Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 BAKSVIÐ Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sent 13 alþjóðlegum bönkum og tveimur þjónustuaðilum andmælabréf vegna mögulegs ólög- mæts samráðs er varðar verðmynd- un og aðgang nýrra aðila að mark- aði með skuldatryggingaafleiður. Í fréttatilkynningu segir að sam- keppnisdeild framkvæmdastjórnar- innar hafi hafið rannsókn á málinu í apríl 2011 og hafi nú komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að bankarnir hafi mögulega brotið samkeppnislög. Er talið að þeir hafi haft ólögmætt samráð og með þeim hætti hindrað aðgang nýrra aðila að markaðinum á árunum 2006 til 2009. Skuldatryggingar í deiglunni Mikið hefur verið rætt um við- skipti með skuldatryggingar hér á landi, bæði á árunum fyrir og eftir hrun. Skuldatrygging er sérstakur samningur sem gerir kaupendum skuldabréfa kleift að verja skuldina sína og tryggja sig þannig fyrir vanskilum. Til upprifjunar gaf Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, þá skýringu á falli bankans að skuldatryggingarálag hans hefði hækkað þrátt fyrir góða stöðu bankans. Sagði hann að menn hefðu verið að spila með skulda- tryggingar á markaðinum og dreift með markvissum hætti rógburði um bankann. Framkvæmdastjórn ESB segir samráðið ekki einungis hafa hækk- að kostnað og fækkað valkostum fyrir fjárfesta heldur gert fjármála- kerfið berskjaldaðra fyrir áföllum en ella. Í raun hafi það magnað áhrifin af falli bandaríska fjárfest- ingarbankans Lehman Brothers. Bankarnir þrettán fá nú tækifæri til að svara ásökunum fram- kvæmdastjórnarinnar. Alþjóðlegir bankar sakaðir um samráð  Sakaðir um samráð á markaði með skuldatryggingar AFP Afleiðuviðskipti Mikill vöxtur var í viðskiptum með svokallaðar skulda- tryggingar (e. Credit Default Swaps) og afleiður þeim tengdar fyrir hrun. Skuldatryggingar » Framkvæmdastjórn ESB hefur sent 13 bönkum and- mælabréf vegna mögulegs ólögmæts samráðs á markaði. » Talið er að þeir hafi hindrað aðgang nýrra aðila. » Skuldatrygging er sérstakur samningur sem gerir kaup- endum skuldabréf mögulegt að tryggja sig fyrir vanskilum. Harðar deilur eru uppi um hver eigi að taka við starfi Bens Bernanke, bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, en skipunartími hans rennur út í janúar. Horft hefur verið til Lawrence Summ- ers, fyrrverandi fjármálaráð- herra í stjórnartíð Bill Clintons. Lawrence hefur lítið tjáð sig um peningamálastefnu seðlabankans eftir bankahrunið 2008 en í frétt Financial Times segir að í apríl hafi hann gagnrýnt aðgerðir seðlabankans og sagt að þær hafi ekki tilskilin áhrif á hag- kerfið. Mikil andstaða er innan Demó- krataflokksins við því að Sum- mers taki við starfinu en margir hafa gagnrýnt baráttu hans fyrir afnámi Glass-Steagall laganna svokölluðu, sem skildu að rekstur fjárfestinga- og viðskiptabanka. Þá hefur starf hans í þágu fjár- festingasjóða vakið tortryggni. Heimildir Financial Times herma að hópur þingmanna úr röðum demókrata hafi dreift bréfi þar sem þeir lýsa stuðningi við að Janet Yellen, aðstoðar- bankastjóri seðlabankans, verði skipuð í embættið. kij@mbl.is Deilur um eftirmann Bernanke  Nýr bankastjóri skipaður í vetur Ben Bernanke Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Alþjóðlega matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s breytti í gær horfum fyrir lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Ísland er áfram með lánshæfiseinkunnina BBB-. Í tilkynningu frá Standard & Poor’s segir að ef skuldir heimil- anna verði lækkaðar, eins og fyr- irhugað er, þá geti það aukið þrýst- ing á fjármál hins opinbera. Segir fyrirtækið að þriðjungslíkur séu á því að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verði lækkuð á næstu tveimur árum. Verði það að veru- leika mun það þýða að skuldabréf ríkissjóðs falli í ruslflokk. Gæti dregið úr trausti Í tilkynningu fjallar matsfyrir- tækið um þá tíu liða aðgerðaáætlun, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra hyggst leggja fram, sem varða „nauðsynlegar að- gerðir vegna stöðu heimilanna“, eins og Sigmundur orðaði það í fyrstu stefnuræðu sinni sem for- sætisráðherra. Segir Standard & Poor’s umfang aðgerðanna, sem og heildarkostnaðinn, ekki liggja fyrir en mikil fjárhagsleg áhætta sé fólg- in í því að auka skuldir hins op- inbera með svo verulegum hætti. Þá segir matsfyrirtækið að ef sú leið verði farin að fjármagna