Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Tríó Sunnu Gunnlaugs var að gefa
út nýjan plötu sem ber titilinn Dis-
tilled. „Þessi plata er sú áttunda sem
ég gef út en sú þriðja með þessari
hljómsveit,“
segir Sunna en
ásamt henni
skipa tríóið þeir
Þorgrímur
Jónsson bassa-
leikari og Scott
McLaemore
trommuleikari.
Tónlist Sunnu hefur verið lýst
sem íhugulli og rólegri djasstónlist
en nýja platan er framhald af plötu
tríósins frá árinu 2011 sem nefnist
Long Pair Bond. „Við fengum tölu-
verða athygli fyrir síðustu plötu en
hún var m.a. valin plata mánaðarins
af gagnrýnendum í Japan, fékk
fimm stjörnur í austurísku tónlist-
arblaði og við fengum góða dóma
víða um heim. Nýja platan er því
rökrétt framhald af Long Pair Bond
og tónlistin er á svipuðum nótum
þ.e.a.s. ákveðin kyrrð er í henni og
hugulsemi.“
Norska dagblaðið Aftenposten gaf
síðustu plötu Tíós Sunnu Gunnlaugs
fjórar stjörnur af fimm og hefur
nýja platan sem kom út 19. júlí síð-
astliðinn einnig fengið góða dóma
m.a. á netinu frá djassáhugamönn-
um og gagnrýnendum sem hlustað
hafa á plötuna.
Meiri kraftur í New York
Sunna hefur lengi haft áhuga á
djasstónlist og segir hún að áhuginn
hafi fyrst vaknað þegar hún heyrði
djass í dagskrárlok í sjónvarpinu
þegar hún var yngri. „Takturinn og
hljómurinn í djassinum heillaði mig
strax og ég fór ung að lesa mig til
um tónlist og tónlistarmenn. Það má
því segja að djassáhuginn hafi vakn-
að á unglingsárum mínum og þegar
ég var 18 ára gömul fór ég að læra
djasspíanóleik og fór svo í frekara
nám til Bandaríkjanna.“
Sunna lærði og bjó í New York í
Bandaríkjunum og segir hún borg-
ina vera gott umhverfi fyrir lista-
menn enda mikil skapandi orka í
borginni.
„Ég ætlaði mér aldrei að vera í
Bandaríkjunum til lengri tíma. Dvöl-
in varð þó lengri en ég hafði áformað
og ég bjó í New York í tólf ár og
kynntist m.a. eiginmanni mínum úti
en hann flutti svo hingað heim til Ís-
lands með mér árið 2005,“ segir
Sunna en að hennar mati var aldrei
spurning um það hvort hún kæmi
aftur heim til Íslands.
„Það er allt öðruvísi að búa í New
York heldur en á Íslandi. Þegar ég
bjó úti snerist allt um tónlistina og
allur dagurinn hjá mér fór í tónlist-
ina mína og að koma mér á framfæri.
Hér heima er meiri stuðningur frá
hinu opinbera til menningastarfs og
listamenn eiga meiri möguleika á
stuðningi hér en í Bandaríkjunum.
Þá finnst mér menningarlífið hér
mjög spennandi og það er mikið um
hátíðir og menningarviðburði á Ís-
landi. Þó mættu vera fleiri tækifæri
fyrir djasstónlistina á Íslandi og það
sárvatnar minni tónleikastaði í
Reykjavík.“
Tilvalin tónlist í rólegu rými
Tríó Sunnu Gunnlaugs spilar á
tónleikaröð Stykkishólmskirkju
miðvikudaginn 31. júlí. „Ég hef spil-
að áður í kirkjunni og hljómburð-
urinn hentar okkar vel enda er tón-
listin hugræn og róleg. Það er ekki
alltaf sem djass hentar vel í kirkju-
byggingum og myndi t.d. sá hljómur
sem var á mörgum fyrri diskum
mínum, þ.e. orkumikill og ákafur,
ekki henta vel fyrir hljómburð í
stóru opnu rými eins og kirkju,“ seg-
ir Sunna og bendir á að það fari mik-
ið eftir tónlistarrýminu hvernig tón-
listin kemur frá flytjandanum. „Það
kemur fyrir að þú þarft að spila í
gegnum klið áheyrenda en það getur
gerst á minni stöðum eða klúbbum
þar sem fólk er komið til að tala
saman og skemmta sér í bland við að
hlusta á tónlistina.“
Tríó Sunnu ætlar að fara um land-
ið í september og verður það þá út-
gáfutónleikaröð tríósins.
Allt snerist um tónlist
Tríóið Sunna Gunnlaugs ásamt Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLaemore trommuleikara.
Tríó Sunnu Gunnlaugs spilar í Stykkishólmskirkju á
miðvikudaginn Nýbúin að gefa út plötuna Distilled
Verk eftir íslenska listmálarann
Arnór Bieltvedt prýða sumarsýn-
ingu listhússins Galerie Beeldkracht
í Groningen í Hollandi en sl. sex ár
hafa verk hans verið kynnt reglu-
lega þar. Galleríið er með einkarétt
á sölu á verkum Arnórs í Evrópu. Á
sumarsýningunni getur að líta
landslags- og blómamyndir eftir
Arnór auk verka eftir þrjá hollenska
listamenn, þá Sjer Jacobs, Adri
Dijkhorst og Gosia Bolwijn.
