Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Umhverfisráðherra Japan, Nobu-
teru Ishihara, kom til landsins í gær
og mun dvelja hér fram á mánudag
ásamt föruneyti. Ishihara hyggst
kynna sér nýtingu jarðvarma á Ís-
landi og mun m.a. hitta Ragnheiði
Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Sigurð Inga Jó-
hannsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Ishihara er annar japanski ráð-
herrann sem sækir Ísland heim á 15
árum, en árið 1999 kom hingað í op-
inbera heimsókn Keizô Obuchi, þá-
verandi forsætisráðherra. Í kjölfar
þeirrar heimsóknar opnuðu Japanir
sendiráð á Íslandi og Íslendingar
sendiráð í Tókýó árið 2001.
Stefán Lárus Stefánsson, sendi-
herra Íslands í Japan, segir heim-
sókn Ishihara afrakstur fimm ára
vinnu í sendiráðinu en frá því að fjár-
framlög voru skorin niður árið 2008
hafi kynning á jarðvarmaverkefnum
verið efst á forgangslista sendiráðs-
ins.
Endurskoða nýtingarreglur
Sendiráðið stóð fyrir ráðstefnu um
jarðvarmanýtingu í Tókýó fyrir
þremur árum og er hún ein sú
stærsta sem þar hefur verið haldin
en Stefán segir að japönsk stjórn-
völd hafi unnið að því síðustu ár að
endurskoða reglur um nýtingu jarð-
varma.
Hann segir að vinnan í sendi-
ráðinu hafi miðað að því að komast
inn á gafl hjá fyrirtækjum í þessum
iðnaði, sem og stofnunum og sjóðum
sem styrkja vinnu japanskra fyrir-
tækja út um allan heim. Hann
fundaði með Ishihara í júní síðast-
liðnum og í kjölfarið barst óformleg
ósk um að ráðherrann fengi að heim-
sækja Ísland nú í júlí.
Stefán segir heimsóknina afar
mikilvæga fyrir Íslendinga, sem eigi
talsvert undir því að Japanir nýti
jarðvarma í auknum mæli. Ljóst sé
að þegar kemur að raforkufram-
leiðslu muni Japanir seint segja skil-
ið við kjarnorku og aðra orkugjafa
en jarðvarmanum fylgi hins vegar
möguleikar hvað varðar hitaveitu og
þar búi Íslendingar yfir 85 ára
reynslu sem gæti nýst Japönum vel.
Jarðvarmanýting í sviðsljósinu
Umhverfisráðherra Japans í heimsókn á Íslandi Annar ráðherra Japana til að heimsækja
Ísland á síðustu 15 árum Jarðvarmaverkefni efst á forgangslista sendiráðs Íslands í Tókýó
Morgunblaðið/Eggert
Heimsókn Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, í Bláa lóninu í gær ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og föruneyti sínu. Þau njóta hér leiðsagnar Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS.
Nobuteru Ishihara er einn
valdamesti stjórnmálamaður
Japans en hann er bæði ráð-
herra umhverfis- og kjarnorku-
öryggismála og aðalfram-
kvæmdastjóri Frjálslynda
lýðræðisflokksins.
Flokkur Ishihara og for-
sætisráðherrans Shinzo Abe,
vann stórsigur í þingkosn-
ingum í vikunni, þar sem kosið
var um helming þingsæta í efri
deild japanska þingsins. Eftir
kosningarnar hefur Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn meirihluta í
báðum deildum og getur efri
deildin ekki lengur stöðvað
frumvörp ríkisstjórnarinnar,
líkt og áður.
Ishihara kom hingað frá
Finnlandi, þar sem hann var í
opinberri heimsókn, og mun
hafa mikinn áhuga á nýtingu
jarðvarma. Óskaði hann eftir
því að fá að skoða Hellisheið-
arvirkjun og Bláa lónið í heim-
sókn sinni.
Valdamikill
stjórnmála-
maður
NOBUTERU ISHIHARA
100% made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar