Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Ein vika í útsölulok - Enn meiri verðlækkun Morgunblaðið/Ernir Drusluganga Þrjú þúsund manns mættu í Druslugönguna árið 2011 og fimm þúsund manns mættu árið 2012. hvernig þær klæddu sig svo þær lentu ekki í því að verða fórnar- lömb nauðgana. Í kjölfarið af því spruttu fram mikil mótmæli í Kanada og Druslugangan, eða „Slut Walk“ eins og hún var köll- uð, var haldin í fyrsta skiptið þá. Í kjölfarið var farið að gera slíkt hið sama í mörgum löndum og þar á meðal á Íslandi. Druslugangan var því haldin hér á landi í fyrsta skiptið árið 2011 og þá mættu um þrjú þúsund manns,“ segir María Rut Kristinsdóttir, ein af skipu- leggjendum Druslugöngunnar í ár sem fer fram í dag klukkan 14. Fá málefnið upp á yfirborðið „Í fyrra var þemað meint Drusluganga, það var svona ádeila á það hvernig talað er um meintar nauðganir í þessum málum. Það er til dæmis aldrei talað um meintan ofbeldismann eða meintan þjóf eða hvernig sem það er. Þá mættu fimm þúsund manns. Í ár er ekk- ert sérstakt þema en við erum í raun bara að reyna að höfða til fólks að við sem samfélag þurfum að taka beinharða afstöðu gegn þessum glæpum. Með því að færa þennan málaflokk upp á yfirborðið og tala hispurslaust um þetta, þá getum við haft áhrif. Við verðum að viðurkenna þennan vanda og að þetta gerist því miður allt of oft. Tölfræðin segir að það hafi rosa- lega margir lent í einhverskonar misnotkun og það er okkar að breyta því,“ segir María Rut. „Við trúum því að með því að vera hávær og koma saman og labba Druslugönguna séum við hægt og rólega að hafa áhrif. Draumastaðan væri náttúrlega sú að við þyrftum ekki að fara í Druslugöngu. Með því að vera op- inber erum við að segja að þetta sé ekki eitthvert einkamál eða leyndarmál sem einhver einn ein- staklingur þarf að bera inni í sér og þar af leiðandi bera ábyrgð á gjörðum annarra. Við vonumst til þess að þetta hætti að vera svona Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Druslugangan er í raun-inni komin til vegnadómsmáls í Kanada árið2011 þar sem yfirmaður í lögreglunni sagði að stelpur þyrftu að fara að hugsa út í það mikið feimnismál og þegar ein- staklingur lendir í svona hryllileg- um aðstæðum, að hann segi þá hispurslaust frá því án þess að skammast sín í eina sekúndu. Það er útópíska staðan,“ segir hún. Tímasetning ekki tilviljun „Það er engin tilviljun að gangan er svona skömmu fyrir Þjóðhátíð, það er alveg útpælt. Við viljum vekja samfélagið til um- hugsunar og hvetja fólk til að loka ekki augunum gagnvart því að þetta er að gerast. Ein nauðgun er ekki bara einhver frétt sem síð- an deyr. Þetta eru einstaklingar sem þurfa að takast á við afleið- ingarnar af þessu og þetta reynir líka á fjölskyldur viðkomandi. Þessir einstaklingar fá oft áfalla- streituröskun og missa til dæmis úr vinnu eða hætta í námi. Það eru því rosalega margir fletir á þessu, þetta er ekki bara það að verða fyrir nauðgun og svo heldur lífið áfram. Það eru miklir sálræn- ir erfiðleikar sem geta fylgt þessu og þetta er grafalvarlegt mál. Það er samfélagsins að horfast í augu Það lætur enginn nauðga sér Druslugangan verður gengin þriðja árið í röð hér á landi í dag en hún mun fara fram í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. María Rut Kristinsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir mikla þörf á viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Morgunblaðið/RAX Ræða María Rut er ein þeirra sem munu ávarpa viðstadda á Austurvelli. Kaffistofan á Hverfisgötunni heldur áfram að skemmta listunnendum með skemmtilegum viðburðum en í dag verður opnuð sýningin Saman er- um við enginn eftir þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Ragnheiði Maí- sól Sturludóttur. Sýningin, sem hefst klukkan hálf fimm, verður einungis opin í dag, en um er að ræða nokkurs konar upplifunarrannsókn þar sem áhorfendur fá að taka þátt í við- burðum og athöfnum sem listakon- urnar hafa skipulagt. Saman rannsaka þær stöllur hverf- andi upplifanir, barnslega gleði og hið óvænta. Í tengslum við þetta skoða þær hefðir sem tengjast af- mælum, viðburðum og veisluhöldum. Í lýsingu segir til dæmis að allir eigi sama afmælisdaginn í Kóreu og að á áramótunum verða allir árinu eldri. Hægt er að kynna sér verkefni þeirra betur á vefsíðunum ragnheidur- harpa.com og ragnheidurmaisol.com. Vefsíðan www.ragnheidurharpa.com Morgunblaðið/Ernir Sýning Hægt er að sjá margt skemmtilegt í Kaffistofunni á Hverfisgötunni. Barnsleg gleði í Kaffistofunni Í kvöld verður lokakvöld svokallaðra Hausa á Faktorý en kvöldin eru þekkt fyrir mikla trommu- og bassagleði. Um leið og Hausar kveðja Faktorý fagna þeir einnig eins árs afmælis en fyrsta kvöldið var einmitt haldið fyrir ári og því verður von á miklu fjöri. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta þurfa ekki að örvænta því viðburð- inum verður einnig útvarpað beint á útvarpstöðinni FLASS XTRA 101,5 og á netinu. Meðal plötusnúða sem munu taka þátt í kvöldinu eru þeir Croax, Nightshock, Ben og Suspect: B. Endilega... ... fagnið með Hausum Morgunblaðið/Eggert Stuð Hausar verða á Faktorý í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.