Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 ✝ Guðbergur Að-alsteinn Stein- dórsson fæddist í Kálfakoti í Mosfells- sveit 1. október 1921. Hann lést í Hveragerði 18. júlí 2013. Foreldrar hans voru Steindór Sig- urbergsson bóndi, f. 12. júní 1890, d. 26. maí 1930 og Þorkel- ína Sigurbjörg Þorkelsdóttir, f. 25. júní 1894, d. 20. apríl 1945. Þau giftust árið 1912 og hófu bú- skap á Syðri-Steinsmýri í Með- allandi en fluttu síðar að Ósgerði í Ölfusi. Þau eignuðust fimm börn auk Aðalsteins: Sveinn, f. 7. desember 1913, d. 3. febrúar 1944, Guðríður, f. 12. október 1916, d. 26. ágúst 2001, Sigur- björg Svanhvít, f. 22. júlí 1925, d. 23. ágúst 2008 og Halldóra Guð- laug, f. 7. febrúar 1927, d. 7. jan- úar 2007. Aðalsteinn kvæntist 9. nóv- ember 1946 Svanlaugu Guð- mundsdóttur, f. á Blesastöðum, Skeiðum 8. júlí 1924, d. 7. apríl 2007. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, bóndi á Blesastöðum á Skeiðum, f. 11. ingur, f. 9. október 1950. Maki Gissur Sigurðsson. Þau skildu. Dóttir Auðar er a) Helga Auð- ardóttir, f. 28. mars 1973. Maki Frank Þórir Hall. Synir þeirra eru Dagur og Þórir. Dóttir Auð- ar og Gissurar er b) Hrafnhildur, f. 4. maí 1983. 4) Þórkatla sál- fræðingur, f. 22. september 1955, maki Hörður Lúðvíksson banka- maður, f. 19. júlí 1953. Börn þeirra eru a) Sturla, f. 19. ágúst 1986, maki Erla Dröfn Kristjáns- dóttir og b) Hrefna, f. 21. desem- ber 1988. Dóttir Harðar er Urð- ur, f. 1. október 1979. Dætur Urðar eru Anna Þrúður Auðuns- dóttir og Gunnur Ísold Trausta- dóttir. Maki Urðar er Trausti Jónsson. 5) Sveinn fram- kvæmdastjóri, f. 2. ágúst 1960, maki Helga Pálmadóttir aðstoð- arskólastjóri, f. 17. apríl 1959. Börn þeirra eru Bríet, f. 30. maí 1990, og b) Kári, f. 1. febrúar 1993. Aðalsteinn útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1940 og starfaði við jarðboranir og síðar garðyrkju í Hveragerði til 1964 er hann hóf störf sem umsjónarmaður kirkjugarða þjóðkirkjunnar og starfaði þar til 1992. Hann var með fyrstu íbúum Hveragerðis, valdist til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir Hvergerð- inga og átti stóran þátt í að móta samfélagið í Hveragerði á byrj- unarárum þess. Útför Aðalsteins verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag, 27. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. maí 1878, d. 20. október 1972, og Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 16. maí 1886, d. 2. sept- ember 1971. Börn Aðalsteins og Svanlaugar eru: 1) Sigurbjörg rekstrarstjóri, f. 9. febrúar 1947, maki Haukur Haralds- son, f. 31. ágúst 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Arna, f. 1. október 1972, maki Einar Gunnar Guðmundsson. Synir þeirra eru Hlynur, Haukur og Kolbeinn. b) Silja, f. 12. janúar 1976. 2) Kristín hjúkrunarfræð- ingur, f. 5. janúar 1949, maki Kristinn Sigurjónsson bók- menntafræðingur, f. 27. mars 1957, börn þeirra eru a) Svana, f. 2. janúar 1985, maki Ari Freyr Valdimarsson. Dóttir Svönu og Ara er Kristín Hrönn. b) Gerða, f. 7. júlí 1989. Sonur Kristínar og Lárusar Karlssonar er c) Daði, f. 19. júní 1973, þau skildu. Sonur Daða og Sifjar Rósar Ragn- arsdóttur er Ragnar Darri. Þau skildu. Maki Daða er Arna Harð- ardóttir. Dóttir þeirra er Valdís Silja. 