Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 12
Í myndum
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
Forsætisráðherrar Íslands
hitta fyrirmenni
FUNDUR SIGMUNDAR DAVÍÐS GUNNLAUGSSONAR FOR-
SÆTISRÁÐHERRA MEÐ LEIÐTOGUM NORÐURLANDANNA
OG BARACK OBAMA, FORSETA BANDARÍKJANNA, ER UM-
TALAÐUR. ÞAÐ VAR ÞVÍ VEL VIÐ HÆFI AÐ RÓTA Í MYNDA-
SAFNI MORGUNBLAÐSINS OG SKOÐA FORSÆTISRÁÐ-
HERRA LANDSINS FYRR OG NÚ HITTA ERLENDA
STARFSBRÆÐUR SÍNA.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Þeir léku á alls oddi, þeir forsætisráðherrar Noregs, Íslands og Danmerkur; Jens Stoltenberg, Halldór Ásgrímsson og Anders Fogh
Rasmussen árið 2005 á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Rætt var um viðbrögð við fuglaflensunni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geir H. Haarde forsætisráðherra heilsar Condoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, með virktum í maí 2008 við Ráð-
herrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík. Þau ræddu meðal
annars varnir Íslands.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdi þeim Gerhard Schröder,
kanslara Þýskalands, og Davíð Oddssyni forsætisráðherra Íslands,
hvert fótmál og myndaði þá meðal annars í Bláa lóninu. Schröder
kom til Íslands árið 2000.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Sigmundur Davíð í góðum félagsskap Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinisto, forseta Finnlands, Bar-
ack Obama forseta Bandaríkjanna, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs í
Stokkhólmi í vikunni.
AFP