Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Tölur Hagstofunnar um atvinnu-leysi sem birtar voru í vik-
unni eru töluvert áhyggjuefni.
Talning Vinnumálastofnunar á at-
vinnulausum hefur um hríð gefið
til kynna að ástandið fari batnandi
og sé að verða viðunandi, en þær
tölur gefa skakka mynd af ýmsum
ástæðum.
Mæling Hag-stofunnar
gefur við nú-
verandi að-
stæður lang-
tímaatvinnu-
leysis og
vinnumarkaðs-
úrræða, auk
landflótta síðustu ára, réttari
mynd af stöðunni.
Sú mynd er ekki fögur og berþví vitni að viðskilnaður
vinstristjórnarinnar er allt annar
en talsmenn hennar héldu fram.
Samkvæmt Hagstofunni fer at-vinnuleysi í júní vaxandi á
milli ára og var 6,4% í ár en 5,3% í
fyrra. Atvinnulausir eru nú 12.300
en voru 10.100 í fyrra.
Ekki er síður áhyggjuefni aðstarfandi fólki fækkar um
3.500 á milli ára.
Þá fjölgar þeim sem eru utanvinnumarkaðar um 3.700, sem
er líka vísbending um neikvæða
þróun í atvinnumálum.
Ríkisstjórnarinnar bíður mikiðverkefni að rétta kúrsinn eft-
ir óstjórnina síðustu ár, ekki síst
skattahækkanirnar sem unnið
hafa gegn atvinnusköpun.
Brýnt er að undið verði ofan afþeim hið fyrsta í haust.
Atvinnuleysið
fer enn vaxandi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 15 léttskýjað
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 6 skúrir
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 27 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 skýjað
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 22 skýjað
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 27 léttskýjað
Dublin 18 skýjað
Glasgow 22 léttskýjað
London 26 heiðskírt
París 27 heiðskírt
Amsterdam 25 skýjað
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 31 heiðskírt
Vín 31 léttskýjað
Moskva 21 léttskýjað
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 35 léttskýjað
Barcelona 30 léttskýjað
Mallorca 37 heiðskírt
Róm 32 léttskýjað
Aþena 32 léttskýjað
Winnipeg 15 skýjað
Montreal 20 skýjað
New York 25 alskýjað
Chicago 21 alskýjað
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:20 22:49
ÍSAFJÖRÐUR 3:59 23:20
SIGLUFJÖRÐUR 3:42 23:04
DJÚPIVOGUR 3:44 22:25
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson fékk rafstuð úr
gítarnum sínum vegna votviðris á tónleikum á
kaffihúsinu Jómfrúnni á dögunum. Staðurinn
stendur fyrir djassútitónleikum á hverjum laug-
ardegi yfir sumartímann. Tónleikarnir hafa farið
fram úti alla laugardaga í sumar þrátt fyrir mikla
vætutíð.
„Við erum frekar harðir í þessu og það þarf að
vera alveg lárétt og lóðrétt rigning og 12 metrar á
sekúndu til að við færum tónleikana inn,“ segir
Jakob Einar Jakobsson, þjónn á Jómfrúnni.
„Við höfum staðið í þessari tónleikaröð í heil 18
ár og þetta er alltaf jafn vinsælt hjá gestum okk-
ar. Þeir mæta sérstaklega vel á laugardögum
þrátt fyrir að þurfa að taka stundum með sér
teppi og regnhlífar,“ segir Jakob.
„Þetta er náttúrlega ekkert annað en merkilegt
menningarfyrirbæri og gaman væri að staðurinn
myndi fá íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu
tónleikaröðina því við höfum staðið fyrir þessum
djasstónleikum í 18 ár.“
Hann bendir jafnframt á að Jómfrúin borgar
öllum þeim listamönnum sem troða upp hjá þeim
en í erlendum stórborgum eru það jafnan borgar-
yfirvöld sem borga tónlistarmönnum fyrir sam-
bærilega útitónleika.
Djasstónleikarnir fara fram klukkan 15-17 alla
laugardaga yfir sumartímann. jonheidar@mbl.is
Gítarleikari fékk rafstuð vegna rigningar
Ljósmynd/Kr Sig
Jass Jómfrúin lætur vætutíð ekki stoppa sig og
heldur útitónleika alla laugardaga í sumar.
Svartaþoka hef-
ur verið á mið-
unum víða í
kringum landið
að undanförnu.
Uppsjávarskipin
hafa verið á veið-
um suðaustur af
landinu og einnig
suðvestur af
Reykjanesi, að
því er fram kem-
ur á vef HB Granda.
Þar er rætt við Albert Sveinsson,
skipstjóra á Faxa RE, sem var á leið-
inni til Vopnafjarðar í gær af mið-
unum í Hvalbakshallinu. Um borð var
300 tonna afli, mestmegnis síld en um
35% aflans var makríll. „Þetta er stór
og góður fiskur eða allt að 550 grömm
að stærð,“ sagði Albert.
Hann sagði skipin hafa sum hver
fengið ágætan makrílafla á vest-
ursvæðinu en makríllinn þar er þó
smærri en fyrir austan land. Veiðum
íslenskra skipa á makríl í græn-
lenskri lögsögu er nú lokið en þar
voru mest frystitogarar að veiðum.
Svarta-
þoka á
miðunum
Faxi RE með
stóran og góðan fisk
Þokkaleg veiði hef-
ur verið á makríl.