Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Ídaglegu tali hafa menn löngum gripið til orðalags úr Biblíunni eða vís-að beint og óbeint í efni hennar. Samband okkar við þessa uppsprettumá ekki rofna. Kennarar hafi það í huga. Í umræðu um einelti, upp-nefni og refsingu mætti t.d. leggja út af eftirfarandi frásögn úr II. Konungabók (2,23-24) sem víti til varnaðar. Þarna segir af Elísa spámanni sem var Guði þóknanlegur: „Og er Elísa gekk upp veginn gengu smásveinar út úr borginni, hæddu hann og kölluðu til hans: Kom hingað, skalli, kom hingað, skalli! Sneri hann sér þá við, og er hann sá þá formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu í sundur fjörutíu og tvö af börnunum.“ (Flettið upp á prophet elisha á Google til að sjá hvernig myndlistarmenn hafa unnið úr sögnum af þessum sköllótta guðsmanni.) Meira um hefðina: Mér finnst ekki gaman að hlusta á illa kveðnar lausa- vísur, t.d. í afmælisveislu þar sem lofi er hlaðið á afmælisbarnið. Ef menn vilja yrkja ferskeytlu á annað borð verða þeir að þekkja reglurnar. Sama á við um annan kveðskap þar sem strangar reglur gilda. Mér brá í brún þegar ég sá í útbreiddu blaði „Alþingislimrur“ sem engan veginn standast þær kröfur sem limran gerir. Höfundurinn hefði þurft að kynna sér þessa kveðskapargrein. En nú er ég farinn að nöldra, ég tala nú ekki um ef ég bæti við því sem presturinn sagði í útvarpsmessu: „…eftir hátíð heilagrar þrenn- ingu.“ Hér stendur þrenning í eignarfalli. Þetta þarf því að vera: „…eftir há- tíð heilagrar þrenningar.“ Presturinn bilaði í beygingu eins af lykilorðum kristninnar. Við fyrirgefum honum auðvitað; eignarfallsmynd kvenkynsorða sem enda á -ing á nefnilega í vök að verjast: Prófið t.d., góðir lesendur, að spyrja börnin hvernig orðið drottning sé í eignarfalli eintölu með greini (Svar: drottningarinnar, ekki drottningunnar). Margir góðir menn hringja og ræða við mig um hugstæð málfarsefni. Ég þakka þeim hér með velvilja og hvatningu. Þetta er fólk á öllum aldri, flestir að vísu komnir af léttasta skeiði. En þeir eru mikilvægir máluppalendur. Einn þessara símavina er Halldór Þorsteinsson, 92 ára, einstakur smekk- maður á íslenskt mál. Hann fræddi mig m.a. um merkingu borgarheitanna Oxford og Frankfurt: uxavað og Frankavað; ford og furt merkja það sama. Þéttbýli myndaðist við vaðið á ánni. Halldór Þorsteinsson hefur áður í mín eyru lagt til orðin spakvitringur og nostrari um Besserwisser og perfeksjón- ista. Öll umræða um málfar verður einföld og skemmtileg ef við beitum hug- tökum af nákvæmni. Ég fór í lyfjaverslun um daginn og heyrði apótekarann segja við viðskiptavin: „Þú átt skammt eftir.“ Maðurinn varð skelfingu lost- inn en áttaði sig þó fljótt: Orðið skammt var nafnorð í þolfalli í máli lyfsalans (lyfjaskammtur), ekki lýsingarorðið skammur í hvorugkyni eintölu. „Þú átt skammt eftir“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Morgunblaðið/Eggert Stórir hópar fólks bíða með eftirvæntingu eftiraðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skulda-vanda heimilanna. Þingsályktun sú, sem sam-þykkt var á Alþingi, gefur til kynna að hverju er stefnt en æskilegt hefði verið að ríkisstjórnin hefði strax í upphafi gripið til einhverra aðgerða en ekki bara orða til að sýna að henni væri full alvara. Þótt engin tilvik séu nákvæmlega eins er þó ljóst að áður hefur komið upp mikill skuldavandi heimila í öðr- um löndum, sem hefur fyrst og fremst markast af því, að almennir borgarar hafa unnvörpum misst heimili sín, eins og hefur gerzt hér. Það er forvitnilegt og kannski lærdómsríkt að átta sig á, að slíkur vandi kom upp í Bandaríkjunum í kreppunni miklu upp úr 1930. Þá missti mikill fjöldi fólks heimili sínu, þegar atvinnuleysi magnaðist og fasteignaverð hrundi. Franklin Delano Roosevelt, sem kjörinn var for- seti Bandaríkjanna haustið 