Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 43
bréfamarkaðinn voru fyrst sett 1985.“ Herdís var ráðin fjármála- stjóri hjá Arkitektafélagi Íslands 1995. Árið 1996 hóf hún störf sem sérfræðingur hjá Kjararannsókn- arnefnd sem þá var samstarfsvett- vangur aðila vinnumarkaðarins um samræmdar launakannanir. Kjara- rannsóknarnefnd sameinaðist síðar Hagstofu Íslands. Þar starfaði hún þar til í júlí 2005. Í ársbyrjun 2006 varð Herdís fjár- málaráðgjafi hjá Landsbankanum. „Eftir hrun tók við viðburðaríkur tími þegar aðstoða þurfti fjölda manns við að átta sig á breyttum að- stæðum. Þetta var krefjandi tími en að sama skapi lærdómsríkur. En núna í haust eru ákveðin tímamót hjá mér því ég ætla að taka mér leyfi og fara í meistaranám í mann- auðsstjórnun við HÍ.“ Herdísi finnst gaman að dytta að húsinu sínu og garðinum en sest einnig niður við hannyrðir og les bækur. Fjölskylda Maður Herdísar er Sæmundur Valdimarsson, f. 7.2. 1963, löggiltur endurskoðandi og eigandi hjá KPMG. Foreldrar hans eru Valdi- mar Gunnarsson, f. 31.7. 1931, stýri- maður í Keflavík, og Jóhanna Sæ- mundsdóttir, f. 23.9. 1928, húsmóðir í Keflavík. Börn Herdísar og Sæmundar eru Jóhanna Sæmundsdóttir, f. 28.8. 1989, B.Sc. í umhverfis- og bygging- arverkfræði og byrjar í meistara- námi í byggingarverkfræði í Gauta- borg í haust. Maki: Árni Fannar Alfreðsson, B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði og B.Sc. í tölvuverk- fræði. Ásdís Sæmundsdóttir, f. 13.7. 1992, stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 2013. Ásdís byrjar í iðnaðar- verkfræði við HÍ nk. haust; Margrét Þóra Sæmundsdóttir, f. 7.6. 2001, nemi í Ölduselsskóla. Systkini Herdísar eru Stefanía Óskarsdóttir, f. 7.8. 1962, doktor í stjórnmálafræði og lektor við Há- skóla Íslands, og Þorleifur Ósk- arsson, f. 7.3. 1969, M.Sc., rafmagns- verkfræðingur og sviðsstjóri hjá Staka. Foreldrar Herdísar eru Óskar V. Friðriksson, f. 14.8. 1931, d. 21.8. 2008, skrifstofumaður hjá SÁA og Eimskip og kosningastjóri utan- kjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins um áratugaskeið, og Guð- laug Þorleifsdóttir, f. 17.4. 1935, d. 24.6. 2013, snyrtifræðingur og hús- móðir í Reykjavík,. Úr frændgarði Herdísar Óskarsdóttur Herdís Óskarsdóttir Margrét Árnadóttir húsfr. í Víðirbyggð Manitoba í Kanada Halldór Gísli Brynjólfsson b. og smiður á Arnheiðarst. í Fljótsdal Margrét Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorleifur Eyjólfsson arkitekt í Reykjavík Guðlaug Þorleifsdóttir snyrtifr. og húsfr. í Rvík Herdís Jónsdóttir húsfr. á Ytri-Grímslæk í Ölfusi Einara Guðný Bjarnadóttir húsfreyja á Hraunsnefi Stefanía Þorbjarnardóttir organisti í Borgarnesi Friðrik Þórðarson framkv.stj. í Borgarnesi Óskar V. Friðriksson skrifstofumaður í Rvík Þórður Árnason b. og síðar vinnumaður í Dalasýslu Sigurlaug Guðmundsd. húsfr. í Rvík María Jónsdóttir flugfreyja Sigurlaug Halldórsd. flugfreyja María Birta Bjarnadóttir leikkona og versl.eigandi Þorbjörn Ólafsson b. á Hraunsnefi í Norðurárdal, Borg. Ólafur Ólafsson trúboði Halldór S. Friðrikss. frkvstj. í Rvík Halla Helgadóttir forstöðum. Hönnunar- miðst. Íslands Guðrún Margot Ólafsdóttir skjalaþýðandi og dómtúlkur Egill Helgason sjónvarpsm. Þóra Þorleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík Hörður Helgason fv. knattsp.þj. hjá ÍA og fv. skólam. FVA Laufey Þorleifsdóttir fv. afgreiðslukona í Rvík Elín Albertsdóttir blaðamaður Gunnar Schram lögfr. í Rvík Gunnar G. Schram lagapróf. og alþingism. Ellert B. Schram fyrrv. ritstjóri Bryndís Schram fyrrv. sjónvarpsk. Höskuldur Kári Schram sjónvarpsm. Björgvin Schram stórkaupm. í Rvík Magdalena S. Árnad. Schram húsfr.í Rvík Helgi Eyjólfsson húsasmíðameist. og forstj. í Rvík Eyjólfur Guðmundsson b. á Ytri-Grímslæk í Ölfusi Brynjar Níelsson hæstaréttarl. og alþingism. Hannes Vilhjálmsson b. í Tandraseli og á Hamri á Mýrum Valgerður Hannesd. húsfr. í Borgarf. og Rvík Halldóra G. Vilhjálmsdóttir húsfr. og vinnukona í Borgarnesi Friðrik S. Halldórsson forstöðum. hjá Landsbankanum Elínborg Halldórsd. söngk. í Q4U Dóra Unnur Guðlaugsd. húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Jóhannes á Borg, glímukappi,ungmennafélagsfrömuður oghótelhaldari fæddist í Hamar- koti á Oddeyri 28.7. 1883. Hann var sonur Jósefs keyrara þar Jónssonar, bónda í Hamarkoti, Jónssonar, og k.h., Kristínar Einarsdóttur sem var ættuð frá Geirþjófsstöðum og Sandi í Þingeyjarsýslu. Bróðir Jósefs keyrara var Magnús keyrari, faðir Sigursteins, forstjóra SÍS í Edinborg, föður Magnúsar Magnússonar, fyrrv. sjónvarpsmanns hjá BBC. Jóhannes ólst upp við fátækt og basl í Lundi á Oddeyri, var skikkaður í prentnám en hvarf frá því og lærði verslunarfræði í Noregi. Þar kynntist hann ungmennafélagshugsjóninni og 1906 stofnuðu hann og Þórhallur Bjarnason prentari fyrsta ung- mennafélagið, Ungmennafélag Akur- eyrar. Hann beitti sér fyrir stofnun fleiri slíkra félaga og Ungmenna- félags Íslands. Hann varð glímukóngur Íslands 1907 og 1908 og fyrirliði íslenska liðs- ins á Ólympíuleikunum í London 1908. Jóhannes dvaldi síðan erlendis lengst af til 1927 þar sem hann sýndi íslenska glímu, sjálfsvörn og aðrar aflraunir. Heim kominn hóf hann undirbúning að byggingu Hótel Borgar sem átti að verða tilbúin fyrir þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Það tókst og var hótelið opnað þrátt fyrir hrakspár margra sem töldu þessa hugmynd ansi fífldjarfa. Fyrsta skóflustungan var tekin í byrjun október 1928 og voru veitingasalirnir opnaðir í byrjun árs 1930 og gistiað- staðan tekin í gagnið í lok maí sama ár. Jóhannes átti og rak Hótel Borg til 1960 þegar hann settist í helgan stein. Jóhannes var glæsimenni og heimsborgari, víðlesinn og var hrifinn af fagurbókmenntum sem hann las á mörgum tungumálum. Kona Jóhannesar var Karólína Amalía Guðlaugsdóttir, f. 14.12. 1882, d. 11.8. 1969. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðmundsson, bæjarfóg- eti á Akureyri, og k.h., Oliva Maria frá Skáni í Svíþjóð, fædd Suenson. Jóhannes á Borg lést 5.10. 