Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 51
hendur en faðir minn verkfræðing- urinn reiknaði þetta auðvitað út á mjög einfaldan hátt og fannst út- koman frekar fyndin og keypti hana ekki alveg. Að það væru yfir 150 manns sem sæktu um pláss í leikaradeild Listaháskólans, að það væru samt aðeins átta pláss í boði og hversu margir af þeim átta fengju svo vinnu að lokinni út- skrift? Hann velti þessu talsvert fyrir sér. En ég vissi mjög fljótt að ég hefði áhuga á þessu, ég las leik- húsfréttirnar í blaðinu og stakk upp á við fjölskylduna að við fær- um á hinar og þessar sýningar – Ilmur Kristjánsdóttir væri að leika í henni. „Ilmur hver?“ spurði faðir minn. Ég sá að við vorum ekki al- veg að lesa sömu fréttirnar í blaðinu kannski,“ segir Þorbjörg og hlær. En mottó pabba er mjög gott og ég hef tileinkað mér það: Að hvað svo sem maður tekur sér fyrir hendur – að gera það vel.“ Andlaus listamaður hvíldi sig í lögfræði Í Menntaskólanum við Sund tók Þorbjörg þátt í leiklistinni og hún segir að þónokkrir samnemendur hennar á þeim árum hafi svo endað á einn eða annan hátt innan leik- húsheimsins. Skólabróðir hennar í menntaskólanum, og samleikari í Málmhaus, Hannes Óli Ágústsson varð til dæmis bekkjarbróðir henn- ar í Listaháskólanum. Næsta listastopp var í Stúdenta- leikhúsinu og samhliða sótti Þor- björg um leiklistarnámið. Daginn eftir frumsýningu Stúdentaleik- hússins á leikriti Tjekov fékk Þor- björg bréf um að hún hefði komist inn í skólann. Hún hafði hins vegar gleymt símanum í frumsýningar- partíinu og þurfti því að hlaupa í tí- kallasíma til að tilkynna móður sinni að hún hefði fengið inngöngu. Við tóku fjögur ár í skólanum og það er því sanngjörn spurning af hverju hún skráði sig í lögfræði að- eins rúmi ári eftir útskrift? „Ég var að hvíla mig aðeins á leiklistinni þegar ég fór að vinna á lögmannsstofunni. Mér fannst það kærkomin tilhugsun að vera ekki í starfsumhverfi sem krafðist allrar andlegrar orku, og námið í leiklist- arskólanum er auðvitað ansi krefj- andi. Ég sá það í hillingum að vinna frá 9-17 og taka ekki vinnuna með mér heim. Ég fór að kunna þessu mjög vel. Þetta er lítil stofa þar sem maður fékk að snerta á ýmsum verkefnum. Lögfræðin er í raun ekkert svo ólík leiklistinni. Maður er alltaf að spá í samfélagið og þarna er maður að vinna með fólki, auðvitað á allt annan hátt en á ótrúlega mikilvægum augnablik- um í lífi þess. Fólk er kannski að berjast fyrir forræði barns, kljást við fjárhagserfiðleika, missa húsið sitt og svo framvegis. Þar sem ég var í afgreiðslunni í ritarastarfinu var ég sú sem tók fyrst á móti fólk- inu og starfið snart mig. Ég upp- götvaði þarna hvað lögfræðin getur verið mannleg. Maður sér stundum lögfræðinga fyrir sér sem fólk bak við tölvu í banka.“ Þorbjörg fer ekki ofan af því að hún hafi upplifað lögfræðina á þann hátt sem hún hefði aldrei búist við. Leiklistin hafi kannski líka orsakað það að hún hafi stundum lesið dóma eins og skáldsögu. „Kannski eru einhverjir lögfræðingar al- gjörlega ósammála mér en mér finnst störf þeirra oft á tíðum snerta innstu kviku fólks.“ Þorbjörgu fór að langa að verða ríkari þátttakandi í starfinu sem hún hafði kynnst í gegnum ritara- starfið. „Ég fann að með lög- fræðiþekkingu hafði maður tök á að hjálpa fólki auk þess sem mér fannst dýrmætt að hafa betri skiln- ing á því hvernig samfélagið virkar. Ég hugsaði því með mér að ég ætti endilega að nýta tímann í lög- fræðinám meðan ég væri andlaus listamaður!