Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Mikilvægt er að hér þróist atvinnu- grein sem bjóði upp á hágæða þjón- ustu fyrir þá ferðamenn sem koma til landsins með mikið á milli hand- anna. Slíkir ferðamenn setja ekki fyrir sig að borga hátt verð fyrir þjónustu, en hún verður þá auðvitað að vera framúrskarandi,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Ís- landsstofu. Undanfarin ár hafa að- ilar í ferðaþjónustu á Íslandi stækk- að framboðið af glæsiferðum innanlands og svo virðist sem vin- sældir þessara ferða séu að aukast. „Þetta er að mínu mati mjög jákvæð þróun,“ segir Jón. Snekkjuferðir á Íslandsmiðum Fyrirtækið Harpa Yachts býður upp á sérferðir á snekkjunni Hörpu. Einar Steinþórsson, einn eiganda fyrirtækisins segir ferðirnar vinsæl- ar. „Við bjóðum upp á sérferðir, allt frá stuttum ferðum upp í langferðir norður á land. Annars vegar fáum við mikið af erlendum ferðamönnum og síðan íslenska hópa, vinnustaði og slíkt.“ Snekkjan getur tekið alls 35 manns, en svefnpláss er fyrir sex farþega. Mikill lúxus er um borð, en sjónvarp er í hverri káetu og sér baðherbergi fylgir einnig. Einar seg- ir að í flestum tilvikum séu sigling- arnar bókaðar í gegnum milliliði sem séu oft fyrirtæki sem skipuleggja Ís- landsdvöl erlendra ferðamanna frá upphafi til enda. „Mér heyrist á þeim að þeir sæki einnig í þyrluflugið og í jeppaferðir á stórum jeppum. Síðan eru jöklaferðir af ýmsum toga sí- vinsælar.“ Af þeim ferðamönnum sem sækja í snekkjuferðirnar eru flestir rússneskir að sögn Einars, en einnig töluverður fjöldi Breta. „Sumarið fór rólega af stað en veðrið spilaði stóran part í því. Eftirspurnin hefur hins vegar tekið mikinn kipp undanfarið og ágætlega bókað á næstunni,“ segir Einar. Þyrilvængjur vinsælar „Ef þú ert að leita að lúxus er þyrla auðvitað eitt það fyrsta sem þér dettur í hug,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, en félagið býður upp á fjölbreyttar ferðir um allt land. „Flestir þeirra sem fljúga með okkur eru erlendir ferðamenn en Íslend- ingar hafa líka verið að koma með, sérstaklega í styttri ferðirnar.“ Nokkur aukning hefur verið í þyrlu- ferðunum undanfarin ár að sögn Birgis. „Við rekjum það til þess að við höfum verið að bjóða upp á sér- sniðnar pakkaferðir þar sem hægt er að skoða ýmislegt í einni ferð. Hér áður fyrr var þyrluþjónusta oftast þannig að þú leigðir bara þyrlu og borgaðir tímagjald,“ segir Birgir. Meðal annars er boðið upp á þyrlu- ferðir til að skoða Esjuna, jökla, Gullfoss og Geysi og auðvitað Bláa lónið. Einnig hafa verið vinsælar svokallaðar klukkustunda „happy hour“ ferðir þar sem flogið er með gesti á fjallstopp í nágrenninu og kampavínsflaska er höfð með í för. Fyrirtækið hefur líka stutt við Berg- menn fjallaleiðsögumenn, en þeir hafa boðið upp á svokallaðar Heli- ski-ferðir á Tröllaskaga, þar sem flogið er með ferðamenn upp á fjalls- toppa til þess að þeir geti skíðað nið- ur. „Það er auðvitað hluti af þessum lúxus sem boðið er upp á hér á landi,“ segir Birgir. Ljósmynd/Norðurflug Fjallstoppar Meðal annars hafa verið vinsælar svokallaðar klukkustunda „happy hour“ ferðir þar sem flogið er með gesti á fjallstopp í nágrenninu og kampavínsflaska er höfð með í för. Uppgangur í lúxusferðum  Glæsilegar ferðir hvert á land sem er  Gæðin skipta öllu máli Ljósmynd/Harpa Yachts Lúxussnekkja Meðal þess sem hægt að gera í ferðum með snekkjunni Hörpu er köfun og sjóstangveiði. Snekkjan er búin öllum helstu þægindum. Ljósmynd/Harpa Yachts Árennileg Glæsisnekkjan Harpa. „Vinsælustu ferðirnar hjá okkar gestum eru ferðir upp á jökla, í Þórs- mörk og Land- mannalaugar og síðan auð- vitað á Eyja- fjallajökul,“ segir Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hótel Rangár, en hótelið er vinsæll viðkomu- staður efnameiri Íslandsgesta. „Sumir vilja skoða þessa staði úr þyrlu, aðrir á jeppum og sumir gangandi.