Fjallað var um verk Arnórs í sum-
arútgáfu myndlistarritsins The Art-
ist Catalogue en ritið kynnir árs-
fjórðungslega 12 listamenn sem
starfa í Bandaríkjunum. Arnar býr í
Pasadena í Kaliforníu og sinnir þar
listsköpun og kennslu. Verk hans
eru kynnt í fleiri galleríum, í Dan-
mörku, Bandaríkjunum og á Íslandi
en það er Gallerí Bakarí sem sýnir
verk hans hér á landi.
Arnór á sumarsýningu
Beeldkracht í Groningen
Tide Rock Hluti málverks eftir Arn-
ór sem hann gerði á þessu ári.
Gestalistamenn SÍM, Samtaka ís-
lenskra myndlistarmanna, opnuðu í
gær örsýninguna Windshift í sal
SÍM-hússins, Hafnarstræti 16.
Listamennirnir koma frá ýmsum
löndum, þau Immo Eyser, John
Steck Jr, Karen Stentaford, Marty-
nas Petreikis, Minna Maria Kurj-
enluoma, Petra Valdimarsdóttir,
Sara Sinclair og Thais Graciotti.
Petra er eini Íslendingurinn meðal
sýnenda sem koma frá ýmsum lönd-
um.
Frekari fróðleik um gestalista-
mennina má finna á sim.is.
Örsýning gestalistamanna í
sýningarsal SÍM-hússins
Sýning Sýningarsalurinn er í hús-
næði SÍM, Hafnarstræti 16.
Sýningin Subtitles verður opnuð í
herbergi 403 á Hótel Holti í dag kl.
17 og mun hún aðeins standa til
miðnættis. Á henni sýna þýsku
listamennirnir Eva Kretschmer og
Ulrike Olms.
Um sýninguna segir í tilkynningu
að hún sé e.k. „pop-up“-sýning sem
verði ekki endurtekin, í það
minnsta ekki hér á landi.
Eva og Ulrike hafa dvalið í
Reykjavík síðastliðnar sex vikur og
hafa unnið að verki byggðu á göml-
um ljósmyndum sem þær hafa safn-
að frá einstaklingum, m.a. á Íslandi.
Á sýningunni verða myndir sem
þær hafa safnað á Íslandi með text-
um sem þær og aðrir hafa bætt við
myndirnar. Auk þess sýna þær stutt
myndbandsverk kl. 17.30 í sjón-
varpi svítunnar og munu þær
kynna þar vinnu sína.
Sýning eina
kvöldstund
Sýningaröðin
Matur er manns
gaman heldur
áfram göngu
sinni í Leir7 í
Stykkishólmi og í
dag kl. 14 verður
fjórða sýning
raðarinnar opn-
uð og ber hún yf-
irskriftina Af
jörðu. Á henni
sýna myndlistarmennirnir Helgi
Þorgils Friðjónsson og Birgir Snæ-
björn Birgisson og sameinast um
e.k. upphaf, eins og segir í tilkynn-
ingu. Matur er meginþema sýninga-
raðarinnar, eins og yfirskrift henn-
ar gefur til kynna.
„Helgi Þorgils fæst hér við æv-
intýri án aga og reglu, sýnir m.a.
verk þar sem loðnur stefna inn á
svið óravídda og
upphafs hug-
mynda,“ segir
um verk Helga.
Um Birgi segir
að hann tengi
verk sín mál-
verkinu „Beinin
hennar Stjörnu“
sem Finnur Jóns-
son málaði árið
1934. „Upphafin
hvít hestabein sem lágu á víðavangi
Dalanna hafa bæði í sér frelsun og
föngun minninga. Verkin eru unnin
í ólík efni, keramik, málverk og
bein,“ segir Birgir m.a. um verk
sín. Sýningin stendur til 19. ágúst
og eru allir velkomnir. Leir7 er fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í ramleiðslu
á nytjahlutum og listmunum úr ís-
lenskum leir og er að Aðalgötu 20.
Helgi og Birgir sýna saman
í Leir7 í Stykkishólmi
Birgir Snæbjörn
Birgisson
Helgi Þorgils
Friðjónsson
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands:
Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár
Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu:
Handritin: Nokkur af merkustu skinnhandritum Íslendinga.
Þúsund ár: Fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
Safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is www.thjodmenning.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga í Þjóðminjasafni 10-17, Þjóðmenningarhúsi 11-17
Óvænt kynni
- Innreið nútímans í íslenska hönnun
(7.6.-13.10.2013)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
GERSEMAR 18.5.-25.8. 2013
MEMENTO MORI - SARA RIEL 5.7.-25.8.2013
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 28. júlí kl. 14 - Sara Riel myndlistarmaður.
SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti.
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. Opið á fimmtudögum til kl. 20.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN
Opið þriðjudag-fimmtudag kl. 11-14, sunnudag 13-16
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands
SUMARTÓNLEIKAR - þriðjudaginn 30. júlí kl. 20:30 - Hulda Jónsdóttir fiðla.
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Tilvist
Eiríkur Smith
olíumálverk og
vatnslitamyndir
frá 1968 - 1982
Opið 12-17, fim. 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis