Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 ur ævintýraheimur þar sem gróð- urinn blómstraði, hverirnir mölluðu og friðsæl áin liðaðist hjá. Þetta ævintýraland var endalaus uppspretta leikja í gegnum árin. Í heimsóknum okkar skemmtum við okkur við að leika við ána, fara í búleik, hlusta á gamlar plötur, lesa Sérstæð sakamál og gamlar Vikur, settum rúllur í ömmu og stálumst í smákökur inni í búri. Þá vakti neftóbaksdósin hans afa alltaf lukku og það þótti enginn maður með mönnum nema taka nokkuð reglulega í nefið. Það besta við Hvamminn var þó stóri faðmurinn þeirra ömmu og afa. Þau stóðu alltaf úti þegar við keyrðum að og keyrðum frá. Þarna eiga sterkustu minning- arnar um afa heima og fá að búa þar um ókomna tíð. Afi var dálítið eins og persóna úr ævintýrabók – örlátur á sjálfan sig, neftóbak og faðmlög, hló hátt og mikið, var tilfinningaríkur og ræktarsamur við bæði við plöntur, dýr og fólk. Hann sýndi okkur barnabörnum sínum alltaf mikinn áhuga – hvað við værum að gera, hvernig við gerðum það, en aðallega hvernig okkur liði, honum fannst alltaf mikilvægast að við værum glöð, heilbrigð og kát. Hans mikla umhyggja birtist einnig í áhuga á verðandi og sak- lausum tengdasonum fjölskyld- unnar, hverra ætta þeir væru og að þeir myndu nú örugglega fara vel með dætur fjölskyldunnar, því annars væri voðinn vís. Ræktarsemin og áhuginn minnkaði ekki með árunum. Fram á síðasta dag hafði afi áhyggjur ef hann vissi af fjöl- skyldumeðlimum á ferð yfir heið- ina, og hringdi í börnin sín til að tryggja að þau settu á sig húfu ef kalt væri í veðri. Börn ömmu og afa bera gæsku þeirra og hlýju besta vitnið og endurguldu þau kærleika þeirra fram á síðasta dag. Þetta er fyrirmyndin sem við barnabörnin höfum haft alla okk- ar ævi og fyrir vikið sú arfleifð sem við viljum hafa að leiðarljósi í okkar lífi. Arna og Silja Hauksdætur. Við fjölskyldan vorum svo heppin að eiga þau hjón, Alla og Svönu, fyrir nágranna í 16 ár, þau voru þá búsett í Hverahvammi og við í næsta húsi, Álfafelli. Við systkinin nutum góðs af nágrönn- um okkar, þegar barnabörnin þeirra dvöldu hjá þeim lékum við okkur við þau og margt var brall- að. Ég lék mér til dæmis mikið við eitt barnabarn þeirra og foreldr- um mínum fannst mjög undarlegt hversu oft ég kom lasin heim eftir að hafa verið hjá þeim. Eftir dálít- ið streð fannst þó skaðvaldurinn, því við áttum það nefnilega til að fara í neftóbaksdósina hans Alla og tókum örugglega nokkuð vel í nefið líkt og eigandi dósarinnar. Allt var þetta þó gert án þess að nokkur tæki eftir. Þau hjónin reyndust okkur alltaf vel, og kenndu meðal annars Árna bróð- ur að lesa og launaði hann þeim það mörgum árum seinna með því að skjóta rakettu (fyrir slysni) inn í garð hjá þeim ein áramótin. Alli frændi var mjög fróður maður og mundi allt, og ekki skemmdi það fyrir hvað hann hafði góða frásagnarhæfileika. Maður gat setið og hlustað á sög- ur og frásagnir tímunum saman. Enda gaman að heyra frá því þeg- ar langamma flutti með börnin til Hveragerðis, hvernig lífið var á bernskuárunum og svona mætti áfram telja. Hin seinni ár hefur samgangur okkar við Alla minnk- að, en alltaf átti hann sérstakan stað í hjörtum okkar enda ein- stakur frændi. Mér er sérstaklega minnisstætt, á þessari kveðju- stund, síðasta skiptið sem ég heimsótti Alla. Þá sagði hann mér að hann dreymdi oft að hann stæði á árbakka og hinum megin árinnar væri allt fólkið hans sem væri farið. En hann kæmist ekki yfir því að hann ætti ekki eyri. Nú hefur honum sennilegast áskotn- ast eyririnn til að komast á leið- arenda. