Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Þó að fjöldi kaffi- og veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur hafi margfald- ast eru þessir staðir ekki allir með aðgengi fyrir fatlaða sem verða að nota hjólastóla. Auð- vitað er reglu- gerð í gildi um slíkt aðgengi en fjöldi húsa ein- mitt í mið- bænum er með tröppur og háa þröskulda svo ekki sé minnst á skort á salernisaðstöðu fyrir fólk í hjólastólum. Ég hef einungis rekist á tvö kaffihús með salernisaðstöðu fyrir fólk í hjólastólum og góðu aðgengi að öðru leyti. Þetta eru Te og kaffi á Lækjartorgi og Te og kaffi í Að- alstræti. Mig langar til þess að vekja at- hygli á þessu þar sem einmitt fatl- aðir eiga á hættu að einangrast meir en aðrir. Te og kaffi selja svo- nefnt kaffifrelsi sem ég hef gefið meðal annars vinum mínum með fötlun og þegið fyrir bros og þakk- læti enda fátt skemmtilegra en vel heppnuð kaffihúsaferð. Nú hefur kaffið fyrir löngu rekið af sér slyðruorðið um orsök heilsuleysis sem það e.t.v. var þegar lélegt kaffi var flutt til landsins og menn drukku í tíma og ótíma þetta glund- ur. Te og kaffi selur Arabicakaffi sem er besta tegundin og nýjustu rannsóknir í Þýskalandi sýna að an- doxunarefni kaffisins er góð í bar- áttu gegn sykursýki og ýmsum teg- undum krabbameins. Fyrir vestan var kaffið nefnt blessuð jurtin og ilmurinn af nýbrenndum baunum fylgir manni alla ævi. Maður er manns gaman – maður nýtur kaffis enn betur með öðrum og spjall um landsins gagn skemmir ekki stund- ina. Drífum vinina sem nota hjóla- stóla með okkur og njótum stund- arinnar enn betur. ERNA ARNGRÍMSDÓTTIR, sagnfræðingur. Um aðgengi og annað gott Frá Ernu Arngrímsdóttur Erna Arngrímsdóttir Mikið gengur á hjá ensku knatt- spyrnufélögunum þó nú sé hlé milli leiktíða. Það þarf að endurnýja liðin meira og minna og jafnvel ráða nýja stjóra. Gríðarlegir fjármunir eru í spilinu. Ekki hafa samt alltaf farið miklir peningar milli manna í Eng- landi þegar sölur fóru fram. En selja þurfti samt. Um margar aldir viðgekkst sú hefð í Englandi, reyndar utan ramma laga, að fólk var sett á upp- boð. Menn seldu jafnvel eiginkonur sínar, eftir því sem fram kom í smá- grein í tímaritinu Syrpu í Winnipeg árið 1916. Síðust enskra kvenna seld á upp- boði hét Marja Anna Tomson. Það uppboð fór fram í Carlisle þann 7. apríl 1832. Uppboðsbeiðandi var maður hennar, Josep Tomson, bóndi. Var það eftir þriggja ára hjú- skap þeirra. Uppboðið hófst á hádegi með því að konan var leidd fram með snæri vafið um háls og sett í eikarstól. Þá lýsti bóndi hennar í heyranda hljóði kostum hennar og göllum og var síðan lýst eftir boðum. Fáir buðu. Að lokum var konan þó slegin manni að nafni Henry Me- ars fyrir 20 shillinga og einn af- burðavænan hund. Marja Anna fór orðalaust með nýjum húsbónda. Ekki er getið um, hvort hún hét þá eftirleiðis Tomson eða Mears, en saman bjuggu þau í allmörg ár og fór vel á með þeim. Meiri dýrðarljómi er yfir kaupum enskra um þessar mundir, svo sem Manchesterliðanna. Allur heim- urinn fylgist uppnuminn með. Von- andi er að allir hinir keyptu standi sig vel og hetjurnar valdi ekki von- brigðum: Brosandi glaðir þeir kaupa til Manchester mann. Milljarða borga þeir vafningalaust fyrir hann. En reynist hann betur og sýnir hann ljúfari lund en langmóðir hans sem að metinvar jafnt á við hund? HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Enskt verðmat 1832 og 2013 Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Um miðjan fjórða áratug seinustu aldar var byrjað að byggja hús hér í Norðurmýri, og var það fyrsta hverfi í Reykja- vík sem hannað var af skóla- gengnum skipu- lagsfræðingum. Nokkrir bæj- arbúar höfðu haft hér erfðafestu- spildur og rækt- uðu kartöflur. Eftir mýrinni miðri rann lækur sem var kallaður Rauðará. Samnefndur bær stóð þar sem nú er Frímúrarahúsið við Skúlagötu. Heimreiðin var kölluð Rauðarárstígur, framlengd til suð- urs varð heimreiðin að götunni Rauðarárstíg. Lækurinn var rauður af mýrarrauða, sem mikið er af í mýrinni. Farvegurinn var þar sem nú er gatan Gunnarsbraut. Land- námsmenn unnu járn úr rauðanum, sem er járnhydroxíð. Orkugjafi voru viðarkol, unnin úr birki. Nú eru Ís- lendingar að vinna ál úr áloxíði. Ál- vinnsla er því þjóðlegur atvinnuveg- ur, e.t.v. sá þjóðlegasti sem til er. Í upphafi tuttugustu aldar var út- hlutað erfðafestulöndum í mýrinni, og voru það kallaðir Norðurmýr- arblettir þar sem bæjarbúar rækt- uðu kartöflur. Á fjórða