Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Rannsókn dómara á lestarslysinu við
Santiago de Compostela á norðvest-
urhluta Spánar á miðvikudagskvöld
beinist meðal annars að því hvort að
lestarstjórarinn hafi gerst sekur um
manndráp af gáleysi.
Lestarframleiðandinn Talgo, sem
sér ríkislestarfélagi Spánar fyrir
lestum, hefur staðfest óformlega við
rannsóknaraðila að lestin hafi verið á
gífurlegum hraða þegar hún fór út af
sporinu að því er spænska dagblaðið
El País greinir frá.
Gefið hafði verið út að 80 manns
hefðu farist í slysinu sem er það
versta í sögu Spánar frá 1944. Lög-
regla lækkaði tölu látinni hins vegar
í 78 í gær. Sú tala gæti þó hækkað
aftur enda eru margir farþeganna
sem komust lífs af enn í lífshættu.
„Hrærigrautur járns“
Spænska blaðið hefur eftir einum
farþeganna sem komst lífs af, 37 ára
gamalli konu að nafni Ana sem
ferðast þessa leið tvisvar í mánuði,
að hún hafi gert sér grein fyrir að allt
væri ekki með felldu skömmu fyrir
slysið. „Ég hafði aldrei farið svona
hratt í gegnum göngin. Vagninn
minn valt og allt varð að hrærigraut
af járni,“ segir hún.
Enn er ekki ljóst hvers vegna lest-
in fór á svo miklum hraða í gegnum
krappa beygjuna en ekki hefur enn
verið hægt að yfirheyra lestarstjór-
ann, hinn 52 ára gamla Francisco
José Garzón. Hann var handtekinn á
fimmtudagskvöld og er undir eftirliti
lögreglu á sjúkrahúsi. Hann á þó að
hafa staðfest að hann hafi fengið við-
vörun um að hann væri á of miklum
hraða og að hann hafi þrýst á hnapp í
stjórnklefanum til merkis um að
hann hafi fengið viðvörunina.
Rannsakendur eru þó enn engu
nær um af hverju reyndur lestar-
stjóri, sem hafði að sögn Renfe-lest-
arfélagsins ekið þessa sömu beygju
sextíu sinnum áður, hafi ekki hægt á
sér eða að minnsta kosti gert það allt
of seint.
Bera kennsl á líkin
Eins og er beina rannsakendur
öllum kröftum sínum í að bera
kennsl á lík allra þeirra sem létu lífið
í slysinu. Í sumum tilfellum hefur
það reynst þrautinni þyngra því sum
líkanna eru afar illa leikinn.
Þegar því starfi lýkur verður
svarti kassi lestarinnar skoðaður og
ætti það að varpa frekara ljósi á til-
drög harmleiksins. Ekki liggur fyrir
hversu langan tíma sú yfirferð kem-
ur til með að taka.
Lestarstjórinn sakaður um gáleysi
Tala látinna var lækkuð úr 80 í 78
Rannsaka brátt svarta kassann
AFP
Slasaður Lestarstjórinn (f.m.)
leiddur blóðugur af slysstaðnum.
Ariel Castro,
maðurinn sem
hélt þremur
stúlkum föngnum
sem kynlífs-
þrælum í áratug í
Cleveland-borg í
Bandaríkjunum,
játaði sekt sína í
gær og féllst á
lífstíðarfangelsi.
Castro bar fyrir dómstóli að hann
hafi gert samning við saksóknara
um yfir þúsund ára fangelsisvist of-
an á lífstíðardóm og að hann gerði
sér grein fyrir að honum yrði aldrei
sleppt úr fangelsi. Samningurinn
kemur honum hins vegar undan
dauðarefsingunni. Dómarinn í mál-
inu þarf þó að fallast á samninginn.
Castro var handtekinn 6. maí eftir
að hinni 27 ára gömlu Amöndu
Berry, sem hafði verið saknað í fleiri
ár, tókst að sleppa úr húsinu þar
sem hann hafði haldið henni ásamt
tveimur öðrum stúlkum. Hann hélt
þeim í keðjum og nauðgaði þeim
ítrekað.
Féllst á
lífstíðar-
fangelsi
Ariel Castro
Mannræningi
á bak við lás og slá
Frans páfi ók um götur Rio de Janeiro á sérútbúinni páfabifreið sinni í gær
en þetta var fimmti dagur heimsóknar hans í Brasilíu. Þúsundir manna
fögnuðu honum á götum úti. Daginn áður hafði 1,5 milljónir ungmenna
hlýtt á messu sem páfi stýrði á Copacabana-ströndinni en mikil æsku-
lýðshátíð kirkjunnar fer nú fram í landinu.
AFP
Páfi heilsar söfnuði sínum
Þúsundir íbúa Rio de Janeiro hylla Frans páfa
Niðurstöður vísindamanna við Bas-
el-háskóla í Sviss virðast benda til
þess að tunglið hafi áhrif á svefn
manna. Svefnrannsókn á sjálfboða-
liðum leiddi í ljós að þeir sváfu verr
þegar tunglið var fullt.
