Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Aðfaranótt sunnudagsins 26. júlí 1959 á Siglufirði mun líklega líða seint úr minni þeim er vitni urðu að, en þá var táragasi beitt í annað sinn í sögu lýðveldisins. Boðað hafði verið til dansleiks á Hótel Höfn, er hafði verið nýendurbyggt eftir bruna- skemmdir. Svo illa hittist á að vegna óveðurs á síldarmiðunum lágu um 200 skip við festar í höfninni og voru áhafnir þeirra í landi. Hótelið hafði hins vegar aðeins rými fyrir um 350 manns. Ölvun var mikil í bænum þetta kvöld. Dansleikurinn hófst klukkan níu um kvöldið og myndaðist fljótt biðröð fyrir utan. Um tíuleytið var lögreglan kölluð til vegna þrengsla við dyrnar að Hótel Höfn. Einungis einn var í miðasölunni og sóttist honum verkið seint. Náði lögreglan að koma fólkinu í biðröð. Þurfti að færa þrjá úr þrönginni í fangageymslur. Þá þurfti einnig að hafa afskipti af ölvuðum manni, sem sveiflaði í kringum sig „hanafæti“ með áföstum snurpu- hring og var hann færður í fanga- geymsluna. Dregur til tíðinda Þegar komið var fram yfir mið- nætti æstust leikar. Óspektir héldu áfram í bænum, einkum fyrir utan dansleikinn á Hótel Höfn en þar inn- andyra voru um 6-700 manns eða um tvöfalt fleiri en salurinn var talinn rúma. Kortér í eitt voru rúður brotn- ar á hótelinu og var lögreglan kölluð til til þess að skakka leikinn. Kom þá í ljós að einungis ein stór rúða hafði verið brotin á vesturhlið hótelsins. Gerður var aðsúgur að lögreglunni og réðu ellefu lögreglumenn ekki neitt við mannfjöldann. Var því ákveðið að nota táragas til þess að dreifa mannfjöldanum. Sagði í lýs- ingu Þjóðviljans á atburðum að ein- ungis ein „táragaskylfa“ hefði verið notuð til verksins en magnið í henni var ekki meira en svo að ekki var tal- ið nauðsynlegt fyrir lögregluþjónana að setja á sig gasgrímur. Ekki dugði það þó til, því að lyktin af táragasinu barst inn um brotnu rúðuna og inn í danssalinn. Æði rann þá á fólkið inn- andyra. „Varð hið mesta uppþot í salnum og réðust menn unnvörpum á borð og stóla, allt brotið í spón og rúður mölvaðar í öllu húsinu meira og minna,“ sagði fréttaritari Morg- unblaðsins. Bætti hann við að stór- tjón hefði orðið á þessu virðulega hóteli og að það myndi kosta „tugi þúsunda“ að bæta það tjón. Þrír menn voru handteknir fyrir utan hót- elið fyrir að ráðast að lögreglunni. Deilt um hver átti upptökin Lögreglan eyddi mestallri nóttinni í að fást við ölóða menn. Fanga- geymsla lögreglunnar rúmaði á þess- um tíma 15 menn og þurfti oft að skipta um menn í þeim samkvæmt frásögnum blaðanna. Var mönnum þá komið fyrir aftur um borð í skip- um sínum. Í kjölfar atviksins fór fólk að ræða um það hverjir hefðu borið ábyrgðina á því hvernig fór. Reiður gestur á dansleiknum ritaði grein í Mánu- dagsblaðið þar sem hann varpaði sökinni alfarið á lögregluna og sagði offors hennar hafa hleypt illu blóði í menn. Sagði hann að „værukært lög- reglulið“ hefði látið táragasið vinna fyrir sig. Frásagnir blaða og útvarps af atburðum voru hins vegar með öðrum hætti. Tíminn birti til dæmis á forsíðu sinni myndir af danssalnum þar sem sjá mátti brotna stóla og borð úti um allt. Mátti greina á um- fjöllun allra blaðanna að ölvun á með- al utanaðkomandi sjómanna á staðn- um ætti þar mesta sök. Þjóðviljinn gekk harðast fram í gagnrýni sinni og urðu harðar blaðadeilur um af- þreyingarmöguleika sjómanna í kjöl- farið. Þó að mikið færi fyrir atvikinu fyrst um sinn hvarf það fljótt af vett- vangi dagblaðanna. Hálf öld leið áður en íslenskt lögreglulið beitti aftur táragasi til þess að dreifa mann- fjölda. Fjöldanum dreift með táragasi  Sögð vera „róstusamasta nótt í sögu Siglufjarðar“  Um 200 skip voru í Siglufjarðarhöfn vegna óveðurs á miðunum  Aðsúgur var gerður að lögreglunni vegna þrengsla og manntroðnings Handskrifuð og skreytt Dagbók lögreglunnar frá þessum tíma var handskrifuð og með ríkulega skreyttum haus. Síldarvinnslan setti mark sitt verulega á Siglufjörð Árið 1903 hófu Norðmenn síldveiðar út frá Siglufirði. Breytti síldarvinnslan bænum úr fámennu þorpi yfir í fimmta stærsta bæ landsins þegar best lét. Siglufjörður varð að einni mikilvægustu höfn landsins og nam útflutningur á síld frá bænum stundum um fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Siglufjörður var einn af miðpunktum síldarævin- týrisins svonefnda og var ekki óalgengt að hundruð skipa lægju við höfnina í óveðrum líku því sem var laugardag- inn 25. júlí 1959. Á myndinni má sjá síldarsöltun árið 1995 við síldarminjasafnið í bænum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvadóttir Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði greindi frá því þriðju- daginn 28. júlí 1959 að til mjög al- varlegra tíðinda hefði dregið um helgina á Siglufirði. Var nóttinni lýst sem róstusömustu nótt í sögu Siglufjarðar. Ellefu lög- reglumenn hefðu ekki fengið við neitt ráðið og því gripið til tára- gass. Í kjölfarið hafi allt verið brotið og bramlað í hótelinu sem gat brotnað. „Þótt síldarvertíðinni fylgi eðlilega sitt af hverju í „skemmtanalífinu“, þá er þessi at- burður algjört einsdæmi hér,“ sagði í fréttinni og var því spurt hvort ekki þyrfti fleiri lög- reglumenn til Siglufjarðar yfir sumartímann til þess að halda mætti uppi lögum og reglu þegar ölvun yrði almenn. Ekki virðast allir Reykvíkingar hafa keypt það að óspektir sem þessar væru einsdæmi, því í dálknum „Spurningu dagsins“ 2. ágúst 1958 minntust þrír af við- mælendum blaðsins á rósturnar á Siglufirði, en spurt var: „Nú moka þeir upp síldinni – langar yður ekki norður?“ Pétur Jónsson sagðist ekkert langa til Siglu- fjarðar þar sem stólar væru brotn- ir á hvers annars haus og Stefán Snæbjörnsson sagðist hvorki hafa lagt stund á hnefaleika né grísk- rómverska glímu. Anna Borg sagð- ist vonast til að síldin væri ekki farin, því táragas væri dýr vara. Algjört einsdæmi á Siglufirði MORGUNBLAÐIÐ Baksíða Morgunblaðsins 28. júlí 1959. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Ertu þreytt á að vera þreytt ? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum www.heilsa.is 100 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.