Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 31
mörg ár í hreppsnefnd Eskifjarð- ar og síðar í bæjarstjórn, og beitti sér fyrir hinum ýmsu þjóðþrifa- málum svo að bærinn yrði betri staður að búa á. Hann var einn af þeim sem m.a. beittu sér fyrir því að hafið var átak til að fegra og snyrta bæinn svo að Eskifjörður varð einn af snyrtilegustu og fal- legustu bæjum á landinu. Að auki beitti hann sér fyrir því að fyr- irtæki og stofnanir innan bæjar- ins gætu starfað og dafnað sem best með því að beita sér fyrir því að innviðir Eskifjarðar væru sem bestir. Hann vann auk þess ötul- lega að góðgerðarmálum innan bæjarins í gegnum starf sitt í Lionshreyfingunni á Eskifirði og tók þar þátt í ýmsum velgerðar- og framfaramálum. Ég mun alltaf minnast Mannsa með hlýhug og söknuði. Hann reyndist mér og mínum ætíð vel og erum við honum þakklát fyrir það. Við sendum Auðbirni, Svönu og dætrum, sem og Ingu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Örn Jónasson (Öddi) og fjölskylda, Mosfellsbæ. Kynnin af vini mínum Guð- mundi Auðbjörnssyni ná allt aftur til ársins sem hann fæddist en ég var fjórum árum eldri en hann. Guðmundur ólst upp í faðmi stór- fjölskyldunnar. Foreldrar hans bjuggu í Skálholti en amma hans og móðursystur í Ásbyrgi og ráku þar gistiheimili og matstofu með myndarbrag. Þar var jafnan margt um manninn og mikið um að vera og við krakkarnir að snigl- ast þar í kring. Guðmundur var ekki gamall þegar hann fór að létta undir með frænkum sínum og var þeirra stoð og stytta alla tíð. Við bjuggum á Stöðinni í næsta nágrenni við þetta sóma- fólk og góður vinskapur tókst með fjölskyldum okkar. Við fluttum til Reykjavíkur 1950 en tengslin við Ásbyrgi rofnuðu ekki og alltaf var það gleðiefni ef einhver þaðan kom í bæinn. Okkur Guðmundi var afar vel til vina og brölluðum við margt saman á okkar yngri árum. Mér er það minnisstætt að þegar Lind- berg og hans kona komu til Eski- fjarðar 1933 vorum við í berjamó með mæðrum okkar inni á dal og horfðum furðulostnir á þegar flugvélin settist á fjörðinn. Þegar fóstri minn Davíð fór að sýna kvikmyndir í samkomuhús- inu fól hann Guðmundi miðasöl- una. Þá var hann 14 ára en fóstri minn sá að þarna var drengur sem hægt var að treysta. Það kom snemma í ljós að Guðmundur var dugnaðarforkur með ákveðnar skoðanir og mikinn áhuga á fé- lagsstarfi. Ungur að árum gekk hann til liðs við ungmennafélagið og var driffjöður í starfi þess. Hann var líka góður skáti. Hann var eldheitur sjálfstæðismaður, sat í bæjarstjórn Eskifjarðar í 29 ár og var þar sem annars staðar í forystu um uppbyggingu og fram- farir í bæjarfélaginu. Guðmundur gekk í Eiðaskóla og lærði síðan málaraiðn. Hans starfsævi var í heimahögum og hann þótti með afbrigðum flinkur og vandvirkur málari. Eftir að ég flutti öðru sinni austur á land endurnýjuðust kynnin við Guðmund. Ég leitaði til hans með margvísleg málefni og hann var jafnan boðinn og búinn að aðstoða mig. Síðustu árin hef ég hringt reglulega í hann til að fá fréttir af mönnum og málefnum á mínum æskustöðvum. Hann fylgdist grannt með öllu sem um var að vera í málefnum bæjarins og ég hafði mikla ánægju af þessum samtölum. Guðmundur var gæfumaður í sínu einkalífi. Þau Inga áttu fal- legt heimili og voru samhent hjón. Hjá þeim drakk ég margan kaffi- sopann þegar ég átti leið um Eski- fjörð. Við Ragnheiður sendum Ingu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Páll Halldórsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 ✝ GuðríðurBjarnheiður Ársælsdóttir fædd- ist í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum 17. febrúar 1923. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 13. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Ragn- heiður Guðnadótt- ir, f. 8.12. 