áratug sein- ustu aldar var byrjað að byggja íbúðarhús i Norðurmýri. Byrjað var á því að grafa skurð, í götustæði Gunnarsbrautar, og skurði í götu- stæði þvergatnanna, jafnóðum og þær byggðust, með þessu var mýrin þurrkuð. Svo voru sett holræsarör í skurðina, og þannig gengið frá, að jarðvatn gæti seytlað inn í rörin að ofan. Htaveita var lögð árið 1943, og var Norðurmýri með fyrstu hverf- unum sem hennar naut. Veitukerfið var endurnýjað 1987 og gangstéttir við Flókagötu steyptar. Síminn sag- aði rás í nýju gangstéttina, gróf fyrir co-ax kapli sem átti að tengjast ljós- leiðara. Áður en það varð að veru- leika voru aftur mættir menn með steinsög, nú var það Lína-net með sinn kapal. Þetta var um aldamótin. Um sömu aldamót voru mættir hér menn á vegum Orkuveitunnar, fóðr- uðu þeir fráveiturörin með plasti, sem er hið besta mál að því und- anskildu, að þau hættu að virka sem lokræsi, og jarðvatnið hækkaði, með tilheyrandi gólfkulda og raka- skemmdum. Starfsmönnum Orku- veitunnar var bent á þetta, og þann möguleika að lækka mætti jarð- vatnið með því að bora göt út úr tengibrunnunum í Gunnarsbraut. Svarið var, að það væri hvers og eins húseiganda að ræsa fram sína lóð. Nokkrir hafa gert það með kostnaði sem talinn er í milljónum. Um miðj- an seinasta áratug voru rifnar hér upp allar gangstéttir og hitaveitu- lagnirnar frá 1987 endurnýjaðar. Allar alheilar. Svona leiðslur eiga að endast í 100 ár. Haustið 2012 mættu hér jarðvinnuverktakar, á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur, rifu upp gangstéttir og lögðu ljósleiðara, ein- hver sölumaður kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi tengingu. Nei var svarið, það eru þrír fjar- skiptakaplar tengdir inn í þetta hús. Átta mánuðum seinna mættu á svæðið níu Pólverjar og einn Íslend- ingur, tóku upp hraðahindrunina og settu nýja röndótta. Pólverjarnir rifu upp gangstéttir, skiptu um ljósastaura og grófu fyrir nýjum raf- köplum. Gömlu kaplarnir frá 1936 eru orðnir lúnir. Það er því rétt sem stendur í gömlu verkfræðibókinni: Jarðlagnir endast í ca. 100 ár. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur. Norðurmýri Frá Gesti Gunnarssyni Gestur Gunnarsson Einn helsti penni Fréttablaðsins, Guðmundur Andri Thorsson, brá sér til Siglufjarðar og gekk þar um Síldar- minjasafnið. Hann skrifar síðan greinina „Af síld ertu kominn“ í Fréttablaðið (8.7.’13): „Eitt af því sem er svo fallegt við Síld- arminjasafnið á Siglufirði er að þar er þessi gamla undirstöðuatvinnugrein okkar, sjávarútvegurinn, umvafinn kærleika og virðingu, eins og vera ber.“ Síðan skrifar hann um núver- andi skæklatog í málefnum sjáv- arútvegsins og telur talsmenn greinarinnar vaða uppi með frekju og fruntalegum kveinstöfum. Guð- mundur Andri tekur undir skækla- togið með upphrópunum í garð at- vinnugreinarinnar. Íslenskur sjávarútvegur á skilið meiri virð- ingu en upphrópanir og skækla- tog, atvinnuvegur er hefur staðið undir framförum þjóðarinnar á öll- um sviðum. Án hans – engir há- skólar – ekkert velferðarkerfi – engin þéttbýli – engar tæknilegar framfarir; sjávarútvegur er enn okkar mikilvægasta atvinnugrein. Guðmundur ætti að taka sér ferð um landið til sjávar og sveita þar sem fólk vinnur svipmikið í fasi og svipmóti veit að það gegnir mikilsverðu hlutverki ekki síður en síldarvinnufólkið forðum er Guðmundur upplifði á Síldar- minjasafninu á Siglufirði; nútíma- verkafólk er með dugnaði sínum og útsjónarsemi og vinnugleði horfir vonglatt til framtíðar þrátt fyrir fjármálahrun Íslands; fjöregg okkar í bráð og lengd. Þá munu birtast uppbyggilegar greinar í Fréttablaðinu skrifaðar af Guðmundi Andra Thorssyni um íslenskan sjávarútveg, skrifaðar af virðingu og væntumþykju; vanda- málin krufin til mergjar með mál- efnalegum hætti. SIGRÍÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR BA í guðfræði/djákni og fyrrv. meðeigandi í trilluútgerð. Af sjávarútvegi ertu kominn Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur Sigríður Laufey Einarsdóttir Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA BMW X5 3,0SD BI-TURBO 05/2009, ekinn 87 þ.km, dísel, sjálfskiptur, sport- leðursæti, M-sportpakki, 20“ álfelgur ofl. Verð 10.900.000. Rnr.250823 á www.bilo.is Toyota Hilux Double Cab 3.0L Diesel 35“ breyttur 04/2007 ekinn 132 þ.km, sjálfskiptur, ný dekk, plasthús, krókur, hraðastillir, klædd skúffa ofl ofl. Verð 4.250.000. Rnr.410178. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.