Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013 ATVINNA Fyrsta launaða starfið mitt var í sveit hjá frændum mínum, Skúla og Eyjólfi Péturssonum, sem þá bjuggu með stórt mjólkurbú á Nautaflötum í Ölfusi. Þangað fór ég fyrst 10 ára, árið 1976 og mjólkaði og keyrði traktor og at- aðist í heyskap. Árni Páll Árnason alþingismaður FYRSTA STARFIÐ Capacent Ráðningar Ármúla 13 Sími 540 1000 Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst nk. ATHUGIÐ Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf: www.reykjanesbaer.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Erik Christianson Chaillot (erik.chaillot@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Laun eru skv. samningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags. Lager og litun Framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu vantar starfskraft á lager til framtíðarstarfa. Starfssviðið er litun á málningu, lagerstörf og annað tilfallandi. Þekking á málningu og glöggt auga fyrir litum er kostur. Við leitum að einstaklingi með snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi. Áhugasamir sendi umsókn á box@mbl.is merkta: ,,L - 25440” fyrir 2. ágúst. Álnabær óskar eftir duglegum manni í vinnu við uppsetningar í Reykjavík. Aðeins duglegt og reglusamt fólk kemur til greina. Umsóknir sendist á ellert@alnabaer.is Vélstjóri 1. vélstjóri óskast til afleysinga á Örvar SK 2, frá 10. ágúst. Umsækjandi þarf að hafa VF2-réttindi, 3000kW. Upplýsingar gefur Jón Ingi í síma 825 4417. Einnig er hægt að senda umsókn á netfangið joningi@fisk.is. Blaðamaður Wall Street Journal slær á léttu streng- ina í nýlegri grein í tilefni af fjaðrafokinu í kringum Edw- ard Snowden. Eins og les- endur þekkja vel hleypti Snowden alþjóða- og njósna- samfélaginu í háaloft þegar hann ljóstraði upp um víð- tækar persónunjósnir og uppátæki bandarískra yfir- valda. Ljóst er að ólíklegustu menn geta reynst vera frels- ishetjur og róttæklingar og því kannski vissara að at- huga hvort að næsti Snow- den sé í básnum beint á móti. Til viðmiðunar má nota handbók sem samin var af leyniþjónustu Bandaríkjanna handa njósnurum og and- spyrnumönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þar er safnað saman ýmsum leiðum sem hægt er að beita til að spilla fyrir og hægja á fram- leiðslu í óvinalandi. Blaða- manni WSJ rann kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn því svo virðist sem að útsendarar Bandaríkja- stjórnar séu víða: Flækjur og regludýrkun Meðal þess sem mælt er með í handbókinni er að neita að velja skynsamlegu „styttri leiðina“ og krefjast þess frekar að gera allt eftir bókinni upp á staf, þar sem öllum boðleiðum er fylgt upp á hár. Einnig leggur hand- bókin til að skrafa og blaðra til að trufla vinnu annarra. Langar ræður og enn lengri sögur og slúður sem koma vinnunni ekki við verða til þess að minna kemst í verk. Enn betra er að halda fundi oft og títt, vísa öllu sem hægt er til nefndar, og hafa hverja nefnd eins stóra og hægt er – fimm manna hið minnsta. Spellvirkinn getur líka hægt á hagkerfinu með endalausu og tilgangslausu skrifræði og eyðublaða- áráttu, og skaðinn verður enn meiri ef helst ekki færri en þrír verða að skrifa upp á hvert plagg. Að breiða út krassandi gróusögur á vinnu- staðnum er enn eitt vopnið sem beita má, og svo að draga almennt úr andanum á vinnustaðnum með slæmri stjórnun þar sem þeim van- hæfu er hampað en farið illa með þá hæfu. Loks, samkvæmt njósn- arahandbókinni, er alltaf hægt að reyna að vinna öll störf illa og af metnaðarleysi, starfa hægt og afkasta litlu, láta eins og erfitt sé að skilja leiðbeiningar og fyrirmæli, láta segja sér hlutina tvisvar og kenna vinnutækjunum um hvað afrakstur vinnudagsins er lélegur. Skyldu margir á vinnu- staðnum passa við þessa lýs- ingu? ai@mbl.is Er njósnari á næsta borði?  Hegðunin kemur upp um spellvirkja á vegum erlends óvinaríkis AFP Grunsamlegt Benda vinnubrögðin hjá vinnufélögunum til að þeir séu útsendarar óvinaríkis? Kannski á vegum Kim Jong-un, sem hér virðir fyrir sér verksmiðju? Það skyldi þó aldrei vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.