1893, frá Eystri-Tungu, d. 24.6. 1974, og Ársæll Jónsson, f. 7.5. 1889, frá Álfhólum, d. 9.3. 1964. Systkini Guðríðar: Tvíburarnir Guðni og Þórarinn, f. 1920, d. sama ár, Guðni, f. 1924, d. 1989, Sig- ríður, f. 1926, búsett í Reykja- vík, Jón, f. 1927, d. 2003, Bjarni, f. 1928, d. 2004, Ingi Björgvin, f. 1932, d. 1992. Upp- eldissystir, náfrænka og kær vinkona er Kristín Sigurð- nemi í Véltækniskólanum, 3) Ragnheiður, f. 5.3. 1992, d. sama dag. 4) Guðríður Bjartey, f. 18.3. 1993, háskólanemi, 5) Ragnheiður Lilja, f. 30.3. 1995, menntaskólanemi. Seinni eig- inmaður Guðríðar var Bjarni Halldórsson, f. 14.8. 1918, d. 11.1. 2006, frá Króki í Gaul- verjabæjarhreppi, skólastjóri í V-Landeyjum og bóndi á Skúmsstöðum. Guðríður ólst upp í Eystri- Tungu við hefðbundin sveita- störf og naut farskólakennslu í sveitinni. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Hvera- bökkum 1943-1944 og einn vet- ur lærði hún listsaum í Reykja- vík. Guðríður fluttist ung að Skúmsstöðum og bjó allan sinn búskap þar að frátöldum síð- ustu sjö árum ævinnar en þá dvaldi hún að mestu hjá dóttur sinni í Reykjavík , aðallega til heilsubótar og listmálaranáms. Útför Guðríðar fer fram frá Akureyjarkirkju í Vestur- Landeyjum í dag, 27. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 16. ardóttir, f. 1915, búsett í Reykjavík. Fyrri maður Guðríðar var Þor- valdur Jónsson frá Hemru í Skaft- ártungu, f. 6.8. 1885, d. af slysför- um 18.7. 1962, bóndi á Skúms- stöðum. Þau eign- uðust eina dóttur, Ragnheiði, f. 28.7. 1957, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur, búsett í Reykjavík. Maður hennar er Ófeigur Grétarsson, f. 11.10. 1962, rafeindavirki. Börn þeirra eru: 1) Ólafía Bjarnheið- ur, bú- og viðskiptafræðingur, f. 13.8. 1977, dætur hennar og Hafsteins Sigurbjörnssonar verktaka eru: Heiða Sigríður, f. 2002, og Hanna Birna, f. 2006, 2) Grétar, f. 22.10. 1986, Það er með sorg í hjarta að ég kveð mína kæru móður. Þó svo ár- in sem hún fékk á þessari jörð væru 90. Það er ótrúlega tómlegt í Kvíslinni síðan hún kvaddi. Líf okkar hefur verið samofið alla mína tíð og hefur móðir mín staðið þétt við hlið mér í gegnum súrt og sætt. Hún hallmælti engum, vildi öllum vel, trúði á það góða í hverj- um og einum og vildi engin illindi. Hún hafði mikla útgeislun og hafði einstaklega góða nærveru, unni sveitinni sinni og var náttúrubarn, sem fylgdist vel með. Einstaklega trúuð og hafði sterkar skoðanir á lífinu sem tekur við eftir dauðann. Óbilandi kjarkur einkenndi hana og einhvern veginn komst hún alltaf þangað sem hún ætlaði sér. Hvort sem það var á málaranám- skeið hjá Norðmanninum Pier, ástralska kennaranum í Straumi, einkakennslu hjá Veru frá Rúss- landi eða Selmu Jónsdóttur. Mamma var listræn og með af- brigðum vandvirk hannyrðakona. Mörg falleg verk eftir hana í formi útsaums og málverka prýða nú heimili okkar. Hugurinn leitar til baka og margs er að minnast. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðja mín til þín er sú sama og þú kvaddir okkur fjölskylduna þína alltaf með. Vertu alltaf Guði falin. Þín Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku amma mín. Mikið á lífið eftir að vera tóm- legt án þín. Þú sem hefur átt svo stóran þátt í lífi mínu, hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, stutt mig í hverju því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hvatt mig áfram í blíðu og stríðu. Ég var svo lánsöm að vera mik- ið hjá ykkur afa í sveitinni á mín- um yngri árum og endaði raunar með því að ég fluttist alfarið til ykkar, að eigin vilja, árið sem ég fermdist, 1991. Þá kynntist ég vel þeim mikla dugnaði, jákvæðni, ákveðni, listfengi, nægjusemi, hlýju og öllum þeim kostum sem þú bjóst yfir. Við brölluðum