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, hvíldu í friði, elsku frændi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Eva Rós. Það var snemmsumars 1965. Staðurinn Hverahvammur, lag- legt hús rétt fyrir ofan megin- byggðina í Hveragerði. Ég var svo spenntur að mig verkjaði í magann og um allan líkamann. Ég var að fara að hitta föður kærust- unnar minnar í fyrsta sinn, að sögn víðfrægt heljarmenni, jaka og fyrrum goðsögn af sunnlensk- um sveitaböllum. Ásetnings míns vegna varð ég, hvað sem það kost- aði, að sæta útmælingunni og var þarna í nokkurri vörn, mjór og uppburðarlítill Reykjavíkurp- jakkur. Kostur þó að ég var Ár- nesingur að upplagi, en ótvíræður galli að hann hélt mig framsókn- armann. Ég mat því stöðuna afar tvísýna, enda mómentið lang erf- iðasta þrekraun svokallaðrar karlmennsku minnar. Og svo kom fyrsta snertingin, handtakið sjálft. Þetta handtak man ég eins og gerst hefði í gær; – þykkt og þrútið, í þéttara lagi en alveg brennandi heitt. Skyndilega og óvænt dró hann mig alveg að sér, sló utan um mig hrömmunum og knúsaði mig. Alli Steindórs og Haukur H. voru á einu augnabliki orðnir vinir fyrir lífstíð. Örlaga- stund. Alltaf síðan náðum við vel saman, vorum afar nánir, eigin- lega dáðum hvor annan. Að við Sigurbjörg slitum bandinu fyrir allnokkrum árum breytti þessu ekki. Aðalsteinn var minn mesti og besti vinur, enginn hefur kennt mér meira og með engum hefi ég hlegið eins mikið. Alli var merki- legur kall og eins konar sögu- stólpi eða brú milli kynslóða. Kominn af fátæku, sunnlensku dugnaðarfólki af skaftfellsku bergi, fæddur í Mosfellssveitinni en alinn upp í Ölfusinu. Sveita- strákur í stærstu og fallegustu merkingu orðsins. Missir föður sinn barn að aldri, móður sína um aldur fram og það sem sviplegast var; ástkæran bróður sinn og fyr- irmynd í hræðilegum slysförum í blóma lífs síns, högg sem hann átti alla tíð erfitt með að sættast við. En að öðru leyti gleði og ham- ingja. Okkar maður orðinn búfræ- ðikandídat frá Hvanneyri, kynnist blómarós af Skeiðunum og vígist henni í víðfrægu þriggja systra brúðkaupi 1946 af sr. Sigurbirni náfrænda sínum úr Meðallandinu og síðar biskupi. Hann og dá- semdarkonan Svanlaug setja sér saman bú og reisa húsið Hvera- hvamm sem áður er nefndur. Þar ala þau upp börnin sín fimm til mennta og eiga sitt líf. Við Alli ferðuðumst alloft saman, stund- um tveir einir og spáðum mikið í menn, málefni og lífshætti og ekki síst fortíð og sögu. Það var óborg- anlegt að vera með honum í slík- um ham, enda sögumaður með af- brigðum og þá átti enginn neitt inni. Honum var annt um liðna tíma og gengið fólk og gerði sér algjörlega grein fyrir því að nútíð og framtíð byggjast á fortíð. Skyni borinn maður hoppar ekki beint inn í framtíðina. Aðalsteinn var góður maður, glaðlyndur, til- finningaríkur náttúruvinur, trölltrúr vinum sínum og um- hverfi og ekki síst eigin samvisku. Allir verða betri af kynnum við slíkt fólk. Lífshjól hans sem soldið var farið að hægjast á, hefur nú stöðvast. Þetta var fallegt líf, jafn- vel söknuðurinn eftir þennan mann er ljúfur. Ég lýt höfði, læt eftir mér að brosa örlítið og þakka ævilanga vináttu. Haukur Haraldsson. Þvílíkur ríkidómur. Að hafa fengið að vera vinur Óskars í fimmtíu og fimm ár. Gegnum súrt og sætt, gegnum hart og mjúkt, deilt reynslu og verið trúnaðarvinir. Og svo kemur þessi forljóti sjúkdómur og hríf- ur hann á brott frá fjölskyldunni sinni og vinum. Það er svo sárt. Svo sárt að ég grét. Og ég sakna vinar míns, ég sakna þess að geta ekki hringt í hann og heyra svarað: „Óskar.