“ Friðrik segir framboð í ferðaþjónustunni á Íslandi hafa breyst á síðustu árum. „Það hefur verið vaxandi umfjöllun, góð þjónusta og spennandi afþreying. Það skiptir auðvitað mestu máli að til boða standi viðunandi að- gengi og svo verða gæðin auð- vitað að standast kröfur og væntingar ferðamanna. Upp- bygging í ferðaþjónustu er langhlaup, það tekur tíma að byggja upp þennan iðnað.“ Ein þjónustan sem Hótel Rangá býður upp á og hefur verið að færast í aukana undanfarin ár er brúðkaup. „Það er að færast í aukana að erlendir ferðamenn gifti sig hér á landi og við verðum því að byggja upp þjónustu til þess að geta boðið upp á slíkt.“ Uppbygging er langhlaup HÓTEL RANGÁ Friðrik Pálsson Skvetta er skrímsli í krapinu og svellköld, líkt og flest kvenkyns ís- skrímsli. Hún hefur verið virk í starfi femínísa um langt skeið og er mikið samkvæmisljón. Hún veit fátt skemmtilegra en vel heppnaða ísveislu í góðra skrímsla hópi — og á það til að slá upp veislu í nálægum frystikistum. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, enda erfði hún viðskiptavit föður síns, sem var ákaflega virt og dáð lakkrísbindi, sem og skipulags- kunnáttu móður sinnar sem var finnsk eistnesk snjóblásturs- vél. Hún stundar jöklajóga af miklum krafti og er áhugasöm um verndun hins íslenska íspinnastofns. Leiktu við skr ímslin á www.k joris.is /skrim sli „Mávurinn er mjög frekur fugl og er alltaf að verða frekari,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, en hann lagði fram tillögu í vik- unni á fundi borg- arráðs þess efnis að grípa þurfi til virkari aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík. Af- greiðslu málsins var frestað. Kjartan segir aðgerðirnar felast í þrennu lagi. Í fyrsta lagi þurfi virkari að- gerðir við Tjörnina til að stugga fugl- inum í burtu, en það yrði gert með því að skjóta mávinn. Í öðru lagi þyrfti að setja upp áberandi skilti þar sem fólk verður beðið um að fæða ekki mávinn og í þriðja lagi ætti að fara með virkari hætti út í eyj- arnar í Kollafirði til þess að eyði- leggja varpið. „Þetta eru gáfuð kvik- indi og fljót að átta sig á því að þau eru ekki velkomin ef farið er að stugga við þeim. Á árinu 2006 var eitthvað skotið á þá og mávurinn breytti háttalagi sínum á nokkrum dögum, fór að passa sig og flaug hærra.“ Þá segir hann reynsluna sýna að endurnar uppgötvi að árás- inni sé ekki beint gegn þeim. Kjartan segir að eftir meirihluta- skiptin 2010 hafi dregið úr aðgerðum gegn mávunum og nú sé varla unga að sjá. „Ég hef enn ekki séð andarunga á aðaltjörninni. Það er búið að hrekja þá alla í burtu eða þeir komnir í mávskjaft,“ segir Kjartan. sunnasaem.mbl.is Frekari aðgerðir þarf til að fækka vargfugli á Tjörninni  Borgarfulltrúi vill skjóta mávinn  Rætt í borgarráði Morgunblaðið/Ómar Vargur Mávurinn mikið vandamál. Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.