Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi  544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj  565 2121 Rauðhellu 11, Hfj  568 2035 Fitjabraut 12, Njarðvík  421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti – UMBOÐSMENN UM LAND ALLT – Þú paSSaR HaNN VIÐ PÖSSUM ÞIG Guðmundur Ívarsson Guð-mundsson utanríkisráðherrafæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1909. Foreldrar hans voru Guð- mundur Magnússon, f. 26.10. 1879, d. 29. okt. 1960, skipstjóri þar, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1878, d. 7.10. 1959, húsmóðir. Kona Guðmundar var Rósa Ingólfs- dóttir, f. 27.6. 1911, húsmóðir. For- eldrar hennar voru Ingólfur Lár- usson, skipstjóri í Reykjavík, og kona hans, Vigdís Árnadóttir húsmóðir. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1930, lögfræðiprófi frá HÍ 1934 og varð hæstaréttarlögmaður 1939. Að loknu lögfræðiprófi gerðist hann fulltrúi á málflutningsskrifstofu Stef- áns Jóh. Stefánssonar alþingismanns og Ásgeirs Guðmundssonar. Hann varð meðeigandi Stefáns Jóhanns 1936 og rak málflutningsskrifstofuna með honum til 1945. Þá var hann skipaður sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafn- arfirði. Guðmundur varð utanríkis- ráðherra undir stjórn Hermanns Jónassonar 1956 til 1958 og svo aftur 1959 þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum. Guðmundur gegndi ráð- herraembætti til ársins 1965 og varð þá sendiherra í Stóra-Bretlandi og Hollandi. Jafnframt varð hann sendi- herra á Spáni og í Portúgal 1965 og í Nígeríu 1971. Hann varð sendiherra í Bandaríkjunum og jafnframt í Arg- entínu, Brasilíu, Kanada, Mexíkó og á Kúbu 1971-1973. Sendiherra í Sví- þjóð, Finnlandi og Austurríki með setu í Stokkhólmi 1973-1977 og sendi- herra í Belgíu og Lúxemborg, hjá Evrópubandalaginu og Atlantshafs- bandalaginu 1977-1979. Guðmundur var varaformaður Al- þýðuflokksins 1954-1965. Hann var 1958 skipaður í sendinefnd Íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf um réttarreglur á hafinu. „Hann var ráðherra og sendiherra á tímum merkra ákvarðana í öryggismálum í hafréttarmálum og kom hann þar víða við,“ sagði í eftirmælum um hann á Alþingi. Guðmundur Í. Guðmundsson lést á heimili sínu í Reykjavík 19.12. 1987. Merkir Íslendingar Guðmundur Í. Guðmundsson 85 ára Magnús Bjarnason 80 ára Kristbjörg Bernharðsdóttir 75 ára Bragi Kristjónsson Þorsteinn S. Þorsteinsson 70 ára Ásgeir Þorvaldsson Áslaug Garibaldadóttir Guðmundur F. Jónasson Guðmundur Pálmar Ögmundsson Hjördís Gréta Traustadóttir Sonja Hulda Sigurjónsdóttir Þórhildur Sigurðardóttir Ægir Hafsteinsson 60 ára Arndís Sigurlaug Guðmundsdóttir Ása Helga Ólafsdóttir Áslaug Helgadóttir Guðmundur Skúlason Hjörtur Karl Einarsson Matthildur G. Gunnlaugsdóttir Sigrún Guðjónsdóttir Sigurður Hallgrímsson Stefán Björnsson Ævar Guðmundsson 50 ára Ásta Björk Waage Ewa Górecka Guðmundur Atli Pálmason Hanna Sigríður Magnúsdóttir Jón Hermann Sigurjónsson Linda Björk Birgisdóttir Loftur H. Steingrímsson Ólafur Þór Gunnarsson Óskar Friðrik Jónsson Rósa Jóhanna Guðmundsdóttir Sigurður Sigurðsson 40 ára Arnfinnur Valgeir Sigurðsson Ársæll Hersteinn Guðleifsson Einar Friðrik Brynjarsson Erla Gunnarsdóttir Fredrik Bolin Gunnlaugur Helgason Jónanna Bjarnadóttir Jón Gunnar Bernburg Margrét Árnadóttir Pálmi Guðmundsson Pétur Thomsen Sigríður Gróa Sigurðardóttir Tómas Örn Snorrason 30 ára Anita Gurung Arna Rún Rúnarsdóttir Ásgeir Einarsson Ásthildur Helen Gestsdóttir Beth Waithera Njogu Elísabet Ólöf Þórðardóttir Eyrún Erla Vilhjálmsdóttir Frida Carina Marlene Carlsson Guðmundur Ingi Grétarsson Karen Elva Smáradóttir Lóa Björk Smáradóttir Óskar Ingi Guðjónsson Phuong Nhung Thi Nguyen Róbert Birgir Gíslason Þórarinn Pálsson Til hamingju með daginn 50 ára Hanna er Reykvík- ingur en býr í Mosfellsbæ. Hún er viðskiptafræð- ingur og hönnuður og rekur verslunina Guð- laugur A. Magnússon. Maki: Bjarni Blöndal, f. 1973, ráðgjafi. Foreldrar: Magnús Guð- laugsson, f. 1943, d. 2013, rak verslunina Guðlaugur A. Magnússon, og Korn- elía Óskarsdóttir, f. 1943, d. 1994. Hún vann einnig í versluninni. Hanna Sigríður Magnúsdóttir 40 ára Pétur er frá Álfta- nesi og er ljósmyndari á Sólheimum í Grímsnesi. Maki: Karen Ósk Sigurð- ardóttir, f. 1979, verkstjóri á vefstofunni á Sól- heimum. Börn: Inger Erla, f. 1997, Kristbjörg Harpa, f. 1999, og Sigurður, f. 2009. Foreldrar: Birgir Thom- sen, f. 1946, prestur á Sólheimum, og Erla Thomsen, f. 1946, verkstj. í kertagerð á Sólheimum. Pétur Thomsen 30 ára Ásthildur er Grundfirðingur og er doktorsnemi í bók- menntafræði við HÍ. Maki: Árni Sigurður Björnsson, f. 1975, kenn- ari í Árbæjarskóla. Börn: Bryndís Rósa, f. 2005, og Ólöf Kristín, f. 2006. Foreldrar: Gestur Hall- grímsson, f. 1960, og Bryndís Svavarsdóttir, f. 1962, bændur á Blöndu- bakka í Hróarstungu. Ásthildur Helen Gestsdóttir Nám og störf Eftir grunnskólapróf úr Víghóla- skóla í Kópavogi lá leiðin í Mennta- skólann í Kópavogi, með árs hléi þar sem hann dvaldist sem skiptinemi í Ohio í Bandaríkjunum. Hann út- skrifaðist úr MK 1984 og hóf nám í læknadeild HÍ þá um haustið. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði vorið 1990, fékk almennt lækninga- leyfi á Íslandi 1991 og lauk sérnámi í lyflækningum 1995 við University of Connecticut í Bandaríkjunum. Hann tók framhaldsnám í öldrunarlækn- ingum frá sama skóla og lauk því 1997, tók sérfræðipróf í lyf- og öldr- unarlækningum í Bandaríkjunum 1996 og 1998 og fékk sérfræðileyfi á Íslandi 1997 í báðum greinum. Ólafur hóf störf á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði 1997 og á Landspítalanum haustið 2000 og hef- ur starfað þar síðan. Ólafur hefur lagt sérstaka áherslu á líkamsrækt og endurhæfingu eldra fólks, unnið að rannsóknum á því sviði og einnig kennt. Virkur í félagsmálum Ólafur hefur alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum, bæði innan síns fagfélags og víðar. Ólafur lauk 3. stigi í söngnámi, og hefur sungið í mörgum kórum, lengst í Dómkórn- um, en söngurinn hefur vikið að nokkru fyrir öðrum áhugamálum allra síðustu ár. Golf, hjólreiðar og hálendisferðir og hvers konar útivist eru einnig meðal áhugamála. Frá árinu 2002 hefur Ólafur tekið virkan þátt í stjórnmálum og verið félagi í Vinstrihreyfingunni -grænu framboði frá upphafi. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 2006 og oddviti vinstri grænna í Kópavogi. Þá hefur Ólafur tekið sæti á þingi, sem varaþingmaður árin 2009-2012, en sem kjörinn þingmað- ur frá janúar-apríl 2013 og var þá formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar. Samtals sat Ólafur á þingi í yfir 20 mánuði síðasta kjörtímabil. Fjölskylda Kona Ólafs er Elínborg Bárðar- dóttir heimilislæknir, f. 26.5. 1960. Foreldrar hennar eru Ebba Þor- steinsdóttir, f. 1927, d. 1987, og Bárð- ur Auðunsson, f. 1925, d. 1999. Börn Ólafs og Elínborgar eru Helgi Hrafn, íþróttafræðingur og nemi í Kópavogi, f. 1988, Hjalti Már nemi, f. 1992 og Oddur Örn nemi, f. 1998. Systkini Ólafs sammæðra eru Sig- urbjörg Þorvarðardóttir, skrif- stofumaður í Garðabæ, f. 1951; Sig- urgeir Friðriksson, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1955, og Ásta Friðriks- dóttir, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 1960. Systkini Ólafs samfeðra eru Sigurður, vélvirki og bifreiðastjóri á Ísafirði, f. 1950; Berta Kolbrún, skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 1952; Sigurveig, sjúkraþjálfari á Ísa- firði, f. 1953, og Bjarni Kristján, bif- reiðastjóri í Reykjavík, f. 1966. Foreldrar Ólafs eru Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir skrifstofumaður, síðast gjaldkeri hjá Tollstjóranum í Reykjavík, f. 5.7. 1932, d. 21.12. 2007, og Gunnar Pétursson, bifreiðastjóri á Ísafirði, f. 31.mars 1930. Fóst- urfaðir Ólafs var Friðrik Hjaltason, prentari í Reykjavík, f. 9.6. 1929, d. 12.9. 1999. Úr frændgarði Ólafs Þórs Gunnarssonar Ólafur Þór Gunnarsson Pétur Tryggvi Jóhannsson b. og sjóm. í Sléttuhreppi Petólína Elíasdóttir húsfreyja í Sléttuhreppi Pétur Tryggvi Pétursson netagerðarm. á Ísafirði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir húsfreyja á Ísafirði Gunnar Pétursson bifreiðastj. á Ísaf., skíðam. og ólympíufari Elías Guðmundur Sigmundsson b. og sjóm. í Skutulsfirði Steinunn Sveinfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Skutulsfirði Guðjón Guðbrandsson b. og sjóm. á Neistastöðum í Flóa Helga Jónsdóttir húsfr. á Neistast., síðar í Rvík Sigurgeir Guðjónsson húsasmíðam. í Rvík Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðrún Ólafía Sigurgeirsd. skrifstofukona í Kópavogi Ólafur Ólafsson bóndi í Akurey Guðrún Sigmundsdóttir húsfr. í Akurey í Landeyjum Oddur Pétursson skíðamaður og ólympíufari Margrét Oddsdóttir skurðlæknir og fyrsta konan sem var prófessor í handlækningum á Íslandi Ólafur og Elínborg Í Aðalvík á fögr- um sumardegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.