“ Og síðan rætt um Rolling Sto- nes, um hljómtæki, um það sem okkur bjó í brjósti og gátum ekki talað um við aðra. Mikið vildi ég að bölvað krabbameinið hefði aldrei verið til. En svona er þetta. Og ég endurtek; þvílíkur ríkidómur að hafa fengið að vera náinn vinur þessa einstaka manns, þessa stráks úr Hvammsgerðinu sem brallaði svo mikið með mér að ég gæti fyllt síður Moggans af sögum af okkur vinunum. En það ætla ég ekki að gera. Við Óskar munum hittast að nýju, fara á tónleika saman, rækta skrautfiska og halda áfram þar sem frá var horfið. Einu sinni spurði eldri dóttir mín mig að því af hverju ég segði alltaf Óskar vinur minn, þegar ég talaði um hann. Af hverju ég segði ekki bara Ósk- ar? Mér varð svarafátt þá en núna veit ég af hverju. Að lok- um, Óskar vinur minn, hér er textabrot úr smiðju Stones: Megi alvaldur lýsa þér sínu ljósi láta hvern söng verða þér kær. Megi alvaldur lýsa þér sínu ljósi líkt og hlý kvöldsins sól. (Shine a Light) Ég kveð þig að sinni, elsku vinur, hittumst hinumegin. Elska Ragga og fjölskylda Óskars og vinir. Guð huggi ykk- ur í sorginni og blessi ykkur allt- af. Guðni Már Henningsson. Frá því ég var lítil hnáta að feta mín fyrstu skref í lífinu hefur hann haldið fast í hönd mína í gegnum lífsins ævintýr. Það að fara til ömmu og afa á Húsavík var nefni- lega alltaf ævintýri líkast og þeim mun eldri sem ég verð sé ég alltaf betur og betur hversu heppin ég var að hafa átt þau að. Það var fastur liður þegar ég kom ein til Húsavíkur að afi kæmi að sækja mig á rútuna. Þegar farangurinn var kominn í skottið tók hann þétt í hönd mína og ég ljómaði eins og sól í heiði. Ég vissi að þetta þýddi að nú færum við í apótekið og keyptum apótekaralakkrís sem mér þótti svo góður. Afi var mjög duglegur við að brasa með okkur og voru farnar ótal margar ferðir upp að Botnsvatni til að vaða, búa til stíflur og veiða síli. Hænsnakof- inn hafði líka mikið aðdráttarafl og var fátt skemmtilegra en að fara þangað með afa að ná í egg. En afa tókst að gera það jafnvel enn skemmtilegra með því að merkja sumar hænurnar með því að festa á fætur þeirra hringi í mismunandi litum og átti ég þær sem voru með rauðum hringjum. Þá gat ég séð hvort hænurnar mínar hefðu orpið, sem sannar- lega gerði ferðirnar ennþá skemmtilegri. Allar lautaferðirnar sem farið var í, útilegurnar, þar sem afi var látinn tjalda aftur og aftur því amma var aldrei sátt við Arnviður Ævarr Björnsson ✝ Arnviður Æv-arr Björnsson fæddist á Húsavík 27. ágúst 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Lögmannshlíð 17. júlí 2013. Útför Arnviðar var gerð frá Húsa- víkurkirkju 26. júlí 2013. staðinn eru nú ljós- lifandi fyrir mér. Síðustu dagana hans sat ég svo hjá honum og hélt þéttingsfast í hönd hans á meðan hann tók sín síðustu skref í þessu lífi. Þar fékk ég tækifæri til þess að þakka hon- um fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og fyrir það hvað hann reyndist mér góður afi. Fyr- ir það verð ég ævinlega þakklát. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi, takk fyrir allt. Þín Lovísa. Tveir mágar mínir, Ásgeir Sig- urðsson giftur Kristínu Önnu, elstu systurinni frá Svalbarði í Ög- urvík og Arnviður Ævar Björns- son, giftur þeirri næstelztu, Þur- íði, voru um margt ólíkar persónur, nema að skapfestu til; Ásgeir framsóknarmaður svo engu varð um þokað lengstaf, en Arnviður rammfastur sjálfstæðis- maður. Við vorum eitt sinn fyrir margt löngu staddir á skektu Hermanns, Sæunni, að skemmta okkur við að stinga kúfisk í blíðviðri inn við Skipeyri við Skutulsfjörð. Sló þá í slíkar greinir með þeim svilum í pólitík að Hermann kallaði til þeirra höstum rómi hvort þeir ætl- uðu að „hvelfa“ undir þeim bátn- um, en að hvelfa bát var í þá daga notað um opna báta þegar frá þeim var gengið fyrir veturinn. Kom fyrir ekki þótt hann hastaði á þá og var því róið í land og bátnum brýnt. Framkoma þeirra var ekki vegna þess að þeir væru ógegnir tengdaföður sínum, heldur móð- urinn sem í þeim var að fylgja flokki sínum til hins ýtrasta. Ás- geir mun þó hafa linast mjög í þessum sóknum á efri árum, en Arnviður ekki. Arnviður var allra manna greiðviknastur og var boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda er til hans leitaði. Vildu því oft verða tafsöm verk hans í eigin þarfir. Kom fyrir ekki og breytti Arnviður ekki vana sínum. Arn- viður fór fyrst að nema garðyrkju og blómarækt, en eftir að þau Þur- íður hófu búskap á Húsavík, beindist hugur hans æ meira að pípulögnum eða blikksmíði. Varð það hans aðalatvinna, enda eftir- spurn eftir vinnuafli hans mikil í ört vaxandi atvinnugrein. Þau Þuríður eignuðust fjögur myndarbörn: Eydísi, Björn Jósep, Hermann og Börk. Á heimili Arn- viðar og Þuríðar var jafnan mikið umleikis. Þau settust ung hjón inn á mjög annasamt læknisheimili í ört vaxandi byggðarlagi á Húsa- vík. Foreldrar Arnviðar, Lovísa og Björn læknir, voru eljumann- eskjur hinar mestu og langur vinnudagur á því heimili. Þegar fram í sótti beindust þær annir að- eins á nýjar brautir, en Þuríður og Arnviður urðu góðir burðarásar í því hlutverki. Ég kveð Arnvið mág minn með söknuði og þakklæti í huga. Hann var hugarheill mannkostamaður. Drottinn gefi dauðum ró og hin- um líkn sem lifa. Sverrir Hermannsson. Elsku afi minn. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir samfylgdina og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Þú kenndir mér svo margt og ég á þér svo margt að þakka. Þú kenndir mér muninn á lóu og spóa, urriða og bleikju. Þú kenndir mér að veiða, róa og leggja net, að hnýta pelastikk og tálga. Þú kenndir mér nöfn á fjöllum og fjörðum. Að keyra bíl. Þú kenndir mér að gefast aldrei upp. Að trúa á sjálfa mig og efast ekki. Að trúa á hið góða, það góða í okkur sjálfum. Þú gafst mér mín fyrstu skíði og við fórum oft upp á Dragháls að renna okkur. Þegar gamla traktorlyftan var biluð og litlir fætur voru of þreyttir eða latir til að labba upp brekkuna, þá dróst þú mig upp á sleða svo ég gæti rennt mér niður. Þú varst einstakur maður, svo ljúfur og góður, vinur í raun. Mín fyrirmynd. Þú samdir lög og vís- ur og úr nokkrum spýtum gast þú töfrað fram ótrúlegustu hluti. Þú varst alltaf svo ástfanginn af ömmu, skeggkossinn, kvöldsúk- kulaði og brosið þitt hlýja. Þú varst svo þolinmóður og góður kennari. Þegar þú varst að kenna mér að kasta með flugu og ég „át upp“ línuna þína og hálf- eyðilagði stöngina þá brostir þú bara og sagðir: „Þú verður að æfa þig aðeins meira, Adda mín.