1968. Merkir Íslendingar Jóhannes Jósefsson Laugardagur 90 ára Jóhanna Anna Einarsdóttir 85 ára Björn Stefánsson Gunnar Sturla Gestsson Jón Sveinbjörnsson 80 ára Magnús Villi Vilhjálmsson Ólafur Örn Arnarson Ragnar Hallsson Rannveig Ólafsdóttir Vilhjálmur Þorláksson 75 ára Erna Arngrímsdóttir Hrafn Jóhannsson 70 ára Birna H. Björnsdóttir Björg Drífa Snorradóttir Edda Ingólfsdóttir Eðvald Bóasson Elsa Aðalsteinsdóttir Guðrún Eygló Guðmundsdóttir Halldór Pálsson Hjördís Guðbjörnsdóttir Þorgerður Sigurjónsdóttir Þórður Skúlason 60 ára Ásgeir Beinteinsson Bergur Pálsson Brynhildur Ingvarsdóttir Ðao Ðoan Ðong Erna Sigurveig Guðmundsdóttir Gestur Eyjólfsson Guðjón Jóhannsson Hans Pétur Diðriksson Jóhannes Johnsen Ósk Ingvarsdóttir Sigríður Kristín Þórhallsdóttir 50 ára Ásdís Kristmundsdóttir Björn Erik Walter Nygaards Kers Gerður Jóelsdóttir Gunnar Grímsson Hulda Hrönn Finsen Jón Ómar Hraundal Halldórsson Margrét Melstað Ólafur Jósefsson Sigríður Norðmann Sigurragna Vilhjálmsdóttir Sóley Vaka Hjörleifsdóttir Stefán Stefánsson Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir Þorsteinn Jóhannsson 40 ára Aðalheiður Þorgrímsdóttir Astrid Göllnitz Ásbjörn Sigurðarson Ásdís Björk Pétursdóttir Áslaug Hallvarðsdóttir Bianca Kristjánsson Birgir Rafn Friðriksson Bjarni Ágústsson Daníel Stefánsson Elis Jóhann Pétursson Friðrik Örn Haraldsson Ingvar Þór Gunnlaugsson Lilja Rós Sveinsdóttir Ólöf Jóhannsdóttir Rakel Ársælsdóttir Soffía Frímannsdóttir Soffía Guðrún Magnúsdóttir 30 ára Atli Sæmundsson Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir Baldvin Vigfússon Erla Björg Valþórsdóttir Eygló Egilsdóttir Helga Margrét Clarke Helga Ýr Erlingsdóttir Hrafnhildur Kristinsdóttir Íris Hörn Ásgeirsdóttir Reynir Gunnarsson Sara Jasonardóttir Sigurður Hjörvar Sigurðsson Sveinbjörn G. Kröyer Guðmundsson Sunnudagur 95 ára Eygerður Björnsdóttir Kristín Guðjónsdóttir 90 ára Þórhallur Arason 85 ára Guðrún Guðmundsdóttir Ragnar Vignir Sigríður Jóna Jónsdóttir 80 ára Anna Markrún Sæmundsdóttir Elínbjörg Kristjánsdóttir Haukur Konráðsson Jóhannes Jóhannesson Oddur Valur Ólafsson Pétur Þórarinsson Sigurður Stefánsson 75 ára Anna Elín Hermannsdóttir Björn Björnsson Edda Lóa Skúladóttir Gissur Sæmann Axelsson Grethe Einarsson Helga Gunnlaugsdóttir 70 ára Björn Bjarnarson Erlingur Ragnarsson Hildur Guðmundsdóttir Ívar Reimarsson Nils Anders Englund Sigfríð Erla Ragnarsdóttir Steinunn Þórjónsdóttir Þuríður Steingrímsdóttir 60 ára Guðrún A. L. M. Petersen Hermann Gunnarsson Hrafnkell Óðinsson Jóhanna Jónsdóttir Kristín Steindórsdóttir Móeiður Jónsdóttir Steindór Rafn Theódórsson Úlfar Henningsson 50 ára Erna Þórsdóttir Halldóra Vébjörnsdóttir Halldór Gunnlaugsson Hildur Thors Jón Hólmgeir Steingrímsson Kristján Sveinsson Kristófer E. Ragnarsson Ragnheiður Harðardóttir Svala Níelsdóttir Svanlaugur Þorsteinsson Þóra Emilsdóttir 40 ára Birgir Haukdal Rúnarsson Freydís Baldrún Antonsdóttir Hanna Gyða Þráinsdóttir Harpa Hauksdóttir Hugrún Gréta Sigurðardóttir Kristín Elva Viðarsdóttir Sigrún Rósa Kjartansdóttir Steinunn Þórisdóttir Viktoría Rán Ólafsdóttir 30 ára Agnes Björg Tryggvadóttir Arna Rún Sesarsdóttir Ágúst Rafn Einarsson Ásta Guðmundsdóttir Ellen Heiður Hreinsdóttir Fannar Jónsson Guðmunda Fríða Bj. Karlsdóttir Matthildur Anna Gísladóttir Þórunn Magnúsdóttir Til hamingju með daginn GAMLI ÍSINN - ÞESSI ÍSKALDI Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.