Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Ég er mikið afmælisbarn og finnst voðalega gaman að haldaupp á afmælið mitt,“ segir Sóley Ægisdóttir grunnskóla-kennari sem er fimmtug í dag. Hún ætlar að halda veislu
fyrir vini og vandamenn í veislusal í íþróttahúsinu Smáranum í
Kópavogi í kvöld. Hún er Kópavogsbúi í húð og hár enda hefur hún
búið þar frá fimm ára aldri. Hún reiknar með söng og gleði í veisl-
unni enda er Sóley mjög virk í skátakórnum. „Inga vinkona mín er
veislustjóri og hún er svolítið mikið með þetta,“ segir Sóley.
Hún var dansari fyrr á árum og sló í gegn í rokksýningunni „Allt
vitlaust“ á Hótel Íslandi á níunda áratugnum. Þar blandaði hún geði
við leikarann heimsfræga, John Travolta. Hann sagði í viðtali við
Morgunblaðið eftir sýninguna að dansararnir hefðu komið verulega
á óvart og að þeir væru betri en flestir þeir sem hann hafði áður séð.
Sóley hefur ekki enn lagt dansskóna á hilluna því hún kennir dans
samhliða annarri kennslu við Kársnesskóla í Kópavogi.
Hún ætlar að slaka vel á í faðmi eiginmanns og þriggja barna á
morgun en börn hennar heita Ægir Hreinn, Sóllilja og Bjartur
Freyr. Eiginmaður hennar er Bjarni Gaukur Þórmundsson.
Sóley er í níu vikna sumarfríi um þessar mundir og ætlar að halda
áfram að fara í útilegur og hafa það huggulegt þangað til hún mætir
aftur hress til vinnu um miðjan ágúst. jonheidar@mbl.is
Sóley Ægisdóttir kennari er fimmtug í dag
Svarthvít sveifla Hér er Sóley með Svavari Ásbjörnssyni á Hótel
Sögu árið 1986. Þau voru bæði í dansskóla Auðar Haralds.
Dansar í gegnum
lífið í Kópavogi
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Jónína Karlsdóttir
(Didda rokk) og Jakob
Óskar Jónsson
tónlistarmaður áttu
fimmtíu ára brúðkaups-
afmæli 14. júní síðast-
liðinn.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Reykjavík Eyvindur Páll fæddist 10.
mars kl. 4.03. Hann vó 3.565 g og var
51,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðrún Hulda Pálsdóttir og Kristján
Óttar Klausen.
Nýir borgarar
Stykkishólmur Marinó Ýmir Sigur-
björnsson fæddist 24. nóvember kl.
18.33. Hann vó 3.580 g og var 54 cm
langur. Foreldrar hans eru Sigurbjörn
H. Álfgeirsson og Rúna Sævarsdóttir.
H
erdís er fædd á fæð-
ingarheimili í Kópa-
vogi 27. júlí 1963, en
ólst upp í Breiðholti.
Hún hóf skóla-
göngu sína í Breiðholtsskóla og var
þar til 12 ára aldurs en fór þá í
Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá
var gagnfræðaskóli eingöngu ætl-
aður stúlkum. Síðan lá leiðin í
Menntaskólann í Reykjavík, þar
sem hún varð stúdent frá nátt-
úrufræðideild vorið 1983. Hún út-
skrifaðist með Cand. oecon frá við-
skiptafræðideild HÍ haustið 1988.
Herdís var í stjórn NESU, félags
norrænna viðskipta- og hagfræði-
nema veturinn 1984-1988 og var for-
maður NESU á Íslandi 1987-1988
og sat jafnframt í stjórn Félags við-
skipta- og hagfræðinema.
Starfsferill
Herdís byrjaði ung að vinna, fyrst
sem sendill hjá Heilsuverndarstöð-
inni þegar hún var 12 ára og var þar
í þrjú sumur. Hún vann hjá Kirkju-
görðum Reykjavíkur og síðar hjá
garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar.
Sumarið sem hún varð 18 ára byrj-
aði hún að vinna hjá Eimskipafélagi
Íslands og var þar sjö sumur í hin-
um ýmsu deildum. „Samhliða
mennta- og háskólanámi vann ég
sem sýningarstúlka hjá Módelsam-
tökunum þar sem ég kynntist
mörgu góðu fólki og öðlaðist lær-
dómsríka reynslu.“ Eftir háskóla-
nám fékk Herdís vinnu sem fjár-
málaráðgjafi hjá Verðbréfamarkaði
Iðnaðarbankans, síðar Íslands-
banka. „Á þessum tíma var verð-
bréfamarkaðurinn enn tiltölulega
frumstæður og langt í frá eins og við
þekkjum hann í dag en lög um verð-
Herdís Óskarsdóttir, fjármálaráðgj. hjá Landsbankanum – 50 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Ásdís, Sæmundur, Margrét Þóra, Herdís og Jóhanna. Tilefnið var útskrift dætranna, Ásdís
varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands og Jóhanna útskrifaðist úr umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ.
Fer aftur í nám í haust
Við Hreðavatn „Ég hlakka alltaf til haustsins en þá fer ég oft í berjamó.“