1932, greip til róttækra ráð- stafana á fyrstu 100 dögum ríkisstjórnar sinnar snemma árs 1933 og eitt af því sem hann tókst á við var skulda- vandi milljóna fjölskyldna víðs vegar um Bandaríkin, sem misstu bæði vinnu og heimili eða voru að því komin að missa þau. Roosevelt setti upp stofnun sem á ensku nefndist Home Owner’s Loan Corporation eða Lánafélag heim- ilanna. Í nýrri bók um fjármála- kreppu síðustu ára í Bandaríkjunum dregur höfundurinn Alan S. Blinder, prófessor við Princeton-háskóla, þessar aðgerðir Roosevelts fram í dagsljósið og segir að þær hafi verið árangursríkar í að snúa þeirri þróun við að bankar yf- irtækju fasteignir fólks. Blinder telur að þá hafi betur til tekizt í þeim efnum en á undanförnum árum vestan hafs og segir að vandinn hefði orðið minni nú ef gripið hefði verið til áþekkra ráðstafana og Roosevelt gerði á þeim tíma. Alan S. Blinder var einn af efnahagsráðgjöfum Bills Clintons og einn helzti ráðamaður í Seðlabanka Banda- ríkjanna um skeið á þeim árum. Sú bók sem hér er vitn- að til heitir After the music stopped og kom út í janúar á þessu ári. Þessi stofnun (HOLC) tók til starfa í júní 1933 sem opinbert fyrirtæki með eitt markmið: að hjálpa fjöl- skyldum í erfiðleikum með því að breyta veðlánum sem þær gátu ekki ráðið við í veðlán sem þær gætu staðið undir. Þetta hafi félagið gert með því að kaupa veðlánin af bönkum sem flestir hafi verið mjög ánægðir með að skipta á þeim og ríkisskuldabréfum sem þeir gátu verið vissir um að yrðu greidd. Síðan hafi félagið gefið út ný veðlán til viðkomandi fjölskyldna. Alan J. Blinder segir að félagið hafi verið fjármagnað, annars vegar með lántöku á markaði og hins vegar með lánum frá fjármálaráðuneytinu. Innan þriggja ára hefði félagið verið búið að veita yfir eina milljón nýrra veð- lána, sem flest hefðu verið til 15 ára með föstum vöxtum. (Aðrar heimildir segja að lánin hafi verið til 20-25 ára). Með þessum hætti hafi nær eitt af hverjum tíu heimilum vestan hafs utan sveitanna verið veðsett alríkisstjórn- inni, sem hann segir að mundi jafngilda 7,5 milljónum heimila í dag. Heildarlánveitingar HOLC hafi numið 3,5 milljörðum dollara, sem hafi verið gífurleg upphæð á þeim tíma og jafngilt um 5% af vergri landsframleiðslu. Sambærileg upphæð nú væri um 800 milljarðar dollara. Þar sem um hafi verið að ræða ríkisstofnun sem hafi haft samfélagsleg markmið en ekki snúizt um hagnað hafi stofnunin verið þægilegur kaupandi og umburðar- lyndur lánveitandi. Stofnunin hafi boðið bönkum við- unandi kjör og reynt að halda lántakendum á réttum kili með ráðleggingum og aðstoð við gerð fjárhagsáætlana fyrir heimilin. Um 20% lántakenda hafi samt sem áður ekki getað staðið við gerða samninga en sá kostnaður hafi ekki lent á skattgreiðendum. Þegar HOLC hætti starfsemi sinni árið 1951 hafði starfsemi stofnunarinnar skilað lítils- háttar hagnaði. Alan J. Blinder kveðst hafa lagt til í grein í New York Times í febrúar 2008 að sambærileg stofnun yrði sett upp sem mundi taka að sér að endur- fjármagna 1-2 milljónir heimila vest- an hafs og að kostnaður yrði á milli 200 og 400 millj- arðar dollara. Fleiri hagfræðingar hafi tekið undir þá tillögu og einn öldungadeildarþingmaður. Hann kveðst hafa setið fund með leiðtogum demókrata í full- trúadeildinni nokkrum dögum eftir birtingu grein- arinnar. Þar hafi hugmyndir hans komið til tals en verið afgreiddar sem alltof kostnaðarsamar. En skömmu síð- ar hafi Martin Feldstein, sem eitt sinn var helzti ráð- gjafi Ronalds Reagans í efnahagsmálum, sett fram efn- islega áþekkar tillögur þess efnis, að alríkisstjórnin tæki að sér að lána fjölskyldum sem svaraði til 20% af veð- skuldum þeirra með lágum vöxtum. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið með svipaðar tillögur bæði úr röðum demó- krata og repúblikana. Þetta sögulega dæmi sýnir að það er hægt að finna leiðir og það er hægt að ná árangri. Þeir sem halda því fram fyrirfram að það sé ekki hægt ættu að kynna sér þá sögu sem hér hefur verið rakin í stórum dráttum. PS: Í framhaldi af grein minni hér á þessum vettvangi fyrir viku sendi Ingimar Einarsson, félags- og stjórn- málafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, mér nýrri tölur en ég notaði í þeirri grein um hlutfall kostnaðar við heilbrigðiskerfið af vergri landsframleiðslu. Á árinu 2011 fór það í 9% úr 9,3% og árið 2012 var það komið í 8,9% skv. nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þetta eru ískyggilegar tölur. Starfsemi Home Owner’s Loan Corporation sneri við skuldavanda heimila í Bandaríkjunum í kreppunni miklu Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar Roosevelt tókst á við skuldavanda heimila 1933 Undanfarið hef ég verið að lesa er-lendar bækur um bankahrunið íslenska 2008. Ein þeirra heitir „Melt- down Iceland“ og er eftir Roger Bo- yes, fréttaritara Lundúnablaðsins Times í Berlín. Þótt hún sé skemmti- leg aflestrar, er hún afar óáreiðanleg, full af kjaftasögum, sumum til- hæfulausum, en flytur einnig ýmsar hæpnar kenningar. Ein er, að „kol- krabbinn“ hafi í samráði við „fjöl- skyldurnar fjórtán“ löngum stjórnað íslensku atvinnulífi. Ég hef áður bent á, að „fjölskyldurnar fjórtán“ er blaða- mannamál, sem notað var um helstu landeigendur í El Salvador, en um- dæmi þess lands eru fjórtán. Fyrst var það heimfært upp á Ísland, svo að ég hafi séð, 1987. Kolkrabbinn er líka gamalt og út- slitið vígorð. Það var oft notað í Bandaríkjunum fram undir 1900 um einokunarkapítalisma. Bandaríski rit- höfundurinn Frank Norris skrifaði jafnvel skáldsögu undir hinu enska heiti, Octopus, árið 1901, um átök bænda og járnbrautareigenda. Fyrsta dæmið um staðfærslu þessa hugtaks, sem ég hef rekist á, er í kvikmynda- gagnrýni í Þjóðviljanum 8. desember 1949: „Þá var kolkrabbinn í íslensku stjórnmála- og atvinnulífi, Thorsætt- in, ekki farinn að teygja arma sína yfir höfin til þess að þrýsta hendur verka- lýðsböðla eins og Francos.“ Orðið var nokkrum sinnum notað næstu áratug- ina, ýmist til að tákna ofvöxt ríkisins, sem teygði anga sína í allar áttir, eða veldi Sjálfstæðisflokksins á vettvangi stjórnmálanna. Kolkrabbi í yfirfærðri merkingu kemur líka fyrir í skáldlegri heimsádeilu frá 1957, Jónsmessunæt- urmartröð á Fjallinu helga, eftir Loft Guðmundsson, blaðamann, rithöfund og hagyrðing. Árin 1986-1987 sýndi Sjónvarpið þrjá leikna framhaldsþætti um ítölsku mafíuna, og nefndust þeir „Kolkrabbinn“. Þaðan hefur Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður senni- lega haft líkinguna, þegar hann skrif- aði fréttaskýringuna „Kolkrabbinn á gullkistunni“ í Pressuna 2. september 1988, en hún var um Íslenska að- alverktaka. Í mars 1990 birtist síðan fréttaskýring eftir blaðamennina Óskar Guðmundsson og Pál Vil- hjálmsson í tímaritinu Þjóðlífi, „Kol- krabbi eða kjölfesta. Íslenska fyr- irtækjaveldið. Átök og ítök.“ En þjóðþekkt varð hugtakið þó ekki, fyrr en Örnólfur Árnason rithöfundur gaf út metsölubókina Á slóð kolkrabbans haustið 1991. Þar hélt hann því fram, að fámennur hópur kaupsýslumanna réði íslensku atvinnulífi og sæti yfir hlut annarra, og væri Halldór H. Jónsson húsateiknari helsti forvíg- ismaður hans. Gagnrýnendur sögðu, að Örnólfur gerði of mikið úr einum hópi á kostnað annarra, til dæmis þeirra kaupsýslumanna, sem ótengd- ir væru vinahópi Halldórs H. Jóns- sonar, að ógleymdri samvinnuhreyf- ingunni, sem var mjög öflug á Íslandi allt frá 1920 til 1990. En hvað sem öll- um ýkjum líður, hvarf þessi „kol- krabbi“ úr sögunni á síðasta áratug tuttugustu aldar, þótt hann gangi nú aftur í bók Boyes. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hver var kolkrabbinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.