Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Aukablað alla þriðjudaga Frábært atvinnutækifæri. Hesthús, reiðhöll og íbúð. Til sölu heil hesthúslengja við C-tröð 1 Víðidal Reykjavík, 340 ferm.,ásamt ca. 100 ferm. íbúð á efri hæð. Aðstaða eins og best verður á kosið. Þrjú sérgerði, stíur fyrir 18 hesta, reiðhöll 10m.x 15 m., þvotta- og þurrkaðstaða, stórt hlöðu og athafnapláss. Tilvalið fyrir tamningafólk, hestaleigu eða aðra starfsemi tengdri ferðamennsku. Fleiri myndir: http://solu-hestar.weebly.com/ Makaskipti á íbúð kemur til greina. Jón Egilsson hrl. S: 896-3677, 568-3737 Ólafur Arnarson hagfræðingur ritar grein í Morgunblaðið 18. júlí sl. undir yf- irskriftinni „Faðirvor- inu snúið upp á and- skotann“. Greinin á að heita svar Ólafs við grein minni í Morgunblaðinu frá 10. júlí sl. sem reynd- ar var beint að öðrum aðila sem birt hafði grein í Morgunblaðinu nokkru fyrr. Árna Páls lögin brjóta gegn stjórnarskrá Í grein minni frá 10. júlí sl. vék ég að setningu laga nr. 151/2010, svokallaðra Árna Páls laga, og þeirri sannfæringu minni að þau stæðust ekki stjórnarskrá hvað varðaði bráðabirgðaákvæði X sem skyldaði lánveitendur til að end- urreikna lögleg lán í erlendri mynt líkt og ólögleg væru. Af þessum sökum brytu lögin gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétt- indum lánveitenda. Ólafur finnur grein minni allt til foráttu. Reyndar má virða við Ólaf að í upphafi greinarinnar virðist hann ætla, á málefnalegan hátt, að gagnrýna grein mína með lög- fræðilegum rökum. En þegar örendið þrýtur grípur Ólafur til gamal- kunnra bragða með dylgjum og gíf- uryrðum. Fall í lögfræði og kristinfræði Ólafur gagnrýnir efnistök mín og það fordæmisgildi sem ég dreg af dómum Hæstaréttar nr. 600/ 2011 og 464/2012. Þeir dómar staðfesta að Árna Páls lögin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétt- indum. En þar sem þeir dómar fjalla um stjórnarskrárvarin rétt- indi lántaka, dregur Ólafur þá ályktun að fordæmisgildi dómanna taki alls ekki til stjórnarskrárvar- inna réttinda lánveitenda. Um þá afstöðu er það að segja að fordæmisgildi dóma Hæsta- réttar fer ekki eftir því hver máls- aðilinn er. Stjórnarskráin er fyrir alla. Fordæmisgildi fram- angreindra dóma Hæstaréttar liggur í því að Árna Páls lögin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum eignarréttindum, málsaðilinn skiptir ekki máli. Það gildir hið sama um fað- irvorið og dóma Hæstaréttar, þau taka jafnt til allra. Ólafur fellur því í lögfræðinni og því sem lak- ara er einnig í kristinfræðinni. Niðurstaða Úrskurðar- nefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki Ólafur þarf ekki að taka mín orð fyrir framangreindu. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki komst að sömu niðurstöðu þann 15. mars sl. Í úrskurði nefndarinnar nr. 198/ 2013 reyndi einmitt á það að lán- takandi krafðist þess að lán, sem óumdeilt var að félli undir bráða- birgðaákvæði X, yrði end- urreiknað. Lánveitandi mótmælti á þeim forsendum að bráðabirgða- ákvæði X bryti í bága við stjórn- arskrá að því er varðaði skyldu til endurreiknings á löglegu láni í er- lendri mynt. Niðurstaða úrskurðarnefnd- arinnar var einróma sú að hafna endurútreikningi lánsins á þeim forsendum að bráðabirgðaákvæði X í Árna Páls lögunum bryti gegn stjórnarskrá. Í niðurstöðu sinni segir úrskurðarnefndin eftirfar- andi: „Ágreiningur aðila lýtur að því hvort endurreikna beri lán sókn- araðila. Af þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina verður ekki annað ráðið en að umrætt lán sé lán í erlendum myntum. Hefur ekki verið sýnt fram á að skil- málar lánsins séu ólögmætir. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 600/2011 og 424/2012 verður sú afdráttarlausa ályktun dregin að þau lagaákvæði sem sóknaraðili vísar til, svipti varnaraðila ekki gildum kröfuréttindum sínum með afturvirkum hætti. Er því óhjákvæmilegt að hafna þeirri kröfu um endurreikning sem sóknaraðili hefur sett fram.