Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 14
100 ÁRA14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Drungalegt veður var og gekk á með rigningarskúrum af austri sunnudag- inn 17. júlí 1932, en þann dag átti að afhjúpa styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholti. Betur fór þó en á horfðist, því að það stytti upp um há- degisbilið og hélst þurrt fram yfir at- höfnina. Í frásögn Morgunblaðsins segir að bæjarbúar hafi látið það „lítt á sig fá, þó að ískyggilegt væri veður og úrkomulegt.“ Skipti mannsöfnuð- urinn þúsundum samkvæmt frásögn blaðsins. Umdeild staðsetning Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga á Alþingishátíðinni 1930. Myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder gerði styttuna en hann varð hlutskarpastur í sam- keppni sem Bandaríkjastjórn efndi til árið 1929. Þegar styttan var gefin var tekið fram að hún kæmi til lands- ins sumarið 1931 og yrði þá vonandi fundinn viðeigandi staður. Sóttust Bandaríkjamenn eftir því að henni yrði valinn staður á Skólavörðuholti. Þar hafði þá verið ráðgert að hafa op- ið torg og veglega kirkju og voru ekki allir sammála því að stytta Leifs ætti heima þar hjá. Þó að ekki væru allir í bæjarstjórninni samþykkir því var ákveðið í apríl 1931 að setja styttuna á Skólavörðuholtið. Hófust fram- kvæmdir við fótstallinn upp úr því. Styttan sjálf kom þó ekki til landsins strax, því að í apríl 1932 var frétt í Morgunblaðinu um að styttan af Leifi hefði verið um veturinn á högg- myndasýningu í Bandaríkjunum og hlotið þar verðlaunapening úr gulli. Þegar styttan var afhjúpuð 17. júlí var búið að koma fyrir fánastöngum og bekkjum fyrir gesti ríkisstjórn- arinnar. Lúðrasveit Reykjavíkur lék ýmis lög á meðan fólk streymdi að. Klukkan tvö hófst svo athöfnin með því að sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, Frederick W.B. Coleman flutti ræðu þar sem hann sagði að hvert barn í Vesturheimi byrjaði á sögu þjóðar sinnar með því að læra um Leif Eiríksson og ferðalag hans til Vesturheims. Styttan væri þakk- lætisvottur Bandaríkjanna til afkom- enda Leifs. Enn eftir að gera tjörnina Meðan sendiherrann talaði lýsti heldur í lofti samkvæmt frásögn Morgunblaðsins, en „jók jafnframt á austankaldann, svo snarplega tók í hjúpinn er sveipaður var utan um lík- neski Leifs.“ Þegar Coleman lauk máli sínu kippti hann í band sem hélt hjúpnum utan um styttuna og féll hann á svipstundu. Mannfjöldinn tók ofan og laust upp ferföldu húrra- hrópi. Í kjölfarið lék lúðrasveitin þjóðsöng Bandaríkjanna. Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráð- herra Framsóknarflokksins, tók því næst til máls. Þakkaði hann Coleman fyrir gjöfina sem myndi „eiga þátt í að varðveita góðan hug og samúð milli hinnar fámennu þjóðar, sem þetta land byggir, og hinnar miklu þjóðar Bandaríkjanna.“ Ásgeir vék svo máli sínu að stað- setningu styttunnar og nánasta um- hverfi hennar. Stytta Leifs hefði ver- ið sett þar sem „hæst ber í höfuðborginni, en þó í hálfgerðri óbyggð. Umgerð náttúrunnar er glæsileg, en mannanna verk eiga hér eftir að vaxa,“ sagði Ásgeir og bætti við að í kringum styttuna ætti eftir að gera tjörn til samræmis við stallinn sem væri stafn af skipi. Ásgeir benti á að styttan væri gjöf til Íslands á þúsund ára afmæli eina lýðveldis Evrópu á sínum tíma frá fyrsta lýð- veldi seinni tíma. Lauk hann ræðu sinni á að biðja viðstadda um að hrópa: „Bandaríkin lengi lifi!