Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Hjúkrunarheimilið Eir auglýsti um liðna helgi íbúðir til leigu í Fróðengi í Grafarvogi fyrir einstaklinga og pör á öllum aldri. Er þetta að vissu leyti nýmæli, enda hefur mark- hópur Eirar hingað til verið eldri borgarar sem vilja komast í svokallaðar öryggisíbúðir að sögn Sveins Magnússonar, forstöðumanns eignaumsýslu Eirar. „Þarna hefur búið fólk sem þarf ekki á neinni þjónustu að halda en meginþorri þeirra sem hefur sótt þarna um er auðvitað eldri borgarar sem kalla eftir ákveðinni þjónustu,“ útskýrir Sveinn. Hann segir tafir á byggingu þjónustu- miðstöðvar sem Reykjavíkurborg átti að reisa samhliða húsnæði Eirar í Fróðengi valda ákveðnum vanda, sem ákveðið hafi verið að leysa með þessum hætti. „Þetta hefur valdið því að heilmikið af íbúðum þeim megin sem snýr að þjónustumiðstöðinni hefur ekki geng- ið út og því leigjum við þetta út tímabundið meðan það ástand varir,“ segir Sveinn, en íbúðirnar verða leigðar til allt að tveggja ára. Skortur á húsnæði í Grafarvogi Sveinn segir viðbrögð við auglýsingunni hafa verið gríðarlega góð. „Við höfum fengið ofboðslega mikið af fyrirspurnum og vorum fram á kvöld að reyna að svara fyrirspurnum í gær og í fyrradag. Nú er búið að leggja lín- urnar með drög að húsaleigusamningum,“ segir hann, en íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru ýmist 72 eða 95 fermetrar. Sveinn seg- ir pör sem enn hafa ekki fest ráð sitt vera fjölmennasta hópinn meðal áhugasamra. Eldri borgurum hugnist ekki tímabundna leigan og einstaklingar séu helst á höttunum eftir minni stúdíóíbúðum. Sveinn kveður eftirspurnina hafa komið á óvart. „Miðað við eftirspurnina og umsögn fólks þá er gríðarlegur skortur á húsnæði hér í Grafarvoginum. Fólk sem er að leita að hús- næði rýkur á þennan möguleika af því að það er lítið í boði. Leiguverð er svo auðvitað í skýjunum og það kann því miður ekki góðri lukku að stýra til langframa því svona blaðra springur.“ Færri lausar íbúðir Mikið fór fyrir fréttaflutningi af bágri fjár- hagsstöðu Eirar síðasta haust og segir Sveinn skipulagi hjúkrunarheimilisins hafa verið gjörbreytt síðan þá. „Búseturétt- arkerfið var það sem setti hér allt í loft upp en síðan í september síðastliðnum höfum við eingöngu boðið upp á húsaleigu. Það er von- andi að það verði þannig að við getum boðið ákveðinn íbúðarrétt svo fólk geti fest fjár- magn með ávöxtun í ákveðnu prósentuhlut- falli og borgað leigu á milli. Þar tala menn um 10-30% sem möguleika en þetta er ekkert ákveðið.“ Sveinn segir fréttir af fjárhagsstöðu Eirar þó ekki hafa haft áhrif á eftirspurnina. „Það hefur enginn skilað íbúð nema viðkomandi hafi fallið frá. Þegar ég byrjaði hér í ágúst sl. voru á bilinu 40-50 íbúðir lausar en nú eru þær ekki nema 20.“ Íbúar jákvæðir Aðspurður hvort barnafjölskyldur séu vel- komnar í Fróðengið segir Sveinn að hvert til- vik verði skoðað fyrir sig. Honum heyrist á öllu að íbúum lítist ágætlega á fyrirætl- anirnar. „Í Danmörku er barnafólk innan um gamla fólkið og það er mjög ánægjulegt ef hægt er að koma því við. Okkar vandamál er að við erum ekki með einn afmarkaðan stigagang fyrir barnafólk, en þetta eru stórar og góðar íbúðir og það á ekki að vera vandamál. Það þarf að taka tillit til heilsufars fólksins, en ég er handviss um að „stabílar“ fjölskyldur með börn yrðu bara til að gleðja gamla fólkið. Því miður getum við aðeins gert þetta tímabundið en ég vildi sjá þessa þróun í framtíðinni.“ Mikil eftirspurn kemur á óvart  Eir auglýsir íbúðir til leigu fyrir fólk á öllum aldri  Tafir á byggingu þjónustumiðstöðvar Reykja- víkurborgar valda vandræðum  Gríðarleg eftirspurn er talin sýna skort á húsnæði í Grafarvogi Morgunblaðið/Ómar Spánnýtt Húsnæði Eirar í Fróðengi er nýlegt, en fyrstu íbúarnir fluttu þar inn árið 2009. Kjartan Kjartansson Gunnar Dofri Ólafsson Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) ætlar að stefna íslenska ríkinu og Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) vegna breytinga á útlána- reglum sjóðsins. Málið verður þing- fest á morgun en héraðsdómur hefur fallist á að taka það til flýtimeðferð- ar. Líklega verður málið tekið fyrir í ágúst. Stúdentar krefjast þess að ákvæði um hert skilyrði um náms- framvindu verði fellt út úr úthlutun- arreglum LÍN. Fram kom í máli Maríu Rutar Kristinsdóttur, formanns SHÍ, á blaðamannafundi í gær að stúdentar teldu samningaleið fullreynda í mál- inu. Það