Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Það hefur verið meira að gera í sumar en oft áður,“ segir Hermann Helgason, einn eigenda skóversl- unarinnar Kaupfélagsins, en svo virðist sem vætusamt sumar og fáar sólarstundir síðustu vikur hafi mögulega ýtt undir fata- og skó- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Góð sala í fataverslunum „Salan hefur verið mjög góð, bæði í júní og þessar tvær vikur sem liðnar eru af júlí,“ segir Her- mann. „Svo virðist sem fólk sé meira heimavið í sumar og sæki í búðirnar í stað þess að leggja land undir fót.“ Verslunin selur meðal annars sandala og aðra sumarskó og telur Hermann að heldur minna hafi selst af skónum en oft áður. Þó er nokk- uð um að viðskiptavinir kaupi skó af þessu tagi áður en þeir halda í ferðalög til útlanda. „Við getum ekki kvartað yfir að- sókn,“ segir Ellert Baldursson, verslunarstjóri fataverslunarinnar Debenhams í Kringlunni. „Það er örugglega ekki minna að gera hjá okkur í svona veðri eins og hefur verið undanfarið.“ Hann segir að margir viðskipta- vinirnir séu orðnir þreyttir á veðr- inu. „Ég fæ margt fólk núna sem kaupir sumarföt og er á leið í sum- arfrí til útlanda daginn eftir,“ segir Ellert. „Það er búið að vera nóg að gera í sumar og við getum alls ekki kvartað,“ segir Elín Tinna Loga- dóttir, verslunarstjóri fataversl- unarinnar 66° Norður á Laugaveg- inum. Hún segir ferðamennina ekki hafa jafn miklar áhyggjur og marg- ur Íslendingurinn af veðrinu í sum- ar. „Þeir líta á þetta sem ævintýri, þetta er bara hluti af því að upplifa Ísland.“ Selja fleiri skópör Fataverslun jókst um 9,1% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 10,9% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Rann- sóknarseturs verslunarinnar um sölu verslana í júnímánuði. Velta skóverslunar jókst um 11,8% í júní á föstu verðlagi og um 13,9% á breytilegu verðlagi miðað við júní í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Bæta í skápinn Svo virðist sem margir kjósi heldur að eyða sumarfríinu í fataverslunum en í útilegu. Kaupmenn hrósa happi yfir góðri sölu í sumar. Aukin verslun vegna vætutíðar  Skór og fatnaður hefur selst vel í sumar  Mikið að gera í verslunum Fiskiðjuver HB Granda á Vopnafirði hóf vinnslu á makríl og síld í byrjun vikunnar. Um 160 til 170 manns munu starfa við uppsjávarfrysti- húsið í sumar að sögn Magnúsar Ró- bertssonar vinnslustjóra. Þetta kem- ur fram á vefsíðu HB Granda. Þar af eru rúmlega 80 fastráðnir starfsmenn en aðrir eru sum- arstarfsmenn, m.a. margt skólafólk. Að sögn Magnúsar er töluvert um að brotfluttir Vopnfirðingar sækist eftir vinnu þar yfir sumarmánuðina. Faxi RE kom með fyrsta afla ver- tíðarinnar síðastliðinn sunnudag og var lokið við að vinna hann í fyrra- kvöld. Vinnslan fór rólega af stað, en Magnús segir það ávallt taka tíma að stilla vinnslubúnaðinn og ná upp fullum afköstum. Samkvæmt upplýsingum HB Granda í gær er Ingunn AK nú á miðunum suðaustur af landinu og Faxi var væntanlegur þangað síð- degis í gær. Lundey NS var í Reykja- vík og ekki farin til veiða. 160 til 170 manns í uppsjávarvinnslunni mbl.is alltaf - allstaðar Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Meiri verðlækkun! Vertu vinur okkar á facebook ÚTSALAN er hafin 40% afsláttur af töskum Útsalan á fullu Allt að 70% afsláttur NÆG BÍLASTÆÐI litlar stærðir í úrvali TOP PVÖ RUR - TOP PÞJÓ NUS TA 32.900 kr. Tilboð 16.500 kr. Mörkinni 6 - sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, Lokað á laugardögum topphusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.