3) Auður deildarsérfræð- Ég kynntist Aðalsteini fyrir 35 árum í fyrstu heimsókn minni í Hverahvamm sem verðandi tengdadóttir og fékk tilheyrandi spurningar um ættir og uppruna. Þrátt fyrir norðlenskan uppruna minn gátum við fljótlega rakið ræturnar í Skaftafellssýslur, nán- ar tiltekið í Meðallandið. Þá var það gulltryggt. Aðalsteinn var glæsilegur mað- ur á velli, glaðlyndur og skemmti- legur, hann hafði áhuga á fólki og öllu því sem mannlegt er. „Maður er manns gaman“ átti svo sann- arlega við um hann. Aðalsteinn var fróðleiksfús, las mikið og var umkringdur bókum þar sem hann sótti sér fróðleik um menn og málefni. Sumar voru uppáhaldsbækur sem hann vitn- aði gjarnan í með sínum líflega frásagnarmáta. Hann var skemmtilegur sögumaður, gerði grín að sjálfum sér og kryddaði frásagnir sínar kímni. Það var einstaklega notalegt að sitja við eldhúsborðið í Hverahvammi og hlusta á sögur úr „bretavinnunni“ á hernámsárunum eða af gömlum Hvergerðingum og gæða sér á kaffi „kruðiríi“ sem Svanlaug hafði töfrað fram. Aðalsteinn var mjög stoltur af sínu fólki og bjartsýnn fyrir þess hönd. Hann fylgdist vel með börn- um sínum og sýndi viðfangsefnum þeirra mikinn áhuga með hrósi og hvatningu. Barnabörnin nutu líka takmarkalausrar umhyggju hans. Honum þótti gaman að fíflast og gantast með þeim og stundum laumaðist hann til að gefa þeim í nefið en þau máttu alls ekki segja ömmu sinni frá því. En þegar eitt- hvert þeirra fékk hnerrakast komst yfirleitt upp um athæfið og amma brosti á laun. Aðalsteinn og Svanlaug bjuggu lengst af í Hverahvammi sem var algjör paradís á bökkum Varmár í Hveragerði með útsýni á Reykja- fjall. Þar nutu þau sín bæði vel við ræktun og fjölbreytta en á marg- an hátt óvenjulega garðyrkju. Í lóðinni voru nokkrir hverir sem fluttu sig og breyttust reglulega í jarðskjálftahrinum. Þá þurfti að flytja plöntur í kaldari jarðveg og bæta við rauðamöl á svæði sem suðu. Aðalsteinn hafði unnið lengi við garðyrkju ásamt annarri vinnu þannig að hann kunni vel til verka. Í gróðurhúsi ræktuðu þau litrík sumarblóm sem plantað var í beð og potta sem undirstrikaði auga fyrir fagurfræði og útsjón- arsemi. En fyrst og fremst rækt- aði Aðalsteinn mannauðinn, börn sín og barnabörn og fyrir það er- um við öll ævinlega þakklát. Helga Pálmadóttir. Elsku afi, okkur það er sárt að þurfa að kveðja þig. Minningarn- ar sem við geymum í hjörtum okkar eru svo ljúfar og góðar að ekki nokkur orð fá því lýst. Okkur systkinunum er það minnistætt hversu yndislegar móttökurnar voru sem við fengum í hvert skipti sem rennt var í hlaðið í Hvera- hvammi. Þegar þú tókst á móti okkur brosandi við girðinguna með útbreiddan faðminn og fá ilminn í leiðinni úr eldhúsinu af nýbökuðum kleinunum frá ömmu, en næst lá leiðin inn í eldhús þar sem kleinunum var iðulega sporð- rennt með köldu mjólkurglasi í takti við skemmtisögur þínar af sveitungum frá nærliggjandi bæj- um. Tilfinningin sem við geymum í hjörtum okkar frá þessum tíma markast af miklu öryggi og vellíð- an sem við upplifðum öll þegar heimsóttum ömmu og afa í Hveró. Grófar jafnt sem fínar hliðar hafði Aðalsteinn Steindórsson yfir að búa, sem dæmi um það má nefna það þegar afi var í bílskúrnum eins og oft áður að sinna sínum verkum, þar sem hann sagaði þakkanta, girðingastaura og fyrir slysni eina löngutöng. Afsöguð langatöngin varð aðalskemmti- efni barnanna í Hverahvammi og leiddist afa það ekki að búa til hin- ar ýmsu sögur og skrýtlur í kring- um hina afsöguðu löngutöng sína. Þetta sýndi okkur barnabörnun- um að það er hægt er að snúa slíku óláni sem það er að missa framan af fingri yfir í hið besta skemmtiefni, þetta er lýsandi dæmi um þann léttleika og já- kvæðni sem í þér bjó. Yndislegri afa er vart hægt að hugsa sér og dáðumst við að lífskrafti þínum sem hefur litað okkur öll í gegnum árin. Þú varst okkar fyrirmynd og verður það alltaf. Fundum við fyr- ir mikilli ástúð og einstakri hlýju í návist þinni, þín verður sárt sakn- að elsku afi okkar. Daði, Svana og Gerða. Það er varla hægt að hugsa sér yndislegri uppvöxt en að hafa fengið að verja tíma með afa og ömmu í Hverahvamminum. Þar bjó ég ásamt mömmu fyrstu tvö ár ævi minnar og var svo áfram