Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 35
MESSUR 35á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan, Reykjavík | Bibl-
íufræðsla í dag, laugardag, kl. 11.
Barna- og unglingastarf. Umræðu-
hópur á ensku. Guðsþjónusta kl.
12. Ræðumaður er Indro Candi.
Aðventkirkjan, Vestmannaeyj-
um | Biblíufræðsla í dag, laugardag,
kl. 11. Barnastarf. Guðsþjónusta kl.
12. Bein útsending frá aðventkirkj-
unni í Reykjavík. Ræðumaður er
Indro Candi.
Samfélag Aðventista, Akureyri
Biblíurannsókn í dag, laugardag, kl.
11. Barnastarf. Guðsþjónusta kl.
12.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi |
Biblíufræðsla í dag, laugardag, kl.
10. Barna- og unglingastarf. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður er
Jens Danielsen.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði
| Guðsþjónusta í dag, laugardag, kl.
11. Ræðumaður: Stefán Rafn. Bibl-
íufræðsla kl. 11.50. Barna- og ung-
lingastarf. Umræðuhópur á ensku.
Veitingar á eftir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Þór Hauksson og Kristina
K. Szklenár organisti leiða stund-
ina. Veitingar á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða
sönginn, Jónas Þórir við hljóðfærið.
Prestur sr. Pálmi Matthíasson.
Messuþjónar aðstoða. Molasopi.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórn-
um syngur, organisti er Kári Þormar.
GARÐAKIRKJA | Ganga og messa
– gengið frá Vídalínskirkju í Garða-
bæ kl. 9.45 yfir í Garðakirkju. Kl.
11 er helgistund með predikun og
altarisgöngu. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir þjónar ásamt Bjarti Loga
Guðnasyni organista. Boðið upp á
akstur frá Garðakirkju yfir í Vídal-
ínskirkju að helgistund lokinni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgu-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi-
sopi á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt rev.
Leonard Ashford. Messuþjónar að-
stoða. Félagar úr Mótettukór
syngja, organisti er Hörður Áskels-
son. Sögustund fyrir börnin. Gesta-
kór frá Bretlandi, Bristol Bach Choir,
syngur undir stjórn Nigels Nash.
Ensk messa kl. 14 í umsjá sr.
Bjarna Þórs Bjarnasonar. Tónleikar
alþjóðlegs orgelsumars í dag, laug-
ard., kl. 12 og sunnud. kl. 17, Peter
Van de Velde leikur og mánud. kl.
20, Bristol Bach Choir syngur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Organisti Judith Þorbergsson, prest-
ur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa kl. 10.30, kl.
13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18
er sunnudagsmessa.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk.
| Messa kl. 11. Virka daga messa
kl. 18.30, lau. á ensku kl. 18.30.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa
kl. 10.30 og þri.-fi. kl. 17.30. Lau.
kl. 18.30 á ensku.
Karmelklaustur, Hafnarfirði |
Messa kl. 8.30, kl. 8 virka daga.
Kapellan, Stykkishólmi | Messa
kl. 10, lau. kl. 18.30 og má.-fö. kl.
9 (nema 1. fö. í mán. kl. 7.30)
Barbörukapella, Keflavík |
Messa kl. 14. og lau. kl. 18 á
pólsku.
Njarðvíkurkirkja | Messa á pólsku
kl. 9 á sunnud.
Péturskirkja, Akureyri | Messa
kl. 11 og fö. lau. kl. 18. Má.-fi. í
kapellu Álfabyggð 4 kl. 17.45.
Þorlákskapella, Reyðarfirði |
Messa kl. 11. Virka daga er messa
kl. 9. Fö. kl. 18 fyrir börn. Lau. kl.
18 á pólsku.
Kapellan, Egilsstöðum | Messa
kl. 17. Má kl. 17, þri. kl. 7:30, mi.
kl. 18 (fyrir börn). 1. lau. í mánuði
er messa á pólsku kl. 17.
Kapellan, Höfn | Messa kl. 12, 2.
og 4. sunnud. í mánuði.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
Þorlákshöfn | Messa á pólsku 1.
sunnud. í mánuði kl. 17.
