Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  174. tölublað  101. árgangur  ÞAÐ LÆTUR ENGINN NAUÐGA SÉR DAVID BYRNE LOFAR MIKLU SJÓNARSPILI HLJÓMURINN Í DJASSINUM HEILLAÐI SUNNUDAGUR TRÍÓ SUNNU 46DRUSLUGANGAN 10 Systurnar Laufey Birna, Fanney Lind, Lovísa Anna og Nína Karen Jó- hannsdætur nutu veðurblíðunnar í Gróttu á Seltjarnarnesi og brugðu á leik með ljósmyndara. Þær voru að leita að skeljum og steinum í fjörunni til að gefa móður sinni í afmælisgjöf en hún fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Fátt gleður móðurhjartað meira en frumlegar gjafir frá börnum sem mikil hugsun og natni liggur að baki. Það besta í lífinu fæst ekki keypt. Það allra verðmætasta í lífinu fæst ekki keypt Morgunblaðið/RAX Finna gersemar í fjörunni í Gróttu handa móður sinni  Nobuteru Is- hihara, umhverf- isráðherra Jap- ans, kom til landsins í gær og hyggst kynna sér nýtingu jarð- varma á Íslandi. Ishihara er ann- ar japanski ráð- herrann sem sækir Ísland heim á 15 árum. Ishihara skoðaði Bláa lónið í gær ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og föruneyti sínu. Stefán Lárus Stefánsson, sendi- herra Íslands í Japan, segir heim- sóknina afar mikilvæga fyrir Ís- lendinga. »21 Annar japanski ráð- herrann á 15 árum Ishihara og Ragnheiður Elín.  Lúxusferðir njóta vaxandi vin- sælda meðal erlendra ferðamanna hér á landi og fjölbreytnin í lúxus- ferðaþjónustu eykst stöðugt. Á meðal þess sem boðið er upp á eru sérferðir á lystisnekkju, þyrlu- flug, jeppaferðir og jöklaferðir af ýmsum toga. „Mikilvægt er að hér þróist at- vinnugrein sem bjóði upp á hágæða þjónustu fyrir þá ferðamenn sem koma til landsins með mikið á milli handanna,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, við Morgunblaðið. »4 Lúxusferðaþjónustu vex fiskur um hrygg Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það seinkar endurútreikningi gengislána að færri prófmál hafa far- ið fyrir Hæstarétt en boðað var. Þetta segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og lögmaður hjóna í gengislánamáli gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum. „Það varð mjög lítið úr flutningi á þeim 22 málum sem var búið að handvelja í samvinnu við Umboðs- mann skuldara. Þar var búið að sigta út hvaða tegundir af ágreiningi þyrfti að fá útkljáðar hjá dómstólum. Þau áform hafa einhvern veginn orð- ið að mjög litlu. Eftir því sem ég best veit hafa sárafá af þessum málum verið útkljáð fyrir dómstólum.“ Kann að kalla á endurreikning Sérfræðingar Landsbankans meta nú hvort endurreikna beri um 30.000 gengislán einstaklinga og lög- aðila og sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið í gær að ljúka ætti því verki fyrir áramót. Samkvæmt bréfi starfsmanns Landsbankans, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, til viðskiptavin- ar bankans lítur bankinn svo á að ný- ir dómar kunni að falla sem breytt geti núverandi skilgreiningu á því hvort endurreikna beri gengislán. Samkvæmt því gætu slíkir dómar kallað á endurútreikning lána sem ekki verða reiknuð aftur í þessari umferð af sérfræðingum bankans. Í sama bréfi frá bankanum er vís- að til tveggja dóma fyrir Hæstarétti. Annars vegar í áðurnefndu dóms- máli hjóna gegn Frjálsa fjárfesting- arbankanum og hins vegar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Vísa rökum bankans á bug Morgunblaðið ræddi við lögmenn hjónanna og Borgarbyggðar og telja báðir að Landsbankinn dragi í bréf- inu rangar ályktanir af dómum Hæstaréttar í þessum tveim málum. Hafna þeir um leið rökum bankans fyrir því að hafna endurreikningi hjá viðkomandi viðskiptavini. Skarphéðinn Pétursson, hrl. og lögmaður Borgarbyggðar í málinu gegn Arion banka, hafnar þeim skilningi Landsbankans að fjárhæð svonefndra viðbótarkrafna ráði því hvort lán séu leiðrétt eða ekki. Færri prófmál en boðað var  Mun tefja endurútreikning gengislána, að mati lögmanns  Landsbankinn telur nýja dóma geta kallað á endurmat Sjö ólíkar niðurstöður » Ragnar H. Hall segir slita- stjórn Frjálsa fjárfestingar- bankans hafa lagt fram sjö mismunandi niðurstöður á kröfu hjóna sem hann gætti hagsmuna fyrir í dómsmáli. » Útreikningarnir voru unnir í samstarfsnefnd fjármála- stofnana sem veittu gengislán. » Kallaði það á nýtt dómsmál. MSkrítin lögfræði »14  Félag geisla- fræðinga hafnaði í gær beiðni stjórnenda Land- spítalans þess efnis að geisla- fræðingar vinni samkvæmt neyð- arlistum eftir að uppsagnir þeirra taka gildi næst- komandi fimmtu- dag. Katrín Sigurðardóttir, for- maður félagsins, segir mikið álag hafa verið á geislafræðingum síð- ustu þrjá mánuði og að nokkur dæmi séu um að geislafræðingar hafi staðið á vakt í 24 klukkustund- ir. skulih@mbl.is »4 Höfnuðu beiðni stjórnenda LSH Katrín Sigurðardóttir  Lögreglumönnum á Selfossi fækkar frá og með haustinu um þrjá. Ekki verður ráðið í þeirra stað og þannig ætla stjórnendur Selfosslögreglunnar að spara. Embættið er nú þegar komið 11 milljónir kr. fram úr áætlunum ársins. Alls eru lögreglumenn á Selfossi nú 24, voru 28 fyrir þrem- ur árum. Allt stefnir því nú í að þeir verði orðnir 21 í haust. Það er 13-15 mönnum færra en þörf er talin á, samkvæmt mati ríkislög- reglustjóra frá árinu 2007, miðað við íbúafjölda og umferð á Suður- landi. »2 Áfram fækkun í lög- reglunni á Selfossi Skrímsli á hálum ís Undanfarið hafa fréttir borist víða af landinu af einkennilegum skrímslum, sem hafa dúkkað upp á ólíklegustu stöðum. Skrímslin þykja óvenju gæf, vingjarnleg og eru sérlega skapgóð — sum meir að segja bragðgóð. Dæmi eru um að þau hertekið heilu byggingar og slegið þar upp veislu. Skrímslin eru sólgin í ís og virðast í einhverjum tilvikum hafa þróað með sér smekk fyrir fjörugri danstónlist. Ekki er fyllilega ljóst hvað skrímslunum gengur til með atferli sínu eð hvort þau hafa tilskilin leyfi veisluhalds í þéttbýli. Fólk er hvatt til að hafa augun hjá sér og njóta samvista við þessi sérdeilis skemmtilegu og tápmiklu skrímsli, meðan þau lát sjá . sig hér. náðist í talsmann skrímslanna hjá Kjörís við vinnsluþessarar fréttar. A U G LÝ S IN G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.