“ Þorbjörg náði prófinu í almennri lögfræði og hún getur því hafið nám á öðru ári þegar hún vill. Í bili er það samt kvikmyndaleik- urinn sem á hug hennar allan, fyrir aðeins nokkrum dögum lauk meðal annars tökum á mynd Ólafs Jó- hannessonar, Blóð hraustra manna sem er sjálfstætt framhald Borgrík- is. Var aftast með strákunum Hverjir eru styrkleikar Þorbjargar sem leikkonu, var hún fljót að finna út úr því? „Það er svolítið erfitt fyrir mig að dæma um það en mér finnst að minnsta kosti ekki erfitt að prófa eitthvað sem ég hef ekki prófað áður. Það sem getur verið styrkleiki manns á einhverjum tímapunkti er svo kannski ekki áberandi hálfu ári síðar. Þetta er svolítið breytilegt. Ég hef upplifað leiklistina sem mjög gott veganesti út í flest í lífinu. Það er svo margt í henni og eitthvað sem maður bjóst ekki við – eins og meðvitund um líkama sinn. Í skólanum var maður eilíflega að vinna með líkamann, fór í pilates, jóga dans og ýmislegt. Þetta var samt mín veika hlið til að byrja með. Ég hafði engan dans- bakgrunn eða neitt enda fékk ég ýmsar athugasemdir. Var bent á að ég gerði hinar og þessar æfingar ekki alveg eins og ætti að gera. Ég var alltaf með strákunum aftast í danstímum að reyna að læra ein- hver spor. En þetta þykir mér skemmtilegast – henda mér út í eitthvað sem ég hefði annars aldrei gert.“ Það er ekkert slor að taka þátt í þremur kvikmyndaverkum í röð og vera á leið til Toronto. Hvernig kom það til að Ragnar fékk hana til að leika aðalhlutverkið í Málmhaus? „Haustið eftir að ég kláraði tökur á Djúpinu kom hann að máli við mig og sagði mér frá þessari hugmynd og að hann hefði áhuga á að fá mig í hlutverk aðalpersónunnar sem er Hera Karlsdóttir, ung stelpa sem tekst á við fjölskylduharmleik. Við förum svo í tökur síðasta haust. Raggi hafði kennt okkur í leiklist- arskólanum og þaðan þekkti ég hann. Þar unnum við með honum mjög skemmtilegt verkefni á sama hátt og hann hefur oft gert, það er að segja að búa fyrst til persónur og svo kemur sagan. Úr þessu var gerð stutt kvikmynd. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um mann- eskjuna sem ég bjó til þar og hefði viljað gera sérmynd um hana.“ Eignaðist sína eigin sveit Leikkonan talar með mikilli vænt- umþykju um Málmhaus og hana Heru sína sem á heima í sveit. Hún missir eldri bróður sinn af slysför- um og myndin er um fjölskyldu hennar, hvernig hún tekst á við sorgina og hvernig, ótrúlegt en satt, þungarokkstónlist hjálpar henni. Þorbjörg segir handritið hafa strax kveikt áhugann á verk- efninu og fljótlega hafi hún hrifist af fólkinu sem myndin fjallar um. Fjölskylda Heru sé með marga sterka eiginleika sem geri það að verkum að það sé hægt að trúa því að sárin muni að einhverjum hluta gróa. „Ég sé það fyrir mér að þessi fjölskylda hafi verið samheldin og gamansöm fyrir slysið. Hálfgerðir hippar sem eru léttir í lund en svo gerist þetta. Þetta er því ekki bara myrk mynd um þunglynt fólk sem býr í sveit. Það er ljós þarna. Þetta er skemmtilegt fólk sem er á vond- um stað vegna áfalls en það veitir manni von að vita að þau hafa hæfi- leikann til að vera hamingjusöm, þau þurfa bara að finna leiðina þangað aftur.“ Málmhaus var kvikmynduð undir Eyjafjöllum, á bæ sem heitir Fit. „Það var frábært að fá að dvelja í sveitinni við tökurnar en auk þess var ég svo heppin að fá að dvelja á bænum Hól í Önundarfirði áður en kom að tökum til að læra nokkur sveitastörf. Mér fannst tilhugsunin um að mæta á settið og ætla að leika sveitastelpu án þess að hafa nokkurn tíman verið í sveit ekki góð. Ég dvaldi á Hóli í rúma viku þar sem mér var kennt að mjólka, moka flór og það var svolítið sér- stök tilfinning að vera að fara í fyrsta sinn í sveit að verða þrítug. Um leið eignaðist ég þarna mína eigin sveit og er búin að heimsækja þau einu sinni síðan. Þau létu mér strax líða eins og ég væri ein af fjölskyldunni og tóku mig með sér á þorrablót í sveitinni. Mér var meira að segja boðið upp í dans þótt ég hefði ekki haft neinn kjól með mér í sveitina og bara verið í gallabuxunum inni um allt prúð- búna fólkið. Mér leið svo vel þarna og það var svo gaman. Þetta var líka góð tenging við Heru því hún myndi aldrei láta sjá sig í kjól á þorrablóti. Ég er búin að sjá það að sveitin á mjög vel við mig. Að vakna og vera með einhver verkleg verkefni yfir daginn; gefa, moka, koma inn í kaffi, vera rjóður í kinn- um.