Akraneskirkja | Messa á pólsku
2. sunnud. í mánuði kl. 18.
Hvolsvöllur | Messa á pólsku 3.
sunnud. í mánuði kl. 17.
Selfoss | Messa á pólsku 4. sun-
nud. í mánuði kl. 17.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Guðbrandur Einarsson
sér um tónlist. Prestur er sr. Sigfús
Baldvin Ingvason.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir prestur í Hjallapresta-
kalli prédikar og þjónar fyrir altari.
LAUGARNESKIRKJA | Helgistund
kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson ræðir
efni guðspjallsins í samvinnu við
listakonuna Fridu Adriönu sem
myndskýrir textann. Bæn og íhugun.
MOSFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og
bænastund kl. 20.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fé-
lagar úr kór Neskirkju leiða
safnaðarsöng. Sr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir
altari. Kaffisopi.
SALT, kristið samfélag | Sam-
koma kl. 17 í safnaðarheimili
Grensáskirkju. Ræðumaður er Guð-
laugur Gunnarsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Axel Á. Njarðvík. Org-
anisti er Jörg Sondermann. Veiting-
ar.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16. Guðsþjónusta í
Seljakirkju kl. 20. Í báðum athöfn-
um leiðir kór Seljakirkju söng, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson
og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
prédikar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Sr. Toshiki Toma þjón-
ar. Kaffi á eftir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 17. Sr. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason. Flutt
verður tónlist frá sumartónleikum
helgarinnar.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl.
14. Sr. Egill Hallgrímsson sóknar-
prestur annast prestsþjónustuna.
Elsku afi.
Okkur finnst mjög sárt að þú
sért farinn. Þú varst alltaf svo
skemmtilegur við okkur og það
var gaman hvað þú stríddir okkur
mikið. Þegar við vorum lítil var
alltaf gott að fá að koma í fangið á
þér, elsku afi. Það var svo
skemmtilegt að þú og amma buðuð
okkur út að borða þegar þið áttuð
afmæli og leyfðuð okkur að velja
það sem við vildum borða. Þú vild-
ir alltaf gera allt fyrir okkur og það
var mjög auðvelt að suða útúr þér
það sem við vildum.
Bless elsku besti afi okkar, við
vitum að þú passar okkur áfram.
Katrín Júlía, Brynjar Már
og Emily Rún.
Við Manni, eins og hann var
alltaf kallaður af vinum og vanda-
mönnum, fylgdumst að stærsta
hlutann af okkar fullorðinsárum.
Sigurlaug var ung þegar hún
kynntist Manna og mætti með
hann í heimsókn til mín og Atla í
fyrsta sinn. Seinna heimsóttu þau
okkur til Danmerkur. Við áttum
margar góðar stundir með þeim.
Fórum saman í útilegur, í sum-
arbústaði og áttum fjölmargar
Frímann Ottósson
✝ Frímann Ott-ósson fæddist á
Oddhóli í Rang-
árvallasýslu 10. jan-
úar 1953. Hann lést á
gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 18. júlí 2013.
Útför Frímanns
var gerð frá Kefla-
víkurkirkju 26. júlí
2013.
góðar stundir saman.
Manni var ótrúlega
handlaginn við hvers
kyns vélar og lék allt í
höndunum á honum.
Hann var duglegur að
afla sér verkefna og
eignuðust þau fljót-
lega sitt fyrsta hús-
næði í Keflavík.
Sigurlaug og
Manni bjuggu allan
sinn búskap í Keflavík
og áttu þar fallegt heimili og alltaf
var gaman að koma í heimsókn til
þeirra. Ég man meira að segja í
fyrra datt mér skyndilega í hug að
heimsækja þau um tólfleytið að
kvöldi til. Ég fór húsavillt og vakti
upp nágranna þeirra en þegar ég
loksins fann rétta húsið þá var eins
vel tekið á móti mér og ég hefði
verið formlega boðin í heimsókn.
Ég hefði ekki leyft mér að heim-
sækja marga kl. 12 að kvöldi til en
ég vissi að það yrði tekið vel á móti
mér hjá Manna og Sillu, sama
hvað klukkan var.