sýndi hversu alvarlegt hags- munamál breytingarnar á úthlutun- arreglunum væru fyrir stúdenta að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem SHÍ stefnir íslenska ríkinu og LÍN. Styttri frestur nú en 2010 SHÍ telur að stjórn LÍN hafi brot- ið gegn lögum þegar það tók ákvörð- un um að hækka lágmarkskröfur um námsframvindu úr 18 einingum á skólaári í 22 einingar. Það þýðir að þeir sem ljúka ekki 22 einingum á einu skólaári eiga ekki rétt á náms- lánum. Þær breytingar hafi verið boðaðar með örskömmum fyrirvara og eftir að skráningarfrestur fyrir næsta skólaár rann út. „Við höfum bent á að það eru mikl- ir vankantar á framkvæmd breyting- anna. Meðal annars teljum við fyr- irvarann allt of stuttan. Hann er styttri núna en árið 2010 þegar um- boðsmaður Alþingis ávítti LÍN og menntamálaráðuneytið fyrir að hafa gefið út breytingar á úthlutunar- reglum í miðjum júní. Nú er verið að gera það með íþyngjandi reglum í miðjum júlí,“ segir María Rut. SHÍ áætlar að breytingarnar hafi áhrif á 16% stúdenta, alls um tvö þúsund manns. Líklegt sé að þar sé fyrst og fremst um að ræða fjöl- skyldufólk og fólk með námsörðug- leika auk þeirra sem geta af öðrum ástæðum ekki stundað nám sitt á sama hraða og aðrir. Pískrað áfram í gegnum LÍN Stjórn LÍN lagði fram breyting- arnar á úthlutunarreglunum í kjölfar þess að ríkisstjórnin ákvað 1,5% flat- an niðurskurð í öllum ráðuneytum. Breytingarnar voru lagðar fram á föstudegi og samþykktar á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sjóðs- ins á mánudegi að því er kemur fram í stefnu SHÍ. SHÍ lagði fram eigin tillögur að niðurskurði upp á alls hálfan milljarð króna þrátt fyrir að LÍN hefði neitað ráðinu um gögn til að reikna út til- lögur sínar. María Rut segir að stúd- entar hafi komið að lokuðum dyrum hjá LÍN og menntamálaráðuneytinu og enginn hljómgrunnur verið fyrir tillögum þeirra. Stjórnin hafi á end- anum fallist á breytingar á borð við að leyfilegt væri að færa einingar á milli anna, hertar kröfur yrðu ekki gerðar til öryrkja eða lesblindra og að tekið væri tillit til þeirra sem væru að ljúka námi. Þetta segir María Rut hafa verið sjálfsagðar breytingar. Þá hafi stúdentum verið boðið að fresta gildistöku breyting- anna þangað til í janúar en gegn því að hækkun námslána sem áður hafði verið lofað tæki ekki gildi fyrr en þá heldur. „Eftir að við áttuðum okkur á að þetta snerist ekki um niðurskurð heldur væri þetta stefnubreyting um að flýta fólki í gegnum nám og píska það áfram í gegnum LÍN ákváðum við að stefna ríkinu. Það er verið að útiloka þá sem geta ekki lært eins hratt og aðrir frá því að framfleyta sér með námslánum,“ segir María Rut um ákvörðun stúdenta. Hertar kröfur sagðar snúast um stefnubreytingu, ekki niðurskurð  Hagsmunasamtök stúdenta stefna ríkinu og LÍN  Breytingar útiloka námslán fyrir stóran hóp Morgunblaðið/Styrmir Kári SHÍ Fulltrúar Stúdentaráðs kynntu stefnuna fyrir fjölmiðlamönnum í gær. Þeir sögðust telja að fullreynt hefði ver- ið að ná samkomulagi um breytingar á útlutunarreglum LÍN við sjóðinn og menntamálaráðuneytið. Guðrún Ragn- arsdóttir, fram- kvæmda- stjóri LÍN, segist frekar hafa átt von á að stúd- entar leit- uðu til um- boðsmanns Alþingis en dómstóla vegna breytinganna á úthlutunarregl- unum. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um stefnu SHÍ gegn ríkinu og sjóðnum í gær. khj@mbl.is Stefna kem- ur á óvart FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍN Guðrún Ragnarsdóttir Það er býsna mikið viðbragð af hálfu stúdenta að fara með breyt- ingar á úthlutunarreglum LÍN til dómstóla að mati Illuga Gunn- arssonar menntamálaráðherra. Hann segir að verið sé að hækka námslán og færa námsframvindu- kröfur til þess sem þær voru fyrir örfáum árum og er hin almenna regla á Norðurlöndunum. „Að sjálfsögðu hafa stúdentar rétt til að fara þessa leið, en ég tel þó einsýnt að ríkið hljóti að geta tekið ákvarðanir sem þessar. Við erum með þessum breytingum að bregðast við því að það er gríð- arlegur halli á ríkissjóði, miklu meiri en áður var talið. Rík- isstjórnin þarf að bregðast við þessu í þessum málaflokki sem og öllum öðrum málaflokkum. Rík- ið hlýtur að hafa allt svigrúm til þess að haga málum með þeim hætti sem var gert hjá stjórn LÍN og ég hef staðfest.“ aslaug@mbl.is „Býsna mikið viðbragð“ MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM STEFNU STÚDENTA Illugi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.