Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Farsíma- ogtölvubylt-ing síðasta áratugar hefur vart farið framhjá neinum í hinum vestræna heimi. Ekki er enn útséð með afleið- ingar hennar, ekki síst hvað varðar menntun. Greind eins og hún er skilgreind á hefð- bundinn hátt er misjafnlega dreift á fólk og virðist oft mið- ast við hæfileika þess til þess að leggja á minnið staðreyndir og aðferðir sem síðan nýtast kannski bara fram að næsta prófi en falla svo í gleymsk- unnar dá. Með upplýsingabylt- ingunni er leikvöllurinn jafn- aður fyrir þá sem ekki eru jafngóðir til utanbókarlær- dóms og afburðanemendurnir. „Ég gúgla það bara,“ er nú við- kvæðið, og svör, rétt eða röng eftir atvikum, finnast við öllum spurningum sem hægt er að hugsa sér. Á sama tíma og upplýs- ingabyltingin hefur jafnað þann mannamun er viss breyt- ing er að eiga sér stað í kennsluháttum. Einstaklings- miðuð kennsla, þar sem reynt er að tryggja það að lærdóm- urinn sé við hæfi hvers og eins, er nú að ryðja sér til rúms til hliðar við hina venjubundnu fyrirlestra kennarans. Sam- komulagsnám, lausnaleit- arnám, og fleiri sértæk heiti eru nú notuð yfir mismunandi kennsluaðferðir, sem allar eiga það sameiginlegt að gera nem- endur virkari og þá vonandi um leið ábyrgari á eigin námi. Þá hefur svonefnd „flippuð“ kennsla, þar sem nemendur vinna heima og fá svo að nýta sér þann lærdóm í kennslustundum lofað góðu. Aðstæður geta hæglega ver- ið fyrir hendi þar sem hraðvirk nettenging ásamt tiltölulega ódýrum spjaldtölvum gæti gagnast nemendum, svo fremi sem rétt er staðið að notkun spjaldtölvanna í námi. Tæknin gæti einnig hjálpað kennurum að sjá hvernig hver og einn nemandi stendur sig, hverjir veikleikar og styrkleikar hans eru og auðveldað kennurum að leiðbeina honum og bæta úr þar sem þarf. Nú þegar er nettenging til staðar í mörgum skólum og nemendur nýta sér hana með þungum og stundum dýrum fartölvum. Kostir spjaldtölv- unnar umfram fartölvur eru margir í þessu tilliti og það hvort að spjaldtölvuvæða eigi skólana eða ekki verður því áleitin spurning á næstu árum ef ekki áratugum. Þegar hægt er að fá svör við öllum spurningum verður það mikilvægara að fólk tileinki sér það að spyrja réttu spurning- anna, meta svörin og draga réttu ályktanirnar af þeim. Gagnrýnin hugsun verður þar í lykilhlutverki. Tæknin mun aldrei geta komið í stað henn- ar. Hins vegar er sjálfsagt að nýta sér hana ef kostur er til þess að gera almenna menntun fólks betri. Í heimi þar sem of- gnótt er upplýsinga þarf að læra að sigta út það mikilvæga} Breytt ásýnd menntunar Skuldir liggjaeins og mara á stórum hluta þjóð- arinnar. Stökk- breyttar skuldir hafa reynst mörg- um erfiðar og ekki bætir óvissa úr skák fyrir þá, sem bíða þess að fá að vita hvernig þeim muni reiða af eftir dóma um gengislán. Í Morgunblaðinu hafa í þessari viku verið raktar sög- ur viðskiptavina Landsbank- ans, sem bíða endurútreikn- inga og segja farir sínar ekki sléttar. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að sér þyki leitt að geta ekki svarað viðskiptavinum skýrt strax og þakkar fólki, sem sýnir þolinmæði. Bankinn þarf að skoða 30 þúsund lán að nýju og það getur tekið tíma. Biðin er hins vegar óþolandi fyrir þá sem ekki hafa fengið svör. Lánþegarnir kæmust aldrei upp með að draga mál með þessum hætti. Fyrir dóm- stólum eru dómar mildaðir ef óþarflegur dráttur þykir hafa orðið á málsmeðferð hjá ákæruvaldinu. Gildir þá einu þótt hægt sé að færa góð og gild rök fyrir töfunum, enda varðar sakborning ekkert um það. Að sama skapi getur verið óbærilegt fyrir lánþega hjá Landsbankanum að bíða skýrra