Ég hitti Manna síðast í maí sl.,
þegar þau hjónin héldu sameigin-
lega upp á 60 ára afmælið sitt. Það
var fjölmenn veisla sem haldin var
á heimili þeirra og ég er mjög
þakklát fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að hitta þau undir svo
skemmtilegum kringumstæðum.
Manni andaðist langt um aldur
fram eftir erfið og löng veikindi.
Fjölskylda hans hefur staðið þétt
saman á þessum erfiðu tímum.
Manna er mjög sárt saknað af eig-
inkonu sinni, börnum, barnabörn-
um, móður og öðrum ættingum,
enda var hann natinn heimilisfaðir
og góður sonur, pabbi og afi.
Góður drengur er fallinn frá í
blóma lífsins. Ég vil kveðja Manna
hér og vona að Silla, börnin hans,
barnabörn og ekki síst móðir
hans, fái styrk til að takast á við
þessa miklu sorg.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þín svilkona,
Brynhildur Sverrisdóttir.
Þegar sorgarfréttir berast um
lát vina leitar hugurinn til liðinna
stunda. Hugur okkar er nú við frá-
fall Frímanns eða Manna eins og
hann var ávallt kallaður meðal
fjölskyldu og vina. Við kynntumst
honum fyrst í Dölunum þar sem
Þórður og Sigurlaug, amma og afi
Sigurlaugar (Sillu) konu hans,
áttu sumarbústað. Það var á einni
af fjölmörgum stundum sem fjöl-
skyldan kom saman og skemmti
sér undir Dalanna sól, eins og seg-
ir í því þekkta kvæði eftir Hall-
grím Jónsson frá Ljárskógum.
Það er minnisstætt þegar Sigur-
laug kom og kynnti hann fyrir fjöl-
skyldunni; myndarlegan mann,
dökkan á brún og brá og með yf-
irvaraskegg. Í miðjum gleðskap
varð einhverjum að orði: Hver er
með Mexíkananum?
Manni féll vel í hópinn við
fyrstu kynni. Ákveðið var að
kaupa sjoppu í Keflavík sem
amma og afi Sillu áttu og flytja í
Dalina. Silla og Manni voru meðal
þeirra sem keyptu sjoppuna, enda
var Silla einn af hvatamönnum
þessara kaupa. Húsið var keypt
og endurbyggt og gert að sum-
arbústað sem hlaut nafnið Hlíða-
tún og var flutt í Dalina. Allar göt-
ur síðan hafa þau hjón Manni og
Silla lagt ómælda vinnu í upp-
byggingu og viðhald sumarbú-
staðarins. Bústaðurinn hefur
haldið fjölskyldunni saman og höf-
um við átt margar góðar stundir í
Dölunum.
Manni var einstaklega laghent-
ur maður og fjölhæfur enda sáum
við það oft þegar vinna þurfti við
bústaðinn. Margar sláttuvélarnar
setti hann saman og úr varð ein
nothæf sláttuvél og margt annað
sem þarfnaðist viðgerða var hann
liðtækur við. Manni var afar dag-
farsprúður maður og hjálplegur.
Hans verður sárt saknað, en lifir í
minningu okkar.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Við sendum Sigurlaugu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur
með ósk um góða framtíð.
Sólveig Þórðardóttir
og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA
Það er svo margt að
þakka svo margs að minn-
ast. Við erum þakklát fyrir
allar samverustundirnar
okkar saman og allt það
sem myndar góða vináttu
og mun lifa áfram í hjörtum
okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Við kveðjum Frímann
með söknuði og vottum Sig-
urlaugu og fjölskyldu sam-
úð okkar.
Halldóra og Sigurgísli.
Elsku amma, það
kom eins og reiðarslag að heyra
að þú værir látin. Eitthvað sem ég
átti engan veginn von á. Við höfð-
um átt svo gott spjall síðast þegar
við hittumst í afmælinu hennar
Örnu Rutar í janúar og þú hélst á
henni í fanginu. Ég man hvað ég
var hissa að hún vildi vera hjá þér
þar sem hún hafði verið mjög
mannfælin í þessari ferð okkar til
Íslands en hjá þér sat hún eins og
þið væruð gamlar vinkonur. Þú
hafðir líka mjög góða nærveru.