tíður gestur hjá þeim eftir það. Ég var alla tíð mikil afastelpa enda bar hann af öðrum mönnum í mínum huga. Hann var manna skemmtilegastur og hafði næmt auga fyrir fyndnum hlutum í um- hverfinu. Hann einkenndi enda- laus áhugi á því sem fólkið hans tók sér fyrir hendur. Hann fylgd- ist grannt með högum okkar, hafði á okkur óbilandi trú og hvatti áfram. Honum þótti gott að heyra í manni í síma og í símtöl- unum fannst okkur líka gaman að rifja upp gamla tíma úr Hvera- hvammi, þegar ég spilaði manna við þau ömmu fram á nætur, við afi dönsuðum tangó á stofugólfinu og ég tók með honum í nefið. Hann rifjaði það líka reglulega upp þegar hann hætti að reykja á tíu ára afmælisdaginn minn, af því hann vildi gefa fjúntunni sinni þá afmælisgjöf. Símtölunum lauk hann með því að senda kossa í gegnum símtólið svo small í. Afi var afskaplega óspar á hlýju og knús og var ófeiminn við að sýna tilfinningar og fólkinu sínu vænt- umþykju. Mörg nýyrði urðu til í hans munni sem lifðu í fjölskyld- unni lengi og gera enn. Hann átti sér gæluorð yfir barnabörnin – við stelpurnar vorum fjúntur og strákarnir fjúntar. Hann var mik- ill sagnamaður og sumum sögun- um fékk maður ekki nóg af, eins og sögunni af því hvernig hann missti framan af fingrinum, en til að byrja með var það vegna þess að hann hafði nagað svo mikið neglurnar, en seinna fékk ég réttu útgáfuna sem var sú að hann hafði lent í vinnuslysi. Nú hefur ástkær afi minn kvatt, en minningarnar um yndislegan mann lifa með okkur. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Helga. Afi okkar var merkilegur mað- ur. Hann var stór og myndarleg- ur, hjartahlýr og hlýlegur. Hann var verklaginn náttúruunnandi, barngóður, ljóðelskur, hagmæltur og áhugasamur um náungann. Afi komst vel að orði og skaut á köfl- um fast, en átti auðvelt með að tjá sínum nánustu hlýju, umhyggju og væntumþykju. Afi var líka stoltur maður. Hann var stoltur af ömmu okkar, stoltur af börnum sínum, stoltur af barnabörnunum og gerði sér mikla grein fyrir því í hverju ríkidæmi hans fólst einna helst. Heimili ömmu og afa, Hvera- hvammur í Hveragerði, var litrík- Aðalsteinn Steindórsson Það var ekki laust við að við Vigurbræður yrðum ögn toginleitir þegar Ragnheiður systir okkar, korn- ung að árum, birtist með ungan mann upp á arminn sumarið 1972 og kynnti hann sem unn- usta sinn. Það var deginum ljós- ara að þessi ungi maður hafði ekki dvalið langtímum saman á rakarastofum. Hár hans og skegg báru því augljóst vitni. Við sveitadrengirnir höfðum að sjálfsögðu þrjóskast við að láta skerða hár okkar, eins og tíska þessara tíma krafðist, en af- raksturinn af því sýndist lýjur einar í samanburði við lokkaflóð tilvonandi mágs. Um skeggvöxt var ekki að ræða vegna ungs aldurs. En það var ekki bara útlitið sem okkur fannst tilkomumikið í fari Óskars. Yfirgripsmikil þekk- ing hans á nýjustu tónlistar- straumum fyllti okkur lotningu. Við sem varla könnuðumst við annað en BG og Ingibjörgu, Dúmbó og Steina og kannski Beach Boys, vorum nú leiddir í allan sannleikann um skærustu stjörnur rokkheimsins og auðvit- að trónuðu Rolling Stones þar hæst á stjörnuhimninum. Óskar féll fljótt og vel inn í fjölskyldulífið í Vigur. Hann hafði yndi af að koma í Vigur á hverju sumri. Hann var afkasta- mikill lundaveiðimaður og naut Óskar Óskarsson ✝ Óskar Ósk-arsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1952. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 17. júlí 2013. Útför Óskars fór fram frá Fossvogs- kirkju 26. júlí 2013. þess að sitja heilu dagana „á balanum“ í góðu uppflogi og koma heim með góðan feng að kvöldi. Hann var einstaklega greið- vikinn og var alltaf tilbúinn til að að- stoða okkur á allan hátt. Óskar hafði mjög sterkar skoðanir og var ekki á hvers manns færi að fá hann ofan af þeim. Þær voru ófáar snerrurnar sem voru tekn- ar í borðstofunni á sumrin en flestir komu ósárir út úr þeim viðureignum og höfðu gaman af. Óskar var ekki allra. Hann valdi sér vini af kostgæfni og ræktaði þá vináttu af alúð. Hann tók ástfóstri við Vigur og var okkur ómetanlegur vinur og mágur. Við þökkum honum allar góðu stundirnar bæði í Vigur og á heimili þeirra Röggu. Við sendum elskulegri systur okkar, börnum hennar og barnabörnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Vigurbæður, Bjarni, Salvar og Björn. Hann kallaði okkur Bimbó, stelpurnar sem unnu í Djúp- mannabúð. Í heilt sumar ávarp- aði hann okkur Malin ekki með eiginnafni, bara Bimbó. Og ef okkur var kalt þá var úr okkur allur ungmeyjarhiti og við gát- um bara eins sótt um á Grund og í háskóla að loknu Djúpmanna- búðarprófi, sem var nú kannski ekki allra að taka. Þessi kersknislegi hálfkær- ingur gat kannski verkað kulda- lega á þá sem ekki þekktu til en við sem þekktum hann stóra frænda minn vissum að honum þótti bara vænt um þá sem hann nennti að atast svona í. Enda held ég að bílgreyið sem hann keyrði með mig, Bimbóið, á Ísa- fjörð þegar ég þurfti á spítala þá um sumarið hafi ekki beðið þess bætur síðan vegna hraðaksturs. Honum var nú ekki alveg slétt sama um þessi Bimbó sín. „Kata mín, ég verð ekki í bænum daginn sem hún Edda systir mín ákveður að flytja úr Gunnarssundi með allt sitt haf- urtask.“ En það vissi ég líka að hann yrði fyrstur á staðinn með sendibíl ef til þessa hefði komið. Eins mikið og mig langaði í sveit þegar ég var stelpa var áhuginn ekki alveg jafnmikill þegar mamma kom mér í vinnu í Mjóafirðinum sumarið eftir að ég varð stúdent. Þá langaði mig nefnilega bara að þvælast um Bankastrætið og næsta ná- grenni með skólafélögunum, kannski aðeins of seint að senda mig í sveit þá. En mikið var þetta gaman og engu líkt að vera vert hjá þeim hjónum Röggu og Óskari í Djúpmannabúð. Sumar sem aldrei mun gleymast. Og ég veit ekki hver var spenntastur þetta sumarið að sjá rauða sendibílinn endasendast yfir hæðina á föstudagskvöldum. Það lýsir honum frænda mínum býsna vel að hann kom alltaf í Djúpmannabúð eftir vinnu á föstudögum í Reykjavík allt sumarið. Minning um einstakan, sterk- an og hjartahlýjan mann mun lifa með mér og mínum. Takk fyrir allt, elsku Óskar. Katrín Halldórsdóttir (Kata). Andlát Óskars bar brátt að. Auðvitað vissum við að heilsa hans var tæp, en á þessu áttum við ekki von, ekki núna. Við sáumst síðast á ættarmóti fjórum dögum áður og þar átti stórfjölskyldan góðar og gleði- legar stundir saman. Hann lést á Ísafirði þar sem þau Ragga áttu sín fyrstu kynni. Ég kynnist Óskari 17 ára gamall, þegar ég tók að venja komur mínar á heimilið til að hitta elstu systur hans, hann var þá fjögurra ára. Við urðum fljótt góðir vinir þrátt fyrir aldursmun og ég fylgdist með uppvexti þessa indæla drengs, sem ólst upp við mikið ástríki. Hugur Óskars stóð ekki til langskólanáms þrátt fyrir góðar gáfur til þess. Hann vann ýmis störf, m.a. við hafnargerð. Sú vinna bar hann til Ísafjarðar þar sem hann hitti Ragnheiði. Með þeim Óskari tókust ástir og síð- an voru þau alltaf Óskar og Ragga. Þau voru kornung, þegar þau bundust og stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu alla tíð rausnarbúi. Ekki vegna mikils efnahags, heldur voru rausn og hjartahlýja þeirra það sem setti mark sitt á heimilið og gerði það ríkt. Óskar fór ungur að vinna hjá Olíufélaginu, þá Esso. Mann- kostir hans fóru ekki framhjá vinnuveitendum hans og honum voru falin ábyrgðar- og trúnað- arstörf. Síðastliðin sex ár hafa verið Óskari og Röggu með ólíkindum erfið. Hann þurfti að