margt og voru ófáar ferðirnar farnar niður að sjó, inn á mýri að skoða hross og kindur eða í heimsókn í Bakkakot. Þá var gjarnan sungið, sagðar sögur frá því í gamla daga eða heimsmálin rædd. Það var alltaf stutt í brosið og glaðværðina, þó það fyki nú stundum í þig þá varstu fljót að fyrirgefa og gera gott úr málun- um. Já, þú vildir alltaf halda frið- inn og hafa alla góða, sama hvað á gekk. Trúaðri manneskju er erfitt að finna og aldrei var farið að heiman án þess að signa yfir bæinn og hann falinn þeim sem öllu réði, Guði. Það var raunar allt lagt í hendur hans. Nú á seinni árum töluðum við mikið saman í síma. Var þá gjarn- an farið yfir búskapinn – hvað bú- ið var að gera og hvað skyldi gera næst, hvort ég hefði örugglega nóg af öllu og hvenær ég kæmi nú í bæinn. Þegar samtalinu lauk kvaddir þú mig alltaf á þessa leið: „Vertu alltaf Guði falin, elskan mín.“ Það var gott veganesti. Minningarnar eru margar og góðar og munu ylja mér um alla tíð. Þá munu myndirnar þínar fal- legu sem prýða veggi heimilisins minna mig á þig á hverjum degi. Dætur mínar voru svo lánsam- ar að fá að kynnast manngæsku þinni og nutu þær sömu ástar og alúðar frá þér og ég upplifði. Mun- um við búa að því alla tíð. Vertu alltaf Guði falin, elsku amma mín. Þín Ólafía (Lollý). Amma mín er góð, Amma mín er sæt og fín, Amma mín er best. Hún málar myndir, Hún lifir í sveitinni, Hún á þar bú. Þetta ljóð skrifaði ég til þín þegar ég var sjö ára skotta í Ár- túnsskóla. Þá bauð ég þér á ömmu og afa daginn sem haldinn var þar. Fyrir ofan ljóðið teiknaði ég sveit- ina þína sem þér þótti svo vænt um, Skúmsstaði. Ég man vel þeg- ar þú brostir svo blítt til mín er ég flutti það fyrir allan skólann minn. Þú kenndir mér margt en það sem efst er í huga mér er þegar þú sagðir að það væri mikilvægt að brosa því þá yrði lífið svo miklu betra. Þú varst afar listfeng og ein- staklega smekkleg. Myndirnar sem þú málaðir eru guðdómlega fallegar. Ég keyrði þig oft til Selmu myndlistarkennara þar sem þú málaðir myndirnar þínar á síðastliðnum árum. Þú vildir alltaf fá álit mitt á verkunum. Við ýmis tækifæri leyfðir þú okkur að velja mynd og valkvíðinn var mikill því allar myndirnar voru svo fallegar. Þegar ég kom í sveitina til þín leyfðirðu mér alltaf að mála. Þá fékk ég góðan myndlistarkennara sem leiddi mig hvert einasta skref með mikilli þolinmæði. Vinátta okkar var traust. Okk- ur kom mjög vel saman, við fórum oft að keyptum okkur eftirlætis- réttinn þinn sem var kjúklingur og spjölluðum um lífið og til- veruna. Eitt sinn þegar við leidd- umst á búðaflakki kom afgreiðslu- kona að okkur og sagði að það væri yndislegt að sjá okkur leiðast og að við værum heppnar að eiga hvor aðra að, þá brostirðu allan hringinn. Óbilandi væntumþykju sýndir þú okkur. Þá vitna ég í þegar þú sagðir okkur að fara í sokka til þess að verða ekki kalt þó við vær- um orðin átján ára, komin á þrí- tugsaldurinn eða jafnvel sextugs- aldurinn. Einnig varstu með yndislega söngrödd og kunnir ógrynni af lögum. Þér fannst gaman þegar ég spilaði á píanóið, þá söngstu og dansaðir með. En mér þótti svo vænt um þegar þú hrósaðir mér í hvert einasta sinn þegar ég lauk verki og þá baðstu mig að spila að- eins lengur fyrir þig. Þú varst ein ljúfasta, brosmild- asta, glaðasta, fallegasta og dug- legasta manneskja sem ég hef kynnst. Þrátt fyrir að þú brotn- aðir, lentir í veikindum eða við frá- fall tveggja eiginmanna þinna, þá léstu ekkert stoppa þig og reifst þig alltaf upp. Þú hættir aldrei, elsku hjartans dugnaðarforkurinn minn. Þínar síðustu stundir þegar óhappið dundi yfir þegar ég sat með þig í fanginu og sagði að mér þætti svo óskaplega vænt um þig og hefði alltaf þótt þá kom þitt ljúfa og einlæga bros sem ég mun aldrei gleyma. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina, alla þína ást, virðingu og hlýju. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mér og það er með miklum söknuði að ég kveð þig. Hvíldu í friði, elsku hjartans amma mín. Ástarkveðjur, Ragnheiður Liljan þín fríða eins og þú kallaðir mig. Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir. Í dag verður amma mín, Guð- ríður B. Ársælsdóttir, borin til hinstu hvílu og langar mig að minnast með nokkrum orðum þessarar yndislegu konu sem á svo stóran sess í hjarta mínu. Ég minnist þess er við lögðum af stað í eitt af okkar mörgu ferðalögum saman í sveitinni. Sólin var hátt á lofti enda hásumar og kindurnar farnar á beit. Svaðilför okkar var heitið upp í tún. Við fórum á Hi- luxinum hans afa þar sem ég var aðeins fimm ára gömul og þetta var töluverður spotti að ganga. Þegar við vorum komnar upp í tún fór bíllinn milli drifa og þá voru góð ráð dýr. Þú treystir þér ekki til að ganga heim að bænum og ná í afa. Þér varð litið á litlu stúlkuna sem sat þér við hlið, hún gæti nú bjargað okkur. Aðeins var einn hængur á, á þessum tíma var ég mjög hrædd við kindur og gat ekki hugsað mér að ganga framhjá allri þessari hjörð til að ná í afa. Við sátum lengi inni í bíl og það tók þig töluverðan tíma að sannfæra mig um að fara út úr honum. Ég hljóp alla leiðina inn í bæ, fann afa og svo komum við á traktornum. Þú bjóst yfir ótrú- lega sterkum sannfæringarkrafti, sem ég tók eftir allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég hlakkaði alltaf til að fara í sveitina að heimsækja þig. Þú varst alltaf svo gestrisin og góð við alla. Þú varst alltaf tilbúin að láta eftir okkur systkinunum að baka pönnukökur eða útbúa kakó. Við systurnar fengum oft hug- myndir að listaverkum og þá vant- aði ekki að þú styddir og hjálpaðir okkur. Það var sama hvort það væri að mála hesta úti í gerði eða tína skeljar úr fjörunni. Alltaf fengum við hrós fyrir vinnu okkar, sama hversu galin hugmyndin var. Listaverkin okkar voru ekk- ert í líkingu við það sem þú töfr- aðir fram en þú hafðir alltaf trú á okkur. Þú varst alltaf vel upplýst um allt sem gerðist í samfélaginu, sama hvort það var veðrið eða stjórnmál. Þú hafðir ekki sterkar skoðanir á málefnunum heldur varstu oftast sammála hliðinni sem fréttirnar greindu frá. Þegar ég var komin í framhaldsskóla og hafði meira vit á vandamálum samtímans fór ég fyrst að taka eftir því að ekki var hægt að rök- ræða við þig um eitt né neitt, þú brostir bara og varst sammála því sem ég hafði að segja. Þú forðaðist deilumál og ósætti og reyndir hvað þú gast að komast framhjá þeim. Þú varst með eitt stærsta og blíðasta hjarta sem ég hef nokk- urn tímann kynnst, þú leist alltaf framhjá göllum fólks og einblíndir á það góða í lífinu. Þó svo að lífið væri stormasamt, stóðstu erfið- leikana alltaf af þér og komst tvíefld til baka. Þú gast fyrirgefið, elskað og allt þar á milli. Trú mín er sú að ef allir væru jafn góð- hjartaðir og örlátir og þú varst yrði heimurinn að betri stað. Við ættum að taka góðmennsku þína og náungakærleikann til fyrir- myndar. Ég mun aldrei gleyma þínu fallega brosi sem hefði getað breytt dimmu í dagsljós. Vertu alltaf Guði falin, elsku amma mín. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt. Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (JS) Þín nafna, Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, Blíði Jesús, að mér gáðu (ÁE) Elsku amma Gurra. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við okkur. Þú leyfðir okkur svo oft að mála og hrósaðir okkur svo oft. Sagðir við okkur: „Mikið eruð þið fínar og fallegar, elskurnar mínar.