Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 AFP Mótmæla Stuðningsmenn Morsi vilja að honum verði sleppt úr haldi. Bráðabirgðastjórn Egyptalands lýsti í gær yfir óánægju sinni með yfirlýsingu Receps Tayyip Er- dogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem sagði á sunnudag að Mohamed Morsi væri eini lögmæti forseti Egyptalands. „Eins og er, er forseti minn í Egyptalandi Morsi, því hann var kjörinn af fólk- inu,“ sagði forsætisráðherrann í blaðaviðtali. Talsmaður egypska utanríkisráðuneytisins, Badr Abdelatty, lýsti yfir gremju vegna ummæl- anna í gær og sagði þau hreint og klárt inngrip í innanríkismál Egyptalands. Inngrip í innanríkismál GRAMIR VEGNA UMMÆLA ERDOGANS Recep Tayyip Erdogan Vladimir Pútín, forseti Rússlands, kafaði á mánudag niður að flaki freigátunnar Oleg, sem liggur á 60 metra dýpi milli eyjanna Gogland og Sommers í Finnlandsflóa. Frei- gátan, sem sökk árið 1869, fannst árið 2003 og er nú til rannsóknar. Ferð Pútíns niður að skipsflakinu var sjónvarpað í Rússlandi og sagði forsetinn skipið í góðu ásigkomu- lagi. Það lægi á hægri hliðinni en nafn þess sæist enn greinilega. AFP Pútín leggur á djúpið Sameinuðu þjóðirnar. AFP. | Fimm þús- und manns láta lífið í Sýrlandi í hverj- um mánuði, í stríði sem hefur skapað versta flóttamannavanda sem komið hefur upp síðan þjóðarmorðin í Rú- anda stóðu yfir árið 1994. Þetta sögðu háttsettir embættismenn innan Sam- einuðu þjóðanna í gær og kölluðu eftir því að klofið öryggisráð SÞ gripi til af- dráttarlausari aðgerða til að takast á við afleiðingar borgarastyrjaldarinn- ar í Sýrlandi, sem staðið hefur í 26 mánuði og kostað um 100 þúsund manns lífið. „Hár fjöldi drápa um þessar mund- ir, um 5.000 á mánuði, sýnir hversu mikið átökin hafa harðnað,“ sagði Iv- an Simonovic, aðstoðarframkvæmda- stjóri mannréttindamála hjá Samein- uðu þjóðunum, á fundi um stöðu mála í Sýrlandi. Nærri 1,8 milljónir manna eru nú skráðar hjá Sameinuðu þjóðunum í löndum umhverfis Sýrland og að meðaltali flýja um 6.000 manns landið á dag. „Við höfum ekki horft upp á fjölda flóttamanna stigmagnast svo hratt síðan í þjóðarmorðunum í Rú- anda fyrir nærri 20 árum,“ sagði Ant- onio Gueterres, flóttamannafulltrúi SÞ. Hann sagði ástandið í landinu hafa varað lengur en nokkur óttaðist, með óbærilegum afleiðingum. Valerie Amos, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að íhuga aðgerðir þvert á landamæri til að koma neyðaraðstoð til Sýrlands. Sendiherra Sýrlands við Sameinuðu þjóðirnar, Bashar Jaafari, sagði hins vegar að tölum SÞ yfir látna hefði verið safnað með ófag- mannlegum hætti. 5.000 deyja á mánuði  Mesti flóttamannavandinn frá þjóðarmorðunum í Rúanda AFP Stríð Á vettvangi sprengjuárásar. Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Vöruhúsatæki Linde býður upp á fjölmargar gerðir af vöruhúsatækjum. Örugg og góð þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.