Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Bára Grímsdóttir, tónskáld og
þjóðlagasöngkona, og Chris Foster
gítarleikari leika á tónlistarhátíð-
inni Englar og menn í Strandar-
kirkju í Selvogi á sunnudaginn, 28.
júlí. Bára og Chris munu leiða
safnaðarsöng í messu, flytja tón-
leikadagskrá frá kl. 13.45 til 14 og
að lokinni guðsþjónustu.
Á efnisskránni eru íslensk
sálmalög og kvæðalög og er yf-
irskrift hennar Megindrottning
manna og engla. Þau leika m.a. á
harmóníum, langspil, gítar og
kantele.
Viðburðurinn er sá þriðji á há-
tíðinni en hún stendur yfir sjö
sunnudaga í sumar í Strandar-
kirkju, til og með 25. ágúst. Mark-
mið hátíðarinnar er að bjóða upp á
lifandi og vandaða viðburði á hin-
um sögufræga stað og auðga um
leið tónlistar- og trúarlíf á Suður-
landi, eins og segir í tilkynningu.
Tónleikar Bára Grímsdóttir og Chris
Foster halda tónleika í Strandarkirkju.
Bára og Chris á Englum og mönnum
Gambit er frjálsleg end-urgerð á samnefndrikvikmynd frá árinu 1966sem Ronald Neame leik-
stýrði og Michael Caine, Shirley
Maclaine og Herbert Lom fóru
með aðalhlutverk í. Nú fer Colin
Firth með burðarrulluna en hans
Harry Deane er bugaður umsjón-
armaður listaverkasafns sem
hyggst ná sér niður á yfirmanni
sínum, ruddalega milljarðamær-
ingnum Lionel Shabandar (Alan
Rickman). Í félagi við mál-
verkafalsarann „The Major“ (Tom
Courtenay), fær Deane hina lítt
hæversku PJ Puznowski (Came-
ron Diaz), kjúklingareytara með
meiru og ródeó-stjörnu frá Texas,
til að þykjast eiga fágætt málverk
eftir impressjónistann Claude Mo-
net sem Deane veit að Shabandar
hefur lengi þráð að bæta í safn
sitt. Auðvitað fer ekki allt eins og
til stóð í upphafi og úthugsuð
áhætta og ágóði af ætlaðri leik-
fléttunni (e. gambit) vinda upp á
sig þannig að úr verður ærslafeng-
in svikamylla.
Fyrstu drög að endurgerðinni
voru lögð fyrir 15 árum og síðan
hafa drögin tekið býsna miklum
stakkaskiptum með reglulegu
millibili. Fjölmargir handritshöf-
undar, leikstjórar og leikarar hafa
komið að þessu ferli, þar á meðal
Aaron Sorkin, Robert Altman og
Reese Witherspoon. Jafnvel eftir
að hinir margrómuðu kvikmynda-
gerðarmenn Joel og Ethan Coen
höfðu skilað af sér handriti sem að
endingu var notað, hélt fram-
leiðslan áfram að velkjast um svo
árum skipti og sögusviðið færðist
heimsálfa á milli í endalausum
endurútfærslum. Að lokum settist
Michael Hoffman í leikstjórastól-
inn en hann leikstýrði síðast
dramatísku myndinni The Last
Station sem keppti til Ósk-
arsverðlauna árið 2009. Hugs-
anlega var hann ekki sá heppileg-
asti til að enda með keflið að
velktum farsa en þó er erfitt við
hann að sakast.
Eins og aldagamalt enskt orða-
tiltæki segir þá spilla of margir
kokkar súpunni. Endanleg gerð
myndarinnar ber vott um of marg-
ar og ósamstæðar hugmyndir og
margendurunna endurvinnslu sem
skortir sterka heildarmynd. Aug-
ljósir hæfileikar hinna fjölmörgu
aðstandenda rekast þannig á og
enginn þeirra nær almennilega að
láta ljós sitt skína. Auk þess virð-
ist endurgerðin sem sviðsett er í
nútíma aldrei geta rifið sig al-
mennilega frá tíðaranda fyrirrenn-
ara síns svo tímaskekkjunúnings
gætir stöðugt. Mesti ljóður mynd-
arinnar er samt hinar ansi úreltu,
ýktu og flötu þjóðernissteríótýpur
sem allar persónur tilheyra. Þær
spanna allt frá breskri teprulegri
millistétt og yfirgengilegri hástétt
yfir í bandarískt lágkúrulegt „hjól-
hýsapakk“ og þaðan út í alveg
óhæfa asíska skjallandi trúða. Með
smá herslumun hefði verið hægt
að ögra á örlítið jákvæðan hátt
með þessum persónum líkt og Co-
en-bræður gera manna best í sín-
um myndum.
