Morgunblaðið - 27.07.2013, Blaðsíða 48
Nú er árið rúmlega hálfnað. Marg-
ir tónlistarfjölmiðlar eru því farnir
að birta „bestu plötur ársins hing-
að til…“-greinar og virðist talsvert
meira um þessar æfingar en oft áð-
ur einhverra hluta vegna.
Varð var við í gegnum Fésbókina
að plata Johns okkar Grants prýðir
tuttugusta sæti á þannig lista sem
amazon.co.uk hefur nú birt, ekki
amalegt það og mikill akkur fyrir
Grant að svo stórt og útbreitt
apparat gefi honum tvo þumla upp.
Ég fór að skoða listann nánar og sá
þar kunnuglega félaga, plötur sem
hefur verið fjallað um í þessum
pistlum mínum m.a. Ég fór því
ósjálfrátt í endurmat á þessum
plötum.
Til að mynda er plata Matthews
E White, Big Inner, í þriðja sæti
en við náum ekki saman þrátt fyrir
nokkrar tilraunir af minni hálfu. Í
fjórða sæti er hin ágæta plata
Bowie, The Next Day, plata sem
manni lyndir vel við þó maður sé
ekki beint að missa sig.
Muchacho með Phosphorescent
er þarna líka ofarlega (ég skil ekki
æðið fyrir honum), Monkey Minds
In The Devil’s Time með Steve
Mason er þarna líka (alveg ágæt)
og Push The Sky Away með Nick
Cave er þarna í tíunda sæti (enn og
aftur, fín plata en ekki stórkost-
leg).
Þetta „eitthvað“
Þið sjáið að karlinn er bara dálít-
ið fýldur, það er engin plata þarna
sem fær hann til að hrópa halle-
lúja. Jú, ein reyndar náði því, plata
sem fór framhjá honum á sínum
tíma og er það góð að hún rak hann
í að henda upp pistli hið snarasta
til að fagnaðarerindið næði nú sem
víðast. Platan Light Up Gold með
Brooklyn-sveitinni Parquet Courts
kom út í janúar á þessu ári og
prýðir sjöunda sæti listans. Plöt-
unni hafði reyndar verið lætt út
enn fyrr, í ágúst á síðasta ári í
gegnum merki leiðtogans, Andrew
Savage. Og til að fara enn dýpra í
útgáfusögu sveitarinnar var fyrsta
útgáfan kassetta í fullri lengd.
Kallast hún American Specialties
og hefur nú verið endurútgefin á
vínyl. En enginn geisladiskur sem
verður að teljast tímanna tákn.
Parquet Courts er engan veginn
að finna upp hjólið með tónlist
sinni og það má heyra mýgrút af
áhrifavöldum í lögunum. En … og
þetta er mikið en … Parquet
Courts hefur þetta „eitthvað“ sem
svo margir reyna að handleika en
svo fáum tekst. Bob Dylan semur
einföld, þriggja gripa lög eins og
svo margir en það sem er óendan-
lega spennandi við Dylan er að
maður nemur mjög greinilega
Strokes
dregnir upp
úr drullupolli
Brooklyn-sveitin Parquet Courts
rokkar af einlægni Hrá og skítug bíl-
skúrstónlist með ókennilegu töfrakryddi
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Hráir Mamma piltanna er vafalítið ekkert sérstaklega hrifin af þessari mynd.
drengi, sem ku víst innfluttir frá
Texas (það skýrir reyndar ýmis-
legt). Einhver sagði í hálfgerðu
háði að þetta væri „Strokes pt. 2“
og ég get vel skrifað undir Strokes-
hljóm þarna. Svona eins og Strokes
hefðu verið dregnir upp úr sýru-
legnum drullupolli …
» Parquet Courts erengan veginn að
finna upp hjólið með
tónlist sinni og það má
heyra mýgrút af áhrifa-
völdum í lögunum.
einhvern galdur hjá honum án þess
að geta sett hann beinlínis í orð.
Þannig má heyra í Talking
Heads, Wire, Pavement og The
Fall m.a. þegar hlýtt er á Light Up
Gold en framreiðslan er þannig að
ekki er hægt að pinna hana á neitt
annað en þessa blessuðu Brooklyn-
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2013
Hljómsveitirnar RIF og Kjarr ætla
að blása til allsherjar sumargleði á
Café Rosenberg í kvöld.
Hljómsveitirnar hafa ekki komið
fram í þó nokkurn tíma og segir
Andri Ásgrímsson úr RIF að þetta
sé því kærkomið tækifæri fyrir
aðdáendur hljómsveitarinnar að
berja þá augum og leggja stíft við
hlustir.
„Við höfum ekki verið iðnir við
tónleikahald en langaði til að koma
fram saman enda þekkjumst við
Kjartan úr Kjarr mjög vel enda
gamlir vinir úr Fossvoginum,“ segir
Andri.
Lagið Sól í sinni með RIF hefur
fengið töluverða spilun í sumar og
fengið góðar viðtökur og verður lag-
ið væntanlega á nýrri plötu sem
hljómsveitin er að setja saman um
þessar mundir. Andri segir það
skemmtilegt að fá góðar viðtökur og
spilun og segir það nærri því öruggt
að lagið verið tekið í kvöld. „Ég veit
ekki hvort þetta eigi eftir að hrjá
okkur og fólk heimti þetta lag á öll-
um tónleikum. Það á bara eftir að
koma í ljós.“
Þeir sem kaupa sig inn á tón-
leikana í kvöld taka sjálfkrafa þátt í
lottói að sögn Andra og mun sig-
urvegarinn vinna RIF úr Hag-
kaupum í vinning.
Tónleikar Hljómsveitirnar RIF og Kjarr spila á Café Rosenberg í kvöld.
RIF og Kjarr koma
fram saman í kvöld
Stórkostleg norræn bókmenntaverk
komin út á íslensku
Glansmyndasafnararnir
Ein mest selda og umtalaðasta bók sem gefin hefur verið út í
Færeyjum. Höfundurinn hefur ítrekað verið tilnefndur til
margvíslegra bókmenntaverðlauna.
„Glansmyndasafnararnir er með betri bókum sem ég hef lesið.
Ógleymanlegar persónur og mögnuð saga um mikil örlög,
kjarnyrt og krydduð af kaldhæðni og húmor. Stórkostleg bók
og líka svo skemmtileg.“
- Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni.
Dagar í sögu þagnarinnar er áhrifamikil bók, sem hlaut
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012. Hún fjallar
um öldruð hjón sem gert hafa þögult samkomulag um að ræða
ekki fortíð sína.
„Með bókinni Dagar í sögu þagnarinnar hefur Merethe Lindström
skrifað magnaða, hárbeitta og áhrifamikla sálfræðilega frásögn
um ógnir þagnarinnar – og bókin átti sannarlega skilið að vinna
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012.“
- Klaus Rothstein, Weekendavisen, Danmörk
www.dsyn.is Finndu okkur á