skuldaleið- réttingar með því að láta erlenda kröfuhafa gömlu bankanna taka á sig miklar afskriftir gæti það dregið úr trausti erlendra fjárfesta á Ís- landi og tafið fyrir afnámi gjaldeyr- ishafta. Að mati fyrirtækisins gæti skuldaeftirgjöfin margumtalaða numið að minnsta kosti 10% af vergri landsframleiðslu Íslands. Matsfyrirtækið segir að fjölmörg tækifæri í íslensku efnahagslífi séu til staðar en að sá gríðarlegi skulda- vandi, sem ríkið glímir við, dragi lánshæfismatið niður og takmarki frekari vaxtarmöguleika. Það er mat fyrirtækisins að vöxt- ur hagkerfisins verði 2 prósent á ár- unum 2013 til 2016. Útflutningsgeir- inn fari vaxandi bæði vegna sterkrar stöðu ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins. Til lengri tíma litið muni hagvöxturinn ráðast að mestu leyti af fjárfestingum, en í dag ríkir, að sögn fyrirtækisins, mikil óvissa meðal annars vegna veiðigjalda, orkuverðs og gjaldeyr- ishafta. Setur strik í reikninginn Fyrr í mánuðinum gaf matsfyr- irtækið Moody’s út skýrslu um Ís- land en fyrirtækið ákvað að halda lánshæfiseinkunn ríkisins óbreyttri. Rétt eins og Standard & Poor’s seg- ir Moody’s alvarlega stöðu íslenska ríkisins setja strik í reikninginn og að fjárhagslegur styrkur þess sé lít- ill vegna skuldavandans. Stærsti áhættuþátturinn, að mati Moody’s, sé þó afnám hafta. S&P varar við skuldaleiðréttingum  Horfur úr stöðugu í neikvætt  Gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Ómar Sigmundur Horfur á lánshæfi rík- isins úr stöðugu í neikvætt. Tekjuhæsta tæknifyrirtæki heims, Samsung Electronics, hagnaðist um 6,96 milljarða Bandaríkjadala, and- virði um 840 milljarða króna, á tímabilinu frá apríl til júní. Það er 49,7% aukning frá sama tímabili í fyrra, eftir því sem fram kemur á fréttavef Reuters. Hins vegar jukust tekjur tækni- risans ekki jafn mikið á milli ára og segja sérfræðingar á snjallsíma- markaðinum það til marks um að markaðurinn sé að mettast. Afkoman á þessum ársfjórðungi er í samræmi við væntingar stjórn- enda Samsung og er búist við að af- koman verði áfram góð. Þeir benda aftur á móti á að enn sé lægð á mörkuðum í Evrópu og þess vegna sé erfitt að gera áætlanir til lengri tíma. Alls seldi Samsung 107 milljón farsíma á tímabilinu frá apríl til júní en á sama tíma seldi Nokia 61,1 milljón síma og Apple 31,2 millj- ónir. kij@mbl.is Hagnaður Samsung eykst AFP Samsung Hagnaður eykst milli ára. ● Síðastliðna tólf mánuði hefur ávöxt- un sjóðsins GAMMA: Total Return Fund, sem rekinn er af GAM Management, verið tæplega 17% en á sama tíma hef- ur verðbólga verið 3,8%. Í frétt á vefsíðu GAMMA segir að góð ávöxtun hafi verið á skulda- og hluta- bréfamarkaði undanfarnar vikur en sem dæmi hefur skuldabréfavísitala GAMMA hækkað um 1,8% seinasta mánuðinn og hlutabréfavísitala fé- lagsins um 4,3%. Í GAMMA: Total Return Fund er fjár- fest að meginhluta í skráðum skulda- bréfum og hlutabréfum en mikil eigna- dreifing einkennir eignasafn sjóðsins. Valdimar Ármann stýrir sjóðnum. Góður árangur hjá GAMMA sjóði ● Nýherji tapaði 986 milljónum króna á fyrri árs- helmingi þessa árs samanborið við 15 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Í frétta- tilkynningu segir Þórður Sverr- isson, forstjóri Ný- herja, tvennt hafa einkennt uppgjör fyrri árshelmings. „Annars vegar er 835 m.kr. gjaldfærsla á eignfærðri við- skiptavild Applicon A/S í Danmörku, en áætlanir um afkomu hafa ekki geng- ið eftir.“ Hins vegar sé afkoman góð og samkvæmt áætlun af innlendum rekstri. Þegar litið er fram hjá áð- urnefndri gjaldfærslu nemur tapið um 150 milljónum. Tapar 986 milljónum Þórður Sverrison. ● Endurskoðunarfyrirtæki í Bretlandi hefur verið gert að afhenda skýrslur sem efnahagsbrotadeild bresku lög- reglunnar notaði í rannsókn sinni á Tchenguiz-bræðrunum. Í frétt Daily Telegraph kemur fram að dómari í málinu hafi kveðið upp úrskurð í gær um að afhenda bæri gögnin, en um er að ræða skýrslur um meintan þátt bræðranna í falli Kaupþings. Hafa bræðurnir höfðað 300 milljóna punda skaðabótamál á hendur efnahagsbrota- deildinni. Gert að afhenda gögn Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.-+ +/0./0 ++1.20 ,+.302 ,-.,4 +/.5-1 +,4.++ +.,+2, +/+.2+ +54.+2 +,-.3 +/5.,4 ++2.-/ ,+.0-4 ,-.35 +/.51 +,4.02 +.,,-/ +/,.,5 +54.1, ,+0.514/ +,-.54 +/5.20 ++2.0, ,+.02+ ,-.0+ +/.1+0 +,4./3 +.,,00 +/,.24 +1-.-2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.