Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
Fleiri hafa að undanförnu tekið í
sama streng og Þorbjörn Jónsson
gerir hér í samtali við Morgunblaðið.
Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins
segir Einar Stefánsson, prófessor í
augnlækningum og yfirlæknir á
Landspítalanum,
að léleg laun séu
meginástæða
óánægju lækna á
spítalanum.
„Það hefur verið
orðað þannig að við
værum komin fram
af bjargbrúninni
og þá væntanlega í
frjálsu falli niður. Það er kannski
ekki besta samlíkingin. Mín tilfinn-
ing er að við séum að renna niður
bratta og hála brekku. Það er erfitt
að snúa við, en kannski mögulegt,“
segir Einar um ástand í mönnun á
Landspítala og framtíðarhorfur ís-
lenskrar læknastéttar í samtali við
Hávar Sigurjónsson í Lækna-
blaðinu.
„Meginástæðan fyrir óánægju
lækna er launin. […] Þetta er ákveð-
inn vítahringur. Landspítali er ekki
aðeins ósamkeppnisfær í launum við
útlönd heldur einnig við kjör lækna
á Íslandi utan spítalans. Það segir
náttúrlega allt sem segja þarf að 1%
unglækna var ánægt með starfs-
aðstöðu á Landspítalanum. Leitin að
þessum ánægða einstaklingi stendur
enn yfir.“
Klárað eins og Harpa?
Þórarinn Ingólfsson, formaður Fé-
lags íslenskra heimilislækna, er á
svipuðum nótum í
ritstjórnargrein í
Læknablaðinu.
„Heimilislæknar
fóru bjartsýnir inn
í haustið 2008 og
töldu að fram-
undan væri upp-
gangur í heim-
ilislækningum og
nú myndi skapast rými til að sinna
öllum vel og bjóða þeim sem þess
óskuðu fastan heimilislækni sem
væri vel menntaður og aðgengilegur
sínum sjúklingum. En allir vita jú
hvað haustið 2008 bar í skauti sínu
og voru allar áætlanir um samninga
við heimilislækna slegnar út af borð-
inu og hafa ekki komið inn á það
borð síðan. Færa má þó fyrir því rök
að það hefði átt að klára þetta mál
eins og Harpa var kláruð, þegar við
lítum til læknismönnunar og
ástandsins í heilsugæslunni í dag.“
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt að
snúa við
Þórarinn
Ingólfsson
Einar Stefánsson
Þorbjörn Jónsson er ekki í vafa
um að innspýting þurfi að
koma í heilbrigðiskerfið.
Kjarasamningar lækna eru
lausir í febrúar á næsta ári og
hann telur nauðsynlegt að
læknar fái þá umtalsverðar
kjarabætur. „Íslenskt heil-
brigðiskerfi getur ekki búið við
það til lengdar að kjör lækna
séu umtalsvert lakari hér en
annars staðar,“ segir hann.
„Samfelldur niðurskurður í
heilbrigðiskerfinu hefur staðið
í um áratug. Verulega byrjaði
að kreppa að eftir efnahags-
hrunið.“
Þorbjörn segir enn ekki hafa
reynt á nýja ríkisstjórn. Stefnu-
yfirlýsing hennar hafi verið
ágæt en mjög almenns eðlis.
„Vonandi fara einhver skilaboð
að koma frá ríkisstjórninni,
ekki seinna en með nýju fjár-
lagafrumvarpi. Pen-
ingar eru
dráttarklárinn
í þessu eins og
svo mörgu
öðru.“
V
ið erum ekki með al-
veg glænýjar tölur en
vitum að læknum hef-
ur verið að fækka
hér á landi,“ segir
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands, en mikil
ólga hefur verið meðal lækna á
Landspítala – Háskólasjúkrahúsi
að undanförnu vegna óánægju
með kjör og mikið vinnuálag. Lyf-
lækningasvið LSH hefur sér-
staklega verið í brennidepli vegna
slæms ástands.
Þorbjörn veit til þess að læknar
hafi í auknum mæli verið að
minnka við sig starfshlutfall til
þess að vinna annars staðar en á
íslenskum spítölum. Það þýðir að
enda þótt höfðatalan sé ef til vill
svipuð og áður þá eru ársverkin
færri. Þegar síðasta könnun var
gerð, fyrir um einu og hálfu ári,
kom í ljós að um 20% sérfræði-
lækna vinna eitthvað erlendis að
staðaldri. Eru sumsé milli landa.