Þar sem of mörgu kokkarnir á
bakvið myndina eru engir aukvisar
fer súpan ekki alveg öll í vaskinn
og áhorfendur geta ekki annað en
skellt hressilega upp úr af og til.
Einfaldir hlutir eins og súrrealískt
apa- og hunda-ródeó og afkáraleg
nöfn persóna á borð við Puz-
nowski, Shabandar og Zaidenwe-
ber kæta og það sama má segja
um klassískan húmor um líkams-
vessa, rokgjarnt prump og vand-
ræðalegt klæðaleysi. Smellnastir
eru samt stöku fágaðir orðaleikir
með tilheyrandi óborganlegum
misskilningi. Í einni sterkustu
senu myndarinnar ræða til að
mynda Deane og fröken Puz-
nowski um verðleika vinar síns,
hins stönduga „Marskálks“, í and-
dyri eins glæsilegasta hótels
Lundúna, í viðurvist agndofa
snobbaðra starfsmanna sem mis-
skilja samræðurnar á klúrasta
mögulega máta.
Þannig að þegar upp er staðið
er nýja Gambit-myndin sæmilega
góður og sérkennilegur farsi þótt
að öllum líkindum sé hann ekki
jafn slunginn og til stóð í upphafi
framleiðsluferilsins.
Leikflétta Alan Rickman og Cameron Diaz í gamanmyndinni Gambit.
Sambíóin
Gambit bbbnn
Leikstjórn: Michael Hoffman. Handrit:
Joel og Ethan Coen. Aðalhlutverk: Colin
Firth, Cameron Diaz, Tom Courtenay, Al-
an Rickman og Stanley Tucci. 89 mín.
Bretland/Bandaríkin, 2012.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Of margir
kokkar?
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
GAMBIT KL.6-8-10:10
PACIFICRIM KL.2D:2 3D:5:15-8-10:45
PACIFICRIMVIP2D KL.2-5:15-8
MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.1:20-3:20
MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20-5:40
MONSTERSUNIVERSITY ENSTAL2D KL.1-3:20-5:40-8-10:20
WORLDWARZ2D KL.5:30-8-10:30
WORLDWARZVIP KL.10:45
THELONERANGER KL.8
MANOFSTEEL2D KL.10:50
KRINGLUNNI
GAMBIT KL. 6:20 - 8:20 - 10:20
PACIFIC RIM 2D KL. 8 - 10:45
MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20
MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-1:40-3:20-4-5:40
MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL3D KL. 5:40 ÓTEXTUÐ
WORLD WAR Z 2D KL. 10
THE BIG WEDDING KL. 8
THE WOLVERINE 3D KL. 12:30 - 3 - 5:20 - 8 - 10:40
PACIFIC RIM KL. 2D:5:15 3D:8 - 10:45
MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 12:30 - 3 - 5:40
MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL2D KL. 2:30
MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL2D KL. 8
WORLD WAR Z 2D KL. 8 - 10:30
THE LONE RANGER KL. 2 - 5 - 10:20
NÚMERUÐ SÆTI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
AKUREYRI
GAMBIT KL. 8
PACIFIC RIM 3D KL. 8
MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40
MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 2
MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL2D KL. 5:40
WORLD WAR Z 3D KL. 10:45
THE LONE RANGER KL. 10
KEFLAVÍK
THEWOLVERINE3D KL.8
GAMBIT KL.8
MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.1-3:20-5:40
MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.2
MONSTERSUNIVERSITY ENSTAL2D KL.5
PACIFICRIM2D KL.10
WORLDWARZ3D KL.10:40
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 2D OG 3D
10
12
12
Roger Ebert
Empire
Entertainment
Weekly
Stórkostleg teiknimynd frá snillingunum hjá
Disney/Pixar - Sýnd með íslensku í 2D og 3D
Í STÆRSTU ORUSTU ÆVINNAR
BERST HANN FYRIR SÍNU EIGIN LÍFI
* * * 1/2
"Ein af betri myndum X-Men seríunnar"
-T.V., S&H - Bíóvefurinn
T.V., S&H - Bíóvefurinn -
"Ein af betri myndum X-Men seríunnar"
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
L
L
THE WOLVERINE 3D Sýnd kl. 8 - 10:10 (P)
GROWN UPS 2 Sýnd kl. 1:40 - 6 - 8 - 10:30
R.I.P.D. 3D Sýnd kl. 8 - 10
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D Sýnd kl. 2
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D Sýnd kl. 2 - 3:50 - 5
THE HEAT Sýnd kl. 5:30