Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hafnarfjörður Gunnar Jóhannes Júl-
íusson fæddist 11. febrúar kl. 20.13.
Hann vó 3.690 g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Elínborg Elísabet
Guðjónsdóttir og Júlíus Ágúst
Jóhannesson.
Nýr borgari
Brynja Gunnlaugsdóttir fagnar í dag 26 ára afmæli sínu. Aðhennar sögn hefur hún alla tíð verið mikil afmælismann-eskja. Hún á þó ekki von á því að hún muni gera mikið úr af-
mælinu að þessu sinni. Líkast til muni hún fara út að borða með
kærastanum en fram að því verður hún í vinnunni. „Að vísu hefur
alltaf verið svolítið mikið gert út afmælisdeginum mínum og þá hef-
ur fjölskyldan dekrað við mig,“ segir Brynja. Hún er með hagfræði-
gráðu úr HÍ og er núna í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja. Það-
an stefnir hún að því að útskrifast í febrúar á næsta ári. Í sumar
vinnur hún hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, LSR.
Spurð um helstu áhugamál þá nefnir Brynja golf og góðan fé-
lagsskap. ,,Ég er á byrjunarstigi í golfíþróttinni, en mér finnst þetta
rosalega gaman . Pabbi dró mig að vísu í golf þegar ég var lítil en
svo hætti ég því á unglingsárum og byrjaði aftur nú fyrir nokkrum
árum,“ segir Brynja. Móðir Brynju heitir Auður Guðmundsdóttir og
er flugfreyja en faðir hennar heitir Gunnlaugur Jónsson og starfar
sem lögreglumaður. Aðspurð hvað hún hyggist gera í sumar segist
Brynja stefna að því að fara til New York í september að heimsækja
vini. „Svo ef veður leyfir skellir maður sér kannski eitthvað út á
land. Tekur langa helgi og eltir veðrið, ef það verður eitthvert veð-
ur til að elta,“ segir Brynja. vidar@mbl.is
Brynja Gunnlaugsdóttir er 26 ára í dag
Brynja Gunnlaugsdóttir Í dag, 17. júlí, verður Brynja 26 ára gömul.
Hún á von á því að fara út að borða í kvöld með kærastanum.
Eltir veðrið ef veð-
ur verður til að elta
Þessir krakkar frá Vest-
mannaeyjum færðu Rauða
krossinum afrakstur af tom-
bólu er þau héldu til styrktar
hjálparstarfi Rauða krossins.
Alls 2.380 kr. Þau heita; Írena
Hlín Júlíusdóttir, Rakel Oddný
Guðmundsdóttir, Ásgeir Gald-
ur Guðmundsson, Birkir
Björnsson og Lian Davíð Jeffs.
Hlutavelta
Ó
lafur fæddist í Reykjavík
17. júlí 1963. Hann bjó
þar fyrstu æviárin en
flutti svo ásamt fjöl-
skyldunni í Kópavog og
hefur átt heima þar síðan, utan dval-
ar erlendis vegna náms og starfa.
Hann bjó einnig á Ísafirði í samtals
fjögur ár og starfaði sem læknir þar.
Ólafur ólst upp hjá móður sinni og
fósturföður, Friðriki Hjaltasyni.
Ólafur var einnig mikið hjá móður-
ömmu og afa í æsku. Þau bjuggu í
Hlíðunum en þar bjuggu í sama húsi
foreldrar Friðriks, Ásta Ásgeirs-
dóttir (systir Ásgeirs forseta) og
Hjalti Gunnarsson smjörlíkisgerð-
armaður. Ólafur fór í sveit sem barn
og unglingur, mest vestur á Snæ-
fellsnes þrjú sumur, en einnig vestur
í Dali. Þá starfaði hann einnig tvö
sumur á millilandaskipum Sam-
bandsins.
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi – 50 ára
Fjölskyldan Helgi Hrafn, Elínborg, Oddur Örn, Ólafur og Hjalti Már á fermingardegi Odds.
Hefur lagt áherslu á
endurhæfingu aldraðra
Hjólahópurinn Ventlarnir Tryggvi Egilsson læknir, Ólafur, Breki Karlsson
verkfræðingur, Ófeigur Þorgeirsson læknir og Kolbeinn Guðmundsson
læknir á leið að Lakagígum.