“ Það var fleira sem reyndist Þor- björgu vel í því að tengja við Heru. Til dæmis á hún líkt og Hera eldri bróður og sá veit allmikið um þungarokk. „Ég man eftir því að herbergið hans var klætt vegg- myndum af þungarokkurum og þarna voru hangandi hauskúpur. Mamma fór meira að segja með honum til Kaupmannahafnar á þungarokkstónleika þegar hann var unglingur. Ég á bassann hans sem hann átti þegar hann var í þunga- rokkssveit í Svíþjóð, hann er negld- ur og brotinn eftir hann. Við systk- inin kynntumst á svolítið nýjan hátt í þessari vinnu og hann er vitaskuld mjög spenntur fyrir myndinni.“ Ragnar Bragason hefur vakið at- hygli fyrir skarpa persónusköpun í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sínum. Hann virðist líka góður mannþekkjari á karakterana sem hann skapar sem og leikara sína. „Ég hef oft spáð í þetta út frá fót- boltaþjálfara. Góður þjálfari er með 11 leikmenn sem eru allir að gera það sama en þó getur þjálfarinn ekki talað eins við þá alla. Einn er kannski frekja, annar góður með sig, einn feiminn og til baka og svo framvegis. Þú skammar suma, hrósar öðrum og notar mismunandi aðferðir á hvern og einn. Mér finnst Raggi svolítið góður í þessu. Hann þekkir fólkið sitt, kann inn á það og hefur jafnframt þann eig- inleika að maður verður ekki stressaður. Hera fæddist auðvitað í hans höndum og það var því auð- velt að fá þau svör sem mann vant- aði upp á til að skilja hitt og þetta í handritinu. Það var líka ómetanlegt að ég fékk að koma frekar snemma inn í ferlið og hafa eitthvað strax um persónu mína að segja.“ En kvikmyndaleikur á kvik- myndaleik ofan. Geta kvikmyndir með öllu umstangi sem þeim fylgir ekkert tekið á taugarnar? „Áreitið sem fylgir förðun, hárgreiðslu, að láta laga peysuna sína, stilla hljóð- ið, sem og að vera í beinni útsend- ingu hjá hljóðmönnunum, gleyma stundum að slökkva á míkrafón- inum þegar maður fer á klósettið getur stundum verið aðeins of mik- ið. Hljóðnemarnir skynja meira að segja hjartsláttinn! Svo þarf að taka myndir af því hvernig ég lít út fyrir og eftir til að það sé ljóst hvernig ég leit síðast út ef það þarf að taka eitthvað aftur. Það sem lít- ur út fyrir að vera auðveldast getur verið miklu erfiðara en nokkur dramatísk leiksena. En þetta var frábært verkefni og ég er þakklát fyrir allt það góða fólk sem starfaði við myndina. Ég hef ekki séð mynd af þessu tagi áður, hún er eitthvað alveg nýtt og gaman að sjá kvik- mynd með flottum og sterkum kvenpersónum. Þá eru ótrúlega fal- legar senur í henni sem Ágúst Jak- obsson tók.“ Þess má auk þess geta að um tónlist í myndinni sér Pétur Ben og Valdís Óskarsdóttir klippir hana. Þorbjörgu fipast í fyrsta skipti í viðtalinu þegar hún er beðin að deila því í lokin hvað hún geri utan vinnu. „Hver eru áhugamálin mín eiginlega. Hmm … vá, á ég kannski engin áhugamál? Mér finnst ofboðs- lega gaman þegar ég næ að fara í fjallgöngur þótt ég hafi ekki haft mikinn tíma til þess. Svo er það fótboltafélagið mitt, FC ógn, sem er svakalega gaman að taka þátt í. Nei, ég er ekki góð en mér finnst þetta rosalega gaman. Góð útrás og sjúklega skemmtilegar stelpur, þær eru minn saumaklúbbur. Svo er ég held ég algjör heimastelpa og finnst gott að hafa það huggulegt í sum- arbústað.“ Áttu kærasta til að fara með í bústaðinn? „Já.“ „Eruð þið bæði í listinni?“ „Nei, hann er lög- fræðingur,“ segir Þorbjörg og hlær. „Kannski klára ég lögfræðina einn daginn og við förum að vinna sam- an. Eða hann snýr sér að leiklist.“ Kormáks, Djúpinu. Morgunblaðið/Ómar * „Ég fann að með lögfræðiþekkinguhafði maður tök á að hjálpa fólkiauk þess sem mér fannst dýrmætt að hafa betri skilning á því hvernig samfélagið virkar. Ég hugsaði því með mér að ég ætti endilega að nýta tímann í lögfræðinám meðan ég væri andlaus listamaður!“ Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir upplifði sem barn hvernig það var að búa í Grænlandi, Svíþjóð, Fossvoginum og Neskaupstað. 8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.