Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2013 Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson er með bráðaofnæmi fyrir stungum skordýra. Hann lætur ofnæmið ekki aftra sér í starfi og vílar ekki fyrir sér að eyða geitungabúum úti um allan bæ. Steinar hefur samt vaðið fyrir neðan sig og geymir adrenalín- sprautu í bílnum sínum ef til þess kæmi að hann yrði stunginn. Hann hefur ekki verið stunginn af geit- ungi hingað til þrátt fyrir 10 ára reynslu af meindýrabransanum. Verður að bruna niður á spítala „Mýfluga stakk mig fyrir nokkr- um árum uppi í sveit og ég tútnaði allur út í kjölfarið. Ég leitaði til læknis og hann tilkynnti mér að það væru 99% líkur á að ég væri með bráðaofnæmi fyrir öllum skordýrastungum,“ segir Steinar en ekki er hægt að fullyrða með algerri vissu um afleiðingar af geitungastungu fyrr en stunga á sér stað. „Læknirinn skrifaði upp á adr- enalínsprautu fyrir mig þegar hann komst að því að ég starfaði sem meindýraeyðir.“ Steinar verð- ur að sprauta sig með adrenalíni eins fljótt og auðið er ef geitunur stingur hann og hann hefur um 30 mínútna frest til að koma sér á spítala áður en ofnæmisviðbrögð brjótast út. Geitungar valda oftast ofnæmi allra skordýra og ein stunga getur verið lífshættuleg fyrir þá sem eru með bráðaofnæmi. Bráðaofnæmi vegna geitunga eða býflugna er talið orsaka að minnsta kosti 50 dauðsföll árlega í Bandaríkjunum. „Ég fer varlega og keypti spes- græjur sem eru notaðar í Banda- ríkjunum til að drepa hinar grimmu „killer bees“ en það eru sérstaklega hættuleg dýr,“ segir Steinar. Hann telur sig vera eina meindýraeyðinn hér á landi sem notast við slíkan búnað við eyð- ingu geitungabúa. „Ég næ að halda betri fjarlægð frá búinu með slíkum búnaði og því er oftast lítil hætta á ferð. Ég neita því samt ekki að fólk verður oftast mjög hissa þegar ég segi því frá ofnæminu og það getur verið meiri spenna fólgin í því að fylgj- ast með mér við störf heldur en öðrum,“ segir Steinar en hann not- ast ekki við sérstakan hlífð- arbúnað við vinnu sína. „Þetta veitir mér aukaspennu við dagleg störf og þetta er bara mitt fallhlíf- arstökk.“ Adrenalínsprauta í bílnum  Meindýraeyðir með bráðaofnæmi fyrir geitungum Lifir á brúninni Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson lætur bráðaofnæmi ekki stoppa sig við útrýmingu geitungabúa. Þessi geitungabani hefur starfað sem meindýraeyðir í 10 ár án þess að vera stunginn af geitungi. Steinar Smári ákvað að gerast meindýrafræðingur vegna þess að hann var mjög hræddur við kóngulær og átti í vandræðum með að eyða þeim. „Ég átti rollur og ég átti erfitt með að gefa þeim því það var svo mikið af kóngulóm í fjárhúsunum og ég var með mikla „fóbíu“ fyrir þeim.“ Hefðbundið skordýraeitur sem Steinar keypti úti í búð virkaði ekki nægilega vel að hans mati. „Kóngulærnar birtust alltaf bara aftur hressar og kát- ar daginn eftir og því ákvað ég að gerast mein- dýraeyðir til að komast yfir sterkara skordýraeitur,“ segir Steinar en hann býður fólki upp á fyrirbyggjandi aðgerðir til að losna við kóngulær og flugur í kringum húsin sín. Með fóbíu fyrir kóngulóm STEINAR LÆTUR EKKERT SKORDÝR STOPPA SIG Steinar Smári Guðbergsson  Dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur, sem hefst 15. ágúst nk. og stendur í viku, hefur nú verið birt á heimasíðu hátíðarinnar, reykjavikjazz.is. Við- burðir hátíðarinnar verða á fjórða tug og meðal helstu listamanna sem leika á hátíðinni eru saxófónleikarinn Jos- hua Redman og kvartett hans, með Aaron Goldberg á píanó, Rueben Ro- gers á bassa og Gregory Hutchinson á trommur. Annar þekktur saxófónleik- ari, Mats Gustafsson, mun leika á há- tíðinni, hann hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Þá leika einnig franska harðkjarnasveitin Jean- Louis, sænska balkanpönksveitin Gad- jos og saxófónleikarinn Phil Doyle með hljómsveit Einars Scheving. Hol- lenski saxófónleikarinn Maarten Orn- stein flytur dúetta með Sunnu Gunn- laugs og Kristján Martinsson kemur fram með alþjóðlegri útgáfu K Tríós- ins, svo fátt eitt sé nefnt. Á fjórða tug viðburða á Jazzhátíð í ágúst  Leikritið Breaker eftir Sölku Guð- mundsdóttur verður sýnt á sviðs- listahátíðinni Edinburgh Fringe í ágúst, í samvinnu leikhópsins Soðið svið og Underbelly, eins stærsta fram- leiðanda hátíðarinnar sem veitti verk- inu The Underbelly Edinburgh- verðlaunin á hátíðinni Adelaide Fringe í Ástralíu í mars sl. Leikarar í sýning- unni eru Isabelle Joss og BAFTA- verðlaunahafinn Iain Robert- son. Breaker sýnt á Edinburgh Fringe 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fór oft til læknis með glóðarauga 2. Með 18,8 milljónir á mánuði 3. Gosling sótti kærustuna… 4. Eitt SMS getur valdið banaslysi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola og léttskýjað víðast hvar, en sums staðar síðdegisskúrir í innsveitum. Hiti víða 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. Á sunnudag og mánudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og allvíða skúrir. Heldur kólnandi veður, einkum norðantil. Á þriðjudag Norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag Norðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir austanlands, en léttskýjað og fremur hlýtt suðvestantil. Akureyringar munu eiga lið sem full- trúa í úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar úr- slitaleikurinn fer fram á Laugardals- velli 24. ágúst. Þór/KA kom sér þangað með 1:0-sigri á ríkjandi bik- armeisturum Stjörnunnar þar sem Sandra María Jessen skoraði sig- urmarkið. Í úrslitum mætir Þór/KA Breiðabliki sem sló út Fylki. »2 Sandra kom Þór/KA í bikarúrslit í fyrsta sinn Haraldur Franklín Magnús úr GR og Guðrún Brá Björgvins- dóttir úr Keili eru með nokkuð gott forskot þegar Íslands- mótið í höggleik er hálfnað á Korpúlfsstöðum. Haraldur er með fimm högga forskot og Guðrún er með fjögurra högga forskot. Í dag verður mjög áhugaverður ráshópur hjá körlunum þegar Haraldur leik- ur með Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafi Birni Loftssyni. »1 Gott forskot Har- aldar og Guðrúnar „Ég hef ekki enn áttað mig á hvað gerðist. Maður er bara í lausu lofti ennþá og kveikir ekki alveg á per- unni,“ segir kampakátur Helgi Sveinsson spjótkastari meðal ann- ars í samtali við Morgunblaðið en hann varð heims- meistari í flokki F42 á HM fatl- aðra í frjáls- íþróttum í Lyon á fimmtudaginn. »4 Heimsmeistari reynir að ná áttum eftir afrekið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.