Eftir að þú lést hafa margar
minningar skotið upp kollinum
hjá mér, minningar sem voru
löngu gleymdar. Ég man þegar þú
varst að vinna hjá Námsgagna-
stofnun í Reykjavík og ég kom í
heimsókn þangað sem krakki. Ég
fékk að sitja á kaffistofunni og
drekka kakó og skoða bækur eða
bara spjalla við þig. Af þér lærði
ég gildi bóka og lestrar. Ég man
þegar við bjuggum á Laugarvatni
á sama tíma og þið afi, við fórum
saman í gufubað, heitu pottana og
svo auðvitað vatnið. Ég man eftir
jólunum sem við héldum þar sam-
an, þegar þú varst að hjálpa mér
að læra að lesa við eldhúsborðið í
húsinu sem þið bjugguð í. Ég man
eftir þeim ótal mörgu skiptum
sem ég fékk að gista heima hjá
ykkur afa á Selfossi. Þú leyfðir
mér að borða hunang með skeið.
Af þér lærði ég að hunang væri
allra meina bót, eitthvað sem ég
lifi enn eftir. Suðusúkkulaði var
líka eitthvað sem var meinhollt
samkvæmt þínum bókum, sér-
Ólafía Sólveig
Jónatansdóttir
✝ Ólafía SólveigJónatansdóttir
fæddist á Bíldudal
29. mars 1940. Hún
lést á heimili sínu á
Eyrarbakka 11. júlí
2013.
Útför Ólafíu var
gerð frá Eyr-
arbakkakirkju 26.
júlí 2013.
staklega þegar
manni var illt í mag-
anum og það hef ég
kennt mínum börn-
um. Fiskur var iðu-
lega á borðum hjá
ykkur afa, enda
meinhollur, en ég
man eftir því þegar
ég var að reyna að fá
ykkur til að kaupa
handa okkur pitsu í
kvöldmat. Þið létuð
það eftir mér en eitthvað fannst
mér skrítið að borða pitsu heima
hjá ykkur svo aldrei var beðið um
það aftur. Þú hugsaðir alltaf mjög
vel um sjálfa þig, fórst meðal ann-
ars í sund á næstum hverjum
degi, og það er í raun ótrúlegt
hvað húð þín var slétt og fín þó þú
værir orðin 73 ára. Kannski var
það hunangið og suðusúkkulaðið?
Það er svo ótalmargt annað sem
mér dettur í hug þegar ég hugsa
um þig og það er gott að geta yljað
sér við minningarnar. Ég mun
færa visku þína áfram til
barnanna minna og þannig lifir þú
áfram.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað en ég veit að Guð mun
njóta góðs af góðvild þinni og
visku hjá sér.
Elsku afi, ég hugsa til þín á
hverjum degi og bið góðan Guð að
styrkja þig á þessum erfiðu tím-
um.
Sólveig.
Elsku amma. Þegar mamma
kom til mín að kvöldi 11. júlí til að
segja mér að þú værir dáin varð
ég einhvernveginn dofin. Ég átti
ekki von á þessum fréttum, fannst
eins og þú yrðir bara alltaf hjá
okkur. En auðvitað er það ekki
hægt, en mikið vildi ég óska þess
samt að þú værir hér enn. Þetta
kvöld var erfitt að fara að sofa fyr-
ir öllum minningunum sem komu
upp í hugann og eru þær svo
margar að ég gæti verið með
margra síðna minningarorð um
þig, elsku amma. En mín fyrsta
minning er síðan við bjuggum á
Laugarvatni, þá var ég fjögurra
ára og bjuggum við rétt hvor hjá
annarri. Afi var þá með Esso-
sjoppuna eins og hún hét þá og
bjugguð þið í húsinu á bakvið
hana. En minningin er um að-
fangadagskvöld þegar þið afi buð-
uð okkur í mat og átti að vera kal-
kúnn í matinn. Þú hafðir aldrei
eldað kalkún áður, er mér sagt, og
áttaðir þig ekki á því að hann
þurfti langan tíma í eldun. Það var
ekki matur fyrr en farið var að
nálgast miðnætti, allir orðnir
mjög svangir, en eftir á var þetta
bara upplifun og minning góð.