Sjálfboðaliðarnir voru um fimm
mínútum lengur að sofna og sváfu
um tuttugu mínútum skemur í kring-
um fullt tungl þrátt fyrir að þeir
væru lokaðir inni í myrku herbergi.
Þá dróst heilastarfsemi sem tengist
svefni saman um þriðjung og mela-
tónínframleiðslan í líkama þeirra
minnkaði en það hormón tengist lík-
amsklukkunni.
Vísindamennirnir segja þó að lík-
ur séu á að það sé ekki birtan af full-
um mána sem hefur áhrif á svefn
fólks. Sjálfboðaliðarnir sáu ekki
tunglið úr svefnrannsóknarstöðinni
þar sem fylgst var með heila-
starfsemi þeirra.
Sterk menningarleg saga
„Tunglgangurinn virðist hafa áhrif
á svefn manna, jafnvel þegar þeir sjá
ekki tunglið og eru ekki meðvitaðir á
hvaða skeiði það er,“ segir Christian
Cajochen prófessor, sem leiddi rann-
sóknina. Rannsóknin var frekar lítil í
sniðum, aðeins 33 sjálfboðaliðar voru
rannsakaðir tvær nætur hver, en
engu að síður segir breski svefn-
fræðingurinn Neil Stanley hana gefa
vissar vísbendingar um tengsl svefns
og tunglgangsins.
„Það er svo sterk menningarleg
saga í kringum tunglið að það kæmi
ekki á óvart að það hefði áhrif,“ segir
hann. kjartan@mbl.is
Sváfu verr
á fullu tungli
Rannsókn virðist benda til tengsla
á milli tunglgangs og svefns manna
Fullt tungl Hugsanlegt er að ganga
tunglsins hafi áhrif á svefn manna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á það hefur verið bent að lest-
in var nýkomin út af þeim
hluta brautarteinanna sem eru
með svokölluðu ERTMS-
öryggiskerfi þegar slysið varð.
Það kemur í veg fyrir að lest
sé ekið yfir hámarkshraða og
stoppar hana sjálfkrafa ef það
gerist. Þar sem slysið átti sér
stað var annað kerfi, ASFA, en
það gefur aðeins viðvörun ef
lest er ekið of hratt. Það gríp-
ur ekki inn í nema lestin fari
yfir 200 km/klst.
Hefði stopp-
að lestina
ÖRYGGISKERFIN
Til sölu íbúðarhúsið Helgafell
ásamt tilheyrandi eignarlandi
landnúmer 190429 Svalbarðs-
strandarhreppi. Húsið er byggt
á árunum 2003-4. Neðri hæð
er uppsteypt með skjólsvölum
yfir að hluta. 110622
HELGAFELL –
SVALBARÐSTAÐAHREPPI
Til sölu 226,1 m2 einbýlishús
með 30 m2 bílskúr innst í botn-
langa við Lágaberg í Reykjavík.
Um er að ræða afar glæslilegt
hús á tveimur hæðum með
glæsilegur fjölskyldurými í
kjalara með sérinngang. Eignin
er í fallegu umhverfi í jaðri
útivistarsvæðissins í Elliðaárs-
dal, og í alla staði afar glæsi-
leg og vel við haldið. Allur frá-
gangur er til fyrirmyndar.
071093
LÁGABERG
Til sölu samtals 250fm, tveggja
íbúða raðhús við Brúarás í Ár-
bæjarhverfi. Húsið er allt hið
snyrtilegasta, bæði að innan
og utan. Afar vel við haldið hús.
60746
Til sölu glæsilegt sumarhús
á eignarlóð. Um er að ræða
heilsárshús á lóð 7A í Hestlandi,
Grímsnesi. Húsið er bjart með
stórum gluggum og hannað
með hliðsjón af staðsetningu
þess sem býður upp á mikið
víðsýni, sýn til Langjökuls í
norðri, suður yfir Flóann allt til
Stokkseyrar og gengt golfvelli
Kiðjabergs til vesturs.131368
Til sölu glæsilegt sumarhús
heildarstærð u.þ.b. 75 fm
Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Nánar tiltekið er um að ræða
óvenju gott sumarhús/heilsárs-
hús á frábærum útsýnisstað á
9000 m2 lóð úr landi jarðarinnar
Fossnes í Skeiða og Gnúpver-
jahreppi. Húsið sem teiknað er
af Valdimar Harðarsyni arkitekt.
Hitaveita á svæðinu, heitt og kalt
vatn í bústaðnum. Bústaðurinn
er ljósleiðaratengdur. 131315
Til söluáhugaverð íbúð íLækjar-
götu. Um er að ræða fjögra
herbergja íbúð, alls 123 m2.
Íbúðin er endaíbúð á 3ju hæð í
nýlegu lyftuhúsi í hjarta borga-
rinnar. Íbúðinni fylgir sér stæði í
bílageymslu og geymsla í kjal-
lara. Rúmlega 50fm sv-svalir út
frá íbúðinni. 03-0847
BRÚARÁS –
ÁRBÆJARHVERFI
HESTUR LÓÐ 7 KIÐABERGI
FOSSNES – SKEIÐA OG
GNJÚPVERJAHREPPI
LÆKJARGATA
– RVK 4 HERB