Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 STANGVEIÐI Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rífandi fín laxveiði hefur verið í Húseyjarkvísl í Skagafirði síðustu daga, en þar er aðeins veitt á tvær stangir. Eru yfir 150 laxar komnir á land sem þykir mjög gott saman- borið við síðustu ár. Hafa veiðimenn verið áþreifanlega varir við öflugar göngur síðustu vikuna en allt að 12 laxar hafa veiðst þar á dag. Fyrr í vikunni var stórstreymt og virðist straumurinn hafa skilað sterkum göngum víðast hvar. Komu t.a.m. 12 laxar á land í Vatnsdalsá 23. júlí síðastliðinn en daginn eftir var hins vegar rífandi veiði og veidd- ust 36 laxar á sjö stangir. Veiðimenn segja mikið vatn vera í ánni en fiskur er á öllum svæðum og veiði mest á efri svæðum árinnar. Gljúfurá í Húnaþingi, sem er mitt á milli Vatnsdalsár og Víðidalsár, er mjög lítið veidd í sumar en göngur í ána voru með allra versta móti í fyrra þegar einungis 17 laxar fóru í gegnum teljarann samanborið við 70 nú. Stefnir því í mjög fína hrygningu í Gljúfurá í ár. Lúsugur lax hvern einasta dag Jón Ásgeir Sigurvinsson, veiði- vörður í Norðurá, segir síðustu holl hafa fengið 125 laxa en hollið þar á undan var með 268 laxa. Norðurá rauf 2.000 laxa múrinn fyrir viku en samkvæmt nýjustu tölum þaðan hafa 2.285 laxar veiðst. „Mest er þetta fiskur á bilinu 60 til 70 cm. Það er samt enn að koma inn fiskur sem er stærri en 70 cm. Í síð- ustu viku veiddist grálúsug 80 cm hrygna,“ segir Jón Ásgeir og bætir við að nóg sé af fiski í Norðurá en fyrr í vikunni fóru um 300 fiskar í gegnum teljarann við Glanna. „Menn eru að fá lúsugan lax upp á hvern einasta dag svo ég held að horfurnar séu mjög góðar.“ Jóhannes Hinriksson, fram- kvæmdastjóri Veiðifélags Ytri- Rangár, segir stóra strauminn í vik- unni greinilega vera að skila sér. „Í gær [fyrradag] var svakalega flottur dagur með 68 löxum á land,“ segir Jóhannes en það er ekki end- anleg tala dagsins því ekki höfðu borist veiðitölur frá neðsta svæði ár- innar þegar Morgunblaðið náði af honum tali. „Ef að þessi vika heldur áfram að vera góð, þá verður þetta stærra en í fyrra,“ segir Jóhannes og bætir við að enn sé talsvert af stórlaxi að ganga í ána. Aðspurður segir hann stærsta lax sumarsins til þessa vera 97 cm. „En það eru margir yfir 90 cm og fullt af 80 cm löxum.“ Einar Lúðvíksson, umsjónar- maður Eystri-Rangár, segir að um 500 stórlaxar séu komnir á land. „Það voru miklar göngur í gær [fyrradag], besti dagur sumarsins með 58 laxa,“ segir Einar en um 80% af veiddum fiski í ánni er að sögn hans stórlax. „Ég myndi halda að Eystri-Rangá sé nú önnur stærsta stórlaxaá landsins á eftir Blöndu,“ segir Einar en alls eru um 1.500 lax- ar komnir á land í Blöndu. Fram til þessa hefur því stórlaxinn verið mest áberandi í Eystri-Rangá. Á Suður-, Austur- og Norðaustur- landi hefur smálaxinn verið heldur seinna á ferðinni í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Segir Einar fremur svölu sumri um að kenna. „Það eru miklu kraftmeiri smálax- agöngur á Vesturlandi enda hefur verið hlýrra þar.“ Lax í hverjum hyl Arnar Agnarsson, leiðsögumaður í Laxá á Ásum, segir vel yfir 400 laxa komna á land. „Við erum að vonast til þess að komast yfir 1.000 laxa. Það er rosalega gott vatn í ánni,“ segir Arnar en nýlega veiddu veiði- menn þar 117 laxa á einungis þrem- ur dögum. „Það virðist sem gömlu Ásagöngurnar séu komnar aftur en þetta er alveg verulega vel haldinn og flottur lax.“ Áin er að gefa vel á öllum svæðum þetta sumarið en það hefur ekki verið raunin undanfarin ár. „Það má segja að það sé lax í hverjum hyl.“ Stórlaxar ráða ríkjum í Eystri-Rangá  Smálaxinn heldur seinna á ferðinni í ár  Veiðimenn tóku 117 laxa á land á þremur dögum í Laxá á Ásum  Norðurá trónir á toppnum með 2.285 laxa  Útlit fyrir fína hrygningu í Gljúfurá Fagmaður Tryggvi Þór Hilmarsson með myndarlegan lax sem hann veiddi nýverið í Eystri-Rangá en hrygnan reyndist vera rúmlega fjórtán pund. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (15) Þverá-Kjarrá (14) Blanda (14) Langá (12) Haffjarðará (6) Miðfjarðará (10) Ytri-Rangá & Hólsá, V. (20) Elliðaárnar (6) Grímsá og Tunguá (8) Eystri-Rangá (18) Flókadalsá (3) Hítará (6) Laxá í Kjós (10) Laxá í Leirársveit (6) Laxá á Ásum(2) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 685 402 675 490 668 553 935 620 239 908 197 320 218 148 92 Staðan 24. júlí 2013 2285 1857 1471 1175 1145 1101 847 697 680 645 522 480 461 431 425 Hvern ætlar þú að gleðja í dag Landsliðsnefnd LH og liðsstjóri ís- lenska landsliðsins hafa tilkynnt breytingar á landsliði Íslands í hesta- íþróttum. Vegna veikinda getur Oliver frá Kvistum ekki tekið þátt í heimsmeist- aramótinu í Berlín í næsta mánuði. Eigendur og dýralæknar tóku þessa ákvörðun með velferð hestsins í huga. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir ís- lenska liðið og knapa Olivers, Daníel Jónsson, sem verður þar af leiðandi ekki með á HM,“ segir í tilkynningu. Inn í liðið kemur því varahestur og það er Hetta frá Ketilsstöðum undir stjórn Hauks Tryggvasonar. Haukur og Hetta hafa verið að gera það gott í keppnum síðustu misserin og unnu þau m.a. fimmganginn á þýska meist- aramótinu á dögunum. Haukur mun verða skráður í F1, T1 og gæð- ingaskeið. Önnur breyting verður á liði Ís- lands, en Eyjólfur Þorsteinsson mun fara með Kraft frá Efri-Þverá en ekki Spyrnu frá Vindási. Kraftur er búinn að vera varahestur Eyjólfs í gegnum þetta ferli og nú er komið í ljós að hann mun þurfa að skipta um hest þar sem Spyrna er með áverka á fæti sem trúnaðardýralæknir liðsins telur það alvarlegan að ekki sé skyn- samlegt að fara með hana út. Eyjólf- ur verður skráður í F1, T2 og skeið- greinar á Krafti. „Fall er fararheill og liðið mun von- andi einungis eflast við þessi skakka- föll,“ segir í tilkynningunni. HM farar Landslið Íslands í hestaíþróttum sem mun keppa í Berlín. Breytingar á lands- liði í hestaíþróttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.