“ og heyrðust mörg húrrahróp frá mann- fjöldanum. Knud Zimsen, borgarstjóri Reykjavíkur, lauk athöfninni með ávarpi sínu. Sagði hann uppbyggingu Reykjavíkur hafa breytt mjög ásýnd Skólavörðuholtsins. Þótt að enn væri hrjóstrugt um að litast og fátt fagurt af mannanna verkum myndi fram- taksemi Reykvíkinga breyta því á skömmum tíma. Afhjúpun Leifs- styttunnar væri því bara upphafið að frekari uppbyggingu. Styttan væri „vottur þess, hverju áræði og þor fær áorkað þegar það er samfara trú og traust til Guðs.“ Lauk borg- arstjóri erindi sínu á að biðja við- stadda um að hrópa ferfalt húrra- hróp um leið og hann óskaði þess að vinátta og kærleikur ríkti meðal ein- staklinga, þjóðfélagsflokka og allra þjóða. „Enn kváðu við húrrahróp. Þá ljek lúðrasveitin. Og mannfjöldinn dreifðist.“ Vináttuvottur frá Vesturheimi  Stytta Leifs Eiríkssonar afhjúpuð fyrir 81 ári  Upphafið að uppbyggingu Skólavörðuhæðar  Ráðgert að koma fyrir tjörn umhverfis styttuna  Valinn staður þar sem hæst bar í Reykjavík Ljósmynd/Magnús Ólafsson Afhjúpunin Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra flytur ræðu við afhjúp- unina. Mikil úrkoma var fyrr um daginn en bæjarbúar létu það lítt á sig fá. Morgunblaðið/RAX Skólavörðuholtið Leifsstyttan varð upphafið að uppbyggingu á Skóla- vörðuholti. Byrjað var að reisa Hallgrímskirkju 1945 og var því lokið 1986. Morgunblaðið fylgdist grannt með afhjúpuninni. Stærstur hluti blaðsins 17. júlí 1932 fór undir umfjöllun um Leif. Auk viðtals við Frederick W.B. Coleman, sendi- herra Bandaríkjanna í Danmörku og á Íslandi, birti blaðið tvær langar greinar um Leif. Sú fyrri, eftir Eggert Briem frá Viðey, fjallaði um fæðingarstað Leifs heppna, Eiríksstaði í Haukadal, og fylgdi með uppdráttur af rústum bæjarins. Reiknaði Eggert út að Leifur hlyti að hafa fæðst á þess- um stað, þar sem um haustið 999 voru liðin um 18 til 19 ár frá því að foreldrar hans fóru frá Eiríks- stöðum til Grænlands. Ef Leifur hefði hins vegar verið á því reki þegar hann vann afrek sín, og því fæddur í Grænlandi, hefði þess verið getið, líkt og um aðra forn- menn er unnu afrek sín í æsku. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður ritaði síðan grein um ævi Leifs, sem var að hans mati „lýs- andi dæmi þess hversu örlögin bera suma menn áfram og færa þeim ósjálfrátt atburði lífsins að höndum“. Það voru ekki bara Morgun- blaðsmenn sem voru spenntir fyr- ir afhjúpun Leifsstyttunnar. Á for- síðu blaðsins var auglýsing frá Björnsbakaríi þar sem við- skiptavinir voru hvattir til þess að biðja um kökuna „Leifur heppni“. Tekið var fram að kakan fengist bara í Björnsbakaríi eða Hressing- arskálanum. Ítarleg umfjöllun um ævi Leifs MORGUNBLAÐIÐ Úr Morgunblaðinu 17. júlí 1932. HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 6 ÁR S Ó LG L E R - AU G U N FÆRÐU HJÁ OKKUR MEÐ EÐA ÁN STYRKLEIKA NÝ SENDING SÓLGLERAUGU OG UMGJARÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.