láta fjar- lægja hvert líffærið af öðru en reis samt alltaf upp aftur. Nú sýndi drengurinn úr hverju hann var gerður. Og Ragga. Hún stóð eins og klettur í brim- inu, stöðug og sterk, virtist geta staðið allt af sér, meira að segja sín eigin alvarlegu veikindi. Þessi ótrúlega þrautseigja þeirra og sálarstyrkur hefur vakið aðdáun og virðingu okkar allra. Svona samstaða verður ekki til án ástar og það duldist engum að hún var til heimilis hjá Óskari og Röggu. En hver var Óskar? Hann var glaðlyndur og skemmtilegur maður, mikill útivistar- og veiði- maður, góður heimilisfaðir og traustur vinur vina sinna. Hann tók miklu ástfóstri við Vigur, æskuheimili konu sinnar, og þar dvöldu þau sumar eftir sumar. Þar kynntist Óskar ýmsu sem hann ekki þekkti áður og í honum vaknaði veiðimaðurinn. Óskar átti sína töffaratíð á yngri árum, ók um á átta gata tryllitæki og spilaði Megas og Rolling Stones svo undir tók í nágrenninu. Arnari systursyni hans fannst hann bera af öðrum fullorðnum og bíllinn hans eitt- hvað annað en Taunus-drusla foreldranna. Seinna fékk hann áhuga á ljósmyndun og sérhæfði sig í fuglaljósmyndun og náði frábær- um árangri. En það er ekki upp- talning um færni og hæfileika sem er okkur efst í huga, þegar komið er að kveðjustund, heldur minningin um heilsteypta og hjartahlýja manninn sem hann hafði að geyma og styrk hans og sálarþrek þegar mest þurfti með. Við Edda áttum margar góðar stundir með Óskari og síð- ar Óskari og Röggu í gegnum tíðina. Núna síðustu árin komu þau oft til okkar í sælureitinn okkar í Álftafirðinum. Það var gott að eiga Óskar að vini og bróður. Þó að kynnin hafi staðið langt umfram hálfa öld, þá urðu þau samt of stutt. Hans verður ætíð og sárt saknað. Halldór. Mikið var yndislegt þegar Óskar og Ragga komu í Djúp- mannabúð á sumrin með börnin sín. Full af atorku drifu þau í að koma veitingarekstrinum í gang. Það fylgdi þeim ferskur blær, lífsgleði og hlátur og við vorum öll svo ung og spræk og gátum vakað heilu sumarnæturnar án þess að finna fyrir því. Óskar var einstaklega duglegur, hann lá ekki á skoðunum sínum og það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var algjörlega laus við tilgerð og fals, hann var hreinskiptinn og það var alltaf ljóst hvar maður hafði hann. Hann var með sérstakan húmor og það sem mér fannst við fyrstu kynni vera óttalegt tuð í honum var mér fljótlega farið að þykja vænt um. Hann sagðist hafa ver- ið uppátækjasamur sem ung- lingur en var heimakær fjöl- skyldufaðir þegar ég kynntist honum, barngóður og mikill dýravinur. Óskar hafði næmt auga fyrir fegurð eins og sést best á ljósmyndum sem hann hefur tekið til margra ára. Hann naut þess að eiga fallegt heimili, þar grúskaði hann í sínum áhugamálum, ljósmyndunum og tónlist og allt var í röð og reglu því honum var snyrtimennskan í blóð borin. Ragga sagði mér fyr- ir nokkrum árum að hann Oggi hennar yrði betri með hverju árinu og þau náðu því að vera saman í 41 ár. Óskar var góður náungi og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Gunnhildur Olga Jónsdóttir. Hinum megin við skýin skín sólin. Það er heilagur sannleik- ur. Það birtir um síðir og það er einnig heilagur sannleikur. Eins og dagur tekur við af nóttu. Eins og nýfædd börn fæðast inn í þennan heim og aðrir kveðja. Stundum reyndar allt of snemma. Og besti vinur minn kvaddi þennan heim alltof fljótt. Strákurinn sem bjó í Hvamms- gerðinu og átti fiskabúr. Og síð- ar Chevrolet 5́6-árgerðina. Eignaðist síðan sinn lífsföru- naut, hana Röggu Bald. og átti með henni þrjú börn. Og mörg barnabörn. Þessi strákur úr Hvammsgerðinu var vinur minn frá því við vorum sjö ára og við verðum alltaf vinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.