Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Félagarnir, tónlistarmennirnir og -framleiðendurnir bandarísku, Alap Momin og Merc Yes, skipa tvíeykið MRC Riddims sem kemur fram í raftónlistarteiti í innri sal Harlem í Reykjavík í kvöld kl. 22, þar sem Volta var áður til húsa. Ghostigital, AMFJ, Lord Pusswhip, Svarti Laxness og Al- freð Drexler koma einnig fram sem og Berglind Ágústsdóttir en hún mun flytja eigin lög í miðri dagskrá MRC Riddims. Curver Thoroddsen, liðsmaður Ghostigital, segir þá félaga Momin og Yes leika taktþunga partítónlist, e.k. blöndu lifandi tónlistar og skífuþeytinga. Momin var í hávað- arappsveitinni Dälek sem haldið hefur tónleika tvisvar á Íslandi og Merc var forsprakki skógláps- hljómsveitarinnar IfWhen en nú hafa þeir tekið nýja stefnu. Margir straumar mætast Curver segir MRC Riddims hafa fjarlægst hávaðann í tónlistarflutn- ingi sínu og snúið sér að grípandi og afdráttarlausum taktgerðum, þeir blandi saman fjölmörgum straumum og stefnum, m.a. „mini- mal techno“, „dancehall“, „dubstep“ og „house“. „Þetta er þung dans- tónlist í rauninni, partítónlist,“ seg- ir Curver sem þekkir vel til Mom- ins þar sem Dälek hefur verið gestaflytjandi á tveimur síðustu plötum Ghostigital og Momin hljóð- blandað að auki síðustu breiðskífu Ghostigital, Division of Culture and Tourism. Þá hefur hann einnig séð um tónlistarframleiðslu fyrir fær- eysku tilraunasveitina Orka og hljóðblandað fyrir fleiri færeyskar hljómsveitir. Momin hefur auk þess starfað með Berglindi Ágústs- dóttur, unnið lög með henni þannig að Íslandstengingarnar eru ófáar. Curver segir þá félaga koma fram á G! tónlistarhátíðinni í Færeyjum um helgina og þar sem þeir komi við á Íslandi á leiðinni hafi þeir ákveðið að troða upp á Harlem. Til viðbótar teitinni í Reykjavík koma þeir fram á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði sem haldin verður um helgina, líkt og G! hátíðin en Ghost- igital treður einnig upp á LungA. Um teitina á Harlem segir Curver að boðið verði upp á raftónlist úr öllum áttum, dansteiti mikla. Þung tilraunatónlist „Alab sem pródúser er búinn að vera ótrúlega ötull, hann byrjaði sem unglingur að taka upp ógrynni af alls konar pönki og nýbylgju þannig að hann er mjög þekktur í þeirri senu og í hipphoppinu líka,“ segir Curver um Momin. Hann hafi flutt til Berlínar og tekið nýja stefnu í tónlistinni, sogið í sig nýjar raftónlistarstefnur. „Hann er mjög þekktur í þessari þyngri senu,“ út- skýrir Curver. Momin komi ekki inn í raftónlist í gegnum dans- tónlistina heldur þunga tilrauna- tónlist, nálgist danstónlist frá þeirri átt. „Hann fór að stúdera alla þessa nýju tónlist sem hefur verið að koma út á seinustu fimm árum eða svo og taka búta af því besta, öfga- kenndar bassapælingar og slíkt.“ Partí-uppsetning -Spilið þið í Ghostigital með þeim á Harlem? „Nei, við ætlum að prófa nokkur ný lög og við köllum þetta partí af því þetta er þannig uppsetning. Lord Pusswhip DJ-ar, er bæði að spila einhverja takta og svona DJ- efni en er líka með „live“ rapp. Síð- an kemur AMFJ sem er „noise“ og svo við, Ghostigital. Við erum að prufukeyra nýtt efni í bland við efni frá síðustu plötu. Síðan eru þeir [MRC Riddims] að koma líka og DJ-a og spila „live“ og Berglind syngur með þeim. Við erum að blanda þessu öllu saman þannig að þetta er meira eins og partí þar sem við erum að prófa nýja hluti og blanda