svara svo mánuðum skiptir. Bankinn er vissulega undir álagi vegna allra þeirra mála, sem þarf að afgreiða, en viðskiptavinirnir ekki síður undir álagi vegna óvissunnar. Bankinn á að minnsta kosti að gera þeim biðina eins bæri- lega og hægt er. Bankinn á að minnsta kosti að gera biðina eins bærilega og hægt er } Beðið eftir endurútreikningum T akizt Evrópusambandinu og Bandaríkjunum að semja um frí- verzlun sín á milli, sem vonandi reynist mögulegt en þó er alls óvíst um, mun það vafalítið greiða fyrir aðgengi Íslendinga að Bandaríkjamark- aði. Einkum í ljósi þess að viðræðurnar munu ekki sízt snúast um að samræma regluverk á milli markaðssvæðanna tveggja og ryðja þannig úr vegi viðskiptahindrunum eins og til að mynda mismunandi vörumerkingum og ör- yggisstöðlum. Beinir tollar eru ekki helzta hindrunin í við- skiptum á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, enda þegar fremur lágir eink- um fyrir tilstilli Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO), heldur miklu fremur óbeinar hindranir og þá einkum og sér í lagi ólíkt regluverk. Það sama á við um viðskipti á milli Íslands og Bandaríkjanna. Eins og varla þarf að rifja upp er Ísland aðili að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það þýðir að breyt- ingar sem kunna að verða gerðar á regluverki sambands- ins vegna mögulegs fríverzlunarsamnings við Bandarík- in munu um leið hafa mótandi áhrif á það regluverk sem í gildi er hér á landi fyrir tilstuðlan EES-samningsins. Það myndi þannig til að mynda stuðla að einfaldari vöru- viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þetta kom Karel De Gucht, viðskiptastjóri Evrópu- sambandsins, einmitt inn á þegar hann fundaði með Öss- uri Skarphéðinssyni, þáverandi utanrík- isráðherra, í Brussel 9. apríl síðastliðinn samkvæmt fréttatilkynningu frá samband- inu. Þar sagði viðskiptastjórinn að mögulegur fríverzlunarsamningur á milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna myndi hafa afar jákvæð efnahagsleg áhrif á heimsvísu og vís- aði í rannsóknir þess efnis. Einkum nánustu viðskiptaþjóðir sambandsins eins og þær sem aðild ættu að Evrópska efnahagssvæðinu. Þess utan er ljóst að takizt Evrópusam- bandinu að semja um fríverzlun við Bandarík- in myndi það að öllum líkindum greiða fyrir gerð fríverzlunarsamnings á milli Bandaríkj- anna og annaðhvort Íslands eða Fríverzl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland er aðili að enda úrlausnarefnin í þeim efnum verið að miklu leyti þau sömu eða hliðstæð. Þannig hefur það einmitt iðulega gerzt að fríverzlunarsamningar sem EFTA hefur gert hafa greitt götuna fyrir Evrópusam- bandið í þeim efnum og öfugt. Mögulegur fríverzlunarsamningur á milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna er þannig engan veginn sú ógn við hagsmuni Íslands sem sumir hafa látið í veðri vaka. Meðal annars með greinaskrifum í Fréttablaðið. Tilgangurinn hefur gjarnan verið að telja fólki trú um að Ísland þyrfti að ganga í sambandið. Fríverzlunarviðræð- urnar skapa miklu fremur möguleika á sóknarfærum skili þær tilætluðum árangri – sem enginn veit auðvitað hvort verður raunin. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Ekkert sárt enni á Íslandi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hanna Birna Kristjáns-dóttir innanríkis-ráðherra hefur snúið viðákvörðun forvera síns, Ögmundar Jónassonar, sem setti hömlur á kaup EES-borgara á fast- eignum á Íslandi. Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins segir þó að enn standi til að taka lög um fast- eignakaup útlendinga til endurskoð- unar. Samkvæmt fyrri reglugerð var útlendingum með lögheimili á Evr- ópska efnahagssvæðinu óheimilt að eignast fasteignir á Íslandi, nema þeir hefðu hér fasta búsetu eða stunduðu atvinnu- eða þjónustu- starfsemi hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt kemur fram í frétt frá innanríkisráðuneyt- inu frá 25. janúar að búið væri að vinna drög að frumvarpi til laga- breytinga þar sem þessi sömu skil- yrði átti að festa í lög. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fyrir Al- þingi. Í reglugerðarbreytingunni var einnig kveðið á um að þeir útlend- ingar sem hygðust kaupa fasteign hér á landi gátu sótt um undanþágu til þess í innanríkisráðuneytinu. Hótað málsókn ESA Reglugerðarbreytingin tók gildi 2. maí sl. og naut hennar við tæpa þrjá mánuði. Samkvæmt Jó- hannesi Tómassyni, upplýsingafull- trúa hjá innanríkisráðuneytinu, bár- ust nokkrar umsóknir útlendinga til kaupa á íbúðarhúsnæði, sumarhúsa og jarða. Flestar umsóknir fengu samþykki. ,,Tilhneigingin var sú að heimila umsóknir þar sem um var að ræða kaup á húseignum á borð við íbúðarhúsnæði og sumarbústaði, en menn stóðu meira á „bremsunni“ þegar kom að umsóknum um jarða- kaup,“ segir Jóhannes. Hann segir að skömmu eftir að ný reglugerð tók gildi hafi erindi borist frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, þar sem athugasemd var gerð við þær hömlur sem settar voru á borgara á EES-svæðinu. ,,Um ein- um til tveimur mánuðum eftir að reglugerðarbreytingin tók gildi barst fyrirspurn frá eftirlitsstofn- uninni. Þar var það dregið í efa að leyfilegt væri að útiloka EES- borgara frá kaupum á fasteignum. Var okkur hótað málsókn ef ekki yrðu gerðar úrbætur,“ segir Jó- hannes. Hann segir að í kjölfarið hafi Hanna Birna ákveðið að ógilda reglugerðarbreytinguna. ,,En ráð- herra vill engu að síður endurskoða reglu- og lagaverk um fasteigna- kaup útlendinga á Íslandi,“ segir Jó- hannes. Borgarar frá Evrópska efna- hagssvæðinu þurfa því ekki lengur sérstakt leyfi til að eignast fasteign hér á landi, jafnvel þó að þeir hafi ekki fasta búsetu eða stundi atvinnu- eða þjónustustarfsemi hér á landi. Útlendingar utan EES þurfa hins vegar áfram að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir því að kaupa hér fasteignir, þar með taldar jarðir. Á gráu svæði Í samtali við mbl.is sagði Hanna Birna að hún teldi að reglugerðin, sem tók gildi í maí síðastliðnum, samræmdist ekki þeim réttindum og skyldum sem Íslendingar hefðu í gegnum EES-samninginn. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES- landa,“ segir Hanna Birna. Vill endurskoða lög þrátt fyrir breytingu Morgunblaðið/Golli Innanríkisráðuneytið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra af- nam reglugerðarbreytingu Ögmundar Jónassonar en vill endurskoða lögin. Í lögfræðiáliti sem fylgdi frum- varpi Ögmundar Jónassonar benda Eyvindur G. Gunnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Ís- lands, og Valgerður Sólnes lög- fræðingur á að heimild ráðherra til afskipta af fasteignakaupum ráðherra sé rúm og óljóst orð- uð, en í lögunum, sem eru frá árinu 1966, segir að ráðherra hafi heimild til að veita undan- þágu frá lögunum Eyvindur og Valgerður segja að færa megi rök fyrir því að víðtækt framsal lagasetning- arvalds að þessu leyti sé óheppilegt. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að eðlilegast sé að löggjafinn sjálfur ákveði í meg- inatriðum hvernig haga skuli undanþágum frá skilyrðum lag- anna, en ráðherrann sé ekki með opna heimild til að ákveða hvernig veita skuli undanþágu frá lögum. Óheppilegt framsal valds LÖGFRÆÐIÁLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.