og gang- andi. Á morgun klukkan 16-18 munu hóparnir halda lokahátíðina Vængja- slátt á göngugötunni á Laugavegi þar sem ungt og hæfileikaríkt fólk sýnir brot af afrakstri sumarsins. Dagskráin er afar fjölbreytt og sýn- ir vel frjóa og bjarta framtíð í íslensk- um listaheimi. Slagverk flytur verk fyrir tvo trommuheila. Sagitaria Raga fremur gítargjörning. Sviðslistahóp- urinn SUS sýnir verk þar sem mörk og eiginleikar rýmisins eru kannaðir. Ritsveinninn réttsýni sýnir eigin verk. Stringolin fiðluleikari leikur verk. Tómamengi hreyfir við áhorf- endum með dansi og gjörningum. Kasia flytur tónlist sem er eingöngu eftir konur og Operation Creed vinn- ur að götulistaverki. Götuleikhúsið verður að sjálfsögðu á staðnum líka. Lokahátíð Listhópa Hins hússins Morgunblaðið/Rósa Braga Listhópar Það verður fjölbreytt dag- skrá á morgun í miðbænum. Vængjasláttur á göngugötunni á Laugavegi á morgun Fýsískt leikhús Reynt að búa til lífsreynslu sem dansar á mörkum listgreina. falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.