Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 18
BÆJARLÍFIÐ
Sigurður Sigmundsson
Uppsveitir Árnessýslu
Það hefur sannað sig rækilega nú í
sumar máltækið að „margir eiga allt
sitt undir sól og regni“. Kalt vor,
kaldur júní og votviðrasamur júlí-
mánuður hafa einkennt sumarið þar
til virkilega hlýnaði nú í byrjun vik-
unnar.
Örfáir þurrkdagar hafa þó kom-
ið inn á milli og hafa bændur, eink-
um kúabændur, náð heyjum með
nýjustu tækni, binda í plastumbúðir
eða setja í stæður. Spretta var eðli-
lega treg í þessari kuldatíð en nú er
víðast komin ágætis slægja nema
þar sem sauðfé var beitt á tún í vor.
Hlýindi og sólskin síðustu daga hafa
gert gæfumuninn, flestir ljúka fyrri
slætti í þessum brakandi þurrki sem
enn er þegar þetta er skrifað.
Háarspretta getur einnig orðið
þokkaleg ef hitastig verður við-
unandi næstu vikur. Dæmi eru um
að seinni sláttur sé hafinn.
Ólíklegt er að margir geti slegið
tún sín þrisvar svo sem verið hefur
síðastliðin ár. Kornbændur vilja sem
minnst segja um uppskeruhorfur en
sólfar og hiti skipta öllu máli varð-
andi góða uppskeru. Kornrækt er
hér veruleg og mikil verðmæta-
sköpun af henni.
Garðyrkjubændur hafa ekki
farið varhluta af veðráttunni. Seint
var hægt að sá og planta út forrækt-
uðum matjurtum. Vegna kuldans er
uppskera á rótargrænmeti um
tveimur vikum seinna en verið hefur
undanfarin ár. Þó er þetta misjafnt
eftir býlum. Garðlönd hafa verið afar
blaut og hreinlega ófær yfirferðar
suma daga. Það eru mikil umskipti
frá í fyrra þegar allt var að skrælna
úr þurrki og menn eyddu mikilli
orku og fé í að vökva garðana heilu
og hálfu næturnar. Margar tegundir
grænmetis eru þó óðum að koma á
markaði þessa dagana og eru garð-
yrkjubændur að fyllast bjartsýni um
góða uppskeru vegna hlýindanna að
undanförnu. Nægur er rakinn í jörð-
inni.
Ferðaþjónustan hefur heldur
ekki farið varhluta af veðráttunni.
Góð nýting er á gistingu en þeir sem
reka t.d. golfvelli, tjaldsvæði og
hestaleigur hafa fengið mun minni
aðsókn en undanfarin sumur. Ás-
borg Arnþórsdóttir ferðamála-
fulltrúi telur að allt að 600 þúsund
ferðamenn komi hér í uppsveitirnar
á þessu ári enda náttúruperlur og
sögustaðir víða hér um slóðir. Geysi-
legur fjöldi fólks vinnur við ferða-
þjónustuna og allt sem henni er
tengt. Frístundahús skipta þús-
undum og gefur augaleið að allt
þetta fólk þarf sína þjónustu. Um-
ferðarþungi er mikill þegar jafnvel
tugþúsundir bætast við íbúafjöld-
ann, einkum á góðviðrishelgum.
Mikið landgræðslustarf hefur
verið unnið á afréttum sveitarfélag-
anna á undanförnum árum. Um
miðjan júní fer jafnan hópur sjálf-
boðaliða inn á afréttarlöndin, dreifir
áburði og sáir í uppblásin svæði.
Þetta uppgræðslustarf hefur skilað
góðum árangri. Bændafólk hér ber
virðingu fyrir afréttarlöndum sínum
og gengur um þau af alúð og virð-
ingu. Nú í sumar hefur verið mikil
umferð um hálendið. Hestamenn
hafa verið fjölmargir og notið gæð-
inga sinna á stórbrotnum öræfunum.
Gist er í fjallaskálum sem eru marg-
ir vel búnir til að taka á móti þessum
hálendisförum.
Fjöldi sauðfjár á afréttunum er
mun minni en áður var og margir
áratugir eru síðan hætt var að reka
stóðhross á afréttina.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sumartíð Sláttur í Hvítárholti stóð sem hæst þegar fréttaritari var þar á ferð. Bræðratunga er handan Hvítár.
Mikilvægt að ná góðum heyjum
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
„Kartöflusprettan síðustu daga hefur verið mjög
góð. Það hefur verið hlýtt hér fyrir norðan og raki í
loftinu og það veit á gott. Ég reikna með að fyrstu kart-
öflurnar fari á markað strax eftir verslunarmanna-
helgi,“ segir Bergvin Jóhannsson á Áshóli við Eyja-
fjörð, formaður Landssambands kartöflubænda.
Fyrir norðan var fremur kalt í veðri fram eftir sumri
og sprettan því dræm. Síðustu vikuna hefur hins vegar
verið hlýrra en áður og þá dafnar allt.
„Markaðurinn tekur við öllu sem býðst og fólk er far-
ið að kalla eftir nýjum kartöflum í verslanir. Við gefum
þessu svona tíu daga, byrjum ekki fyrr en kartöflurnar
eru orðnar mátulega stórar og uppskeran tíföld,“ segir
Bergvin. sbs@mbl.is
Beðið eftir tífaldri uppskeru
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kartöflur Bergvin Jóhannsson segir sprettuna góða nú þegar vel viðrar.
Hlýtt og rakt í lofti Kartöfluspretta í Eyjafirði er góð
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Svo virðist sem aukin harka sé að
færast í umræður um aðalskipulag
borgarinnar sem gilda á til ársins
2030 en tillaga að því er nú á leið í
auglýsingaferli. Á borgarráðsfundi
síðastliðinn fimmtudag lögðu borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram
bókun þar sem fram kom hörð gagn-
rýni á aðalskipulagið, en það er sagt
lýsa þröngsýnum viðhorfum og að
fjölbreytileiki borgarinnar sé kæfður
niður. Þá benda þeir á að þar sé ekki
gert ráð fyrir að einbýlishús rísi í
Reykjavík til ársins 2030 auk þess
sem horfið verður frá fyrirætlunum
um framkvæmdir við samgöngu-
mannvirki næstu tíu árin.
Manneskjan í öndvegi
Í bókun sjálfstæðismanna segir:
„Tillaga að aðalskipulagi hefur verið
lengi í vinnslu og þess vegna hafa
fulltrúar allra flokka á einhverjum
tíma komið að þeirri vinnu. Það er þó
af og frá að í því felist að sú tillaga
sem nú er lögð fram sé sameiginleg
niðurstaða þeirra borgarfulltrúa og
annarra sem setið hafa fundi um að-
alskipulag. Tillaga sú sem hér er send
í auglýsingaferli hefur tekið veruleg-
um breytingum á þessu kjörtímabili
og þá ekki síst þegar kemur að borg-
arþróun og uppbyggingarsvæðum.
Borgarfulltrúar Besta flokksins og
Samfylkingarinnar fagna hins vegar
tillögum um aðalskipulag og í bókun
þeirra segir að tillagan marki tíma-
mót. Í bókun þeirra segir: „Með henni
er horfið frá bílmiðuðu skipulagi
borgarinnar og tekið upp skipulag
sem setur manneskjuna í öndvegi.“
Þá segir jafnframt: „Bókun Júlíusar
Vífils Ingvarssonar og Kjartans
Magnússonar kallar eftir fleiri mis-
lægum gatnamótum og frekari út-
þenslu byggðar. Það myndi auka um-
ferð í borginni og hverfum hennar,
auka mengun og samgöngukostnað
heimila. Þá er ástæða til að benda á að
víða er gert ráð fyrir að byggja megi
einbýli í tillögu að aðalskipulagi, einu
takmarkanirnar á því er að þau ein-
býli rísi innan núverandi þéttbýlis-
marka.“
Áfram deilt um
skipulagsmál
Tekist á um aðalskipulag í borgarráði
Segja að fjölbreytileiki sé kæfður
Morgunblaðið/Ernir
Skipulag Hart er deilt um aðal-
skipulag Reykjavíkurborgar.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
„Þetta er mögnuð
saga og vel skrifuð.“
SG / MBL
MARGFÖLDMETSÖLUBÓK
SPENNUSAGA
SUMARSINS
Metsölulisti
Eymundsson
KILJUR: 17.- 23.07.13
2.