„Þessi læknar búa flestir hér
heima en vinnuframlagið skilar sér
ekki að fullu eins og það gerði
fyrir fáum árum. Þetta er klárlega
vaxandi vandamál,“ segir Þor-
björn.
Um 1.060 læknar eru starfandi
hér heima og stór hluti þeirra
starfar að einhverju leyti erlendis.
550 íslenskir læknar vinna alfarið
í öðrum löndum.
Þorbjörn segir þetta fyrst og
fremst skýrast af óánægju með
laun og kjör og starfsumhverfið
hér heima en læknum þykir
vinnuálag hafa aukist á síðustu ár-
um. Að sögn Þorbjörns er þetta
álag meira en þekkist hjá læknum
í sambærilegum stöðum í ná-
grannalöndunum.
Fleiri íbúar eru á bak við hvern
lækni hér á landi en í þeim lönd-
um sem við berum okkur venju-
lega saman við. Þeir eru 300 hér
á landi, 240 í Danmörku og 220 í
Noregi.
Alvarleg kreppa
Þorbjörn notar orðalagið „alvarleg
kreppa“ um ástandið á lyflækn-
ingasviði LSH. „Læknar í Félagi
almennra lækna eru ekki tilbúnir
að ráða sig í vinnu þarna, sem er
bagalegt þar sem sjúklingum
fækkar ekki. Það þýðir að meiri
vinna lendir á þeim læknum sem
eftir eru, það er sérfræðilækn-
unum. Nú er þeim farið að fækka
líka sem þýðir að ófremdarástand
er í uppsiglingu.“
Að dómi Þorbjörns ríkir ákveðið
vantraust á milli lækna og stjórn-
enda á Landspítalanum sem stafi
af því að efndir hafi ekki verið í
samræmi við gefin loforð. Þetta
þýði að yngri læknar velji fremur
aðra kosti en að ráða sig til starfa
á spítalanum, svo sem að fara
beint í framhaldsnám erlendis eða
ráða sig í lausar heilsugæslustöður
úti á landi sem eru hlutfallslega
betur launaðar fyrir þá. „Þetta
skýrir vandann að hluta. Það tek-
ur tíma að byggja upp traust á ný
og til þess að það megi verða
þurfa læknar og stjórnendur að
verða sammála um lausnir.“
Hér áður fyrr var það eftirsótt
hjá heimilislæknum að komast í
fastar stöður á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta virðist vera að breytast,
alltént tókst ekki að manna allar
stöður sem auglýstar voru á
Heilsugæslustöðinni í Mjódd fyrir
skemmstu.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar var
reynt að spyrna við fótum með
því að breyta sumum heim-
ilislæknastöðum í námsstöður.
Ekki tókst að manna þær með
sérfræðilæknum.
Þorbjörn lítur ekki á það sem
valkost að útskrifa fleiri nýja
lækna. „Það mun ekki leysa vand-
ann, því ef kerfið er óbreytt munu
ungu læknarnir bara fara utan
eins fljótt og þeir geta. Þeir eru
eftirsóttur starfskraftur erlendis
enda menntun þeirra vel metin.
Þvert á móti þurfum við að búa
þannig um hnúta að sérfræðilækn-
ar sem aflað hafa sér menntunar
erlendis geti komið heim til að
starfa.“
Hann er ekki í vafa um að
langflestir íslenskir læknar vilji
frekar starfa hér heima en erlend-
is, sé þess nokkur kostur. „Þá er-
um við að tala um venjulegt ár-
ferði. Ættjarðarástin er ágæt en
hún dugir ekki ein og sér.“
Landspítalinn stendur
á krossgötum.
Morgunblaðið/Golli
Ættjarðarástin dugir
ekki ein og sér
SLÆMT ÁSTAND Á LYFLÆKNINGASVIÐI LSH OG VAXANDI ÓÁNÆGJA LÆKNA MEÐ KJÖR SÍN OG VINNUSKILYRÐI ERU
MIKIÐ ÁHYGGJUEFNI, AÐ DÓMI FORMANNS LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS. HANN ÓTTAST AÐ LÆKNAR MUNI Í AUKNUM
MÆLI FARA ÚR LANDI, NEMA STIGIÐ VERÐI AF ÞUNGA INN Í ATBURÐARÁSINA MEÐ BOÐLEGUM KJARABÓTUM.
PENINGAR ERU
DRÁTTARKLÁRINN
* Það er full ástæða til þess að gefa gaum þeim viðvörunar-orðum og áhyggjum sem læknar hafa af starfsemi spítalans.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is