Einnig á ég margar minningar
frá því að þið áttuð heima á Sel-
fossi, í Úthaganum. Þar vorum við
oft, annaðhvort í heimsókn eða
pössun. Þú varst svo dugleg að
baka besta brauð í heimi. Ömmu-
brauð með smjöri og osti, mikið
væri ég til í eins og eina sneið
núna. Þegar ég var í pössun hjá
ykkur afa man ég hvað mér þótti
gaman að pússa silfrið sem þú átt-
ir, þér fannst það fínt því þá þurft-
ir þú ekki að pússa það og ég var
glöð því ég fékk að pússa það, það
var svo gaman að sjá muninn fyrir
pússun og eftir pússun.
Þú vissir líka alltaf allt, ef mað-
ur var veikur vissir þú gott ráð til
að laga það sem var að. Til dæmis
man ég eftir því að hafa fengið
magapest þegar ég var heima hjá
þér á Selfossi og þá var töfraráðið
að fá sér suðusúkkulaði og kók að
drekka, og viti menn, það svín-
virkaði á mig. Það eru ótal minn-
ingar til viðbótar frá úthaganum
en ein af mínum nýjustu og
skemmtilegustu minningum um
þig, elsku amma, er þegar þú
komst að sjá börnin mín, lang-
ömmubörnin þín, í fyrsta skiptið.
Emelíu Ósk fyrir fimm árum og
Alexander Jón fyrir tveimur ár-
um. Það fyrsta sem þú sagðir þeg-
ar þú sást Emelíu Ósk var að hún
væri alveg eins og pabbi hennar
en þegar ég rétti þér Alexander
Jón tókst þú hann í fangið og
horfðir á hann heillengi án þess að
segja eitt einasta orð, brostir bara
til hans og þægileg ró kom yfir
þig. Svo eftir langan tíma leistu á
mig og sagðir: „Vá Ingibjörg, ég
er komin rúm 50 ár aftur í tímann,
hann er alveg eins og pabbi þinn
var á þessum aldri. Mikið er hann
yndislegur.“ Auðvitað á ég nýrri
minningar en þessar eru mér allt-
af svo kærar.
Nú þegar þú ert farin geta
minningarnar yljað mér um
hjartarætur. Því miður fær litla
daman sem væntanleg er í heim-
inn í ágúst aldrei að kynnast þér
og þú ekki að kynnast henni, en ég
veit að þú hefðir orðið jafn stolt af
henni og öllum langömmubörnun-
um þínum, ömmubörnunum þín-
um og börnunum þínum. Elsku
amma, ég mun ávallt sakna þín.
Þín
Ingibjörg.
Elsku Olla amma mín. Nú er ég
búin að vera tilfinningalaus, reið,
sár og leið enda fórstu skyndilega
og of fljótt en nú hef ég ákveðið að
minnast þín með gleði í hjarta og
ómældu þakklæti fyrir allt sem þú
hefur kennt mér í gegnum tíðina;
fyrir þá óþrjótandi þolinmæði og
visku sem þú bjóst yfir og þá hlýju
sem þú leyfðir mér óspart að finna
fyrir.
Elsku amma, ég veit að það
verður vel tekið á móti þér á himn-
um en við hérna niðri eigum öll
eftir að sakna þín.
Guð leit yfir garð og hann fann eitt
laust pláss.
Þá leit hann niður, yfir jörðina, og sá
þitt þreytta andlit.
Hann umvafði þig örmum sínum
og geymir þig hjá sér.
Guðsgarður hlýtur að vera fallegur
fyrst hann tekur þá bestu frá mér.
Hann sá að vegurinn var orðinn þyngri,
og brekkurnar erfiðari yfirferðar.
Svo hann lokaði þreyttum augnlokum
þínum,
og lagði hendur á þínar herðar.
Það braut hjarta okkar að missa þig,
en þú fórst sko alls ekki ein,
því partur af okkur fór með þér,
daginn er Guð kallaði þig heim.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, ég elska þig.
Alexandra Öfjörð
Agnarsdóttir.