Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Suma daga er vinnan eins og hver önnur viðskipti, aðra daga er hún eins og listform. Þú laðast að myrkari hliðum tilver- unnar. Varastu þó að festast þó ekki of lengi þar. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað sem þú ert að spá í er senni- lega ekki mjög góð hugmynd. Farðu út á meðal fólks og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Það er nægur tími til að sofa síðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt á hættu að láta einhvern rugla þig í ríminu í dag, jafnvel einhvern sem er þér eldri. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst sumar persónulegar skoð- anir starfsfélaga þinna út í hött. Leitaðu lið- sinnis félaga, ef með þarf. Þú ættir að skella þér í golfkennslu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt vinnuvikan sé hálfnuð langar þig til að sletta úr klaufunum. Sumir skilja það ekki, og ekki reyna að útskýra það. Gættu þess þó að segja ekkert sem þú munt sjá eftir síðar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki halda þínu til streitu í dag, hvort sem er gagnvart vini eða hópi fólks. Hvað sem þú gerir – hættu að vera reið/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt inni að geta leitað til vina þinna um hjálp í vandræðum þínum. Njóttu alls lífsins þó buddan sé ekki bólgin. Flest það góða í lífinu er ókeypis. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætir verið að hugsa um frí sem er framundan, ekki hafa áhyggjur. Los- aðu þig við óöryggið sem fær þig til að vilja hafa stjórn á ástandinu – slappaðu bara af. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er augljóst að þú hefur marga möguleika um að velja. Reyndu að halda haus og þú munt uppskera árangur erfiðis þíns á næsta ári. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lítil verk skila litlum árangri. Þeg- ar allir sækjast skyndilega eftir þér gætirðu ákveðið að vera bara ein/n þíns liðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu raunsæ/r í peningamálum og láttu ekki freistast til þess að slaka á klónni. Gerðu hlutina vel og vandlega, það veitir meiri ánægju og kemur betur út fjár- hagslega, sem er alltaf gott. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er eðlilegt að þér finnist erfitt að ganga fram. Breytingar þurfa að leiða til ávinnings, annars eru þær ekki til neins. Kristbjörg F. Steingrímsdóttirlas frásögn Davíðs Hjálmars Haraldssonar af gönguferð á Súlur. Hún fléttaði saman plönturnar sem hann nefndi í fallegan sveig í bundnu máli. Til skýringar má geta þess að kóngaljós mun vera slæð- ingur: Árla morguns vinur vors og blóma upp á Súlur lagði leið léttstígum er förin greið. Foldin angar færð í sumarskrúða, blómagrúi og grasafjöld göngufúsan töfðu höld. Samt á hlaupum grös og blóm hann greinir: Brenninetlu, burnirót brönugras og dvergsteinbrjót. Maríulykil, melasól og njóla geldingahnapp, gleimmérei, giljaflækju og draumsóley. Fjalladúnurt, fjöllaufung og eini, vorperlu og vetrarlauk vallhumal og hrossagauk. Lambaklukku, laugabrúðu, fjólu skarifífil, skarfakál, skriðnablóm og vatnanál. Hrafnaklukku, hófsóley og smára, engjavönd og eyrarrós, urðadúnurt, kóngaljós. Hjartaarfa, hundasúru, fífu, jötunuxa, jarðarber, jakobsfífil. hrútaber, Mosasteinbrjót, músareyra og jafna, sigurskúf og sauðamerg, sandlæðing og flikruberg. Fjallavorblóm, ferlaufung og eski, garðabrúðu, garðtvítönn, græðisúru, ilmreyr, hvönn. Háliðagras, heiðastör og kerfil, húsapunt og hrossanál, hárdeplu og rósakál. Tjarnablöðku, túnvingul og stúfu. varpasveifgras, villilín, vetrarblóm og keldusvín Lækjadeplu, lyfjagras og netlu, klóelftingu, klettafrú, klukkublóm og hana nú. Davíð Hjálmar yrkir um hita- bylgjuna nyrðra í sumar: Lömuð af hita liggur þjóð, læri og gumpar roðna. Nú er svo hlýtt um norðurslóð að næpur í jörðu soðna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af plöntum í fallegum sveig í bundnu máli Í klípu EFTIR UPPFÆRSLUNA, VORU HRUN EKKI JAFN TÍÐ OG SJALDNAR LÍFSHÆTTULEG. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER LYFSEÐILINN MINN TILBÚINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að keyra heim til hans. APÓTEK TIL HAMINGJU MEÐ BRÚÐKAUPS- AFMÆLIÐ, HELGA! HVAÐ SEG- IRÐU UM AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA? ÉG VAR AÐ VONA AÐ ÞÚ MYNDIR BJÓÐA MÉR! NÁÐU Í PRIK- IÐ, ÓÐINN. PANK! ÁI! TAKTU SKÖMMINA, ÓÐINN.P ep Guardiola er kominn til þjálf- unarstarfa hjá Bayern Münch- en. Bæjarar voru að klára eitt besta tímabil í sögu liðsins. Liðið varð Þýskalandsmeistari, bikarmeistari og sigraði í meistaradeild Evrópu. Undir stjórn Jupps Heynckes voru Bæjarar óstöðvandi og því hefði mátt halda að Guardiola færi hægt í sakirnar, en það er öðru nær. Guar- diola var lykilleikmaður með Barce- lona undir stjórn Johans Cruyffs og handbragð Hollendingsins leyndi sér ekki þegar Katalóníumaðurinn tók við þjálfarataumunum hjá liðinu. Cryuff sagði að leikir ynnust með því að vera með einum manni meira á miðjunni en andstæðingarnir. Þá hugsun hefur Guardiola gert að sinni. Hann vill að sitt lið sé með boltann og drottni á miðjunni. Guar- diola þjálfaði Barcelona í fjögur ár og vann á þeim tíma 14 titla. Þegar hann hætti hjá Barcelona og ákvað að taka sér frí var hann sennilega eftirsóttasti þjálfari heims. x x x Samkvæmt frásögnum hófst Guar-diola þegar handa við að snúa öllu á hvolf þegar hann kom til Bay- ern München. Í æfingabúðum við Gardavatnið á Ítalíu hljóp hann um völlinn frekar enn gekk, baðaði út öllum öngum og hrópaði og kallaði á spænsku, ensku og þýsku. Hvað eft- ir annað stöðvaði hann leikmenn þegar honum fannst að eitthvað mætti betur fara. Einn leikmaður var skammaður fyrir að gefa hæl- sendingu, annar fyrir að rekja bolt- ann á miðju vallarins, sá þriðji fyrir að reyna ekki strax að vinna boltann aftur þegar hann missti hann. x x x Guardiola er ákveðinn í að mótaFC Bayern München í sinni mynd. Í því skyni hefur hann fengið miðjumanninn Thiago Alcantara til liðs við Bæjara. Ekki eru allir búnir að ná nýja kerfinu. „Stórfurðulegt,“ sagði franska stórstjarnan Frank Ribery þegar Guardiola var búinn að þjálfa í viku. Eftir á að koma í ljós hvort aðferðir nýja þjálfarans munu skila sama árangri og aðferðir Heynckes, en það er mál sparkspek- inga að liðið verði óþekkjanlegt á næsta leiktímabili. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir á óskalistann ykkar. Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.