Morgunblaðið - 17.07.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.07.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Gengið hefur verið frá fjármögnun á byggingu stærsta hótels landsins, en það mun rísa á Höfðatorgi við Borg- artún. Um er að ræða átta milljarða króna fjárfestingu, en Íslandshótel munu annast rekstur hótelsins. Ís- landsbanki mun fjármagna bygg- inguna og Eykt framkvæmdirnar. Að sögn Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, var fjármögnunar- samningurinn undirritaður í gær- morgun og er jarðvegsvinna þegar hafin. Um er að ræða gríðarlega stórt verkefni, en fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergj- um. Að auki verður byggt við bíla- geymslu Höfðatorgs, alls um 10 þús- und fermetrar þar sem 270-280 bíla- stæði munu bætast við þau stæði sem þegar eru á svæðinu. Bygging hótelsins hefur verið í burðarliðnum um nokkra hríð en árið 2010 voru fyrirhugaðar framkvæmdir settar í salt. Samkvæmt skipulagi munu sex byggingar rísa á Höfða- torgsreitnum. Þegar er búið að byggja tvær þeirra. Önnur hýsir starfsemi Reykjavíkurborgar og nokkurra fyrirtækja en í hinni er skrifstofu- og fyrirtækjarekstur. Stefnt að sölu Höfðatorgs Líkt og fram kom á mbl.is í síðasta mánuði er stefnt að sölu á félaginu HTO ehf. sem á og rekur eignirnar í Höfðatorgi við Borgartún 12-14 og Katrínartún 2 í Reykjavík. Er það fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem annast söluna. Tilboðsfrestur rann út hinn 3. júlí sl. og samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandsbanka barst nokkur fjöldi óskuldbindandi tilboða í félagið. Í kjölfarið var nokkrum tilboðsgjöf- um hleypt áfram í næstu umferð en ekki er von á frekari upplýsingum af sölunni fyrr en í ágúst. Að auki verður byggt við bílageymslu Höfðatorgs HTO er í eigu Íslandsbanka og Pét- urs Guðmundssonar, forstjóra Eykt- ar, og tengdra aðila. Íslandsbanki á 72,5% hlutfjár en Pétur 27,5%. Allt hlutafé HTO er til sölu en ekki hafa verið gefnar upp neinar verðhug- myndir á félaginu. Bókfært virði allra eigna HTO var samkvæmt ársupp- gjöri Íslandsbanka fyrir síðasta ár 14,967 milljarðar króna. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara. Nýting húsanna er góð og leigutakar eru í fjölbreyttum rekstri, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka, en nánast allt húsnæði félagsins er í útleigu. Morgunblaðið/Golli Stórt Fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergjum. Stærsta hótel lands- ins rís við Höfðatorg  Átta milljarða króna fjárfesting  Íslandsbanki lánar Það eru ekki bara íslensk fyrir- tæki, t.d. veitingahús og kjöt- framleiðendur, sem hafa selt minna vegna leiðindaveðurs í sum- ar, þar sem fólk grillar sjaldnar, situr minna úti á kaffihúsum við Austurvöll og svo framvegis. Fram kemur í frétt Financial Times að slæmt veður og hæga- gangur í hagkerfum markaðs- svæða hafi sett mark sitt á upp- gjör Coca-Cola á öðrum ársfjórðungi en umfang rekstr- arins dróst saman. Hagnaður fyr- irtækisins minnkaði um 4% í 2,7 milljarða dollara og tekjur minnk- uðu um 3% í 12,8 milljarða doll- ara. En fyrirtækið naut m.a. góðs af gengissveiflum. Forstjóri Coca-Cola, Muhtar Kent, segist vera óhress með ár- angurinn. AFP Óhress Forstjóri Coca-Cola, Muhtar Kent, segist óhress með árangurinn. Vont veður bitnar á rekstri Coca-Cola  Veðrið hefur áhrif á fleiri en Íslendinga ÖRYGGISVÖRUR IÐNAÐARMANNSINS OG VERKTAKANS FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.