saman alls konar gerðum af raftónlist,“ segir Curver og bætir því við að nokkuð skondið sé að MRC Riddims komi frá Harlem til að spila á Harlem. Blaðamaður tek- ur undir það. Að því sögðu réttir Curver félaga sínum Momin farsímann og reynist hann hinn vingjarnlegasti. Spurður að því hvernig hann hafi upphaflega myndað tengsl við íslenska tónlist- armenn segir Momin það hafa byrj- að með þeim Ghostigital-bræðrum, Einari Erni Benediktssyni og Cur- ver. „Þeir buðu gömlu hipphopp- sveitinni minni, Dälek, hingað fyrir sjö eða átta árum, að mig minnir, og við héldum tónleika með þeim. Okkur kom vel saman, þeir voru eins og íslenskir bræður okkar, tón- listarlega séð og persónulega, við smullum fullkomlega saman. Síðan komum við á Airwaves og þeir hafa alltaf tekið okkur opnum örmum, við höfum notið þess mjög að vera hérna,“ segir Momin. Hann hafi einnig komið hingað með færeysku hljómsveitinni Orka fyrir þremur árum. Madonna frá Jamaíku Hvað tónlist þeirra Yes varðar segir Momin erfitt að lýsa henni þar sem margir stílar danstónlistar renni saman í einn. „Eins og sígild lög Madonnu ef hún væri frá Jam- aíku,“ útskýrir hann og blaðamaður reynir að ímynda sér hvernig það myndi hljóma. En ætlar Momin að vinna áfram með Ghostigital? „Ég hef heyrt nokkur ný lög sem Curver hefur verið að vinna að og finnst þau al- gjörlega frábær. Vonandi get ég beitt brögðum og unnið í þeim,“ segir Momin og hlær. Að lokum ber hann mikið lof á Berglindi Ágústs- dóttur og vonast til að geta unnið frekar með henni sem og hinum 17 ára gamla Lord Pusswhip. Momin segir ekki loku fyrir það skotið að þeir Pusswhip vinni eitthvað saman í framtíðinni, hann sé að leggja drög að því. Þeir sem vilja hlusta á dæmi um tónlist MRC Riddims geta nálgast þau á Facebook-síðu tvíeykisins en hana má finna með því að slá inn „MRC Riddims“ í leitarglugga Facebook. Raftónlist úr öllum áttum  Tvíeykið MRC Riddims frá Harlem í New York kemur fram á Harlem í Reykjavík í kvöld  „Þetta er þung danstónlist í rauninni, partítónlist,“ segir Curver Thoroddsen úr Ghostigital Taktfastir Félagarnir Alap Momin og Merc Yes, MRC Riddims, blása til raftónlistar- og dansteitis á Harlem í kvöld. Curver Thoroddsen Útflutningssjóður íslenskrar tón- listar, ÚTÓN, hefur veitt sex verk- efnum styrki nú í júlímánuði. Verk- efnin sem fengu ferðastyrki voru eftirfarandi: Söngkonan Alexandra Chernyshova vegna nútímaóperu hjá New York Center for Contem- porary Opera; hljómsveitin Myrra Rós vegna tónleikaferðalags um Eistland; tónlistarmennirnir Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ vegna tónleika í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday; hljómsveitin Dikta fyrir tónleika- hald og upptökur í Þýskalandi; hljómsveitin Skálmöld vegna tón- leikaferðalags um Evrópu og sam- norræna tónlistarhátíðin Ung Nor- disk Musik fyrir kynningu á nýrri, klassískri, íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Ósló. Hlutverk Útflutningssjóðs ís- lenskrar tónlistar er að styrkja ís- lenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrenda- hóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Ís- lands, eins og segir í tilkynningu. Styrkur Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova hlaut styrk frá ÚTÓN. Sex verkefni hlutu styrki úr Útflutnings- sjóði íslenskrar tónlistar í júlímánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.