Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Garðsláttur. Hafðu samband, þetta gæti verið ódýrara en að kaupa sér nýja sláttuvél. FÁÐU GARÐSLÁTTINN Í ÁSKRIFT Í SUMAR. Til fjölda ára hefur Garðlist þjónustað viðskiptavini sína með garðslátt í formi áskriftar. Við bjóðum upp á fjölmargar lausnir sem miða af viðhaldsþörf hverrar lóðar. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 24 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það geislar af Nile Rodgers þar sem hann situr eitursvalur í Hörpunni og ekki að sjá að hann sé nýlentur og hafi ekkert sofið síðustu nótt. Hann glamrar á gítarinn sinn nýjasta smellinn „Get Lucky“ og er í stuði. Gítarinn hans er kallaður „The Hitmaker“ en á hann hefur hann samið ótal smelli og tala sumir um að þessi gítar hafi aflað alls tveggja milljarða dollara. Rodgers varð sex- tugur í fyrra en er í góðu formi og vinnur dag og nótt. „Ég hef aldrei þurft svefn, ekki síðan ég var barn, sef bara 2-3 tíma á nóttu, og kem því miklu í verk. Ég svaf ekkert í nótt og um daginn vakti ég 72 tíma í röð,“ segir hann og brosir breitt. Tónleikarnir alltaf partí Hann er nú á tveggja ára tón- leikaferðalagi um allan heim og spil- ar oft fyrir tugi þúsunda manns. Í kvöld verður mannfjöldinn 1.200 en Rodgers segir það engu skipta. „Þetta verður frábært, orkan og gæðin sem við leggjum í hverja tón- leika er alltaf eins, það breytist ekk- ert. Einu sinni spiluðum við í Róm í risastórri tennishöll. Það mættu bara kannski 100-200 manns og við báðum alla að koma fremst. Við spil- uðum stórkostlega, og þetta var með bestu tónleikunum eiginlega,“ segir hann. „Þetta verður geggjað partí í kvöld, það er það alltaf,“ seg- ir Rodgers. Elskar að semja tónlist Rodgers hefur unnið með ótal frægum tónlistarmönnum í gegnum tíðina, eins og Diana Ross, David Bowie, Sister Sledge og Madonnu svo einhverjir séu nefndir. „Ég hef aldrei unnið að plötu sem ég skemmti mér ekki yfir, það eina sem maður veit aldrei er hvort plat- an fer á toppinn. Að gera plötuna gæti þannig verið það besta við samstarfið, ég sé til þess að lista- mennirnir skemmti sér vel,“ segir Rodgers, en hann er lagahöfundur, gítarleikari, framleiðandi og útsetj- ari tónlistar. „Mér finnst það allt jafn skemmtilegt, því í hverju sem ég tek mér fyrir hendur vil ég gera mitt besta,“ en bætir svo við, „ég elska að semja tónlist, það er alveg frábær vinna“. Hann semur lög fyr- ir aðra sem ráða hann til verksins. „Ég er ekki með tilbúin lög, ég hringi til dæmis ekki í Britney Spe- ars og segi, hey, ég er með lag fyrir þig!“ segir hann og hlær. Hringdi oft í Miles Davis Rodgers segir að það sé einn tón- listarmaður sem hann hefði gjarnan viljað vinna með, en greip ekki tækifærið. „Miles Davis, hann er því miður látinn. Við vorum vinir og hann bað mig óbeint að gera með sér plötu, en sagði það aldrei beint út,“ segir hann. Þeir voru vinir í mörg ár. „Í fyrstu hringdi ég í hann daglega, ég var með símanúmerið hjá Miles Davis!“ segir hann. Hann segir að nútímadjass hafi verið hans helsti áhrifavaldur í tónlist, en hann byrjaði snemma í tónlist. „Ég hef spilað tónlist síðan ég var barn, frá deginum sem ég byrjaði í skóla,“ segir Rodgers en hann byrj- aði ekki að læra á gítar fyrr en sex- tán ára. Þekktari en nokkru sinni Rodgers segist vera mjög feim- inn að eðlisfari. Hann er í dag þekktari en nokkru sinni fyrr eftir að laginu „Get Lucky“ skaut upp á stjörnuhimininn, en hann samdi það fyrir hljómsveitina Daft Punk. Hann hefur aldrei í raun viljað vera í sviðsljósinu og finnst frægðin erf- ið. „Fræðin er mjög óþægileg! Ég var á flugvellinum í Englandi og þá öskraði einhver: Nile! Það var ör- yggisvörðurinn. Það var mjög skrít- ið,“ segir hann. Hann bendir á að oftast hafi hann verið meira á bak við tjöldin, en með „Get Lucky“ er hann sýnilegur. „Ég hef auðvitað átt plötur sem hafa verið stærri en „Get Lucky“, en í því lagi leik ég í myndbandinu og því andlitið á mér þekktara núna.“ Rodgers grunaði ekki að lagið, sem ómar í útvarpi um allan heim þessa dagana, myndi ná svona langt. „Við elskum lagið, ég vissi að það myndi ná langt, en maður býst aldrei við að ná fyrsta sætinu, þetta lag var á toppnum í svo mörgum löndum og á sama tíma,“ segir hann. Er hvergi nærri hættur Á löngum ferli segir Rodgers að hans helsta afrek hafi verið að landa sínum fyrsta plötusamningi fyrir hljómsveitina sína Chic þegar hann var 24 ára. „Vá, það var geggjað, okkur hafði verið hafnað svo oft. Ég held það sé það besta sem gerðist. Ef það hefði ekki gerst, sæti ég ekki hér að tala við þig,“ segir hann. Rodgers er með mörg járn í eld- inum og er ekki að setjast í helgan stein. Hann er að semja tvo söng- leiki á Broadway og fleiri plötur eru í bígerð. Rodgers greindist með blöðruhálskrabbamein fyrir tveimur árum en telur sig hafa unnið þann slag. „Ég er laus við krabbann, hvað sem það nú þýðir. Ég ætla bara að halda áfram að spila tónlist þar til ég get það ekki meir.“ „Alltaf geggjað partí“  Diskó tekur völdin í Sifurbergssal Hörpu í kvöld  Hljómsveitin Chic með Nile Rodgers í fararbroddi mun trylla lýðinn  Hefur um árabil átt ótal lög á toppi vinsældalista víða um heim Diskó Nile Rodgers er á hátindi ferils síns sem spannar hátt í fjörutíu ár sem lagasmiður, útsetjari og tónlistarmaður. Nile Rodgers er fæddur 1952 í New York-borg. Hann byrjaði ferilinn ungur þegar hann spil- aði á gítar með Sesame Street Band. Árið 1977 stofnaði Rodgers ásamt bassaleikaranum Bern- ard Edwards hljómsveitina Chic en þeir höfðu spilað sam- an frá 1973. Hann hefur samið lög fyrir Madonnu, David Bowie, Diönnu Ross, Sister Sledge, Duran Duran og Daft Punk svo ein- hverjir séu nefndir. Ótal smellir sem hann hefur annaðhvort samið eða útsett hafa náð hátt á vinsældalistum heimsins. Má þar telja up lög eins og „Upside Down“, „Le Freak“, „I want your love“, „I’m coming out“, „Good times“, „Let’s dance“, „China girl“, „Modern love“, „We are fa- mily“, „Get Lucky“ og marga fleiri. Diskósmellir síðustu áratuga SEXTUGUR MEÐ LAG Á TOPPNUM Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.