“ Mér leið alltaf svo vel í návist þinni og ömmu og hef eins og öll barnabörnin sótt mikið í ykkar samveru. Þú varst þeim einstaka eiginleika gæddur að láta manni líða eins og maður væri þitt uppá- hald og ég held að það sé sameig- inleg upplifun okkar allra barna- barna, við upplifum okkur öll einstök í návist ykkar ömmu. All- ar ferðirnar, innanlands sem ut- an, berjamór og tónleikar, gæða- stundir. Elsku afi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar, fyrir allt það sem þú kenndir mér og fyrir allan þinn kærleik og hlýju. Það voru forréttindi að fá að eiga þig sem fyrirmynd og sem vin, sem afa minn. Ég mun varðveita vel þá visku sem þú kenndir mér og von- andi get ég fetað í þín fótspor og komið henni áfram í framtíðinni. Góða ferð, elsku afi minn, við sjáumst seinna. Þín Arnfríður Sólrún (Adda Rúna). Sólberg Björnsson var einn þeirra fjölmörgu manna sem unnu allan sinn starfsferil hjá fyr- irtækjum Þorgeirs Jósefssonar. Sólberg Björnsson ✝ SólbergBjörnsson fæddist á Hofsósi 7. nóvember 1932. Hann lést 19. júlí 2013. Útför Sólbergs fór fram frá Akra- neskirkju 26. júlí 2013. Hann kom sem ung- lingur frá Hofsósi til Akraness til að læra tréskipasmíði í dráttarbrautinni og vann við það fag þar til tréskipasmíði lagðist af. Tók hann þátt í smíði margra trébáta, en síðasti báturinn og jafn- framt sá stærsti, um 130 tonn, var Páll Pálsson GK sem var afhentur ár- ið 1962. Þegar stálskipasmíði hófst hjá Þorgeiri & Ellert hf. um miðjan sjöunda áratuginn varð Sólberg einn lykilmanna í smíðinni, en hann stjórnaði bandaplani þar sem teikningar voru útfærðar þannig að bönd og byrðingur væru rétt sköpuð. Þetta lék í höndunum á honum eins og ann- að sem hann tók sér fyrir hendur. Hann varð verkstjóri og síðar yfirverkstjóri í skipasmíðastöð- inni með marga tugi manna undir sinni stjórn. Þar var jafnan mikið umleikis; smíði fiskibáta, togara, sementsferju, bílaferju og skemmtisnekkju auk marghátt- aðra verkefna við flotann, fisk- iðjuverin, stóriðjuna o.fl. Sólberg fór létt með að stjórna þessum verkum. Hann þurfti ekki að byrsta sig eða hafa hátt, starfs- mönnum þótti vænt um hann og virtu hann. Þeir kunnu að meta hans ljúfa en ákveðna fas og verkin gengu vel fyrir sig. Um tíma starfaði Sólberg einnig á tæknideild fyrirtækisins. Þar nýttist hans mikla reynsla og fag- þekking einnig mjög vel. Við Sólberg vorum samstarfs- menn hjá Þorgeiri & Ellert í 30 ár, ég við skrifstofuhald og pen- ingamál en hann við framleiðsl- una. Við höfðum mikil samskipti öll þessi ár. Það var einstaklega gott að vinna með honum, aldrei annað en ljúfmennska og góðvild á hverju sem gekk og svo var allt- af stutt í góðlátlegan húmorinn. Stálskipasmíðin var merkur kafli í atvinnusögu Akraness þar sem um 20 skip voru byggð á ald- arfjórðungi. Það var aðdáunar- vert hvað starfsmenn Þ&E voru fljótir að ná tökum á þessu nýja fagi. Sólberg var einn þeirra sem áttu hvað stærstan þátt í hversu vel þetta gekk og hvað fyrirtækið skilaði frá sér vönduðum skipum. Við Guðný sendum Öddu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sól- bergs Björnssonar. Guðjón Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.