Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 ForstöðumaðurTæknideilar Vesturbyggðar ogTálknafjarðarhrepps Vesturbyggð ogTálknafjarðarhreppur auglýsa eftir kröftugum einstaklingi til þess að veita tæknideildum sveitarfélaganna forstöðu. Leitað er eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi með mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. ForstöðumaðurTæknideildar Vesturbyggðar ogTálknafjarðarhrepps hefur yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna. Forstöðumaðurinn hefur forystu um faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er skipulags- og bygg- ingarnefndum, bæjar- og sveitarstjóra og sveitarstjórnum til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglu- gerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála, sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skilyrði.  Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum, byggingarreglugerð er æskileg.  Reynsla af stjórnun er æskileg.  Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg.  Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni.  Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.  Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.  Góð almenn tölvukunnátta. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí nk. Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn til baejarstjori@vesturbyggd.is. Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, s. 450 2300. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar: Á sunnanverðum Vestfjörðum búa ríflega 1300 manns í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Íbúum hefur fjölgað töluvert undanfarin ár og er mikil uppbygging og umsvif í sveitarfélögunum. Stærstu byggðakjarnarnir eru: Patreksfjörður,Tálknafjörður og Bíldudalur. Í sveitarfélögunum eru mjög góðir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þrjú nýleg íþróttahús eru á svæðinu, tvær sundlaugar og frábær líkamsræktaraðstaða. Öflugt íþróttastarf er í sveitarfélögunum sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er alls staðar innan seilingar, s.s. Rauðasandur, Látrabjarg, Ketil- dalir og Barðaströnd. Flugfélagið Ernir flýgur alla daga nema laugardaga til Bíldudals frá Reykjavík og Breiðafjarðarferjan Baldur fer alla daga nema laugardaga yfir vetrartímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk en tvisvar á dag alla daga vikunnar yfir sumartímann. Mannlífið er gott og íbúarnir eru sam- stiga um að byggja kröftug, samheldin og framsækin sveitarfélög. Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa samþykkt að auglýsa tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um framtíðarnýtingu fjarðarins, þ.e.a.s. á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæðisskipulags verið hafir til hliðsjónar. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga www.vestfirdir.is og þar verður jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem munu berast við tillögu að nýtingaráætlun. Tillagan mun auk þess liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Ábendingar og athugasemdir við tillöguna skal senda til Fjórðungssambands Vestfirðinga með því senda á tölvupóstfang fv@vestfirdir.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar á póstfangið, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði. Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að svæðisskipulaginu er til og með xx ágúst/september 2013. Ísafirði xx. júní 2013 F.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Auglýsing á tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ Skjalastjóri Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti leitar að skjalastjóra Starfssvið:  Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórnun  Umsjón með frágangi skjalasafns og eftir- fylgni með skjalaskráningu  Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn  Skipulagning og framkvæmd fræðslu um skjalamál  Skönnun erinda og skráning í málaskrá  Útgáfa og utanumhald eyðublaða og upplýsingaskjala  Umsjón með bókasafni ráðuneytisins Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærileg menntun  Þekking og reynsla af skjalastjórnun nauðsynleg  Góð almenn tölvukunnátta skilyrði  Skráningarheimild í Gegni kostur  Góð leiðtoga- og samskiptahæfni og rík þjónustulund  Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi  Gott vald á íslensku og ensku Umsjón með ráðningu hefur Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri innri þjónustu og rekstrar, gudrun.gisladottir@anr.is. Umsóknum skal skila inn á www.postur@anr.is. Með umsókn skal fylgja ýtarleg ferilskrá og kynn- ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið varð til við sameiningu þriggja ráðuneyta haustið 2012. Hlutverk ráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf. Meðal málaflokka sem ráðuneytið fer með eru: atvinnuþróun og nýsköpun, orkumál, sjávar- útvegur, landbúnaður, málefni ferðaþjónustu og iðnaðar, matvælaöryggi, byggðamál auk almennra viðskiptamála og félagaréttar. Skjalastjóri heyrir beint undir skrifstofustjóra innri þjónustu og rekstrar. Raðauglýsingar 569 1100 Lyfjafræðingur óskast til framtíðarstarfa í apóteki okkar á Dalvík. www.lyfogheilsa.is Starfssvið Í starfinu felst fagleg ábyrgð á afgreiðslu lyfja samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsölu. Ef þú hefur háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, brennandi áhuga á þjónustu, ert jákvæður og opinn einstaklingur, þá gætum við verið að leita að þér. Lyfjafræðingur óskast PI PA R\ TB W A · SÍ A · 13 22 01 Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 2013. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starf@lyfogheilsa.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.