“ Niðurstaða úrskurðarnefnd- arinnar, sem skipuð er af Neyt- endasamtökunum, fjármálafyr- irtækjum og efnahags- og viðskiptaráðuneyti, er afdrátt- arlaus og algjörlega í samræmi við afstöðu mína í fyrrnefndri grein frá 10. júlí sl. Aðdróttunum Ólafs um skiln- ingsleysi stjórnarmanna Dróma á lögum og reglu, þrátt fyrir há- skólanám, vísa ég á bug. En það eru vissulega gömul sannindi og ný að langt háskólanám nýtist ekki ávallt í leik og starfi, eins og Ólafur þekkir mörgum betur. Eftir Hlyn Jónsson »Hið sama gildir um faðirvorið og dóma Hæstaréttar, þau taka til allra. Ólafur fellur því bæði í lögfræðinni og kristinfræðinni. Hlynur Jónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður Að falla í lögfræði og kristinfræði Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgun- blaðsins og höfunda. Morgun- blaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítar- legar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Æ, ég ætlaði ekki að blanda mér í þessa umræðu sem nafni minn og frændi (ekki lýgur Íslendingabók) reið á vaðið með í liðinni viku. Hún var hreinlega of ofsafengin og ómálefnaleg til að ég hefði lyst á því. En ég læt mig hafa það. Ber þar tvennt til: eftir að nokkrir ofsa(trúar)menn viðruðu skoð- anir sínar í bæjarblöðunum og blogg- heimi komu aðrar raddir málefnalegri og hitt að mér var bent á að það gæti verið gagn og gaman að heyra meira frá múslimum varðandi „mosku- málið“. Þegar ég gerðist múslimi fyrir rúm- um tveimur áratugum var ég að taka til mín trúarbragð eða aðferðafræði til að vegsama skapara minn, að því er ég hélt í friði og spekt. Það þótti engum neitt stórmál, OK Óli orðinn múslimi, „so what“, það er hans mál. Nú er öld- in önnur. Það er iðulega ætlast til að ég gerist málsvari íslam og helst að ég haldi uppi vörnum fyrir voðaverk frömdum úti í heimi í nafni íslam. Ég er ekki að fara að gera það. Það er ekki mitt borð. Það er svipað og að biðja næsta kristna mann eða þjóðern- issinna að halda uppi vörnum fyrir Anders Breivik og hans verk. En mig langar hins vegar að koma fáeinum hlutum á framfæri. Þessa tvo áratugi hef ég ferðast töluvert um lönd múslima og eignast fjölmarga vini, til og með eiginkonu og fjölskyldu úr þeirri deild jarðar. Dvalið langdvölum í löndum eins og Pakistan, Óman, Marokkó og víða. Ekkert af öllu þessu fólki sem ég hef kynnst hefur verið hlynnt ofbeldisverkum eða öðrum glæpum. Ég hef þó séð kvikna hatur á hernaði Bandaríkjamanna í kjölfar árása og morða. Kynni mín af múslim- um hefur sýnt mér fram á að eins og hjá öðru fólki dreymir lang, langflesta það sama; frið og farsæld, að eiga í sig og á, og að koma börnum sínum á legg. Það sem flestir kalla hamingju. Þegar sá draumur brestur og bregst skeður hins vegar oftast eitthvað sorglegt, hvort sem viðkomandi er múslimi, kristinn, búddisti, aþeisti eða eitthvað allt annað. En ef einhver, einhvers staðar myndi mælast til að ég færi og dræpi mann og annan í nafni Allah, myndi ég hrista hausinn og benda við- komandi á að Allah er fullfær um það sjálfur … og svipað myndu þeir músl- imar sem ég þekki bregðast við. Nú moska eða ekki moska? Per- sónulega og prívat er mér alveg ná- kvæmlega sama, ég get tilbeðið skap- arann standandi á einum fæti úti á túni. Hinsvegar var okkur lofuð lóð fyrir mörgum árum ásamt nokkrum öðrum trúfélögum. Fulltrúar okkar hafa setið ótal fundi í alls kyns borg- arráðum þar sem aldrei hefur annað staðið til. T.d. voru fundir þegar nafni var borgarstjóri. Hann heyrðist aldrei tala á þessum ofstækisfullu nótum þá. Ekki um þetta málefni. Hann hafði öðrum hnöppum að hneppa. Mér dett- ur helst í hug að núna sé hann að reyna að koma sér aftur inní pólitíkina, þá köflóttu tík, með hressilega, krass- andi stefnuskrá. Gangi honum vel. Í höfuðborgum hinna Norður- landanna eru moskur. Okkur finnst oft gaman að miða okkur við þær. Í flest- um höfuðborgum heims eru moskur. Í allflestum borgum sem ég hef heim- sótt í múslimalöndunum er kirkjur, oft á bara nokkuð góðum lóðum. Ég hef engar áhyggjur af mosku eða mosku- leysi í Reykjavík. Ég er nokkuð viss um að slík bygging rís í fyllingu tím- ans, mörgum til gleði og augnayndis… Inshallah. Hins vegar sem faðir og afi hef ég talsverðar áhyggjur af ofbeldi, fordómum og ofsatrú, hvaða hug- myndafræði sem það þjónar. Nú er ramadan og þó nokkuð líf í bænahúsum múslima, ég býð hér með Ólafi og hinum köllunum í heimsókn í annað hvort bænahúsið eitthvert kvöldið til að sigrast á fordómunum og fá gott í gogginn. Salam. ÓLAFUR HALLDÓRSSON, Reykjavík. Moska? Frá Ólafi Halldórssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.