Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Félag geislafræðinga hafnaði í gær
beiðni stjórnenda Landspítalans um
að geislafræðingar vinni samkvæmt
neyðarlistum sem gilda í verkföllum
eftir að uppsagnir þeirra taka gildi.
Þetta staðfestir Katrín Sigurðardótt-
ir, formaður Félags geislafræðinga,
en hún fundaði síðdegis í gær með
stjórnendum Landspítalans vegna
málsins. Tveir þriðju hlutar geisla-
fræðinga hafa sagt upp störfum en
uppsagnarfrestur þeirra rennur út
næstkomandi fimmtudag.
„Niðurstaða fundarins var sú að
Félag geislafræðinga lét vita að
geislafræðingar væru ekki tilbúnir að
taka þátt í þessu sem Landspítalinn
hafði beðið um, það er að vinna eftir
verkfallslistum þannig að það sé lág-
marksmönnun,“ segir Katrín við
Morgunblaðið. Hún bendir á að listar
af þessu tagi eigi við í verkföllum en
ekki þegar um uppsagnir sé að ræða.
„Félag geislafræðinga hefur ekki
þetta vald yfir geislafræðingum og
þeir eru bara að hætta,“ segir Katrín.
Mikið álag á geislafræðingum
Hún bendir á að spítalinn hafi enga
lagaheimild til þess að krefja fólk sem
ekki starfar á spítalanum til að mæta
þar til vinnu, enda hafi verið um
beiðni að ræða. Þá segir hún að síð-
ustu þrjá mánuði hafi geislafræðingar
verið undir gríðarlegu álagi, en upp-
sagnarfrestur þeirra var framlengd-
ur fyrir þremur mánuðum.
„Fólk er að vinna lengri vinnutíma
en lög leyfa og það eru nokkur dæmi
um að fólk hafi þurft standa í 24 tíma
þegar hámarksvinna er 16 tímar.
Þannig að fólk er mjög þreytt og
finnst að þessa síðustu þrjá mánuðir
hafi það verið að vinna það sem Land-
spítalinn er núna að fara fram á,“ seg-
ir Katrín en stefnt er að því að funda
aftur með stjórnendum Landspítal-
ans næstkomandi mánudag.
Skyldur fylgja löggildingu
Jón Hilmar Friðriksson, staðgeng-
ill forstjóra Landspítalans, segir Fé-
lag geislafræðinga vera bæði kjara-
og fagfélag. Samkvæmt lögum um
heilbrigðisstarfsmenn þá fylgi
ákveðnar skyldur löggildingu. Þar
sem um uppsagnir einstaklinga sé að
ræða þá sé það ekki óeðlilegt að
Landspítalinn leiti til félagsins um að-
stoð þess til þess að uppsagnirnar
leiði ekki til óeðlilegra truflana á heil-
brigðisþjónustu. Jón bendir á að í
verkföllum sé kveðið á um ákveðna
lágmarksmönnun til að það skapist
ekki neyðarástand. Hann segist gera
sér grein fyrir því að spítalinn hafi
lagalega ekki rétt á því að krefjast
þess að einstaklingar, sem hafa sagt
upp, mæti til vinnu eftir að uppsögnin
hefur tekið gildi..
Munu ekki vinna eftir neyðarlistum
Geislafræðingar hafa hafnað beiðni LSH um að þeir vinni samkvæmt neyðarlistum eftir að uppsagnir
þeirra taka gildi Formaður Félags geislafræðinga segir dæmi um að fólk vinni samfellt í sólarhring
Morgunblaðið/Júlíus
Landspítalinn Uppsagnir geislafræðinga munu taka gildi nk. fimmtudag.