Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 38
Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Ætli það sé ekki seinni hluti áttunda áratugarins og byrjun þess níunda. Þar sem lista- menn á borð við David Bowie og Klaus Nomi brutu niður veggi í sambandi við hvað karl- menn gátu klæðst og sköpunargleðin var gífurleg. Hver er þín uppáhaldsárstíð og hvers vegna? Ætli það sé ekki haustið, þegar maður getur byrjað að klæða sig í fleiri lög og litirnir verða dýpri. Hvar kaupir þú helst föt? Ég versla helst í útlöndum, þá oft ekki á neinum ákveðnum stað heldur hef ég meira gam- an að því að rölta um og detta inn í fallegar búðir. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég man ekki eftir neinum svona beint, nema kannski árið sem ég bjó í Argentínu, það var eiginlega bara eitt stórt tískuslys. En ég vil frekar taka áhættu í fatavali og gera einhvern tímann mistök en að ganga alltaf í „plain“ fötum. Hverju er mest af í fataskápnum? Kósí peysum, þar sem það er aldrei almennilegt sumar hér á landi. Þannig að það er allt- af hægt að klæða sig í kósí peysu, sama hvaða árstíð er. Ætlar þú að fá þér eitthvað fyrir veturinn? Ég var að koma frá Amsterdam og þaðan fylgdu mér ýmsar flíkur heim sem verða góðar í vetur. Annars veit maður aldrei, það getur alltaf gerst að maður gangi framhjá einhverri æðislegri flík á förnum vegi. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Myndi segja að ég hefði gaman af að klæða mig í falleg föt, veit ekki hvort ég get lýst stílnum mínum betur en það, því það sem mér finnst fallegt getur leynst víða. En ég hef gaman af að klæða mig í kynlaus föt. Hverju myndirðu aldrei klæðast? Pólóbolir hafa alltaf farið eitthvað öfugt í mig, veit samt ekki alveg hvers vegna, ekki það að það er til fólk sem ber þá vel. En ég er til í að klæðast nánast öllu sem mér finnst fallegt, hvort sem það er pils eða vel sniðinn herrajakki. Hvaða flík eða fylgihlut munt þú aldrei skilja við? Þótt ég noti voða sjaldan bindi erfði ég silkibindi frá afa sem ég held að muni fylgja mér ævilangt. Síðan á ég líka ýmsar flíkur sem ég hef keypt á ferðalög- um um heiminn sem virka á mig sem nokkurs konar dagbækur. Hvaða tískutímarit/blogg lestu? Besta tískubloggið fyrir okkur strákana er fuck- ingyoung.es, en annars er það stylebubble og í tímaritum ID og ef ég get nálgast það elska ég tímaritið Candy þar sem öll módelin eru trans- gender. Birkir mælir með tískublogginu fuckingyoung.es. Birkir á mikið af kósý peysum í fataskápnum. Klaus Nomi breytti ákveðnu viðhorfi gagnvart herratísku. Michael Halsband Birkir Sveinbjörnsson fatahönnunarnemi. Morgunblaðið/Rósa Braga BIRKIR FÍLAR HAUSTTÍSKUNA Flíkur nokkurs konar dagbækur BIRKIR SVEINBJÖRNSSON HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR ÁHUGAVERÐAN STÍL. ÞESSI UNGI LISTAHÁSKÓLANEMI KÝS FREKAR AÐ TAKA ÁHÆTTU Í FATAVALI EN KLÆÐAST EINGÖNGU LÁTLAUSUM FATNAÐI. Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Í tímaritinu Candy eru allar fyrirsæturnar klæðskiptingar. *Föt og fylgihlutir Einfaldar línur koma sterkar inn í haust og vetur og litli svarti kjóllinn stendur fyrir sínu »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.