“ Það var gaman að fá að kynnast þér. Guð geymi þig. Þínar langömmustelpur, Heiða Sigríður og Hanna Birna. Ef mig brestur ekki minni kom ég fyrst að Skúmsstöðum til sum- ardvalar tveggja ára gamall og eftir það næstu 14 sumur. Gurra veitti mér alla þá ást og umhyggju sem hugsast gat, kenndi mér sálma og sönglög og seinna vinnu- brögð. Hvað um „Vertu nú yfir og allt um kring“ og „Vertu Guð faðir faðir minn“, síðan hlýja strokan yfir vangann rétt áður en svefninn færðist yfir. Ég vissi ekki af mér fyrr en ég vaknaði til sumarmorg- unsins, heimabakað brauð, stund- um seytt í súrheysgryfjunni, hafragrautur og slátur. Vertu nú duglegur að borða svo þú verðir stór og sterkur, svo hægt verði að kaupa á þig klofstígvél eins og við karlarnir eigum, bætti Þorvaldur við. Mér er það til efs að nokkur hafi borðað jafnmikið út á klof- stígvél og ég frá upphafi vega. Fuglasöngur í lofti, ég og Snakkur á leiðinni austur í Damm að sækja kýrnar svo Gurra gæti klárað að mjólka áður en þornaði nægilega á svo hægt væri að snúa heyinu. Við Gurra á Moskvitsinum, ferð- inni heitið í Bakkakot, úthallinn á beygjunni við Gegni, bíllinn sneisafullur af söng: Hvítir máfar, Hér stóð bær með burstir fjórar, Suður um höfin og Við hliðið stend ég eftir ein, og þessi tár sem falla á gangstígin og falla stundum enn. Mikið söng hún Gurra vel, hún var svo músíkölsk eins og öll hennar systkini. Ég hugsaði oft með mér í gamla daga að það mættu vera fleiri hross í Þúfu, svo ég fengi aukalag hjá Gurru minni áður en bílferðinni lyki. Hrossin lágu oft í móki á heitum sandi vegarins og við Gurra þeyttum ekki bílflautu í miðju lagi svo stundum tók ferðin okkur drjúgan tíma sem betur fór. Þú hvarfst mér og burt ég í fjarska fór en fann þig þó hvert sem ég sneri sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. (Jónas Guðlaugsson.) Öll ævintýri hafa sinn endi, þannig fór einnig um þetta. Um upplag mitt má deila en uppeldinu bý ég að, þökk sé Gurru og fleir- um. Góður Guð geymi Gurru mína. Árni Þorvaldsson. Nú er komið að leiðarlokum. Elsku systir mín, Guðríður Ár- sælsdóttir, er horfin til eilífðar- ljóssins sem bíður okkar allra. Þó Guðríður hafi fengið að lifa langa ævi er svo innilega sárt að missa hana en í minni sorg hef ég upp- lifað hlýju og styrk frá henni. Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp bernskuárin okkar. Aldrei bar skugga á systraþel og fylgdust við ætíð hvor með ann- arri, glöddumst yfir velferð og fundum líka til hvor með annarri þegar svo bar undir. Það eru fáir dagar í lífi okkar sem við höfðum ekki samband. Ég minnist margra ferða sem dóttir mín Ragnheiður Marteins- dóttir bauð okkur með sér í til þess að njóta íslenskrar náttúru og fegurðar. Og ekki var verra þegar sólin skein en þá var Guð- ríður í essinu sínu og dásamaði veðrið og umhverfið og sagði þá gjarnan: „Stelpur, sjáið þið sólina, sjáið þið blessaða sólina.“ Stopp- uðum við oft og gæddum okkur á konunglegum veitingum og rifjuð- um upp gamla daga. Einnig fórum við saman í ferðir með eldri borgurum og alltaf var hún þakklát fyrir góðvild þeirra sem tóku þátt í að gera ferðina ógleymanlega. Guðríður systir var mjög list- ræn og dáðist að fögrum hlutum. Málaði myndir og saumaði út og var mikil hannyrðakona. Liggja eftir hana mörg listaverk. Við höfðum þá ánægju að vera saman hjá Selmu Jónsdóttur listakonu og fengum að njóta framúrskar- andi leiðsagnar hennar í málara- list. Var okkur þessi skóli afar lærdómsríkur og félagsskapurinn eftir því góður. Foreldrar okkar eignuðust átta börn, er ég nú ein á lífi. Með sökn- uði en þó miklu meiri birtu kveð ég elskulega systur mína. Ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð mína. Hvíl í friði, mín hjartkæra systir. Sigríður Ársælsdóttir. Guðríður Bjarn- heiður Ársælsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.